Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 27
NÝSKÖPUN ’99
Opnar nýj ar víddir
Helgi
Kristófersson
Halla
Jónsdóttir
Ásgeir Hannes
Eiríksson
Anna F.
Gunnarsdóttir
um stfl,“ sagði Helgi.
Helgi sagði að til þess að koma
hugmyndinni verulega í
gang þyrfti hann að tala við
aðra aðila. Það hafi verið
ástæðan fyrir því að hann
kom á námskeiðin, til að
kynna sér hvemig hann
ætti að snúa sér í svona
málum. Helgi vildi það um
hugmynd sína segja að hún
væri á sviði stórfram-
kvæmda á sviði bygginga.
Um námskeiðin vildi
Helgi segja að fyrirlestr-
arnir hefðu verið góðir.
Hins vegar hefði mátt vera
betra skipulag að því leyt-
inu til að í fyrri fyrirlestrin-
um höfðu þátttakendur
ekki glærurnar í höndunum
sem fyrirlesarinn flutti. En
því hefði verið kippt í liðinn
með seinna failinu í þeim
síðári. „En það var eins og
svart og hvítt hvort maður
hafði þetta í höndunum og
gat punktað við glærurn-
ar,“ sagði Helgi.
Helgi var því næst inntur
eftir því hvort hann hefði
lært eitthvað í fyrirlestrun-
um sem hann liafði ekki
áttað sig á áður, en sá að
myndi skipta máli við gang-
setningu fyrirtækis? „Já, og
reyndar kom svo margt til
uppfyllingar sem maður
vissi kannski að einhverju
leiti áður, en skorti fyllri
upplýsingar sem kom sér
mjög vel,“ sagði Helgi.
ÞÁTTTAKENDUR í sam-
keppninni Nýsköpun ‘99
koma úr ýmsum áttum, en
eiga það sammerkt að vilja
ganga úr skugga um hvort
raunhæft sé að gera alvöru
úr viðskiptahugmynd, sem
þeir í sumum tilvikum hafa
fóstrað í hugskoti sínu ár-
um saman. Blaðamaður
ræddi við fjögur þessara og
innti þau eftir þátttöku
þeirra í keppninni.
Helgi Kristófersson er
fertugur að aldri. Hann
sagði að tilgangur þátttöku
hans í þessari keppni væri
að koina sér inn í þessar
hugleiðingar. Hann kvaðst
bæði vera að vinna að ýms-
um málum og að kenna, og
væri á þessum stað til að
fræðast.
Helgi sagðist vera með
eina hugmynd sem væri
reyndar það stór að hann
sæi ekki fram á að hann
næði að skila henni í þessa
keppni. En þetta myndi
allavega koma honum í
gang.
Stórframkvæmd
á byggingasviði
„Hugmyndin er eiginlega
í kollinum ennþá, en ég er
búinn að sjá hana fyrir mér
mjög lengi og er eiginlega
mest hissa á að það skyldi enginn
annar hafa gert eitthvað í svipuð-
'jgt/INNLENT
Jafnræðis sé gætt
í greiðslum hlunn-
inda og styrkja
ÞRÍR þingmenn jafnaðai'manna,
þau Jóhanna Sigurðardóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir og
Lúðvík Bergvinsson, hafa lagt
fram á Alþingi tillögu til þingsá-
lyktunar um að fjármálaráðherra
verði falið að láta fara fram heild-
arendurskoðun á greiðslum hlunn-
inda og bifreiðastyrkja í ríkiskerf-
inu með það að markmiði að jafn-
ræðis sé gætt í slíkum greiðslum
milli kynja og að virt séu jafnrétt-
islög í því efni.
I greinargerð hennar kemm-
fram að í svari viðskiptaráðherra,
Finns Ingólfssonar, við fyrirspurn
í febrúar árið 1998 um bifreiða-
styi'ki og stöður í bankakerfinu
hafi komið fram að mjög hallaði á
konur í yfirmannastöðum innan
bankakerfisins. „Af svarinu mátti
líka draga þá ályktun að kerfi
fastra bifreiðastyrkja væri notað
til að hygla körlum á kostnað
kvenna í sambærilegum stöðum,
sérstaklega innan Landsbankans
og Búnaðarbankans. Bæði þing-
flokkur jafnaðarmanna og Sam-
band íslenskra bankamanna fóru
þess á leit við jafnréttisráð í kjöl-
far þessarar niðurstöðu að kannað
yi-ði hvort um væri að ræða brot á
jafnréttislögum."
í greinargerð segir að niður-
staða kærunefndar jafnréttismála
hafi verið sú að afgerandi munur
væri á bifreiðastyrkjum til karla
annars vegar og til kvenna hins
vegar innan Landsbanka Islands
og Búnaðarbanka fslands og
bryti það í bága við jafnréttislög.
Segja þingmennirnir að ætla
mætti að þessi úrskurður hafi
fordæmisgildi fyrir aðrar ríkis-
stofnanir. „Full ástæða er til þess
að í kjölfar hans fari á vegum
fjármálaráðuneytisins fram gagn-
ger endurskoðun innan alls ríkis-
kerfisins á bifreiðastyrkjum og
nefndarþóknunum hjá B-hluta
ríkisstofnana."
