Morgunblaðið - 18.04.1999, Page 45

Morgunblaðið - 18.04.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 45 MINNiNGAR Fimmtudaginn 25. mars skrifa ég í dagbókina mína: Kæri Guð, enn hefurðu ekki leyst hana ömmu mína frá hlutverki sínu, þrátt fyrir að það sé búið að leggja niður sýn- ingar með henni. En sá dagur kom að hún fór í ferðina miklu, ferð til lands sem við öll eigum eftir að heimsækja og því miður komum við ekki til baka með háan Visa-reikning né myndir af merkum og fallegum byggingum sem við stóðum hugfangin fyrir framan og horfðum á. Mér finnst vera stutt síðan ég kynntist ömmu á nýjan leik, eftir að ég varð fullorðin. Þá eru ömmur aðeins meira en það sem lítið barn gerir sér hugmynd um. Eg kunni best við húmorinn hennar, líka það að henni var alveg sama hvernig ég klæddi mig, henni fannst bara gaman að gömlu kjóldruslunum mínum eða gömlu peysunum hennar sem ég var kom- in í. Eg var nú samt ekki neitt mjög dömuleg íyrir frú Andersen en þrátt fyrir það setti hún ekki upp Andersen-svipinn, því hann merkir að henni og öllum þeim sem nota hann er misboðið. Eg er búin að læra öll svipbrigðin - Andersen- svipbrigðin hjá mömmu, en ég held að þau hafi farið ömmu best. Amma vildi ekki að við grétum hana, við ættum frekar að skála í sérrýi. Svona var hún amma, hún var ekkert venjulegt gamalmenni. Henni fannst hún nefnilega ekkert gömul. Hún þvemeitaði að fara og hitta annað gamalt fólk og föndra eða spila með því. Hún vildi frekar vera með okkur unga fólkinu. Ein- hvers staðar er sagt að ömmur hafi gamla og þreytta fætur en ungt hjarta. Þrátt fyrir bann ömmu um að við mættum gráta hana, sendi ég henni nokkur tár sem þakklætis- vott fyrir allt ristaða brauðið með Búra- ostinum og kalda kókið og fyrir hennar orð mun ég skála í sérrýi. Eg vildi samt að amma væri enn hjá okkur, með sígarettuna í munn- vikinu, sérrý-staup á borðinu og gerandi grín. Þannig mun ég minn- ast hennar. En líf okkar er einung- is hlutverk í stóru leikriti og eins og í öllum leikritum detta sum hlutverkin fyrr út en önnur. Þóra Margrét. FRETTIR Fyrirlestur um galdur og ofbeldi HELGI Þorláksson, prófessor í sagnfræði, flytur fyrirlestur þriðju- daginn 20. apríl í boði Sagnfræð- ingafélags Islands sem hann nefn- ir: Galdrar og félagssaga. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeg- inu kl. 12.05-13 og er hluti af fyrir- lestrarröð Sagnfræðingafélagins sem nefnd hefur verið: Hvað er fé- lagssaga? Fyrirlestur Helga er sá 21. í röðinni og eru allir áhuga- menn um sögu hvattir til að koma á fundinn. Helgi flutti íyrirlestur um efnið á vegum heimspekideildar Háskóla Islands stuttu eftir að hann tók við embætti prófessors við sagnfræðiskor og mun í þessum fyrirlestri gera grein fyrir fram- haldsrannsóknum sínum með sér- stakri áherslu á ofbeldi, það sem var fólgið í líkamlegum árásum og meiðingum, segir í fréttatilkynn- ingu. Athygli skal vakin á að fundar- menn geta fengið sér matarbita í veitingasölu Þjóðarbókhlöðunnar og neytt hans meðan á fundinum stendur. Skjalamappa fannst SVÖRT skjalamappa með um 70 tölvudiskum fannst á Suðurlands- bi-aut síðdegis á fóstudag. Mappan er ómerkt. Eigandinn getur vitjað hennar í síma 568-6606 hjá Katrínu. Einnig er hægt að senda fax í síma 568-6696. Erindi um ár í lífi refsins PÁLL Hersteinsson flytur fyrir- lestur þriðjudaginn 20. apríl sem hann nefnir Ár í lífi refsins sem er á vegum Líffræðifélags Islands. I fyi'irlestrinum verður fjallað um refarannsóknir. Byggt verður á atferlisrannsóknum sem fram fóru LUNDUR FASTEIGNASALA SIIMI 533 1616 FAX 533 1617 SUDURLANDSBRAUT 10, 2.IIÆD, F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, ÍOSREYKIAVIK .JiVEINN^GUÐMUNDSSmmXaLÍGGj^FASTj^ELLERTRÓEMnígSON^SÖLLWIAÐ^ Tröllaborgir - nýbygging Vorum að fá í sölu vel hannað ca 170 fm endaraðhús . Húsið selst í núverandi ástandi sem er full frágengið að utan en búið að ganga frá hitalögn og fl. að innan.Til afhendingar strax. V. 10,9 m. Smárarimi - einbýli Vorum að fá ca 150 fm einbýlishús ásamt 46 fm bílskúrs. Húsið skilast fullbúið að utan án þakkants en fokhelt að innan. Sævargarðar - Seltjarnarnesi Vorum að fá í sölu glæsilegt ca 230 fm einbýlishús á einni hæð. Góðum útsýnisskáli á þaki. Húsið er með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Heitur pottur og fallegur verð- launagarður. Álfhólsvegur - sérhæð Vorum að fá I sölu góða ca 120 fm hæð á góðum stað. Þrjú svefnherbergi, rúmgott eldhús. Nýir ofnar og lagnir. Gler að mestu endurnýjað. Vel ræktaður