Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 36
^36 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐURINGVI
THORSTENSEN
+ Sigurður Ingvi
Thorstensen
var fæddur í
Reykjavík 3. des.
1940. Hann lést á
Landspítalanum 14.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Tryggve Dani-
el Thorstensen
prentari, f. 11. okt.
1914, d. 25. nóv.
1986, og Anna S.
Thorstensen, sem
vann í Ráðherrabú-
staðnum, f. 8. júní
1918, d. 11. febrúar
1996. Systkini Sigurðar eru
Sonja Thorstensen verslunar-
maður, f. 9. maí 1938, og
Tryggve D. Thorstensen vél-
tæknifræðingur, f. 20. des.
1945.
Eftirlifandi eiginkona Sig-
urðar er Guðríður Vestmann
Guðjónsdóttir hjúkrunarfi æð-
ingur, f. 9. júlí 1943 á Akranesi,
og eru börn þeirra: 1) Anna
Margrét, kennari, f. 26. ágúst
1965. Sambýlismaður hennar er
Kveðja frá tengdaforeldrum
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú.
Pó ævin sem elding þrjóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
- Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur - síðar.
(Jóhannes úr Kötlum)
Margrét Vestmann og
Magnús A. Magnússon.
Hann Ingvi okkar er látinn. Það
er svo ótrúlegt og óraunverulegt
fyrir okkur sem eftir sitjum að við
skulum ekki eiga eftir að sjá glað-
legt bros þessa góða drengs eða
heyra hnyttin og stundum óvænt
tilsvör hans. Við finnum til mikillar
sorgar og saknaðar ásamt fjöl-
skyldu hans allri.
Nú þegar hann er allur þá
'•'streyma minningabrotin fram í
huga okkar frá þeim mörgu, góðu
árum sem okkur var auðið að
þekkja Ingva.
Eitt af því fyrsta sem kemur í
huga okkar er nokkuð sem Ingvi
henti oft gaman að á síðari árum, en
það var þegar Gurrý kom fyrst með
hann heim í litla húsið okkar í
Kópavoginum til að kynna hann fyr-
ir móður sinni og fjórum systrum.
Hann var þá liðlega tvítugur að
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
I Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Ágúst Gunnarsson,
bóndi og smiður, f.
19. sept. 1963, og
eiga þau tvo syni,
Sigurð Ingva, f. 19.
apríl 1995, og Guð-
jón, f. 1. nóv. 1996.
2) Tryggvi Daniel,
iðnaðarmaður, f.
18. nóv. 1967. 3)
Kristín, ferðamála-
ráðgjafi, f. 12. júlí
1972. Sambýlismað-
ur hennar er Vil-
helm Gunnarsson
prentsmiður, f. 19.
febr. 1969, og eiga
þau einn son, Viktor Einar, f.
16. nóv. 1998.
Sigurður tók gagnfræðapróf,
lærði flug og tók atvinnuflug-
mannspróf. Einnig iærði hann
flugumferðarstjórn og starfaði
sem flugumferðarsljóri frá
1963. Jafnframt var hann flug-
maður Flugmálastjórnar og
kenndi flug.
Útför Sigurðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
aldri og frekar feiminn. Hann sagði
okkur að tilfinning hans hefði verið
eins og að hann sæti fyrir rann-
sóknarrétti því við hefðum allar
sest í kringum hann og skoðað
hann eins og haukar skoða bráð
sína. En hann Ingvi stóðst skoðun-
ina og við treystum honum fyrir
elstu systurinni og hann sýndi og
sannaði að hann var traustsins
meira en verður.
Annað sem við minnumst vel var
eitt af því sem Ingvi var óvanur og
leist ekki mjög vel á þegar hann
sameinaðist fjölskyldu okkar. Það
var kossagleðin sem tilheyrði henni.
Hann varð feiminn og fór hjá sér að
allir skyldu kyssast þegar heilsast
var og kvatt og lét sem honum lík-
aði það ekki. En við vissum að á bak
við látalætin sló viðkvæmt og hlýtt
hjarta og smám saman lét hann af
látalátunum og varð einn sá fyrsti
til að bera sig eftir kossunum þegar
komið var saman.
