Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Seðlabankinn hækkar vexti í viðskiptum sínum við lánastofnanir Liður í því að halda verðbólgu í skefjum BANKASTJÓRN Seðlabanka ís- lands hefur ákveðið að hækka vexti í viðskiptum bankans við lánastofnan- ir, og hækkar ávöxtun í endurhverf- um viðskiptum um 0,4% á næsta uppboði, ávöxtun daglána hækkar nú þegar um 0,4% og vextir af inn- stæðum lánastofnana í Seðlabank- anum um 0,4%. Pá hyggst bankinn leggja lausafjárkvöð á lánastofnanir og verða reglur um hana settar á næstu dögum. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Seðlabankanum hafa þessar aðgerðir þann tilgang að hamla gegn miklum vexti innlendrar eftir- spurnar, styrkja gjaldeyrisforða, draga úr útlánaaukningu og draga úr áhættu tengdri fjármögnun bankakerfisins. Birgir Isleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að þessar aðgerðir séu fyrst og fremst varúðarráðstöf- un, en ekki sé verið að bregðast við neinni stórhættu sem Seðlabankinn sjái nú í augnablikinu. „Þessar ákvarðanir eru búnar að vera í þróun hjá okkur í nokkuð langan tíma og þetta er fyrst og fremst varúðarráðstöfun til að auka frekar aðhald í peningamálunum. Við höfum haldið uppi mjög aðhalds- samri stefnu og höfum boðað að við myndum gera það og þetta er liður í því að við getum staðið við markmið okkar að halda verðbólgunni hér í skefjum og í þeim dúr sem við höf- um stefnt á að hún yrði á þessu ári,“ sagði Birgir Isleifur. I tilkynningu Seðlabankans segir að innlend eftirspurn hafi vaxið hratt að undanfömu og endur- speglist m.a. í miklum innflutningi. „Við þau skilyrði sem nú ríkja í þjóðarbúskapnum, sem einkennast af hárri nýtingu framleiðslugetu og litlu atvinnuleysi, gæti áframhaldandi mikill eftirspm'narvöxtur raskað þeim verðstöðugleika sem hér hefur ííkt að undanfórnu. Vöxtur peninga- stærða og útiána gefur vísbendingu um undirliggjandi vöxt eftirspurnai' en kyndir um leið undir honum. í desember spáði Þjóðhagsstofnun því að draga myndi úr vexti eftirspumar á þessu ári. Enn sem komið er bendir fátt til þess að hann sé tekinn að hjaðna í þeim mæli sem spáin gerði ráð fyrir og útlán vaxa enn hratt. Því telur bankastjóm Seðlabankans óhjákvæmilegt að auka enn aðhald í peningamálum með aðgerðum sem m.a. gætu dregið úr útlánagetu lána- stofnana, a.m.k. um hríð,“ segir í til- kynningu Seðlabankans. í frétt frá Búnaðarbankanum seg- ir að ákvörðun Seðlabankans sé aug- ljóslega ætlað að slá á mikla þenslu í þjóðfélaginu og verja gengi íslensku krónunnar, en gengisvísitala hennar hafi sveiflast umtalsvert síðustu daga. Þá sé ekki ólíklegt að Seðla- bankinn hafi áhyggjur af þeirri áhættu sem fjármálastofnanir hafi tekið á verðbréfamarkaði, en þær hafi nýtt sér endurhverf lán Seðla- bankans til spákaupmennsku með því að nota þau til enn frekari kaupa á langtímaverðtryggðum bréfum og veðja á frekari vaxtalækkun á mark- aði. Með því að gera þessi lán dýrari vonist Seðlabankinn til að slá á eftir- spurn eftir þeim, en heildarfjárhæð endm-hverfra viðskipta lánastofnana við Seðlabankann hafi farið allt upp í 25 milljarða króna sem verði að telj- ast hátt hlutfall miðað við umfang bankakerfisins. Bíí Hjá okkur finnur þú m.a. ferðabækur barnabækur • handbækur Ijóð • hestabækur spennusögur • ævisögur myndabækur • ættfræðirit fræðsluefni • spennuefni afþreyingu • skáldskap • skemmtun útivist • dulspeki • tækni landkynningarefni • ferðalög • íþróttir • matreiðslubækur og margt fleira. I Bókamarkaðurinn stendur ^ aöeins yfir i nokkra daga. —t Ekki láta þetta fJjL einstaka tækifæri framhjá þér fara. P i: R L A N Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir i Perlunni, Reykjavík og Frostagotu 3-c*, Akureyri Simar: 562 9701 Reykjavik og 4614742 Akureyri. *(flður Plastiðjan Bjarg) Hagnaður Kögunar hf. 43 milljónir króna í fyrra KHmm hf Samstæðureikningur ■VwJJIIII III ■ l.okt. 1997-30. sept. 