Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 26

Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ NÝSKÖPUN ’99 Samkeppnin um gerð viðskiptaáætlana Hugarfóst- ur á hug- myndastigi Síðasta námskeiðið af þremur sem haldin voru í tengslum við samkeppnina Ný- sköpun ‘99 um gerð viðskiptaáætlana fór fram miðvikudagskvöldið 17. febrúar síð- astliðinn. Námskeiðin voru haldin fyrir þátttakendur í samkeppninni, en mun fleiri skráðu sig til keppninnar en aðstandendur höfðu þorað að vona. A námskeiðinu voru Morgunblaðið/Golli PÁLL Kr. Pálsson svarar fyrirspurnum þátttakenda í Nýsköpun ‘99. þátttakendur í Nýsköpun ‘99 settir inn í ýmis atriði varðandi gerð viðskiptaáætlun- arinnar, en nú hafa þátttakendur í sam- keppninni frest til 25. mars til að skila inn viðskiptaáætlun sinni. Sverrir Sveinn Sigurðarson var á staðnum og hitti nokkra leiðbeinendur og þátttakendur að máli í lok námskeiðsins. TILGANGUR samkeppn- innar Nýsköpun ‘99 er sá að hvetja frumkvöðla sem hyggjast hasla sér völl í rekstri með vöru eða þjónustu til að setja fram vel unna viðskiptaáætlun og veita væntanlegum frumkvöðlum kennslu í hvernig best sé að standa að gerð slíkrar áætlunar. Það er von aðstandenda sam- keppninnar að framtak þetta megni að hvetja menn og konur til dáða, sem gengið hafa með áhugaverðar hugmyndir eða jafnvel áform um at- vinnustarfsemi í kollinum, en hugar- fóstrin ekki enn náð að komast á legg. Aðstandendur keppninnar vilja einmitt að hugmyndir sem þá gi-unar að liggi víða faldar komist upp úr skúffunum og í raunhæfa úr- vinnslu. Þeir telja að vandlega unnin við- skiptaáætlun sé fyrsta skrefíð til að gera alvöru úr hlutunum, og vonandi að stofna til arðbærra fyrirtækja um nýjar hugmyndir í íslensku atvinnu- lífi. Óljóst er með öllu hverjh- þátttak- enda í samkeppninni munu á endan- um stofnsetja og byggja upp blóm- leg fyrirtæki. En reynslan sýnir að mjór getur verið mikils vísir, og sú aðstoð og leiðbeining sem þessir væntanlegu frumkvöðlar í íslensku atvinnulífi fá mun án efa skipta miklu. Keppnin Nýsköpun ‘99 er haldin af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Morgunblaðinu, Viðskiptaháskólan- um í Reykjavík og Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu KPMG. Kennsla fór fram í húsnæði Við- skiptaháskólans _ í Reykjavík og Verslunarskóla Islands í Reykjavík. Einnig fengu atvinnuráðgjafar á ell- efu stöðum á landsbyggðinni sendar myndbandsupptökur af fyrirlestrun- um, þar sem notkun fjarfundatækni gekk ekki sem skyldi meðan á nám- skeiðinu stóð. Blaðamaður hitti fyrst að máli þá Jón Garðar Hreiðarsson og Ingva Þór Elliðason. Þeir eru ráðgjafar hjá KPMG og höfðu fyrr um kvöldið INGVI Þór Elliðason og Jón Garðar Hreiðarsson. frætt þátttakendur í samkeppninni um gerð viðskiptaáætlunar í tveim- ur nánast fullum fyrirlestrasölum í húsum Viðskiptaháskólans og Versl- unarskólans. -Fannst ykkur þið heyra í fyrir- lestrunum að margir hefðu álitlegar viðskiptahugmyndir? JGH: Ég kalíaði nú svolítið eftir því hverjir ætluðu bæði að skila áætlun- um og hverjir hefðu hugmyndir að rekstri. Það voru flestir með hug- myndir og flestir byijaðir að vinna áætlunina áðm- en þeir komu hingað. Ég kallaði líka eftir hvort einhver Ellert B. Schram forseti ÍSÍ „ Verstur er þó hlutur öryrkj- arma, sem aldrei hafa beðið um sína örorku en eru háðir þeim smánarskammti sem hrekkur af borðum allsnægt- arinnar." Október 1998. L/r iui y»iuyitfin Lsays>. „Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur bætt við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga til að gera hér nauðsynlegar úrbætur." Desember 1998. Úr forystugrein Morgunblaðsins: „í Ijósi réttsýni og sanngirni ertímabært, að ekki sé fastar að orði kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra sem urðu öryrkjar ungir." Desember 1998. • • / Oryrkjabandalag Islands vildi segja frá sinni hugmynd, og það kom ekki eitt einasta