Ingvi var duglegur og samvisku-
samur til vinnu og gerði allt vel sem
hann tók sér fyrir hendur, eins og
húsið þeirra nýja og garðurinn í
Kópavoginum bera vitni um, en í
það lagði hann óhemju mikla vinnu
stuttu áður en hann veiktist. Hann
fór vel með það sem hann átti og
var mikið snyrtimenni sem vildi
hafa röð og reglu á hlutunum í
kringum sig og gerði sömu kröfur
til annarra sem umgengust það sem
hann átti.
Yngvi og Gurrý voru mjög sam-
hent og náin hjón. Hann hafði orð á
því oftar en einu sinni í samtölum að
það besta sem hefði hent hann í líf-
inu hefði verið að kynnast Gurrý.
Hann sagði að hún væri ekki bara
eiginkonan sem hann elskaði, held-
ur líka besti vinur hans. Honum
fannst mikið til hennar koma og við
vitum að í hans huga komst engin
með tærnar þar sem hún hafði hæl-
ana. Sömu sögu hefur hún að segja
um hann og er því missir hennar
svo óendanlega mikill.
Yngvi var líka góður faðir. Börnin
hans og fjölskyldur þeirra voru hon-
um afar kær. Hann vildi þeim öllum
það besta og skildi mikilvægi þess
að hafa jafnvægi á milli þess að
styðja við bakið á þeim og að of-
dekra þau ekki því honum var það
efst í huga að þau yrðu sönn, heið-
virð, sjálfstæð og sjálfbjarga.
Hann var dulur á sínar dýpstu
tilfinningar og gott dæmi um það
er að áður en barnabörnin komu
til sögunnar þá lét hann stundum
sem hann væri ekkert spenntur
fyrir að eignast þau. En montnari
afi hefur varla sést. Hann átti
erfitt með að fela hversu mjög
honum þótti koma til litlu drengj-
anna þriggja sem fengu, því mið-
ur, svo allt of stuttan tíma til að
kynnast afa sínum.
Okkur þótti mjög vænt um Ingva
og finnum því sárt til nú þegar hann
er horfinn okkur og við finnum að
fjölskyldan verður fátækari án hans
og lífsgangan tómlegri. Við þökkum
góðum dreng samfylgdina og trúum
á von um endurfundi síðar.
Elsku Gurrý, Anna Gréta og fjöl-
skylda, Tryggvi, Kristín og fjöi-
skylda og aðrir ástvinir, við finnum
svo til með ykkur. Við biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar
og söknuði og vonum að minningin
sem þið eigið um Ingva verði ávallt
sem ljós í hugum ykkar sem gefur
ykkur birtu til að halda göngunni
áfram. _
Ásta og Björgvin, Magnea,
Elín og Óli og fjölskyldur.
Fallinn er frá, langt um aldur
fram, mágur og svili, Sigurðui- Ingvi
Thorstensen.
Ingvi minn, en það varst þú alltaf
kallaður í fjölskyldunni, við áttum
ekki von á því að þú værir að kveðja
okkur svona skjótt. Þú hafðir sýnt
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm og varst búinn að sigra, þegar
kallið kom. Nú ríkir mikið tómarúm
í okkar fjölskyldu. Þú lést til þín
taka, og varst hrókur alls fagnaðar.
Þín verður sárt saknað úr hópnum.
Það er margs að minnasfy þegar
kveðja þarf góðan dreng. Eg var
barn að aldri þegar Ingvi giftist
systur minni henni Gurrý, svo að
við höfum átt margar góðar stundir
saman. Ég passaði fyrir þau á
fyrstu árunum. Ég bjó um skeið í
kjallaranum hjá þeim í Skólagerð-
inu. Minnisstæðastar eru stundirn-
ar sem við áttum saman heima í
stofu eða í sumarbústað, þar sem
setið var og spjallað og allir höfðu
skoðanir á öllu.
