Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 24

Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýting jarðhita BÆKUR Fræðirit AUÐUR ÚR IÐRUMJARÐAR Saga liitaveitna og jarðliitanýtingar á íslandi. Safn til iðnsögu íslendinga XII. bindi. Eftir Svein Þórðarson. Ritstjóri: Ásgeir Ásgeirsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998, 656 bls. ENGAN þarf að undra þó að langt mál þurfi til að greina frá jarðvarma á Islandi og margvís- legri notkun hans. Og þó að sú bók sem hér er til umfjöllunar sé feiki- mikil að lengd og efnismagni fannst mér að loknum lestri að hún hefði mátt vera enn lengri, svo mikið og margþætt er efnið. Enda þótt bókin teljist tólfta bindið í hinni miklu og stórmerku ritröð Safni til iðnsögu Islendinga, er hún sextánda bókin af þeim sem út eru komnar. Þrettánda bindið kom út fyrir jólin og sum fyrri bindanna eru í tveimur bókum. Þetta er önnur bók sama höf- undar í þessu safni. Árið 1993 kom út bók hans Fæða fryst, saga kælitækni. Var það hið prýðilegasta rit. Svo langt aftur sem sögur herma hafa Is- lendingar nýtt sér jarðvarma að ein- hverju leyti, enda þótt menn litu ekki á hann sem auðlind fyrr en talsvert var komið fram á þessa öld. Fommenn stunduðu laugarböð, notuðu laugar til þvotta og síðar kom til sögunnar brenni- steinsnám og einhverjar tilraunir voru gerðar með saltvinnslu við jarðhita. I fyrstu köflum bókarinn- ar rekur höfundur þessa forsögu á einkar læsilegan og fræðandi hátt. Meginefni bókar- innar fjallar þó um nú- tímann eins og vera ber. Lesandinn fylgist með tilraunum frum- herjanna til að nota jarðhita til húshitunar og sér hvemig nýting- in stóreykst, verður tæknilegri og fióknari og fer að skipta veru- legu máli um orkubú- skap og efnahag þjóð- arinnar. Hitaveitur rísa víðsvegar um landið, fjöldi sund- lauga og margs konar iðnaður nýtir jarð- varma og þegar mönn- um tekst svo að finna leiðir til að beisla háhita hefst rafmagnsfram- leiðsla svo að um munar. Lokaorð höfundar (bls. 529-530) era meira en lítið athyglisverð: „Jarðhitinn [er] mikilvægasta orkulind íslendinga. Sú orka, sem í Sveinn Þórðarson 'I I Ketils saga flatnefs sýnd í Iðnó BRÚÐULEIKURINN Ketils saga fiatnefs eftir Helgu Arnalds verður sýndur í Iðnó næstu sunnudaga kl. 15, en sýningin hefur að undanfórnu farið á milli skólanna i landinu. Inntak sögunnar er fengið úr íslendingasögunum og íjallar um fyrstu kynni foreldra Auðar djúpúðgu, Ketils flatnefs og Yng- vildar frá Hringaríki. Leiksýn- ingin er í senn brúður, grímur, látbragð, texti, tónlist og er jafnt fyrir börn sem fullorðna. Sýningin er á vegum Leikhúss- ins 10 fingur. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson og um leik- mynd sá Petr Matásek. Bníður og leikur eru í höndum Helgu Arnalds en sérstakur verndari sýningarinnar er Vigdís Finn- bogadóttir. ------------ Takmarkanir bókmenntanna ALÞJÓÐLEGA bókmenntaþingið í Mokulla í Lahti í Finnlandi verð- ur haldið í nítjánda sinn 20. - 24. júní í sumar. Aðalefni þingsins er Takmarkanir bókmenntanna. Umræðan snýst um það hvað veldur takmörkunum bókmennt- anna: fagurfræðileg, siðferðileg, pólitísk eða hagræn efni. Meðal höfunda sem boðnir era til Mokulla era skáldið Mohammed Bennis frá Marokkó, rússnesku rithöfundam- ir Natalia og Tatjana Tolstoja og kanadíska skáldið Gaston Bell- mare. Formaður þingsins er Tarmo Kunnas prófessor við háskólann í Jyváskylá. ------------ Sýningum lýkur EVRÓPUMEI ANNA 9 Magnaður kraftur og ósvikin þœgincfi alla leið. Alvöru jeppar með hátt og lágt drif, sjálfstæða grind og hagkvæmni í rekstri. Sestu inn... Sýningarsalur Venusarhópsins, Súðarvogi 16 SÝNINGU Þorsteins S. Guðjóns- sonar, 5 vatnslitamyndir, lýkur nú á sunnudag. Eiga myndirnar það allar sammerkt að fyrirmyndir verkanna era fengnar af íþróttasíð- um dagblaðanna. Sýningin er opin frá 17-19.30 á virkum dögum og frá 14-18 um helgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.