Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hver seg-
ir að ég sé
ekki þú?
__________MYJVPLIST_________________
Listasafn íslands
LJÓSMYNDIR
INEZ VAN LAMSWEERDE
Til 14. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl.
12-18. Aðgangur kr. 300. Sýningarskrá kr. 500.
INEZ van Lamsweerde kom, sá og sigraði hinn
vestræna listheim árið 1992, þegar hún hlaut Ljós-
myndaverðlaun hollenska ríkisins og Evrópuverð-
laun Kodak. Arið 1995 var Jean Clair búinn að veiða
hana á stórsýningu sína „Identitá e Alteritá“ -
Samsemd og frábrigði - í Palazzo Grassi í Feneyj-
um, en þá var hún búin að hasla sér völl beggja
vegna Atlantsála.
Stórar cibachrome-ljósmyndir hennar þóttu væg-
ast sagt sláandi vegna myndefnis sem sýndi með
kaldhömruðum og fullkomlega hlutlægum hætti
þau frávik sem fínna má í mannlífínu. Mönnum varð
hugsað til bandaríska ljósmyndarans Diane Arbus,
sem svipti sig lífí í byrjun 8. áratugarins, eftir að
hafa gert sér með undarlegum næmleik mat úr
ýmsum utangarðsfyi’irbærum.
Van Lamsweerde er þó frábrugðin forvera sínum
með því að myndir hennar eru fráleitt eins augljós-
ar. Hún er öðru fremur að vekja athygli okkar á
þeim sannindum að allir eru frábrugðnir; að það
sem einum finnst ofur „eðlilegt" er í augum náung-
ans frávik af versta toga.
Anorexíufyrirsætur hennar og tildurrófusmábörn
lýstu meira en náttúrulegum frávikum. Olíkt ásköp-
uðum framandleik - vanþroska í vexti eða sinni -
voru hér komin fómarlömb tísku- og auglýsingaiðn-
aðarins með öllum sínum áunna afbrigðileik; lifandi
dæmi um gervigildi og hundarök sýndarmennsk-
unnar.
En Inez van Lamsweerde er ekki að prédika.
Slíkt væri eins og að eltast við skottið á sér því að
hvergi er til menning fullkomlega laus við gervi-
gildi. Hvarvetna stöndum við frammi fyrir Jerík-
ómúrum sýndarmennsku og tilgerðar ef við brýnum
sjónina nógu vel. En ekkert er eins slappt og það að
fárast yfír flísinni í auga náungans án þess að gera
sér grillu út af bjálkanum í eigin tóftum.
Því virðist van Lamsweerde nú stefna í átt til
ákveðnari og dýpri sálarspeglunar þar sem „Eg“
skoða mig í „Þér“. Hún lætur fyrirsæturnar hírast í
of litlu fleti með höfuðið reigt fram svo það stækkai-
og bólgnar meðan kroppurinn skreppur saman.
Með slíku móti og ögn af brúnleitum farða í framan
dregur hún fram sálrænar víddir þess fólks sem
hún þekkir reyndar afar vel.
Móður sína í einni myndinni fékk hún til að hugsa
um ömmu sína, móður hennar, meðan hún sjálf tók
myndina og sá sig speglast nær ævikvöldi í harð-
neskjulegu andliti þessa nánasta ættingja. Ef til vill
er það einmitt þessi tilraunakennda áræðni frammi
fyrir viðfangsefninu sem gerir verk van Lamsweer-
de svo spennandi sem raun ber vitni.
Halldór Björn Runólfsson
Páttur um Halldór
Laxness í franska
sjónvarpinu
ÞÁTTUR um líf og störf Hall-
dórs Laxness verður sýndur í
franska ríkissjónvarpinu, rás 8,
í kvöld. Þátturinn er liður í
þáttaröð um 250 merkustu rit-
höfunda 20. aldarinnar, að mati
aðstandenda
raðarinnar. Þáttur-
inn er 45 mínútur að
lengd.
Beatrice Korc,
höfundur þáttarins
um Halldór, segir
hugmyndina hafa
kviknað þegar hún
var stödd í sumarfríi
á íslandi 1995. „Með
í för var ein bóka
Halldórs, sem mér
hafði verið bent á að
lesa, og ég veit eig-
inlega ekki hvort
heillaði mig meira
bókin, sem var frá-
bær, eða landið. Mér fannst því
tilvalið að gera þátt um Halldór
enda er hann svo til óþekktur í
Frakklandi. Ekki minnkaði
áhuginn þegar ég fór að lesa
fleiri bækur eftir skáldið - allt
sem ég komst yfír. Það opnað-
ist fyrir mér nýr heimur. í dag
er Halldór án efa einn af mín-
um uppálialds rithöfundum.“
Korc bar hugmyndina undir
aðstandendur þáttaraðarinnar
og fylgdi henni eftir með ítar-
legri greinargerð. Reyndist
málið auðsótt.