Kæri svili, ég vil þakka þér fyrir
að kynna fyrir mér þann starfsvett-
vang sem við unnum saman við í um
aldarfjórðung. Ég veit að oft voru
samræður okkar einhæfar fyrstu
árin þegar fjölskyldur okkar komu
saman, því flugið og flugumferðar-
stjórn bar oft á góma hjá okkur. Ég
leitaði oft til þín mér til fróðleiks og
skemmtunar vegna starfsins. Þú
varst mjög fær flugumferðarstjóri,
sérstaklega veðurglöggur og ráða-
góður þeim sem við erfiðar aðstæð-
ur nutu leiðsagnar þinnar við aðflug
bæði til Reykjavíkur- og Keflavík-
urftugvalla. Byggðist sú færni m.a.
á því að þú sjálfur varst flugmaður
og flugkennari og skildir til fulls út
á hvað hlutirnir gengu. Ég naut
einnig tilsagnar þinnar í flugi er við
á árum áður flugum um landið í lít-
illi flugvél sem þú áttir ásamt félög-
um þínum, og margoft er þú varst
flugmaður á flugvél Flugmála-
stjórnar.
Ég er glaður yfir því að hafa
kynnt fyrir þér sveitamanninn í
mér. Síðustu tíu til fimmtán ár höf-
um við átt okkar bestu samveru-
stundir á haustin vestur í Lokin-
hömrum í Arnarfirði, gömlu sveit-
inni minni, sem þú kynntist er ég
útvegaði Tryggva syni þínum
sveitapláss hjá Sigurjóni bónda.
Nærri hvert haust höfum við farið
saman ásamt fleiri „smölum“ og
hjálpað til við smalamennsku. Og
eins og fyrr þá varst þú foringinn
og hrókur alls fagnaðar. í þínum
erfiðu veikindum undanfarin tvö ár
hvfldir þú oft hugann með að láta
hann dveljast með okkur Lokin-
hamrasmölum og rifja upp góðar
stundir í stórbrotinni náttúru Vest-
fjarða.
Þú varst einstakur fjölskyldu-
maður. Oft þegar þú vegna starfs
þíns varðst að dvelja stutta stund
úti á landi eða þurftir að skreppa til
útlanda, þá var það venja þín að
senda Gurrý þinni póstkort, þó að
viðskilnaðurinn væri aðeins dag-
stund.
Það er skarð fyrir skildi í okkar
fjölskyldu, og viljum við biðja góðan
Guð að varðveita Gurrý og fjöl-
skyldu hennar, og styrkja þau á
þessari sorgarstund.
Anna Jóna og Þorbjörn.
Margar minningar streymdu um
hugann þegar andlátsfrétt Sigurð-
ar barst mér. Baráttan við sjúk-
dóminn var hetjuleg, en að lokum
sigraði sá sem sigrar okkur öll.
Við vorum ekki háir í loftinu þeg-
ar kynni okkar hófust og ævintýra-
ferðirnar byi’juðu frá húsinu á
Leifsgötunni _þar sem við áttum
báðir heima. Á þeim tíma var landið
hersetið og hermannabúðir í ná-
grenninu. Dátamir vom góðir við
litlu ki'flin sem komu í heimsókn og
yfirleitt vora vasarnir fylltir af góð-
gæti áður en heim var farið. Það
lýsir Sigurði vel að oftast var hann
fararstjóri í þessum ferðum þótt
yngri væri. Hann var hugmynda-
ríkur, skemmtilegur og óbanginn
við að troða nýjar slóðir. Ungur
flutti hann með fjölskyldu sinni til
Vesturheims og dvaldi þar í nokkur
ár. Aftur lágu leiðir saman eftir
heimkomuna. Þau settu sig niður á
Hagamelnum í Reykjavík og ég var
fluttur 1 Vesturbæinn. Sigurður var
þá unglingur og byrjaður að hugsa
til framtíðarinnar. Flug átti hug
hans allan og lauk hann ýmsum
flugprófum sem ungur maður. Það
átti þó ekki fyrir honum að liggja
að verða flugmaður að aðalstarfi.