hljóð frá einum eða neinum. Sem betur fer kannski fyrir viðkomandi. -Hvaða máli skiptir að ykkar mati fyrir frumkvöðul að setja fram vel unna viðskiptaáætlun? IÞH: Hún bæði gagnast viðkom- andi og minnkar líkurnar á að farið sé út í eitthvað sem ekki er vænlegt. Það lágmarkar áhættuna af öllu verkefninu og eykur í rauninni verð- mæti hugmyndarinnar þegar kemur að því að ná sér í fjármagn. JGH: Það er nokkuð hægt að gefa sér að það er ekki hægt að ná til hugsanlegra fjárfesta nema með við- skiptaáætlun. -Nú á að skila inn viðskiptaáætlun- um í keppnina hinn 25. mars. Eiga þáttta kendur mikla vinnu fyrir höndum? IÞH: Það veltur á því hversu mik- ið hann er búinn að gera nú þegar og hversu vel mótuð hugmyndin er. Ef hann er búinn að vinna sínar markaðsrannsóknir og skoða innviði fyrirtækisins sem á að fara að stofna þá er það að skrifa upp viðskiptaá- ætlunina tiltölulega lítið mál. Aðal- vinnan liggur í grunnvinnunni. -Nú verða ekki allar hugmyndir til fjár. Hvaða vonir bindið þið við þessa keppni? JGH: Eg held að þetta verkefni geti orðið til þess að það komi fram fleiri hugmyndir þótt það hækki kannski ekki hlutfall þeirra hug- mynda sem munu njóta velgengni. Það gæti þýtt að fleiri stíga þessi undirbúningsskref og sjá að þetta er ekki raunhæf hugmynd og hætta við, í stað þess að stinga sér til sunds, hugsanlega með kostnaðar- sömum afleiðingum fyrir sig og sína. IÞH: Við höfum reynt okkar besta til að gera fólk sjálfbjarga, og það er undir einstaklingunum kom- ið hversu langt þeir komast með þetta. JGH: Einn af jákvæðu punktun- um við þessi námskeið er kannski þessi þekkingarflutningur frá okkur yfir til þeirra sem eru með við- skiptahugmyndir. Þeir eru væntan- lega eftir þetta betur í stakk búnir til að gera meira sjálfir. Jón Garðar og Ingvar Þór töldu að þær móttökur sem Nýsköpun ‘99 hefði fengið væru hvatning til að halda svipaða samkeppni síðar. Vildu þeir þakka öllu því fólki sem hafði tekið þátt í þessu með þeim, og einnig samstarfsaðilunum sem hefðu lagt hönd á plóg við að gera þetta framtak að því sem það er. Þeir töldu það vænlegt að leiða aðila af þessum toga saman í framtíðinni til að koma góðum málum áleiðis. Blóð, sviti og tár I lok námskeiðsins var haldinn spjallfundur í matsal Viðskiptahá- skólans þar sem Páll Kr. Pálsson svaraði spurningum þátttakenda um ýmis atriði sem vörðuðu sam- keppnina. I lok þess fundar stóð einn þátttakendanna upp og sagði að hann teldi að stærstu verðlaunin í þessari samkeppni væru ekki verðlaunin sjálf, sem óljóst væri hverjir myndu hljóta á þessari stundu. Stærstu verðlaunin væru hins vegar veitt fyrirfram og væru fólgin í því að koma á fyrirlestra af þessum toga og taka þátt í sam- keppninni þar sem fólk myndi upp- skera eins og til væri sáð, enda væru margir sem gætu haft mikið gagn af fræðslunni og að komast í frjótt andrúmsloft. Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, sagðist myndu vilja taka þessi orð og gera að lokaorðum sínum. „Ég vil nota þessi orð til þess að hvetja ykkur til að gefast ekki upp núna. Núna reynir í raun og veni mest á ykkur að fara heim og segja við ykk- ur sjálf: Nú ætla ég að láta hendur standa fram úr ermum og vinna þetta verkefni og eyða í það næstu helgum. Því fylgir auðvitað blóð, sviti og tár eins og öllum svona verkefn- um. En það sjálfstraust sem þið sýn- ið með því að klára svona viðskiptaá- ætlun og skila henni inn til Nýsköp- unarsjóðs og fá kvittun fyrir að þið hafið skilað inn í keppnina áætlun sem þið trúið að feli í sér tækifæri og bjarta framtíð fyrir þann sem að henni hefur komið - með því er hálf- ur sigur unninn og þið hafið rétt á að fagna öll sem klárið þann áfanga,“ sagði Páll Kr. Pálsson í lokaorðum sínum til keppenda. Áætlað er að veita verðlaunin í samkeppninni Nýsköpun ‘99 upp úr miðjum maí, þó að endanleg dag- setning sé ekki komin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.