Korc sótti ísland tvívegis
heim á liðnu ári til að safna
heimildum. Segir hún einn
mann, öðrum fremur, hafa
greitt götu sína, Halldór Guð-
mundsson, útgáfustjóra hjá
Máli og menningu. „Hann
hjálpaði mér ekki aðeins við að
safna heimildum heldur einnig
við að skilja verk Halldórs
Laxness og menn-
ingu þjóðarinnar."
Korc styðst við
margvíslegt efni í
þættinum. Rætt er
við fólk um skáldið
og verk þess, meðal
annars Halldór
Guðmundsson og
Steinunni Sigurðar-
dóttur rithöfund,
sýnd stutt brot úr
sjónvarpsviðtölum
við Halldór sjálfan
og lesið úr verkum
hans, svo fátt eitt sé
nefnt. Þá eru fjöl-
margar gamlar
myndir sýndar í þættinum,
einkum úr safni Osvalds
Knudsens. „Það er víða komið
við,“ segir Korc, „en markmið-
ið er að gefa fólki einhverja
tilfínningu fyrir Islandi og
veita því innsýn í verk Hall-
dórs, einkum Heimsljós, en
það er ein fárra bóka hans sem
þýddar hafa verið á frönsku.
Sjálfstætt fólk er ekki einu
sinni til í franskri þýðingu.
Vonandi verður þessi þáttur
því til þess að ýta undir frek-
ari þýðingar á verkum þessa
mikla höfundar hér í Frakk-
landi.“
Sýning þáttarins hefst kl.
23.05 að staðartíma.
Halldór Laxness
Gulrótarhaus
kemst í álnir
KVIKMYJVDIR
Stjörnuhiú
STJÓRNARFORMAÐURINN
„THE CHAIRMAN OF THE
BOARD" ★
Leikstjóri: Alex Zamm. Handrit: Turi
Meyer og A1 Septien. Aðalhlutverk:
Scott Thompson, Larry Miller, Court-
ney Thorne Smith, Raquel Welch,
Jack Warden. 1998.
ENN koma heimskra manna
gamanmyndir í bíóin í þetta sinn
furðuverkið Stjómarformaðurinn
eða „The Chainnan of the Board“
um brimbrettakappa, sem er álíka
greindur og brettið hans en verður
fyrir undarleg atvik stjórnarfor-
maður og eigandi stórfyrirtækis.
Sá sem fer með aðalhlutverkið er
eldrauðhærður og kallar sig Car-
rot Top eða Gulrótarhaus. Erfitt
er að fínna hentugra orð yfir leik-
araleysu þessa.
Myndin fjallar um Gulrótar-
Fréttir á Netinu
S' mbl.is
_/U-LTAf= eiTTHXTA-a A/ÝTT
hausinn í hlutverki uppfinninga-
manns gersamlega vonlausra
heimilistækja. Hin heimskulega
hamagangsfyndni myndarinnar
snýst mikið til um hans frjóa en
hvimleiða ímyndunarafl. Tilraunir
hans til þess að haga sér eins og
Jim Carrey í sínum heimsku-
myndum eni fremur aumingjaleg-
ar og þótt telja megi marga
brandara í myndinni eru þeir al-
flestir vondir.
Einstaka hlátur er að hafa af
keppinauti Gulrótarhaussins hjá
stórfyrirtækinu en hann er sá eini
í myndinni sem heíúr raunveralegt
skopskyn og er skemmtilega kvik-
indislegur. Hann stelur senunni en
það er auðvelt þegar Gulrótar-
hausinn á í hlut.
Arnaldur Indriðason
Frönsk
kvikmynd
KVIKMYNDIN „On connait la
chanson" eftir Alan Resnais verður
sýnd í Kvikmyndaklúbbi Alliance
Frangaise, Austurstræti 3, miðviku-
daginn 24. febrúar kl. 21. Myndin
hlaut sjö Césarverðlaun, þau merk-
ustu innan franskrar kvikmynda-
gerðar. Með helstu hlutverk fara
Lambert Wilson, André Dussollier,
Pierre Arditi, Sabine Azéma og
Jane Birkin.
Aðgangur er ókeypis. Myndin er
ótextuð.
vill Kári sjá?
Hvað
MYIYDLIST
G e r ð n b e r g
MÁLVERK
ÝMSIR
Sýningin stendur til 28. febrúar og
er opin alla daga frá kl. 9-21. Fös.
9-19. 12-16 um helgar.
í GERÐUBERGI hefur fólk
verið duglegt við að brydda upp á
nýjungum í fjöragu listastarfí. Þar
hafa til dæmis verið haldin undan-
farin ár Sjónþing sem miða að því
að kynna rækilega einn listamann
í einu með sýningum og málþingi
þar sem listamaðurinn gerir grein
íyrir ævi sinni og starfí í samræð-
um við kunnuga menn og áhorf-
endur, auk þess sem gefín hafa
verið út fróðleg hefti að Sjónþing-
unum loknum.