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 275,9 243,0 225,7 193,1 +22% +26% Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur 32,9 4,3 32,5 4,6 +1% -6% Hagnaður fyrir skatta 37,2 37,1 Hagnaður tímabilsins 42,7 23,2 +84% Efnahagsreikningur 31/12 >98 31/12 '97 Breyting | Eignin | Fastafjármunir Milljónir króna 38,4 61,7 -38% Veltufjármunir 212,9 150,2 +42% Eignir samtals 251,2 211,9 +19% | Skuldir og eigið fé: Eigið fé 160,7 118,2 +36% Langtímaskuldir 0 5,0 Skammtímaskuldir 70,9 78,0 -9% Skuldir og eigið fé samtals 251,2 211,9 +19% Kennitöiur 1998 1997 Ðreyting Eiginfjárhlutfall 67% 60% Veltufjárhlutfall 3,0 1,9 Arðsemi eigin fjár 34% 23% Arðsemi eigin fjár var 34% HAGNAÐUR Kögunar hf. á síð- asta ári var 42,6 milljónir króna eftir skatta í samanburði við 23,2 m.kr. árið áður. Hluta hagnaðarins má rekja til sölu hlutabréfa í ágúst sl. þegar félagið seldi hlutabréf fyr- ir 18,5 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár á árinu var 34%. Rekstr- artekjur námu 276 milljónum króna og jukust um 22% á milli ára. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur verið ákveðið að sækja um skráningu hlutabréfa félagsins á Verðbréfaþingi Islands og er verið að leggja lokahönd á gerð skrán- ingarlýsingar þessa dagana. Meðal verkefna félagsins á síð- asta ári var þróunarvinna við nýtt hermiforrit fyrir loftvarnakerfi. Að sögn Gunnlaugs M. Sigmundsson- ar framkvæmdastjóra er þeirri þróunarvinnu að ljúka og er búnað- urinn, sem hefur hlotið vinnuheitið GSSG (Graphical Simulation Scen- ario Generator), tilbúinn til sölu og búist við að hann skili Kögun aukn- um tekjum á þessu ári. Kerfið má nýta sem sjálfstæða viðbót við loft- varnakerfi, líkt og það sem félagið annast fyrir Nato á Keflavíkurflug- velli, auk þess sem einnig má tengja það flugumferðarstjómar- kerfum til þjálfunar flugumferðar- stjóra. Starfsmenn Kögunar eru nú um 50, að stærstum hluta tölvunar-, keifis- og verkfræðingar sem eink- um fást við hátæknilega þróunar- vinnu. Samkvæmt rekstraráætlun- um er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti fyrirtækisins á þessu ári og er útlit fyrir aukin verkefni bæði heima og erlendis. Miklar duldar eignir hjá Pharmaco hf. Eignarhlutur í Opnum kerfum vanmetinn ANDRI Sveinsson, verðbréfamiðl- ari hjá Búnaðarbanka íslands, segir að í ársreikningum Phai'maco hf. komi fram í óreglulegum tekjum fé- lagsins að það eigi ennþá miklar duldar eignir. Segir hann að eignar- hlutur þess í Opnum kerfum sé verulega vanmetinn. Að sögn Sindra Sindrasonar, framkvæmdastjóra Pharmaco, á fé- lagið tæplega 13% í Opnum kerfum. Markaðsverðmæti Opinna kerfa er fjórir milljarðar króna og er eignar- hlutur félagsins því um hálfur millj- arður króna. Bókfærður eignarhlut- ur Phannaco í öðrum félögum er 130 milljónir og segir Andri að þarna séu því duldar eignir upp á tæplega 400 milljónir króna, eða 270 milljónir að teknu tilliti til skatta. „Þrátt fyrh' þetta er eiginfjárhlut- fall félagsins 46% og veltufjárhlut- fall 2,3, þannig að félagið gæti borg- að allar skuldir sínar með veltufjár- munum. Ef áætlanir félagsins fyi'ir yfírstandandi ár ganga eftir, þar sem gert er ráð fyrir töluverðum vexti og 500 milljóna veltuaukningu, þá erum við að horfa á spennandi kost að teknu tilliti til þeirra duldu eigna sem eru í félaginu. Það er starfandi á markaði sem við sjáum aukinn vöxt í, bæði vegna aukinnar lyfjanotkunar og einnig vegna breyttrar aldursdreifingar þjóðar- innar," sagði Andri Sveinsson. Rífleg verðlagning á hlutabréfum Heiðar Már Guðjónsson, verð- bréfamiðlari hjá viðskiptastofu Is- landsbanka, sagði að Pharmaco hefði verið með arðbærustu fyrir- tækjum á Verðbréfaþingi Islands undanfarin ár og væri það enn. Hann teldi þó verðlagningu á hluta- bréfum félagsins vera þó nokkuð ríflega og virðast gera ráð fyrir hagræðingarmöguleikum sem væru þó vart fyrir hendi nema með frekara samstarfi eða sameiningu við samkeppnisaðila. „Pharmaco er með um 45% hlut- deild á lyfsölumarkaði sem er 2/3 rekstrarins. Fjárfestingar í hluta- bréfum annarra félaga, svo sem Op- inna kerfa, hafa gefið af sér góðan arð og að mínu viti gæti verið hyggilegt að innleysa nokkuð af þeim hagnaði og fjárfesta frekar í eigin rekstri, eða hagræðingu. Eig- infjárhlutfall félagsins er mjög ríf- legt og hægt væri að auka arðsemi eigin fjár með ódýrari fjármögnun í gegnum lækkun eigin fjár. Áætlanir næsta árs gera enn ráð fyrir tals- verðri veltuaukningu og að hagnað- ur verði um 150 milljónir ki'óna eftir skatta. Miðað við núverandi rekstur er erfitt að sjá að inni í þeim hagn- aði verði ekki óreglulegar tekjur, til dæmis söluhagnaður eigna. Því bæri að mínu viti að fagna,“ sagði Heiðar Már.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.