garður. V. 11,8 m. Einarsnes Vorum að fá í einkasölu góða sérhæð. Tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa, parket á gólfum, mikið útsýni. V. 8,5 m. Flétturimi ásamt góðu bílskýli Góð ca 105 fm (búð á 2. hæð ásamt innbyggðu bílskýii. Þvottahús í íbúð. íbúðin er laus strax. Furugrund - aukaherbergi vorum að fá í einkasölu góða ca 90 fm 4ra herbergja íbúð ásamt ca 23 fm aukaherbergi með aðgangi að wc. Stutt í skóla og verslun. íbúðin er laus fljótlega. V. 8,9 m. Laugarnesvegur Vorum að fá ca 110 fm íbúð á 3. hæð í góðri blokk. fbúðin er laus fljótlega. Holtsgata Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herbergja íbúð. Tvöföld stofa, tvö svefnherbergi. Mikil lofthæð. Falleg íbúð. Hús og sameign í góðu ástandi-. Miðbær Raykjavíkur - lúxusíbúð Vorum að fá í sölu ca 60 fm 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu húsi við Lækjargötu. íbúðin er öll hin vandaðasta og sameign góð. Húsvörður. Lyfta, stórar vestursvalir. Krummahólar 10 - lyfta Góð ca 72 fm 2ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Stórt hol, góð stofa og borðstofa. Eldhús með ágætum innrét- tingum, þvottahús og búr inn af eldhúsi. Gott herbergi og fataherbergi innaf. Stórar suðursvalir og gott útsýni. Ljósheimar - lyftuhús Vorum að fá góða mikið endurnýjaða ca 55 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð. Áhv. ca 2,5 millj. á Ströndum og Hornstranda- friðlandi. Verður m.a. greint frá lífsháttum refsins eftir árstíðum og reynt að skýra hvernig atferli og líkamlegir eiginleikar gera honum kleift að lifa við þær aðstæður sem ríkja á Islandi og annars staðar á norðurslóðum. Fyrirlesturinn verður í Lög- bergi, stofu 101 og hefst kl. 20. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Rætt um leik- skóla á fundi í Garðabæ FORELDRAFÉLÖG leikskólanna í Garðabæ, í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið Gai'ðabæjar, standa fyrir fundi sem ber yfir- skriftina „Leikskólinn okkar - fyrsta skólastig". Fundurinn verð- ur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli þriðjudaginn 20. apríl kl. 20 og er ætlaður foreldrum og þeim sem áhuga hafa á uppeldi bama. Á fundinum kynnir Bjöm Bjamason menntamálaráðhema nýja skólastefnu, „Enn betri leik- skóli. Jóhanna Einarsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Islands og skorarstjóri fyrir leikskólaskor KHI, flytur erindi, „Leikskólinn í nútíð og framtíð" og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garða- bæjar, ræðir um stöðu leikskóla- mála og framtíðarsýn í málefnum leikskóla. Á eftir erindum eru um- ræður og fyrirspurnir. Stjörnuspá á Netinu Opin hús í dag Álfheimar 30 — 4. Itæð t.v. — laus strax Vorum að fá í einkasölu mikið endurnýjaða, bjarta og rúmgóða 107 fm 4ra herb. íbúð á 4. hæð. Þrjú rúmgóð svefnherb. og stórt eldhús. Fjölbýlið viðgert og málað. Parket á gólfum. Stór- ar svalir. Gott skipulag. Verð 8,9 millj. Áhv. 4,7 millj. Vignir og Eyrún taka á móti þér í dag á milli kl. 13 og 15. Bleikarcjróf 5 —■ einbýli — laust 10. júní 137 fm einbýli með mikla möguleika. Rúmgóð herbergi og stofa. Parket og flísar. Möguleiki á að útbúa séraðstöðu á neðri hæð. Áhv. 5,7 millj. Verð 11,0 millj. Halldóra og Ómar taka á móti ykkur á milli kl. 14 og 16 í dag. Frakkastígur 12A — laus strax Vorum að fá í sölu 104 fm 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð með sér- inng. í fjölbýli byggðu 1981 ásamt stæði í bílgeymslu. 3 rúmgóð svefnherb. og stofa. Suðursvalir. Flísalagt baðherb. Una og Valdimar taka á móti ykkur í dag á milli kl. 14 og 16. Verð 11,9 millj. íbúðin er laus strax. föklafold 43 Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Fallegar innr. Rúm- góð herb. Parket og flísar. Suð-vestursvalir m/fallegu útsýni. Áhv. ca 5,0 millj. byggsj. Verð 9,5 millj. Sigrún Edda tekur á móti þér og þínum á milli kl. 14 og 16 í dag. Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. HAFNARFJORÐUR MIÐBÆR Fyrsta flokks skrifstofuhúsnæði FRÁBÆRT ÚTSÝNI - SKAPANDI UMHVERFI t- Til leigu 374 fm skrifstofuhúsnæöi á 4. hæð í lyftuhúsi. Til afhendingar strax. Tiibúið undir tréverk eða fullinnréttað eftir nánara samkomulagi. Öll þjónusta fyrir hendi í næsta nágrenni. Dómshús, bankar, veitinga- og kaffihús, pósthús, verslanir, bílastæðahús, útsýni yfir höfnina, faliegur miðbær. Möguleiki á að skipta í tvær einingar Allar upplýsingar hjá fasteignasölunni Ás, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sími 520 2600. V'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.