Nýjasta uppátækið í sýningar-
haldi í Gerðubergi er röð mynd-
listarsýninga sem allar eiga að
bera yfírskriftina ,Þetta vil ég
sjá“. Hugmyndin hér er að fá
mann utan úr bæ - og þá einhvern
sem þekktur er af öðru en afskipt-
um af myndlist - til að velja sam-
an myndir á sýningu. Kári Stef-
ánsson, forstjóri íslenskrar erfða-
greiningar, ríður á vaðið og velur
verk á fyrstu sýninguna.
Á sýningu Kára er að finna verk
eftir aðeins þrjá listamenn, þá
Kristján Davíðsson (f. 1917),
Magnús Kjartansson (f. 1949) og
Sigtrygg Bjama Baldvinsson (f.
1966). Það má segja vel hugsað að
takamarka úivalið við þrjá því
sýningarpláss í Gerðubergi er af
skornum skammti og nokkuð
erfítt, jafnvel þegai’ allt tiltækt
rými er nýtt eins og hér er gert.
Með þessu móti fæst allgóð mynd
af því sem hver listamaður er að
fara með verkum sínum og sýn-
ingin verður furðulega heildstæð
jafnvel þótt hún teygi sig um
ganga og sali. Val þessara þriggja
listamanna gefur líka góða yfirsýn
yfír málaralist síðustu fímmtíu
ára, þótt auðviðað sé stiklað á
stóru, og era þeir allir verðugir
fulltráar sinnar kynslóðar.
Magnús Kjartansson hefur
reyndar ekki verið virkur þátttak-
andi í sýningarhaldi hin alh’a síð-
ustu ár og nýjustu myndimar sem
hann sýnir hér era frá árinu 1994.
Þær voru þá sýndar á Kjarvals-
stöðum og vöktu mikla athygli,
bæði gagnrýnenda og almennings.
Myndimar hafa síðan farið víða og
alls staðar verið vel tekið. í hvert
skipti sem þessar myndir eru
sýndar minnir það á hve mikill
missir það væri íyrir íslenskt lista-
líf ef Magnús drægi sig alveg í hlé.
Segja má að verk Kristjáns Da-
víðssonar myndi uppistöðuvefínn í
þessari sýningu og er það ekki
óeðlilegt þar sem hann á að baki
fímmtíu ára feril svo af mörgu er
að taka. Það skemmtilegasta við
sýninguna - að framlagi hinna
ólöstuðu - er einmitt að hér gefst
tækifæri til að skoða á einum stað
myndir frá flestum helstu tímabil-
um í listsköpun Kristjáns. Þama
má sjá verk frá 1949 þegar Krist-
ján málaði í Art Brut-stíl, eins
konar naíf eða prímitífar myndir,
myndir málaðar með lakki á
pappír í svokölluðum slettu-stíl
sem Pollock átti frumkvæði að og
vakti athygli listamanna á fslandi
á síðustu árum sjötta áratugarins,
akrílverk á pappír frá 1972 sem
ber keim af villta máverkinu frá
sjöunda áratugnum, og svo mætti
lengi telja. Stæm verkin á sýn-
ingunni eru reyndar flest nýleg en
mikið er af smærri myndum sem
sýna glögglega feril og þroska-
sögu Kristjáns. Sýningin minnir
þannig á að löngu er orðið tíma-
bært að stóru söfnin hugi að yfír-
litssýningu á verkum hans með
tilheyrandi skráningu og útgáfu.
Myndir Sigti'yggs B. Baldvins-
sonar geta við fyrstu sýn virst
stinga nokkuð í stúf á sýningunni,
enda skilja mörg ár á milli hans og
Magnúsar, hvað þá hans og Krist-
jáns þar sem aldursmunurinn er
tæp hálf öld. Sigtryggur nam við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og hélt síðan til framhalds-
náms í Strasbourg. í myndum
hans má sjá stílbrögð sem njóta
hylli í Frakklandi um þessar
mundir, en Kári lýsir þeim nokkuð
vel í sýningarskrá þegar hann seg-
ir Sigtrygg „bráa bilið milli þeirrar
fegurðar sem ég er á höttum eftir í
myndlist og konseptlistar, sem
mér þykir yfírleitt fremur leiði-
gjöm“. Falleg áferð og hrein fonn
kallast á við konseptkennda út-
víkkun á málverkinu sem stundum
nær að sameina húmor og ádeilu
eins og í myndinni „Mýs yfírgefa
sökkvandi málverk“.
Tilraunin í Gerðubergi hefur
heppnast ágætlega að þessu sinni
og það verður fróðlegt að fylgjast
með framhaldi þessarar sýningar-
aðar.
Jón Proppé