Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 19
Þrír Isra-
elar felldir
SKÆRULIÐAR Hizbollah-
hreyfíngarinnar í Líbanon
felldu þrjá ísraelska hermenn
og særðu fímm í hörðum átök-
um í fyrrinótt. Sagði talsmað-
ur skæruliðanna, að þeir
hefðu farið inn á ísraelska
hernámssvæðið í Suður-Lí-
banon og setið þar íyrir ísra-
elskri eftirlitssveit. Hafa Isra-
elar staðfest mannfallið en í
síðustu viku færðu þeir út
hernámssvæðið er þeir inn-
limuðu í það þorpið Ai’noun.
Skæð heila-
himnubólga
DAGBLÖÐ í Súdan sögðu frá
því í gær, að 140 manns hefðu
látist úr heilahimnubólgu í
landinu á fáum vikum og vitað
væri um meira en 1.000 sjúk-
dómstilfelli. Er nú verið að
bólusetja fólk við sjúkdómn-
um en hann gýs jafnan upp á
heitasta og þurrasta tímanum,
frá því í mars og fram í sept-
ember. Auk þess hefur malar-
íutilfellum fjölgað en hún átti
sök á 11,5% dauðsfalla í höf-
uðborginni, Khartoum, á síð-
asta ári.
Vilja losa tök
klerkanna
ABDOLLAH Nouri, fyrrver-
andi innanríkisráðherra
Irans, sagði í gær, að sveitar-
stjómarkosningarnar nk.
föstudag væni lykillinn að til-
raunum forsetans, Mo-
hammads Khatamis, til að
binda enda á aldagamla mið-
stýringu í landinu. Kvaðst No-
uri mundu virða að vettugi til-
raunir harðlínumanna til að
ógilda framboð hans og ann-
arra 11 frjálslyndra manna og
stuðningsmanna Khatamis.
Frjálslyndir menn í Iran
vona, að með kosningunum
takist að losa um kverkatök
klerkastéttarinnar á samfé-
laginu og ryðja þannig braut-
ina fyrir umbótum í stjóm- og
félagsmálum.
Kveðst hafa
verið barinn
ANWAR Ibrahim, fyrrver-
andi fjármálaráðherra í
Malasíu, sagði í gær, að hann
hefði verið barinn er hann var
handtekinn í september sl. og
hafði eftir lögreglumönnum,
að þáverandi yfírmaður lög-
reglunnar hefði sjálfur tekið
þátt í barsmíðunum. Anwar er
fyrir rétti sakaður um spill-
ingu og hórdóm en sakar Ma-
hathir Mohamad um að ljúga
upp á sig sakir.
Lazarenko
framseldur?
TALSMAÐUR Leonids Kút-
sjma, forseta Úkraínu, kveðst
búast við, að Bandaríkjastjórn
muni framselja Pavlo Laz-
arenko, fyi-rverandi forsætis-
ráðhema landsins, en hann
hefur verið sakaður um stór-
kostlega spillingu. Var hann
handtekinn á Kennedy-flug-
velli sl. fóstudag er hann
reyndi að komast inn í Banda-
ríkin án vegabréfsáritunar.
Er hann sakaður um að hafa
stolið rúmlega 140 millj. kr.
og í Sviss hefur hann verið
ákærður fyrir peningaþvætti.
Þingmenn ástralska stjórnmálaflokksins „Einnar þjóöar“ yfírgefa flokkinn
Upplausn í
flokki Hanson
Sydney. Reuters.
EIN þjóð, ástralskur stjórnmála-
flokkur, sem berst gegn innflytj-
endum, er á góðri leið með að leys-
ast upp. Einn
þingmaður hans
sagði af sér þing-
mennsku í gær og
annar var rekinn
og eru nú ekki
eftir nema fimm
menn í þing-
flokknum.
Ein þjóð átti
upphaflega 11
menn á þinginu í Queensland en til
að kallast þingflokkur verða þeir
að vera 10 hið fæsta. Peter Beattie,
forsætisráðherra Queenslands,
sagði í gær, að Ein þjóð uppfyllti
ekki lengur þessi sldlyrði og því
yrði fjárveitingum til flokksins
hætt. Eiga þær að vera rúmlega 54
millj. ísl. kr. á þremur árum.
Þingmannaflótti
Snemma í þessum mánuði sögðu
þrír þingmenn flokksins sig úr
honum og aðrir sjö hótuðu að gera
það sama ef Pauline Hanson, stofn-
andi flokksins, og tveir samstarfs-
menn hennar féllust ekki á al-
menna atkvæðagreiðslu um foryst-
una í flokknum. Sá eUefti sagði af
sér þingmennsku á síðasta ári
vegna heilsuleysis.
Hefur forysta flokksins farið
háðulegum orðum um þá þing-
menn, sem hafa yfirgefið hann, og
segir, að betra sé að hafa fáa þing-
menn og holla en einhvern skara,
sem skilji ekki hvers vegna hann
var kjörinn á þing.
Berst gegn innflutningi
Asíufólks
Ein þjóð, sem berst gegn inn-
flutningi fólks frá Asíu og sérstakri
aðstoð við frambyggja landsins,
fékk um fjórðung atkvæða í
Queensland í kosningunum í júní í
fyrra en Hanson missti hins vegar
sæti sitt á sambandsþinginu í októ-
ber sl. A flokkurinn nú aðeins einn
fulltrúa þar.
Pauline
Hanson
Lausnararðið er frelsi
HEIMDALLUR
MynJ
ir du
b orga
lOOO Itr. Fyrir kaffibolla
essi
ma
ur
e
svo a
ræktað baffibaunir á íslandi?
Af bverju ertu fjá acf borga 500 krónur Fyrir kdó af
tómötum svo acf fólk geti ræktaí tómata á íslandi?
Innflutningsböft á grænmeti bækka vöruverd
og ýta undir óbeilbrigdara matarædi.