Morgunblaðið - 24.02.1999, Qupperneq 52
. 52 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999
i ...
MORGUNBLAÐIÐ
. •..HÁSKOLABIÖ
HASKOLABIO ■ W
PeterStormar
Hannerbúinn
að undirbúa sig
aila ævi
og nú er
kallið Komið.
Skemmtileg rómantísk gamanmynd frá
fólkinu sem gerði Sleepless in Seattle
Sýndkl. 5, 7.20, 9 og 11.
frá hofundum Toy Story
Kvikmyndir.is
PIXAR
www.samfilm.is
Elísabet Davíðsdóttir á tískuvikunni í London
Aðaláherslan
á ný andlit
Tískumyndir berast daglega frá Reuters-
fréttastofunni enda Tískuvikur í gangi í
stórborgum heimsins. Dóra Ósk Halldórs-
dóttir rak augun í mynd af íslensku
fyrirsætunni Elísabetu Davíðsdóttur
og tók upp símann að bragði.
Reuter
ELISABET Davíðsdóttir í fatnaði frá írska hönnuðinum Lainey Keogh, en sýn-
ingin var á sunnudaginn var.
ELÍSABET Davíðsdóttir var ný-
komin af tískusýningu Robert
Carrie Williams þegar náðist í
hana í Lundúnum. „Hann er nýr
breskur hönnuður sem er með
mikið af leðurfötum og rennilásar
og sérkennileg efni eru áberandi
hjá honum. „Ég var á tískuvik-
' unni í New York í síðustu viku og
síðan kom ég hingað og héðan fer
ég til Mílanó í viku og enda í
París. En á sýningunni í dag
[þriðjudag] tók Eva Dögg Guð-
mundsdóttir einnig þátt en þetta
er fyrsta sýningin sem við höfum
starfað að saman.“
- Er að taka þátt í þcssum tísku-
sýningum ekki gott tækifæri til að
kynna sig enn frekar?
„Jú, þetta er fastur hluti af
starfí fyrirsaetunnar og getur
skipt sköpum ef fá á góð ljós-
myndaverkefni. En reyndar er
mikil áhersla á ný andlit í dag og
núna er ég t.d. ekki jafn nýtt and-
lit og áður, og það gæti haft ein-
hver áhrif á hvaða verkefni ég fæ
núna þegar sýningunum er lokið.
Núna er mjög mikið af nýjum
stelpum á sýningunum og talsvert
erfítt að þurfa að fara nánast dag-
lega í „áheyrnarprufu" fyrir verk-
efni.“
- En nú varstu á forsíðu Vogue í
nóvember. Hefur það ekki gert
róðurinn léttari?
„Reyndar var ég svolítið óheppin
með tímasetninguna á þeirri for-
síðu, því þá voru tískusýningarnar
nýbúnar og lítið að gera í auglýs-
ingabransanum. Þannig að þegar
næsta vertíð hófst núna hefur sú
myndbirting kannski ekki jafn
mikið að segja og maður hefði
haldið. Maður þarf bara stöðugt að
vera að fiska eftir góðum verkefn-
um. Það þýðir ekkert að slaka á í
því.“
- En er þetta ekki mikil vinna að
fara svona á milli borga með sýn-
ingar?
„Jú, þetta er algjör keyrsla í
einn og hálfan mánuð. Maður
slappar ekkert af. Ég flaug frá
New York klukkan 11 eitt kvöldið
og lenti í London eldsnemma um
morguninn og gat bara sofíð í þrjá
tíma og þá hófst vinnan. Vinnudag-
urinn getur orðið mjög langur og
stundum er maður að frá klukkan
fímm á morgnana til ellefu á kvöld-
in. Og ekkert frí er um helgar.“
-Ertu þá ekki útkeyrð eftir
svona törn?
„Ég læt það nú alveg
vera. Það eru margar fyr-
irsætur hérna sem eru
með mun stífari dagskrá
en ég, kannski með
nokkrar sýningar á dag.
En eins og í dag var bara
þessi eina sýning, svo ég
kvarta ekki,“ segir Elísa-
bet og hlær.
- En þessi tískuheimur
virðist breytast ört?
„Já, fyrir nokkrum ár-
um snerist allt um svokall-
aðar „ofur“-fyrirsætur,
síðan tóku við fleiri en vel
þekktar fyrirsætur, en
núna virðist allt snúast um
ný andlit. Til dæmis er ný
stelpa framan á ítalska
Vogue í hveijum mánuði
og þær sem kynna sig
þannig eru oft þær sem fá
mjög mikið að gera á
komandi tískusýningum
og auglýsingamyndatök-
um. Ég hugsa líka að pen-
ingar spili inn í þessa
áherslu, því óþekktar íyr-
irsætur fá ekki jafn mikið
greitt og þær sem þekkt-
ari eru. Hins vegar kemur
þetta illa út fyrir fyrirsæt-
ur, því þegar næsta sýn-
ingartímabil hefst era
þær nýju frá því síðast
ekki lepgur nógu spenn-
andi. Ég vona að þetta
eigi eftir að breytast.“
-Hvað tekur við eftir
sýningarnar í París?
„Ég ætla að vera í svolítinn tíma í
Pan's og kanna markaðinn þar,
enda hef ég aldrei verið þar áður og
margir spennandi ljósmyndarar og
hönnuðir sem starfa þar. Þar er ég
líka minna þekkt en á mörgum öðr-
um stöðum svo ég verð með nýtt
andlit þar,“ segir Elísabet að lokum.
, , _ bíó^ÐSÓKN
UðSOKM 1 íBandanW\unum
Wrikiununi ■ ——m
TitilL
\ottie
artian
SaMinj
i private Rj
an
bíóaðsókn
iRandariW\unumJ
BÍÓItOi
i Bandari’
i_vjka
719 m.kr. A0,3m$
700 m.kr.
484 m-kr. Wý
413 m.kr- 5.9 m$
409 m.kr-
408 m.kr.
370 m.kr.
296 m.kr.
I96m.kr.
169mJ«i
5,8 m$
5,8 m$
5,3 m$
4,2 m$
2,8 m$
2,4 m$
MJs
51,im$
32,4 m$
19,9 m$
5,9 m$
16,5 m$
54,1 m$
49,4 m$
4,2 m$
9,8 rn$
20322$
Hasar á
toppnum
„SKULDADAGAR“ eða „Pa-
yback“ var mest sótta myndin
vestanhafs um síðustu helgi,
en myndin er hasarmynd með
Mel Gibson í aðalhlutverki. Á
sunnudag leit út fyrir að
myndin í öðru sæti, „Flösku-
skeyti" eða „Message in a
Bottle" myndi deila efsta
sætinu með Gibson með
þeim Kevin Costner og Paul
Newman í aðalhlutverkum.
En þegar tölur helgarinnar
voru gerðar upp á mánudag kom
í ljós að hasarinn með Mel Gibson
í fararbroddi hafði vinninginn.
MEL Gibson og leikkonan
Maria Bello á frumsýningu
„Skuldadaga" en þau fara með
aðalhlutverkin í myndinni.
KEVIN Costner og Robin
Wright-Penn á frumsýningu
„Flöskuskeytis“, 8. febrúar sl. í
Los Angeles.