Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 56
Drögum í dag! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 533 5000 Andstreymi á Granda- garði ÞAÐ urðu engir fagnaðarfundir þegar önd og hrafn hittust á förnum vegi á Grandagarði við Reykjavíkurhöfn. Hrafninn réðst að öndinni með miklum látum en hún varðist af hörku. Þeir sem sáu til giskuðu á að öndin hefði verið eitthvað veik eða særð og hrafninn hefði ætlað að notfæra sér það. Hrafninn hafði hins veg- ar ekki erindi sem erfiði og flaug á endanum á brott. Það kann þó -^fað vera að hann hafi snúið við og gert aðra árás. Seðlabankinn hækkar vexti til lánastofnana Hyggst draga úr útlána- _ aukningu BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka vexti í við- skiptum við lánastofnanir. Hækkar ávöxtun í endurhverfum viðskiptum um 0,4% á næsta uppboði, ávöxtun daglána hækkar nú þegar um 0,4% og vextir af innstæðum lánastofn- ana í Seðlabankanum um 0,4%. Bankinn hyggst leggja lausafjár- kvöð á lánastofnanir. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Seðlabankanum hafa þess- ar aðgerðir þann tilgang að hamla — *gegn miklum vexti innlendrar eftir- spurnar, styrkja gjaldeyrisforða og draga úr útlánaaukningu. Birgir Isleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að þessar aðgerðir séu fyrst og fremst varúðarráðstöf- un, en ekki sé verið að bregðast við neinni stórhættu sem Seðlabankinn sjái nú í augnablikinu. ■ Liður í/16 Morgunblaðið/Kristinn Stefnt að flutningi framleiðsluþáttar AKO/Plastos Skapar 50 ný störf á Akureyri DANÍEL Amason, framkvæmda- stjóri AKO/Plastos, sem er með starfsemi bæði í Garðabæ og á Akureyri, sagði stefnt að því að flytja framleiðsluþátt fyrirtækisins til Akureyrar en við það myndi starfsfólki norðan heiða fjölga um 50 og verða um 65 talsins. Daníel sagði að ef áætlanir fyrirtækisins gengju eftir yrði framleiðslan flutt til Akur- eyrar á þessu ári en um er að ræða prentdeild, pokadeild og filmufram- leiðslu. Upphaf ehf. sem er í eigu þeirra Daníels Ainasonar, Eyþórs Jóseps- sonar og Jóhanns Oddgeirssonar, keypti rúmlega 75% eignarhlut í Plastos umbúðum í Garðabæ undir lok síðasta árs. Upphaf á og rekur Akoplast en við samruna fyrirtækj- anna undir nafni AKO/Plastos er það hið annað stærsta hérlendis í fram- leiðslu og sölu plastumbúða, með um 40% hlutdeild á plastmarkaðnum. Velta sameinaðs fyrirtækis er áætl- uð 650 milljónir króna á þessu ári og starfsmenn eru 80 talsins. í stærra húsnæði á Akureyri Daníel sagði stefnt að því að starf- semin á Akureyri yrði undir sama þaki og því ljóst að húsnæði íyrir- tækisins við Tryggvabraut væri of lítið. Hann sagði að starfsemin þyrfti 3.500-4.000 fermetra húsnæði. For- svarsmenn fyrirtækisins hafa þreif- að fyrir sér á húsnæðismarkaðnum á Akureyri en ekkert er fast í hendi á þessari stundu. Daníel sagði að einnig kæmi tO greina að byggja undir starfsemina á Akureyri. Gert er ráð fyrir að söludeild AKO/Plastos verði áfram að mest- um hluta rekin fyrir sunnan og að starfsmenn verði um 15. Fyrirtækið á tæplega 5.000 fermetra húsnæði í Garðabænum en Daníel sagði stefnt að því að selja það og flytja starf- semina í minna húsnæði í kjölfar minnkandi umsvifa. Vinnslustöðin hf. Þúsund tonn til Svíþjóðar VINNSLUSTÖÐIN hf. er nú að framleiða fisk í neytenda- pakkningar fyrir norska fyi'ir- tækið Norway Seafoods. Um er að ræða samning sem gildir út fiskveiðiárið. Mest munar um vinnslu og pökkun á fiski í 400 gramma neytendaumbúðir fyrir sænsk- ar verzlanir. Um 1.000 tonn er að ræða, mest þorsk en einnig ufsa og ýsu. Auk framleiðslunnar fyrir sænska markaðinn framleiðir Vinnslustöðin karfa í neytenda- umbúðir á markað í Þýzka- landi, bita til Bandaríkjanna og gulllaxmarning, annan marn- ing og loðnuhrogn fyrir norska markaðinn. ■ Vinnslustöðin/Cl Nígeríumaður í gæsluvarðhaldi vegna gruns um tékkafals og peningaþvætti Náði út níu milljónum króna á 12 dögum 23 ÁRA gamall Nígeríumaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhafd til 4. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hann hefði inn- leyst falsaða gjaldeyristékka fyrir að jafnvirði 11,2 milljónir króna í Is- landsbanka í Keflavík. Maðurinn var handtekinn á mánudag í Leifsstöð, um 10 mínútum áður en flugvél, sem hann átti bókað far með, lagði af stað til Kaupmannahafnar. Maðurinn hafði lagt andvirði gjaldeyristékkanna inn á gjaldeyris- reikning fyrirtækis, sem hann rak í félagi við íslenskan mann, og er svo grunaður um peningaþvætti með því að hafa fengið um 6,1 m.kr. af þessu fé flutt yfir á eigin reikning í Lands- bankanum í Keflavík. Mismuninn, um 5,1 milljón króna, hafði hann fengið afhenta í reiðufé. Starfsmenn Landsbankans gerðu viðvart Málið komst upp þegar starfs- menn Landsbankans í Keflavík gerðu Iögreglu viðvart um að mað- urinn hefði lagt inn andvirði 6,1 m.kr. í erlendum gjaldeyri og vildi fá fjárhæðina greidda út. Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi í efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir að samkvæmt lögum um varn- ir gegn peningaþvætti beri banka- starfsmönnum að láta vita um óvenjulegar innlagnir á reikninga. Maðurinn hafði innleyst um 40 þús- und sterlingspunda ávísun, 4,6 millj- ónir króna, í Islandsbanka í Keflavík hinn 10. febrúar og 56 þúsund sterl- ingspunda ávísun á sama stað hinn 19. febrúar án þess að gert væri við- vart um óvenjulegar innlagnir og án þess að kannað væri hvort innistæða væri fyrir ávísununum. Helgi Magnús sagði að maðurinn hefði einnig reynt að innleysa þriðju ávísunina, fyrir um 100 þúsund dali, hjá íslandsbanka í Lækjargötu. Hann hefur starfað við fiskútflutn- ing hér um tveggja ára skeið við fyr- irtæki, sem hann á ásamt íslenskum manni. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í þessu máli hefðu starfsreglur bankans verið brotnar. ■ Innleysti án athugasenida/29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.