Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 25 STARINN p/)x) Suzuki Vitara jepparnir voru þeir vinsælustu og mest keyptu í Evrópu árið TÓXIJST Geisladiskar NIKOSSKALKOTTAS Nikos Skalkottas: Maígaldur - hljóm- sveitarsvíta, Konsert fyrir kontra- bassa og hljómsveit, Þrír grískir dansar. Einsöngvari: Þóra Einars- dóttir (sópran). Einleikari: Vassilis Papavassiliou (kontrabassi). Hljóm- sveitarstjóri: Nikos Christodouiou. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Útgáfa: BIS-CD-954. Lengd: 61’39. Verð: 1.499 kr. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands er farin að láta að sér kveða svo um munar. I haust kom út fyrsta geislaplatan í röð hljóðritana á sinfóníum og öðrum hljómsveitarverkum Sibeliusar fyrir Naxos-útgáfuna. Hljómsveitin hefur þegar lokið upptökuvinnunni og við biðum með óþreyju eftir útgáfu seinni diskanna. Aður hefur SI m.a. hljóðrit- að fyrir Chandos 9 diska á verkum Madetoja, Rachmaninoffs, Alfvéns, honum er fólgin, nam ríflega þriðj- ungi af allri frumorku sem til ráð- stöfunar var á íslandi árið 1996 eða 36,7%. En þá er ekki nema hálf sagan sögð. Aætlað er að aðeins sé búið að virkja um það bil einn hundraðasta hluta af nýtanlegri jarðhitaorku í landinu. Jarðhitinn er að langmestu leyti nýttur til húshitunar eða að þrem- ur fjórðu hlutum. Fjárhagslegur ávinningur af nýtingu hans er því ómældur auk þess sem honum fylgir minni mengun en ella væri ef notað væri annað eldsneyti. Reiknað hefur verið út að á árun- um 1991-1995 hefði upphæðin á hitareikningi landsmanna numið samtals 13 milljörðum króna að meðaltali á ári ef öll hús hefðu verið kynt með olíu. Sala á heitu vatni var að meðaltali hálfur sjötti milljarður árlega á sama tímabili. Mismunurinn, um 7,5 milljarðar króna, er þá sú upphæð sem spar- ast hefur á hverju einasta ári þessi fimm ár eða um 30 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu ár- lega. Lætur nærri að sá sparnaður samanlagður jafngildi útflutnings- verðmæti botnfisksaflans árið 1994 ... Ef olía væri notuð til upp- hitunar í Reykjavík og nágrenni í stað heita vatnsins væri mengun af völdum koltvíildis álíka mikil og frá þremur álverum eins og í Straumsvík.“ Auk aðfaraorða ráðherra, rit- stjóra og höfundar skiptist bók þessi í XVI kafla. Fyrst er gerð grein fyrir jarðhita almennt. Þá er kafli sem ber heitið Hagnýting jarðhitans í þúsund ár. Er í þeim kafla á mörgu gripið eins og að lík- um lætur. Kafli er um brenni- steinsnám og saltverkstilraunir. Stuttur kafli fjallar um híbýlahætti og húshitun. I fjórða kafla er getið brautryðjenda og verka þeirra, s.s. Stefáns B. Jónssonar, Erlendar á Sturlureykjum og Sigurjóns á Ala- fossi. Allir fundu þeir leiðir til að nota hverahita. í VII. kafla er þró- unin orðin meiri. Þá koma til sög- unnar fyrstu gróðurhúsin, sápu- gerð, fiskþurrkun, ostagerð, mjólkurbú við jarðhita, þang- þurrkun og ullarþvottur, heilsu- hæli á heitum stöðum og farið er að hita upg fyrstu húsin með hveravatni. I áttunda og níunda kafla víkur sögunni til Reykjavík- ur. Þar segir frá Laugaveitu og Reykjaveitu og er það mikil og merkileg saga. í tíunda kafla er greint frá fyrstu hitaveitum utan Reykjavíkur, þ.e. í Ólafsfirði, Hveragerði, Sauðárkróki og hita- veitu KA á Selfossi. Síðan er kafli sem heitir Hitaveita Reykjavíkur 1945-1971. Kafli er um virkjun há- hitasvæða. Langur kafli er um hitaveitur utan Reykjavíkur, sautján alls, og um félagssamtök hitaveitna. Þá víkur sögunni að jarðhita og iðnaði. I bókarlok er útdráttur á ensku. Tilvísanaskrá og heimildaskrá er geysilöng. Skrár era yfir ljósmyndir, en af þeim er mikill fjöldi, skýringar- myndir og töflur og að lokum er nafnaskrá. Að mínu viti er þetta með merk- ari fræðibókum sem ég hef lengi lesið. Lítið geri ég úr því þó að ég hafi rekist á stöku prentvillur og eitthvað sé um ónákvæmni í stað- arheitum. I heild sinni er prýðilega frá þessari bók gengið, texti vand- aður og skýi’ingarmyndir margar með hinum mestu ágætum. Bókán hlýtur að teljast mikill fengur öll- um sem vilja kynna sér þetta mikil- væga efnissvið. Sigurjón