„Þegar Iitið er til bifreiða-
styrkja, en lokaðir aksturssamn-
ingar undanskildir, vekur sér-
staka athygli að af um 74 milljóna
króna greiðslum fengu 487 karlar
tæplega 66 milljónir ki'óna, en 265
konur rúmar 8 milljónir ki-óna,“
segir í greinargerð. „Meðalbif-
reiðastyi’kui' til karla var þvi rúm-
lega 135 þúsund krónur á árinu
1996 en meðalstyrkur til kvenna
rúmlega 30 þúsund krónur.
Einnig kom fram mikill og afger-
andi munur á greiðslum til kynj-
anna vegna fastra nefndarláuna
og þóknana, en 83% þessara
greiðslna runnu til karla, 17% til
kvenna. Þessar tölur kalla á skýi’-
ingar. Margt bendir til að hér sé
einnig um brot á jafnréttislögum
að ræða.“
Efri sérhæð í Hafnarfirði
Til sölu góð 3ja—4ra herbergja íbúð við Reykjavíkurveg. Stærð
107 fm. Byggt 1959. Suðursvalir. Verð 6,8 millj.
Ámi Gunnlaugsson hri.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
Næsti viðmælandi var Halla
Jónsdóttir og er hún 32 ára að
aldri. Halla sagðist vera í við-
skipta- og markaðsnámi við end-
urmenntunardeild Háskóla Is-
lands. Þetta væri hluti af því
námi, og eins væri hún með hug-
mynd sem hana langaði að gera
að veruleika.
Tengir umhverfi,
byggingariðnað og tómstundir
Aðspurð sagði Halla að hennar
hugarfóstur væri enn á hug-
myndarstiginu, og væri hún að
leita að samstarfsaðilum og þekk-
ingu á þeim sviðum sem hún
hefði ekki þekkingu á. Þetta væri
hugmynd sem hún hefði verið að
gerja með mér mjög lengi,"
„Hugmyndin mín tengist um-
hverfi, byggingariðnaði og tóm-
stundum og sameinar þetta
þrennt," sagði Halla.
Á þessu námskeiði sagðist
Halla ekki hafa lært mikið í sjálfu
sér því hún væri í námi sem væri
á þessu sviði. Engu að síður væri
ávinningur fyrir hana að taka
þátt því að þarna væri mikið efni
samþjappað og tekið fyrir á stutt-
um tíma, sem væri þægilegt.
Halla sagði að samkeppnin væri
áhugaverð og mætti gjarnan end-
urtaka hana að ári.
Horfir til Eystrarsaltsríkja
Ásgeir Hannes Eirfksson er 51
árs og var hann næstur til skrafs.
Ásgeir Hannes sagðist hafa fengist
töluvert við að gera áætlanir, hag-
kvæmnisathuganir og skylda
vinnu. Þegar hann sá að fólki gafst
kostur á að taka þátt í samkeppni
þótti honum það skemmtilegt
framtak og ákvað að taka þátt.
Ásgeir Hannes kvaðst hafa lært
heihnikið á þessu námskeiði, enda
hafi nvjög vel verið að því staðið.
Ásgeir sagðist vera að þróa mörg
raunhæf verkefni úti í Eystra-
saltsríkjunum, á ýmsum sviðum
fjárfestinga. „Eg hef veitt fólki
ákveðna fyrirgreiðslu sem hefur
áhuga á að fjárfesta, eða er með
verkefni og er að leita að fjárfest-
um,“ sagði Ásgeir Hannes.
Aðspurður sagði Ásgeir Hann-
es að það væri engin spurning að
námskeiðið hefði staðfest margt
sem hann vissi, og bætt verulega
við í öðrum tilvikum. „Það var
mjög ítarlegt. Allir sem að þessu
standa hafa gert það af mikilli
rausn“, sagði Ásgeir Hannes.
Viðskiptahugmynd
á hugbúnaðarsviði
Anna F. Gunnarsdóttir er 36
ára. Anna sagðist vera á þessu
námskeiði til að læra að búa til
viðskiptaáætlun og skoða fjár-
festingarmöguleika í sambandi
við hugmyndir. Aðspurð sagðist
Anna vera að þróa eigin við-
skiptahugmynd sem væri á sviði
hugbúnaðar, og væri hún á samn-
ingsstigi og nálgaðist gangsetn-
ingu. Sagðist Anna hafa haft hug-
myndina í maganum í þrjú ár.
Anna sagði að námskeiðið hefði
opnað henni nýja sýn á margt.
„Það voru margar gloppur sem
ég þarf að athuga sem ég hafði
kannski ekki gert mér grein fyrir
varðandi það hversu vandasamt
er að útbúa viðskiptaáætlun.
Þetta opnaði alveg nýja vídd,“
sagði Anna. Anna vildi segja að
lokum að fyrirlestrarnir hefðu
verið mjög góðir og fræðandi í
alla staði.
’Lágmúla. 9 • Símí 581 3730
Innritun
er hafin!
FRÁ TOPPI TIL TÁAR i
Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum
konum frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum,
sem beijast við aukakílóin.
Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar
í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr
sem fylgt er eftir daglega með andlegum
stuðningi, einkaviðtölum og
fyrirlestrum um mataræði og
hollar lífsvenjur. Heilsufúndir þar sem
farið er yfir forðun, klæðnað, hvernig
á að bera líkamann og efla sjálfstraustið.
FRÁ TOPPI TIL TÁAR ll
- framhald
Námskeið fyrir þær sem vilja
halda áfram í aðhaldi.
Fijálsir tímar, 13 vikur.
Fundir lx í viku í 9 vikur.