Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 19 Þrír Isra- elar felldir SKÆRULIÐAR Hizbollah- hreyfíngarinnar í Líbanon felldu þrjá ísraelska hermenn og særðu fímm í hörðum átök- um í fyrrinótt. Sagði talsmað- ur skæruliðanna, að þeir hefðu farið inn á ísraelska hernámssvæðið í Suður-Lí- banon og setið þar íyrir ísra- elskri eftirlitssveit. Hafa Isra- elar staðfest mannfallið en í síðustu viku færðu þeir út hernámssvæðið er þeir inn- limuðu í það þorpið Ai’noun. Skæð heila- himnubólga DAGBLÖÐ í Súdan sögðu frá því í gær, að 140 manns hefðu látist úr heilahimnubólgu í landinu á fáum vikum og vitað væri um meira en 1.000 sjúk- dómstilfelli. Er nú verið að bólusetja fólk við sjúkdómn- um en hann gýs jafnan upp á heitasta og þurrasta tímanum, frá því í mars og fram í sept- ember. Auk þess hefur malar- íutilfellum fjölgað en hún átti sök á 11,5% dauðsfalla í höf- uðborginni, Khartoum, á síð- asta ári. Vilja losa tök klerkanna ABDOLLAH Nouri, fyrrver- andi innanríkisráðherra Irans, sagði í gær, að sveitar- stjómarkosningarnar nk. föstudag væni lykillinn að til- raunum forsetans, Mo- hammads Khatamis, til að binda enda á aldagamla mið- stýringu í landinu. Kvaðst No- uri mundu virða að vettugi til- raunir harðlínumanna til að ógilda framboð hans og ann- arra 11 frjálslyndra manna og stuðningsmanna Khatamis. Frjálslyndir menn í Iran vona, að með kosningunum takist að losa um kverkatök klerkastéttarinnar á samfé- laginu og ryðja þannig braut- ina fyrir umbótum í stjóm- og félagsmálum. Kveðst hafa verið barinn ANWAR Ibrahim, fyrrver- andi fjármálaráðherra í Malasíu, sagði í gær, að hann hefði verið barinn er hann var handtekinn í september sl. og hafði eftir lögreglumönnum, að þáverandi yfírmaður lög- reglunnar hefði sjálfur tekið þátt í barsmíðunum. Anwar er fyrir rétti sakaður um spill- ingu og hórdóm en sakar Ma- hathir Mohamad um að ljúga upp á sig sakir. Lazarenko framseldur? TALSMAÐUR Leonids Kút- sjma, forseta Úkraínu, kveðst búast við, að Bandaríkjastjórn muni framselja Pavlo Laz- arenko, fyi-rverandi forsætis- ráðhema landsins, en hann hefur verið sakaður um stór- kostlega spillingu. Var hann handtekinn á Kennedy-flug- velli sl. fóstudag er hann reyndi að komast inn í Banda- ríkin án vegabréfsáritunar. Er hann sakaður um að hafa stolið rúmlega 140 millj. kr. og í Sviss hefur hann verið ákærður fyrir peningaþvætti. Þingmenn ástralska stjórnmálaflokksins „Einnar þjóöar“ yfírgefa flokkinn Upplausn í flokki Hanson Sydney. Reuters. EIN þjóð, ástralskur stjórnmála- flokkur, sem berst gegn innflytj- endum, er á góðri leið með að leys- ast upp. Einn þingmaður hans sagði af sér þing- mennsku í gær og annar var rekinn og eru nú ekki eftir nema fimm menn í þing- flokknum. Ein þjóð átti upphaflega 11 menn á þinginu í Queensland en til að kallast þingflokkur verða þeir að vera 10 hið fæsta. Peter Beattie, forsætisráðherra Queenslands, sagði í gær, að Ein þjóð uppfyllti ekki lengur þessi sldlyrði og því yrði fjárveitingum til flokksins hætt. Eiga þær að vera rúmlega 54 millj. ísl. kr. á þremur árum. Þingmannaflótti Snemma í þessum mánuði sögðu þrír þingmenn flokksins sig úr honum og aðrir sjö hótuðu að gera það sama ef Pauline Hanson, stofn- andi flokksins, og tveir samstarfs- menn hennar féllust ekki á al- menna atkvæðagreiðslu um foryst- una í flokknum. Sá eUefti sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna heilsuleysis. Hefur forysta flokksins farið háðulegum orðum um þá þing- menn, sem hafa yfirgefið hann, og segir, að betra sé að hafa fáa þing- menn og holla en einhvern skara, sem skilji ekki hvers vegna hann var kjörinn á þing. Berst gegn innflutningi Asíufólks Ein þjóð, sem berst gegn inn- flutningi fólks frá Asíu og sérstakri aðstoð við frambyggja landsins, fékk um fjórðung atkvæða í Queensland í kosningunum í júní í fyrra en Hanson missti hins vegar sæti sitt á sambandsþinginu í októ- ber sl. A flokkurinn nú aðeins einn fulltrúa þar. Pauline Hanson Lausnararðið er frelsi HEIMDALLUR MynJ ir du b orga lOOO Itr. Fyrir kaffibolla essi ma ur e svo a ræktað baffibaunir á íslandi? Af bverju ertu fjá acf borga 500 krónur Fyrir kdó af tómötum svo acf fólk geti ræktaí tómata á íslandi? Innflutningsböft á grænmeti bækka vöruverd og ýta undir óbeilbrigdara matarædi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.