Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ocalan birt
landráðaákæra
Flóð í Rín
og Mósel
suðvesturhluta Þýzkalands ollu
rigningar þó því að bæði Rín og
Reuters
Mósel flæddu yfir bakka sína,
eins og sést hér á „Deutsches
Eck“ við Kobíenz, þar sem fljótin
tvö renna saman. Vatnamælinga-
menn sögðu að héidist veður
kalt, eins og spáð hefur verið
næstu daga, mætti búast við því
að vatnsliæðin sjatni.
Reuter
YFIRMAÐUR Interpol, Paul Higdon, og innanríkisráðherra Búrma,
Tin Hlaing, takast í hendur við opnunarathöfn 4. alþjóðlegu eiturlyfja-
ráðstefnunnar á vegum Interpol í Rangoon í gær.
Umdeild eiturlyfiaráðstefna Interpol
Tyrkir neita að heimila alþjóðlegt eftirlit
Ankara. Reuters.
KÚRDALEIÐTOGINN Abdullah
Öcalan var í gær, frammi fyrir
tyrkneskum dómara, ákærður
formlega fyrir landráð og tilraunir
til að kljúfa Tyrkland. Öcalan, sem
er í varðhaldi á Imrali-
fangelsiseyjunni í
Marmarahafi, á yfir
höfði sér dauðadóm ef
hann verður fundinn
sekur í réttarhöldum
sem líklegt er að verði
í aprfl næstkomandi.
Hafa tyrknesk stjóm-
völd alfarið hafnað
beiðni utanríkisráð-
hen-a Evrópusam-
bandsins (ESB) frá því
á mánudag um að al-
þjóðlegum eftirlitsaðil-
um verði leyfður að-
gangur að réttarhöld-
unum.
I yfirlýsingu Tyrk-
landsstjórnar segir að „tillögu ESB
um að senda alþjóðlega eftirlitsað-
ila [...] er hafnað". Þar segir enn-
fremur, að einstakir eftirlitsaðilar
sem ekki væru viðurkenndir af
dómnum, gætu fylgst með málinu
að því tilskildu að dómararnir sam-
þykktu það. Hópur 15 tyrkneskra
lögmanna mun verja Öcalan í rétt-
arhöldunum sem líklega verða
haldin á Imrali-eyju. Ekki hefur
enn verið tilkynnt um hvenær þau
verða. Líkur eru taldar á að málið
verði flutt fyrir nokkurs konar her-
rétti sem í eiga sæti 3 dómarar og
mun einn þeirra verða foringi í
tyrkneska hemum.
Hámarksrefsing fyrir landráð er
dauðadómur í Tyrklandi. Slíkum
dómum hefur ekki verið framfylgt í
Tyrklandi síðan 1984 og ef Öcalan
yrði dæmdur til hengingar, verður
löggjafarþing Tyrklands að sam-
þykkja þann dóm. Þingkosningar
verða í Tyrklandi snemma í vor.
Herinn bælir niður
mótmæli
Tyrkneskar hersveitir hafa fellt
14 liðsmenn úr skæruliðahópi Öcal-
ans í suðausturhluta Tyrklands
undanfarna daga. Atökin áttu sér
stað í Siirt- og Sirnak-héraði en
þar hefur verið lýst yfir herlögum
og hefur erlent íjölmiðlafólk því
Abdullah
Öcalan
engan aðgang að vettvangi at-
burða.
Lögregluyfirvöld í Istanbúl
handtóku 57 manns í tengslum við
sprengjutilræði í borginni. Hafa
fylgjendur Öcalans
verið sagðir ábyrgir
fyrir tilræðunum. Und-
anfama daga hafa
tyrkneskar herþyrlur
dreift áróðursbækling-
um yfir Kúrdabyggðir.
A þeim eru liðsmenn
V erkamannaflokks
Kúrdistans (PKK)
hvattir til uppgjafar.
