Morgunblaðið - 24.02.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 43
Námskeið
um gæði
grænmetis
NÁMSKEIÐ um gæði grænmetis
verður haldið í Gai'ðyi'kjuskóla rík-
isins á Reykjum í Ölfusi föstudag-
inn 26. febrúar kl. 13-16.
Ólafur Reykdal verkefnisstjóri
og Valur N. Gunnlaugsson mat-
vælafræðingur munu kynna niður-
stöður úr verkefninu „Gæði gi'æn-
metis á íslenskum markaði“, sem
er samstarfsverkefni nokkurra að-
ila, m.a. Garðyrkjuskólans, Efna-
greininga Keldnaholti (RALA),
Manneldisráðs, Geislavarna ríkis-
i ins, Sambands garðyrkjubænda,
Sölufélags garðyi'kjumanna og
Agætis. Sveinn Aðalsteinsson fjall-
^ ar um nokkur atriði sem snúa að
garðyrkjubændum.
Verkefnið er styi'kt af RANNÍS
og hefur að markmiði að bera sam-
an, m.a. með efnagreiningum og
skynmati, gæði og hollustu græn-
metis á íslenskum markaði. Borið
er saman íslenskt og erlent græn-
meti, grænmeti ræktað við raflýs-
Iingu o.s.frv. Á eftir verða umræður.
Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Garðyi’kjuskólans.
Rabb um
kvennarann-
sóknir og
kvennafræði
IRAGNHEIÐUR Elfa Þorsteins-
dóttir lögfræðingur verður með
rabb á vegum Rannsóknastofu í
kvennafræðum við Háskóla íslands
fímmtudaginn 25. febrúar kl. 12-13
í stofu 201 í Odda.
Fyrirlesturinn fjallar um hvern-
ig femínískar lagakenningar end-
urspeglast í mannréttindaumræð-
unni, einkum að því er varðar hvort
alþjóðleg mannréttindaákvæði
gagnist konum í baráttu þeirra.
ÍJafnframt um þá staðreynd að
fræðimenn eru ekki sammála um
hversu langt eigi að ganga til að
mæta þörfum kvenna með lagaá-
kvæðum.
Kvöldvaka
Ferðafélagsins
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
Ikvöldvöku miðvikudagskvöldið 24.
febrúar kl. 20.30 í Ferðafélagssaln-
um að Mörkinni 6.
Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfs-
son, listfræðingur, um upphaf
landslagshefðarinnar í íslenskri
málaralist, hvernig hún endur-
speglar þjóðarímyndina og sjálf-
stæðisbaráttuna við upphaf aldar-
innar og þær breytingar sem verða
bæði á þesasri hefð og ímynd þjóð-
arinnar á þriðja og fjórða tug ald-
Iarinnar, með sérstökum viðauka
um Jóhannes Kjarval og „heild-
rænar“ landslagsmyndir hans.
Myndagetraun og kaffíveitingar
verða um kvöldið.
Gengið á
milli hafna
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
Istendur fyrir gönguferð í kvöld,
miðvikudagskvöld, úr gömlu höfn-
inni inn í Sundahöfn.
Farið verður frá Hafnarhúsinu
að vestanverðu kl. 20 og gengið
með höfninni og ströndinni inn á
Laugarnestanga og áfram inn í
vestanverða Sundahöfn. Hægt er
að koma í gönguna við Listasafn
Sigurjóns Ölafssonar kl. 20.45.
Skoðuð verður mannvirkjagerð á
svonefndu Klettssvæði en þar er
Ífyrirhugað að gera brimvarnar-
garð og nýjan hafnarbakka við
Skarfaklett. Að því loknu gefst
kostur á að ganga til baka niður í
Hafnarhús eða fara með SVR. Allir
velkomnir.
BJÖRGUNARSVEITARMENN við skoðun á snjóalögum.
Ráðstefna í snjó-
flóðum og björg’iin
RÁÐSTEFNA í snjóflóðum og
björgun úr snjóflóðum verður
haldinn dagana 26.-28. febrúar á
vegum Björgunarskóla Lands-
bjargar og Slysavarnafélags ís-
lands. Aðalfyrirlesari ráðstefnunn-
ar verður prófessor Bruce Ja-
mieson við Háskólann í Calgary,
Kanada en hann er meðal helstu
sérfræðinga Norður-Ameríku í
snjóflóðum.
Undanfarið hefur hann rannsak-
að orsakir snjóflóða er urðu í
Quiebec á nýársdag. Sérstaða pró-
fessor Jamieson er að auk þess að
vera fræðimaður á sínu sviði er
hann einnig mikill útivistar- og
skíðamaður. Auk Jamiesons munu
ýmsir innlendir aðilar flytja erindi
á ráðstefnunni.
I fréttatilkynningu kemur fram
að ráðstefnan er ætluð öllum þeim
sem ferðast um snjóflóðasvæði
hvort sem er í starfi eða leik t.d.
fjallamenn, fólk sem ferðast á
vélsleðum, björgunarsveitarmenn,
starfsmenn veitustofnana og fleiri.
