Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 41
MINNINGAR
+ Sigurður Óskar
Bárðarson
fæddist í Reykjavík
19. september 1915.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
hinn 14. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grensáskirkju 23.
febrúar.
Hratt flýgur stund
og menn vakna upp við
það að árin líða og ald-
urinn færist yfir.
Mönnum áskotnast
mislöng ævin hér á jörðu og stund-
um kemur kallið of fljótt. Þegar það
gerist fyllumst við sorg og reiði og
spyrjum hvers vegna.
Kallið til Sigga frænda kom eng-
um að óvörum enda átti hann að
baki langa og stranga ævi. Hann
var maður sem alltaf tókst á við
hina straumhörðu á lífsins. Hann
var kjarkmikill, fágaður og traust-
ur maður. Hann var maður sem
ekki þurfti að undirrita samninga
við, heldur dugði heiðursmanna-
samkomulag innsiglað með þéttu
handtaki.
Þegar maður hugsar til systkina-
hópsins, Geira Bárðar, Dúddu,
Sigga Bárðar, Söllu, Jóns Bárðar,
pabba og Steina, og sér að eftir lifa
aðeins þeir tveir bræð-
umir, Jón Bárður og
Steini, sést glöggt
hvað árin líða hratt.
Það var aðeins um
mánuður á milli and-
láts þeirra systkina,
Söllu og Sigga.
Það vom oft gleði-
fundir þegar Siggi
kom í heimsókn í
Stangarholtið til fjöl-
skyldu okkar og þá
gjarnan á sunnudags-
morgnum. Það voru
miklir kærleikar á
milli þeirra bræðra,
föður míns og Sigga. Hann kom
gjarnan á glæsilegum vörabíl sem
virtist vera splunkunýr úr kassan-
um eins og sagt var, þó svo að hann
væri 2ja til 3ja ára. Svo vel var
hugsað um hlutina að enginn gat
séð mun þar á.
Það sópaði að Sigga frænda og
við systkinin fimm í Stangarholti
bárum mikla virðingu fyrir föður-
bróður okkar og var hann aufúsu-
gestur. Honum var ævinlega tekið
vel enda þótti mömmu mjög vænt
um öll systkini pabba og hafði oft
orð á því hvers konar kvenskörang-
ur Guðbjörg tengdamamma sín
væri.
Það vora hátíðastundir þegar
Siggi frændi kom í heimsókn. Ég
fylltist stolti þegar ég fékk að setj-
ast undir stýri í vörubílnum. í þá
daga voru æðstu draumar mínir
sem lítils drengs að verða vörubíls-
stjóri.
Fyrir um tuttugu áram síðan bað
ég konu minnar og gifting var í
vændum, og svaramann vantaði þar
sem faðir minn var fallinn frá. Mér
fannst enginn koma betur til greina
en Siggi frændi, enda sá ég margt í
fari hans sem minnti mig á pabba
heitinn. Eins og ævinlega þegar
leitað var til Sigga brást hann ljúf-
lega við þeirri bón. Beinn í baki,
virðulegur ásýndar stóð hann mér
við hlið og innsiglaði hamingju
mína við altarið.
Þær eru margar minningarnar
sem rifjast upp þegar litið er til
baka og ánægjustundirnar að
Bugðulæk sem var nokkurs konar
fjölskyldumiðstöð hér á árum áður
tengjast gjarnan þeim. Eitt er víst
að þar vora gleðistundir eins og
þegar Dúdda frænka spilaði á fóts-
tigna orgelið og sungið var undir.
Þá lék amma Guðbjörg á als oddi
og einhverju góðgæti vai- gaukað að
okkur ömmubörnunum.
Við kveðjum góðan dreng og
vottum Ingu konu hans, sem stóð
svo vel við hlið mannsins síns, og
börnum hans innilegustu samúð
okkar. Ég er viss um að það ríkja
fagnaðarfundir hjá þeim fjölskyldu-
meðlimum sem nú hittast á æðra
tilverastigi.
Guð blessi minningu góðs
drengs.
Sigurbjörn Bárðarson (Diddi)
og ijölskylda.
SIGURÐUR OSKAR
BÁRÐARSON
ÓLAFUR ÞORSTEINN
STEFÁNSSON
+ Ólafur Þorsteinn Stefánsson
var fæddur á Sauðanesi á
Langanesi 30. janúar 1917.
Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 13. janúar síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Egils-
staðakirkju 30. janúar.
Til Óla afa.
Kæri afi minn, mikið fannst mér
gaman að við skyldum geta gripið í
tafl núna eftir jólin og mikið þurft-
um við að hugsa. Þú kenndir mér
hversu landið okkar væri fagurt
þegar fór að vora og þegar við
skoðuðum Dettifoss var Otta amma
svo hrædd um okkur en þú kenndir
mér að vara mig. Þegar ég svaf
heima hjá þér í síðasta sinn var
Stína amma á sjúkrahúsinu en þú
varst til í að fara í fallegan Bar-
bieleik með mér og mikið varstu
duglegur að klæða dúkkurnar fyrir
mig í fötin en ég greiddi þeim og
gerði þær fínar. Þú varst svo dug-
legur að skoða útsýnið og kenna
mér um steinana og blómin, og feg-
urðina af fjallgarðinum, þú varst
svo glaður með landið ykkar ömmu.