Hefur þingið lýst því
yfir að þeim „uppreisn-
armönnum" sem leggi
niður vopn, verði veitt
viss uppgjöf saka eftir
þingkosningamar.
Alda mótmælaað-
gerða Kúrda í kjölfar
handtöku Öcalans í Kenýa í síðustu
viku hafa haft eftirköst víðs vegar
um Evrópu. I gær hittust innanrík-
isráðhemar 11 ESB-ríkja í Bonn í
Þýskalandi og ræddu um aðgerðir
til að spoma við ofbeldisfullum
mótmælum.
VATNAVEXTIR héldu í gær
áfram í vatnsföllum sem eiga
upptök sín í Ölpunum vegna
hinnar miklu úrkomu sem
steypzt hefur yfir þann hluta
Evrópu að undanförnu. Kólnandi
veður varð þó til þess að hamla
gegn meiri vexti Rínarfljóts. í
Eþíópíumenn
blása til sóknar
Asmara. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Eritreu sögðu í
gær, að Eþíópíuher hefði hafið
mikla sókn í Badme-héraði, 400
ferkm svæði, sem bæði ríkin gera
tilkall til. Beitir hann að sögn fjöl-
mennu fótgönguliði, studdu skrið-
drekum, stórskotaliðsvopnum og
flugvélum.
Atökin milli Eritreu og Eþíópíu
hófust 6. febrúar sl. eftir átta mán-
aða hlé og hafa staðið með litlum
hvíldum síðan. Er barist á þrenn-
um vígstöðvum en fyrir sóknina í
gær héldu Eþíópíumenn uppi mik-
illi stórskotaliðshríð á stöðvar
Eritreumanna. Talsmaður Eþíóp-
íustjórnar staðfesti í gær, að her-
inn hefði blásið til sóknar en mark-
miðið með henni er augljóslega að
ná Badme-héraði, sem Eritreu-
menn lögðu undir sig í maí í fyrra.
Enginn sáttahugur
Tilraunir til að bera klæði á
vopnin hafa engan árangur borið.
Eritreustjórn hefur hafnað áætlun
Einingarsamtaka Afríkuríkja, sem
gerir ráð fyrir, að hún dragi her
sinn frá umdeilda svæðinu áður en
viðræður hefjist og Eþíópíustjórn
beitir flughernum þótt hún hafi
fallist á það í júní í fyrra fyrir milli-
göngu Bandaríkjastjórnar að gera
það ekki.
Stjórnvöld í Evrópulöndum gagnrýnd fyrir ráðleysi
Láta sér gengislækkun
evrunnar vel líka
London, Bonn. Daily Telegraph, Reuters.
GENGI evrunnar féll mjög gagn-
vart dollara og pundi á mánudag
og hefur það vakið mikla óánægju
meðal fjáífesta og fjármálamanna.
Saka þeir fjármálaráðheira G-7-
ríkjanna, einkum evrópsku fulltrú-
ana, um ráðleysi, jafnt í efnahags-
sem gengismálum.
Gengisfall evrannar olli því, að
stofnanafjárfestar seldu mikið af
gjaldmiðlinum en þeir hafa áhyggj-
ur af efnahagsþróuninni á evra-
svæðinu og ekki síður því „af-
skiptaleysi", sem þeim finnst ríkis-
stjómir í Evrópu sýna gengisþró-
uninni. Fjárfestar töldu, að evran
yrði þeim sami bakhjarl og dollar-
inn en nú hefur allt annað orðið
uppi á teningnum. Fjárfestingar
þeirra í evram hafa rýrnað um
7,5% gagnvart dollara og 6,5%
gagnvart pundi á sex vikum og
eiga líklega eftir að rýma enn
meira.