Hann réðst til Flugmálastjórnar og
starfaði við flugumferðarstjóm
ævilangt. Sigurður var mjög fær í
starfi. Reynsla hans af flugi, metn-
aður og gott vald á ensku hafði sitt
að segja. Lengst af starfaði hann á
Reykjavíkurflugvelli en einnig um
tíma í flugturninum á Keflavíkur-
flugvelli.
I tæp fjörutíu ár spiluðum við
badminton saman ásamt félögum
okkar. Þar var alltaf líf og fjör í
kringum Sigurð, hann spilaði til
vinnings og gaf sig hvergi. Seinni
árin tókum við að stunda skíði og
fóram ófáar skíðaferðir innanlands
og utan. Hann hafði unun af því að
renna sér niður brekkurnar á
fljúgandi ferð og enginn skyldi
verða fyrstur niður nema hann.
Hamingjan í lífi Sigurðar var Guð-
ríður kona hans. Þau vora einstak-
lega samrýnd og undu sér vel sam-
an. Þau voru skemmtilegir ferðafé-
lagar, bæði létt og kát á góðri
stund.
Við Didda kveðjum góðan vin og
vottum þér, Gurrí mín, og börnun-
um ykkar, dýpstu samúð. Megi Guð
blessa ykkur í sorginni.
Björn Nielsen,
Góður vinur og félagi hefur kvatt
þessa jarðvist.
Sigurður Ingvi Thorstensen
gekk jafnan undir nafninu Siggi
Thorst. meðal félaga sinna. Við
kynntumst þegar ég hóf störf við
flugumferðarstjórnina í Reykjavík
árið 1965, en þá hafði Siggi hafið
þar störf nokkram árum áður.
Við voram síðan vinnufélagar í
flugstjórnarmiðstöðinni og flug-
turninum í Reykjavík í yfir tuttugu
ár, en starfstími Sigga hjá Flug-
málastjórn var farinn að nálgast
fjöratíu ár þegar hann lést eftir erf-
ið veikindi, aðeins fimmtíu og átta
ára að aldri. Það má segja að það sé
kaldhæðni örlaganna að svo skuli
hafa farið, því að Siggi lifði heil-
brigðara lífi og hugsaði betur um
heilsuna en við flestir hinir. Hann
stundaði alla tíð sund, lék badmint-
on, renndi sér á skíðum, tór í langar
göngur og hjólreiðatúra og hafði
gaman af og naut þess að taka á.
Hann hafði gaman að ferðalögum
og oft á áram áður fóra hann og
Guðríður kona hans ásamt börnum
þeirra þá ótroðnar slóðir í sumarfr-
íum til útlanda.
Einu sinni nutum við Anna þess
ásamt börnum okkar að við fengum
að nota sumarleyfispakkann sem
Siggi hafði verið að skipuleggja yfir
veturinn. Hann hafði fundið mjög
góðan fjölskyldustað í sumarbúðum
við Adríahafið og þangað fóram við
báðir með fjölskyldum okkar og
vorum þar samtíða. Við keyrðum
frá Lúxemborg með viku millibili
og aðstoðaði Siggi okkur við að
skipuleggja ferðina sem var okkar
fyrsta ökuferð um Evrópu, en Siggi
var öllum hnútum kunnugur og
hafði þá töluverða reynslu af slík-
um ferðalögum.
Ég starfaði við flugumferðar-
stjórnina í tuttugu og tvö ár og all-
an þann tíma var Siggi Thorst. ein-
hvers staðar nálægur. Hann átti að
vísu tölvuerðar útrásir, því auk
þess að vera flugumferðarstjóri,
var hann atvinnuflugmaður og flug-
kennari. Hann hafði verið við flug-
nám í Bretlandi áður en hann hóf
störf við flugumferðarstjórn og
flugið heillaði hann alla tíð. Hann
tók sér leyfi frá flugumferðar-
stjórninni og stundaði flugkennslu
og leiguflug hjá flugskólanum Þyt
og þar tók ég örfáa flugtíma hjá
honum. í Þyt háðum við líka mjög
skemmtileg einvígi í borðtennis, en
þar var Siggi mjög skæður og harð-
ur í horn að taka. Siggi Thorst. var
einnig flugmaður og flugstjóri á
flugvél Flugmálastjórnar um
margra ára skeið og var sérstak-
lega menntaður í flugprófunum á
flugleiðsögutækj um.