Sérstakir styrktaraðilar ráð-
stefnunnar eru: Vegagerð ríkisins
og Ólafsfjarðarbær. Ráðstefnan er
haldin í húsnæði skólans að Stang-
arhyl 1, Reykjavík. Frekai'i upp-
lýsingar og skráning er hjá björg-
unarskólanum.
Skaðabætur
verði ekki
teknar vegna
lífeyrisréttar
FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka-
mannasambands íslands hefur gert
eftirfarandi samþykkt:
„Stjórn Verkamannasambands
Islands telur löngu tímabært að
gerðar verði réttlátar breytingar á
skaðabótalögum þannig að öllum
verði tryggðar fullar skaðabætur
eftir slys og tekur undir umsögn
Alþýðusambands íslands þar sem
þeim breytingum er fagnað.
Stjómin mótmælir því hins veg-
ar harðlega að skaðabætur til
launafólks sem verður fyrir alvar-
legum slysum verði skertar vegna
lífeyrisréttar þess í lífeyrissjóðum
verkalýðshreyfingarinnar og bóta-
réttar úr sjúkrasjóðum hennar.
Lífeyris- og sjúkrasjóðir launa-
fólks geyma sparnað launafólks,
eru hluti af umsömdum launum og
er ætlað að veita félagsmönnum
verkalýðsfélaganna stuðning ef
þeir verða fyrir alvarlegum slys-
um. Það er óþolandi að launafólki
verði hegnt fyrir þessa forsjálni og
sparnað af lágum launum með því
að lækka réttlátar skaðabætur úr
hendi tryggingafélaganna vegna
lífeyris- og sjúkrasjóðsréttinda.“
Samræming
fjölskyldulífs
og atvinnu-
þátttöku
OPINN fundur verður á vegum
Menningar- og friðarsamtaka ís-
lenskra kvenna kl. 20 að Vatnsstíg
10 (bakhús) fimmtudaginn 25. febr-
úar. Þetta er þriðji fundurinn í vet-
ur í þemanu um samræmingu fjöl-
skyldulífs og atvinnuþátttöku. Á
þessum fundi verður einkum fjall-
að um þarfir grur.nskólabarna,
skólagöngu og foreldra á vinnu-
markaði.
Erindi flytja: Guðrún Ebba
Ólafsdóttir, kennarþ varaformaður
Kennarasambands Islands, Jónína
Bjartmarz, lögmaður, formaður
landssamtaka Heimili og skóli.
Ténleikar
Tónskóla Aust-
ur-Héraðs
DAGUR tónlistarskólanna verður
haldinn hátíðlegur um land allt
laugardaginn 27. febrúar. Tónlist-
arskóli Austur-Héraðs heldur upp
á þann dag með tónleikum á Hall-
ormsstað í kvöld, miðvikudag kl.
20.30. Þetta eru fyrstu tónleikar
nýstofnaðs skóla á Austur-Héraði.
Þátttakendur eru nemendur úr
skólunum þremur: Egilsstöðum,
Eiðum og Hallormsstað.
Fræðslufund-
ur um bein-
þynning-u
HALDINN verður fræðslufundur
á Hótel Selfossi kl. 20, fimmtudag-
inn 25. febrúar, á vegum Bein-
verndar á Suðurlandi. Dr. Jens A.
Guðmundsson, sérfræðingur í inn-
kirtlakvensjúkdómum, flytur fyrir-
lestur.
Þar mun hann fjalla um horm-
óna og áhrif þeirra á beinmyndun.
Eftir tíðahvörf raskast hormóna-
jafnvægi hjá konum en sú röskun
getur leitt tO beinþynningar.
Fundm-inn er öllum opinn.
Kynning á
kennslugögnum
fyrir fólk með
dyslexíu
STARFSMENNTAÁÆTLUN
Evrópusambandsins Leonardo da
Vinci hefur styrkt nokkur verkefni
sem varða dyslexíu. Fimmtudaginn
25. febrúar kl. 20.30 í Tæknigarði,
Dunhaga 5, Reykjavík, fer fram
kynning á niðurstöðum úr tveim
verkefnum sem styrkt hafa verið.
Verkefnin sem verða kynnt eru:
„Dyslexia - Awareness and Train-
ing Access“ og „Support for Young
Adults with Dyslexia".
I fyrra verkefninu var útbúinn
geisladiskur með leiðbeiningum og
aðferðum til að létta nám. Verkefn-
ið var unnið undir verkefnisstjóm
breska háskólans í Sunderland og
mun verkefnisstjórinn Beverly
Morgamn kynna verkefnið.
I seinna verkefninu vom unnar
leiðbeiningar fyrir ungt fólk í
starfsnámi um það hvernig það
gæti tekist á við námsörðugleika
sína. Verkefnið var unnið undir
verkefnisstjórn Islenska dyslexíu-
félagisns og munu Margrét Sigrún
Sigurðardóttir, verkefnisstjóri
verkefnisins, og Aðalheiður Guð-
björnsdóttir kynna verkefnið.
Góugleði í
Gjábakka
EINS og undanfarin ár mun eldra
fólk í Kópavogi fagna komu Góu og
gera sér glaðan dag. Góugleðin
verður í Gjábakka fimmtudaginn
25. febrúar og hefst kl. 14.
