Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýting jarðhita BÆKUR Fræðirit AUÐUR ÚR IÐRUMJARÐAR Saga liitaveitna og jarðliitanýtingar á íslandi. Safn til iðnsögu íslendinga XII. bindi. Eftir Svein Þórðarson. Ritstjóri: Ásgeir Ásgeirsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998, 656 bls. ENGAN þarf að undra þó að langt mál þurfi til að greina frá jarðvarma á Islandi og margvís- legri notkun hans. Og þó að sú bók sem hér er til umfjöllunar sé feiki- mikil að lengd og efnismagni fannst mér að loknum lestri að hún hefði mátt vera enn lengri, svo mikið og margþætt er efnið. Enda þótt bókin teljist tólfta bindið í hinni miklu og stórmerku ritröð Safni til iðnsögu Islendinga, er hún sextánda bókin af þeim sem út eru komnar. Þrettánda bindið kom út fyrir jólin og sum fyrri bindanna eru í tveimur bókum. Þetta er önnur bók sama höf- undar í þessu safni. Árið 1993 kom út bók hans Fæða fryst, saga kælitækni. Var það hið prýðilegasta rit. Svo langt aftur sem sögur herma hafa Is- lendingar nýtt sér jarðvarma að ein- hverju leyti, enda þótt menn litu ekki á hann sem auðlind fyrr en talsvert var komið fram á þessa öld. Fommenn stunduðu laugarböð, notuðu laugar til þvotta og síðar kom til sögunnar brenni- steinsnám og einhverjar tilraunir voru gerðar með saltvinnslu við jarðhita. I fyrstu köflum bókarinn- ar rekur höfundur þessa forsögu á einkar læsilegan og fræðandi hátt. Meginefni bókar- innar fjallar þó um nú- tímann eins og vera ber. Lesandinn fylgist með tilraunum frum- herjanna til að nota jarðhita til húshitunar og sér hvemig nýting- in stóreykst, verður tæknilegri og fióknari og fer að skipta veru- legu máli um orkubú- skap og efnahag þjóð- arinnar. Hitaveitur rísa víðsvegar um landið, fjöldi sund- lauga og margs konar iðnaður nýtir jarð- varma og þegar mönn- um tekst svo að finna leiðir til að beisla háhita hefst rafmagnsfram- leiðsla svo að um munar. Lokaorð höfundar (bls. 529-530) era meira en lítið athyglisverð: „Jarðhitinn [er] mikilvægasta orkulind íslendinga. Sú orka, sem í Sveinn Þórðarson 'I I Ketils saga flatnefs sýnd í Iðnó BRÚÐULEIKURINN Ketils saga fiatnefs eftir Helgu Arnalds verður sýndur í Iðnó næstu sunnudaga kl. 15, en sýningin hefur að undanfórnu farið á milli skólanna i landinu. Inntak sögunnar er fengið úr íslendingasögunum og íjallar um fyrstu kynni foreldra Auðar djúpúðgu, Ketils flatnefs og Yng- vildar frá Hringaríki. Leiksýn- ingin er í senn brúður, grímur, látbragð, texti, tónlist og er jafnt fyrir börn sem fullorðna. Sýningin er á vegum Leikhúss- ins 10 fingur. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson og um leik- mynd sá Petr Matásek. Bníður og leikur eru í höndum Helgu Arnalds en sérstakur verndari sýningarinnar er Vigdís Finn- bogadóttir. ------------ Takmarkanir bókmenntanna ALÞJÓÐLEGA bókmenntaþingið í Mokulla í Lahti í Finnlandi verð- ur haldið í nítjánda sinn 20. - 24. júní í sumar. Aðalefni þingsins er Takmarkanir bókmenntanna. Umræðan snýst um það hvað veldur takmörkunum bókmennt- anna: fagurfræðileg, siðferðileg, pólitísk eða hagræn efni. Meðal höfunda sem boðnir era til Mokulla era skáldið Mohammed Bennis frá Marokkó, rússnesku rithöfundam- ir Natalia og Tatjana Tolstoja og kanadíska skáldið Gaston Bell- mare. Formaður þingsins er Tarmo Kunnas prófessor við háskólann í Jyváskylá. ------------ Sýningum lýkur EVRÓPUMEI ANNA 9 Magnaður kraftur og ósvikin þœgincfi alla leið. Alvöru jeppar með hátt og lágt drif, sjálfstæða grind og hagkvæmni í rekstri. Sestu inn... Sýningarsalur Venusarhópsins, Súðarvogi 16 SÝNINGU Þorsteins S. Guðjóns- sonar, 5 vatnslitamyndir, lýkur nú á sunnudag. Eiga myndirnar það allar sammerkt að fyrirmyndir verkanna era fengnar af íþróttasíð- um dagblaðanna. Sýningin er opin frá 17-19.30 á virkum dögum og frá 14-18 um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.