Flestar minningar mínar um
hann eru þó tengdar vinnunni og af
samstarfi okkar um langa tíð. Við
vorum lengi vaktfélagar bæði í
flugstjórnarmiðstöðinni og í flug-
tuminum á Reykjavíkurflugvelli.
Hann var samviskusamur í öllum
sínum störfum og mikill fagmaður.
Oft gekk mikið á, menn þurftu að
taka skjótar ákvarðanir og mönn-
um gat hitnað í hamsi. Siggi var
alltaf rólegur og æðrulaus, hafði
gaman af starfinu og var umfram
allt jákvæður og traustur vinnufé-
lagi. Hann sá ávallt björtu hliðarn-
ar á hverju máli og það var létt yfir
honum og stutt í brosið.
Eins og honum var líkt tók hann
veikindum sínum af æðruleysi.
Hann hélt þeim fyrir sig og vildi
ekki ræða þau. Ég hitti hann ekki
alls fyrir löngu og ég spurði
hvernig hann hefði það, en þá var
hann bara að flýta sér og var rok-
inn af stað. Nú er þessi ágæti vin-
ur horfinn til austursins eilífa og
leggur nú út á nýjar brautir. Við
sem eftir stöndum biðjum hinn
hæsta höfuðsmið að blessa hann
og veita Guðríði og börnum þeirra
og allri fjölskyldunni styrk í sorg-
inni.
Siguijón G. Sigurjönsson.
Ljúflingurinn Sigurður I.
Thorstensen er látinn eftir hetju-
lega og langvarandi baráttu við
skæðan vágest sem læknavísindin
ráða oft ekki við.
Mig setti hljóðan við þessa frétt,
hann var svo bjartsýnn er ég ræddi
við hann síðast, búinn að sigrast á
berklunum fyrir fáeinum árum,
komst aftur til starfa sem flugum-
ferðarstjóri eftir krabbameinsmeð-
ferð og vonglaður var hann er hann
mætti á vikulegan fund okkar eftir-
launa flugumferðarstjóra til að end-
urnýja gömul og góð kynni.
Fyrir ári dimmdi aftur yfir og
læknameðferð tók enn við og þetta
síðasta ár varð honum erfitt.
Tómið sem við tekur er góður
vinur og félagi hverfur okkur svo
skyndilega er erfitt að fylla og við
finnum sárt til saknaðar, en andlát-
ið er jafnframt fæðing til annarrar
og bjartari tilvera og meiri þroska
guðs um geim.
Ég kynntist honum Sigurði fyi-st
er hann var í bóklegu námi til flug-
mannsréttinda. Fyrst til einkaflug-
manns, þá atvinnuflugmanns,
blindflugsréttinda og loks loftsigl-
ingafræði sem tók heilan vetur með
stjörnufræði og þeim flóknu vinnu-
brögðum, sem enginn notar lengur
síðan spútnikar og gervitungl tóku
á rás um lofthjúp jarðar til að auð-
velda staðsetningu og fjarskipti
flugsins.
Élugið altók huga hans, hann
lauk öllu þessu bóklega og verklega
námi áður en hann náði lögaldri til
flugréttindanna. Atvinnutækifærin
fyrir unga atvinnuflugmenn voru fá
um þetta leyti, flugumferðarstjórn
var líka áhugavert starf og honum,
með sinn góða undirbúning, gafst
kostur á að læra það starf og hóf
verklega námið 4. febrúar 1963.
Honum sóttist námið vel og hann
lauk fljótlega öllum tilskildum rétt-
indaprófum.
„Nýi flugturninn", þ.e. núverandi