Meðal efnis á dagskránni er að
Jónína Magnúsdóttir fer með gam-
anmál, Kvennaskólakórinn syngur
undir stjóm Sigurðar Bragasonar
og Guðlaug Erla Jónsdóttir verður
með skemmtilegt úr handraðanum,
segir í fréttatilkynningu. Söngfugl-
arnir taka lagið og að endingu
verður stiginn dans í umsjón Þor-
geirs og Margrétar.
Enginn aðgangseyrir og allir em
velkomnir á meðan húsrúm leyfir
en vöfflukaffi verður selt á vægu
verði.
Unnið að jafn-
rétti kynjanna
á sviði land-
búnaðar
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
hefur ráðið í þjónustu sína starfs-
mann, Önnu Margréti Stefánsdótt-
ur, sem starfar tímabundið við það
verkefni að útfæra framkvæmdaá-
ætlun ríkisstjórnarinnar um að ná
fram jafnrétti kynjanna á málasviði
ráðuneytisins.
I fyi'rnefndri framkvæmdaáætl-
un, sem nú er í gildi fyrir tímabilið
frá upphafi árs 1998 tíl loka árs
2001, skuldbindur landbúnaðar-
ráðuneytið sig til að vinna að eftir-
farandi þáttum:
Félagslegum og efnahagslegum
réttindum kvenna í bændastétt.
Könnuð verði ýmis ákvæði um
eignaraðild í landbúnaði og bú-
rekstri og réttindi og skyldur
henni samfara. Gerðar verði tillög-
ur til úrbóta þar sem þess gerist
þörf með það að markmiði að jafna
hlut karla og kvenna.
Fræðslu fyrir konur og karla í
bændastétt. Unnið verði upplýs-
inga- og fræðsluefni um réttindi og
skyldur kvenna og karla í bænda-
stétt. Þar verði gerð grein fyrir fé-
lagskerfi landbúnaðarins, stai'fi
hagsmunasamtaka bænda og fé-
lagslegum réttindum sem varða
konur og karla í bændastétt, ásamt
upplýsingum um jafnrétti kvenna
og karla almennt.
Atvinnumálum kvenna á lands-
byggðinni. Landbúnaðarráðuneyt-
ið beiti sér fyrir því að fullt tillit
verði tekið til stöðu kvenna sem
búa í dreifbýli og kvenna í bænda-
stétt í öllum þeim sérstæku verk-
efnum sem unnin verða samkvæmt
þessari framkvæmdaáætlun og
varða stöðu kvenna á vinnumark-
aði og möguleika þeirra til eigin at-
vinnurekstrar og endurmenntunar.
Fjölgun kvenna í stjórnun og
ráðum sem varða landbúnaðarmál.
Sérstakt átak verði gert til að
fjölga konum í stjórnum, nefndum
og ráðum þar sem stefnumótun
varðandi framtíð landbúnaðarins á
sér stað og ákvarðanir eru teknar.
Þetta átak taki bæði til opinberra
nefnda og ráða á vegum ríkisvalds-
ins og félags- og hagsmunasam-
taka bændastéttarinnar.
■ Jafnrétti innan ráðuneytisins og
stofnana þess. Könnuð verði staða
jafnréttismála í ráðuneytinu og
stofnunum þess og gerð áætlun um
hvernig rétta skuli hlut kynjanna
þar sem þess er þörf.
Leiðrétt
Björg er Bjamadóttir
RANGT var farið með fóðurnafn
Bjargar Bjarnadóttur, foi-manns
Félags íslenskra leikskólakennara,
í frétt í blaðinu í gær og er beðist
velvirðingar á því.
Rangt félag
I leiðara blaðsins síðastliðinn
sunnudag var sagt að Skógræktar-
félag Islands stæði nú í samningum
við Félag íslenzkra tónlistarmanna
um hátíðahöld í tilefni 100 ára
skipulegrar skógræktai' á Islandi,
sem haldið verður hátíðlegt í ár.
Hið rétta er að félagið, sem Skóg-
ræktarfélagið er að semja við er
Félag íslenzkra hljómlistaimanna.
Beðizt er velvirðingar á þessari
villu, sem leiðréttist hér með.
Bengt Lindquist
umboðsmaður fatlaðra
hjá Sameinuðu þjóðunum
„Þó að íslenska ríkisstjórnin
hafi verið ein sú fyrsta sem
lét þýða Grundvallarreglur
Sameinuðu þjóðanna um
málefni fatlaðra, þá er ekki
nóg að þýða þær. Það þarf
líka að framfylgja þeim."
Desember 1997.
Úr fréttabréfi Biskupsstofu:
„Helmingur skjólstæðinga Hjálparstarfsins eru öryrkjar. Eru þetta
sæmandi kjör í velferðarsamfélagi á tímum hagvaxtar og afgangs
á fjárlögum? Vissir þú að öryrkjar á fslandi eru aðeins 7.776 talsins?
Getur verið að það sé hagkerfinu ofviða að bæta kjör þessa hóps?"
Janúar 1999.
• • /
Oryrkjabandalag Islands