Björnsson Ötroðnar slóðir Klaamis, Sibeliusar, Griegs, Svend- sens, Páls Isólfssonar, Arna Björns- sonar, Karls 0 Runólfssonar og Jóns Leifs. BlS-útgáfan sænska hefur einnig gefíð út tvo diska með hljóðrit- unum á verkum Jóns Leifs og í síð- ustu viku kom út plata á vegum sömu útgáfu þar sem heyra má í fyrsta sinn á geislaplötu þrjú verk gríska tón- skáldsins Nikos Skalkottas. Fram- hald verður á hljóðritunum á verkum beggja þessara tónskálda á vegum Sinfóníuhljómsveitarinnar og BIS. Undirritaður þekkti lítið til verka Skalkottas en það verður að segjast eins og er að þessi tónlist kemur veru- lega á óvart og venst geysilega vel. En fyrst nokkur orð um tónskáldið Skalkottas sem margir hafa vafalaust heyrt um en fæstir heyrt nokkuð eft- ir. Asamt þeim Xennakis og Theodorakis mun Skalkottas teljast eitt höfuðtónskálda Grikkja á þessari öld. Hann sýndi snemma óvenju- mikla tónlistarhæfileika. Hann lauk námi í fiðluieik við Tónlistarháskól- ann í Aþenu 16 ára og stundaði siðan framhaldsnám í Berlín. Hann fór hins vegar ekki inn á braut einleikar- ans heldur sneri sér að tónsmíðum sem hann nam m.a. hjá Arnold Schönberg. Hann sneri heim til Aþenu 1933 þar sem hann svo starf- aði sem fiðluleikari í ýmsum sinfóníu- hljómsveitum auk þess að vera stór- virkur í tónsmíðunum - samdi alls um 110 tónverk af öllum hugsanleg- um gerðum. í tónsmíðum sínum var Skalkottas einfari og honum mætti gjarnan sinnuleysi og hlaut hann sinn skerf af óvæginni gagnrýni um ævina. Nýstárlegt tónmál hans var gagn- rýnt harðlega og ef hann hefði ekki samið Grísku dansana 36 væri hann sjálfsagt öllum gleymdur. Skalkottas notaðist gjarnan við þjóðlegan grísk- an efnivið í verkum sínum, jafnt þeim sem byggðust á raðtækni, tónteg- undaleysi og þeim sem voru tónteg- undabundin. Stundum blandaði hann saman þessum ólíku stflum og innan sama tónverks sveiflast hann hik- laust á milli stfltegunda, sem má telj- ast mjög óvenjulegt. Þannig er t.d. um Maí-galdur sem er meginverkið á þessum nýja geisla- diski SÍ. Til dæmis er hinn mjög svo rytmíski og glæsilegi Alfadans (nr. 3) saminn í tóntegundaleysi og minnir tónmálið um margt á tónlist nýklass- ísku tónskáldanna, svo sem Igors Stravinskys. í 5.-8. kafla svítunnar er tónlistin þjóðleg og tóntegunda- bundin og virðist að sumu leyti skyld tónlist Rúmenans Enescus. Aðrir kaflar eru byggðir á raðtækni - oft- ast mjög rytmískri. Þetta er stór- glæsilegt verk, ákaflega vel leikið af SI og vandasamt einsöngshlutverk Þóru Einarsdóttur í Söng Argyro (nr. 5) og Þjóðvísu (nr. 7) mjög fal- lega sungið. Annars er það Kontrabassakonsert- inn sem eiginlega „stelur senunni”. Það er ekki hlaupið að því að semja konsert íyrir einleiksbassa og stóra hljómsveit. En það hefur Skalkottas svo sannarlega tekist: verkið er sér- lega vel samið og lokakaflinn er sann- ast sagna „algjört dúndur" - þar guð- ar Stravinsky einnig svolítið á glugg- ann. Tæknimenn hefðu reyndar gjam- an mátt lyfta kontrabassanum aðeins framar í hljóðmyndina svo að hreint óaðfinnanlegur hljóðfæi-aleikur Vassil- is Papavassiliou fengi notið sin til fullnustu. Diskinum lýkur svo á þremur Grískum dönsum fyrir strengjasveit, gullfallegum og velhljómandi tón- smíðum. Aftm’ dettur mér Enescu í hug. Að vanda er upptaka BIS í hæsta gæðaflokki - þrátt fyrir ofangreindar aðfinnslur. Tónmeistara RÚV, Vig- fúsi Ingvarssyni, hefur, ásamt Steph- an Reh, tekist að beisla hinn mikla enduróm Hallgrímskirkju. Arangur- inn er hljómmikil og hlý hljóðritun. Ég vil hvetja alla tónnstarannend- ur til að eignast þennan nýja geisla- disk og styðja þannig við bakið á metnaðarfullri útgáfustarfsemi SÍ. í leiðinni geta menn svo kynnst ákaf- lega áhugaverðu tónskáldi sem hafði greinilega margt að segja en fékk sjaldnast að koma þvi á framfæri í lif- anda lífi. Valdemar Pálsson SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Grand Vitara 2,0L 2.179.000 kr. Grand Vitara Exclusive 2,5L, V6 2.589.000 kr. Vitara JLXSE, Sd 1.830.000 kr. Vitara Diesel Sd 2.180.000 kr. $ SUZUKI -##—-----

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.