EVRÓPA^
Veik evra leysir
ekkivandann
Paul Meggyesi, hagfræðingur
hjá Deutsche Bank í London, sagði
í fyrradag að evrópskir stjórnmála-
menn hefðu gefið í skyn, að þeir
hefðu ekkert á móti því að gengi
evrannar lækkaði nokkuð, en ef
það gengi of langt myndi það valda
veralegum vandræðum. Þá benda
aðrir á, að veik evra muni ekki
leysa vandann í evrópsku efna-
hagslífi, heldur ákveðnar aðgerðir
til að auka eftirspum. Frammi-
staða evrannar varpaði líka
nokkram skugga á þá áætlun
bresku stjórnarinnar að taka hana
upp að undangenginni þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Gengislækkun evrannar kom í
kjölfar frétta um 0,4% samdrátt í
þýsku efnahagslífi á síðasta árs-
fjórðungi liðins árs, þann mesta í
sex ár, og hins vegar frétta um
1,2% hagvöxt í Bandaríkjunum á
sama tíma.
Talsmenn þýzku ríkisstjórnar-
innar bentu í gær á annað atriði
sem stefndi í að veikja evruna.
Næðust ekki fljótlega samningar
milli ríkisstjórna aðildarlanda ESB
um uppstokkun á landbúnaðar- og
byggðasjóðakerfi sambandsins sé
hætt við að gengi evrannar taki
nýtt stökk niður á við. Talsmenn-
irnir sögðu Gerhard Schröder
kanzlara munu vekja máls á þessu
á aukafundi leiðtoga ESB í Bonn á
föstudag.
Flest vestræn
ríki fjarri
Bangkok, Rangoon. Reuters.
FULLTRUAR Bandaríkjanna og
flestra Evrópulandanna mættu
ekki á alþjóðlega ráðstefnu um
heróínvandann á vegum Interpol,
sem hófst í Búrma í gær. Þótti
staðsetningin ekki við hæfi þar
sem Búrma er talið það ríki sem
framleiðir hvað mest af heróíni í
heiminum í dag. Ákvörðunin um að
sniðganga ráðstefnuna hefur verið
gagnrýnd af fulltrúum Sameinuðu
þjóðanna, Interpol og ríkisstjórn
Búrma þar sem þeir segja alþjóð-
lega samvinnu vera forsendu fyrir
því að lausn finnist á vandanum.
Á ráðstefnunni er fjallað um
framleiðslu á heróíni og dreifingu
þess m.a. í Asíu, Bandaríkjunum
og Evrópu. Fulltráar Bandaríkj-
anna og þeirra Evrópuþjóða sem
sniðgengu ráðstefnuna sögðust
óttast að herstjórnin í Búrma
kæmi til með að nýta sér staðsetn-
ingu ráðstefnunnar til að hylma yf-
ir það hversu lítið hefur verið gert
til að koma í veg fyrir eiturlyfja-
framleiðslu í landinu. En ríkis-
stjóm Búrma hefur verið gagn-
íýnd fyrir að sýna eiturlyfjafram-
leiðendum linkind auk þess sem
hún hefur verið ásökuð um tengsl
við eiturlyfjamarkaðinn. Bágt
ástand mannréttinda í landinu var
einnig ástæða margra fyrir að
mæta ekki.
Engin lausn
Christian Kornevall, fulltrái
Lyfjaeftirlitsnefndai- Sameinuðu
þjóðanna (UNDCP), sagði að þrátt
fyrir að ríkisstjóm Búrma hafí
ekki staðið við skuldbindingar um
að minnka framleiðslu eiturlyfja í
landinu, væri alþjóðleg samvinna
forsenda þess að eiturlyfjavandinn
yrði leystur. Því væri sniðgangan
ekki til að vekja vonir manna um
árangur. Innanríkisráðherra
Búrma, Tin Hlaing og Paul
Higdon, yfirmaður Interpol, tóku í
svipaðan streng, en Hlaing sagði
ennfremur að í Bandaríkjunum og
Bretlandi væra „stærstu heróín-
markaðirnir“ og bæri ríkjunum því
sérstök skylda til að vinna að lausn
vandans í samvinnu við önnur ríki.