Þú sagðir alltaf að ég væri prúð og
góð stúlka, vona ég að ég haldi því
áfram, svo þú verðir stoltur af mér.
Núna máttu fylgjast með mér alla
mína ævi og leiðbeina mér. Ég mun
sakna þess sárt að fara ekki meira í
Miðvang til ykkar ömmu, en gott
var þó að fá að kynnast ykkur
svona vel. Líði þér vel hjá guði
elsku afi minn og ég bið að heilsa
Stínu ömmu og gangi ykkur vel og
haldið verndarhendi yfii- fjölskyldu
ykkar.
Kveðja frá Ai-nari bróður og fjöl-
skyldu minni.
Þín langafastelpa,
Sigríður Erna, 7 ára.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdafaður og afa,
EIÐS BERGMANNS HELGASONAR,
Hlíðargerði 3.
Valborg Sveinsdóttir,
Frosti Bergmann Eiðsson, Sólveig Haraldsdóttir,
Logi Bergmann Eiðsson, Ólöf Dagný Óskarsdóttir,
Hjalti Bergmann Eiðsson,
Sindri Bergmann Eiðsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur hlýhug og veittu ómetanlega
hjálp við andlát og útför
EINARS HALLDÓRSSONAR
frá Holti,
Hrafnakletti 4,
Borgarnesi.
Brynja Gestsdóttir,
Þorgeir Einarsson,
Anna Einarsdóttir, Guðmundur V. Guðsteinsson,
Helga Einarsdóttir, Óskar I. Þorgrímsson,
Brynjar, Írís, Soffía og Rakel.
t
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug í orði og verki
við andlát og útför okkar heittelskaða sonar,
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
METÚSALEMS JÓNSSONAR KJERÚLF,
Reyðarfirði.
Lára Ó. Kjerúlf,
Ingeborg H. Beck,
Jón Lárus Kjerúlf, Björnfríður Fanney Þórðardóttir,
Hans Friðrik Kjerúlf,
Lára Kjerúlf, Guðni Rafn Guðnason
og barnabörn.
TILBOÐ / UTBOÐ
I
I
I
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskaö eftir
tilboðum í rafskautsketil ásamt tilheyrandi
búnaði og uppsetningu. Ketilkerfið miðast
við 12 bar yfirþrýsting og 3 MW afköst.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar.
Opnun tilboða kl. 11.00 18. mars 1999 á sama
stað.
ovr 19/9
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax
-NUN .
)RGAR
- Fax 562 26 16 M
A T VIISIISIU H U SIM Æ Ð I
Iðnaðarhús?
Til leigu strax ódýrt 335 m2 iðnaðarhús. Einnig
með vorinu til leigu 340 m2, 400 m2 og 500 m2
vel einangrað og upphitað. 80 km frá Rauðavatni
j Árnessýslu. Hentar undir margskonar starfsemi.
íbúð geturfylgt. Símar 557 1194, 897 1731.
Húsnæði óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi
leitar eftir kaupum á 500—600 fermetra iðnað-
ar- eða verslunarhúsnæði fyrir dagvistun
fatlaðra í Kópavogi.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á jarðhæð og
allt aðgengi í góðu lagi með tilliti til fatlaðra.
Tilboð er greini staðsetningu, stærð, afhend-
ingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár-
málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík,
fyrir 12. mars 1999.
Fjármálaráðuneytið,
23. febrúar 1999.
STVRKIR
Styrkir til tungumálakennara
Tungumálakennarar á grunn- og framhalds-
skólastigi eiga kost á styrkjum frá SÓKRATES/
LINGUA til endurmenntunar eftir 1. júní í ein-
hverju ESB-landi í 2—4vikur.
Umsóknarfrestur rennur út 1. mars nk.
Upplýsingar í síma 525 5813, netfang rz@hi.is.
Landsskrifstofa SÓKRATESAR, Ragnhildur
Zoega, Neshaga 16, 107 Reykjavík, fax 525 5850.
HÚSIMÆBI DSKAST
íbúð með húsgögnum
óskast
Traustur aðili óskar eftir 2ja—4ra herb. fallegri
íbúð til leigu, með húsgögnum, í nokkra
mánuði, á Reykjavíkursvæðinu. Þyrfti að vera
laus fljótlega. Leiga greidd fyrirfram. Góð um-
gengni.
Upplýsingar veitir Ragnar í síma 896 2222.
KEIMIMSLA
SOS - Hjálp fyrir foreldra
Sex vikna námskeið dr. Lynn Clarks hefst þriðju-
daginn 9. mars. Námskeiðinu er ætlað að kenna
foreldrum að hjálpa börnum sínum að bæta
hegðun sína og stuðla að tilfinningalegri og
félagslegri aðlögun. Aðferðirnar sem eru
kenndar nýtast fyrir börn upp að tólf ára aldri.
Námskeiðið er einnig fyrir starfsfólk sem vinn-
ur með börn eða foreldrum.
Leidbeinandi er dr. Gabríela Sigurdardótt-
ir, atferlissálfræðingur.
Skráning og upplýsingar í síma 562 0086 hjá
Vitund ehf.
„SOS er sérstaklega yfirgripsmikil og frábær bók.
Við mælum með henni." Journal of Clinical Psychology.