Morgunblaðið - 18.04.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Enn betri síma-
skrá á Netinu
Frá Ólafi Þ. Stephensen:
VÍKVERJA er símaskrárþjónusta
Landssímans hugleikin eins og
ýmsum öðrum viðskiptavinum fyr-
irtækisins, enda er hún mikið not-
uð. Síðastliðinn fímmtudag, 15.
apríl, staðhæfir Víkverji að síma-
skráin á Netinu hafi ekki verið til-
tæk notendum nema „endrum og
eins“ undanfarið.
Þetta er nú heldur djúpt tekið í
árinni hjá Víkverja. Staðreyndin er
sú að samkvæmt skráningum
Landssímans hefur símaskráin á
Netinu „dottið út“8 sex sinnum á
undanförnum vikum og harmar
Landssíminn það, enda leggur fyr-
irtækið sig fram um að tryggja
sem bezt rekstraröryggi þessarar
mikilvægu og vinsælu þjónustu.
Truflanirnar stöfuðu reyndar af
því að verið var að setja upp tvö-
faldan búnað, sem virkar þannig að
varavél tekur sjálfkrafa við ef hin
dettur út, en slíkt gerist því miður
stundum og flestir kannast við þau
skilaboð að þessi eða hinn net-
þjónninn sé óvirkur, ekki bara hjá
símaskránni heldur fleirum af mest
sóttu vefsíðum landsins. Þessar
breytingar eiga m.ö.o. að tryggja
enn betur öryggi þjónustunnar í
framtíðinni og að símaskráin sé
ávallt aðgengileg. Prófunum á
þeim mun ljúka á næstu dögum
eða vikum.
Víkverja og lesendum til upplýs-
ingar má geta þess að af ofan-
greindum sex tilvikum varð síma-
skráin á Netinu einu sinni óvirk í
tvær klukkustundir, einu sinni í um
klukkustund og fjórum sinnum í
fimm til fimmtán mínútur í hvert
sinn. Það er því heldur ofsagt hjá
Víkverja að netsfmaskráin sé bara
tiltæk endrum og sinnum. Þetta
sést m.a. á því að heimsóknir á
símaskrárvefinn hafa sízt verið
færri undanfamar vikur en ella.
Síðastliðnar þrjár vikur hafa þær á
virkum dögum verið á bilinu 20.000
til 28.000 á dag.
I ljósi þessarar miklu notkunar
netsímaskrárinnar hyggst Lands-
síminn á næstunni taka upp ýmsar
nýjungar, t.d. fjölbreyttara val eft-
ir svæðum, betri upplýsingar um
símanúmer sem eingöngu koma
fyrir í undirlínum og um vefföng,
upplýsingar um Islendinga erlend-
is o.fl.
Víkverji telur það vera dæmi
um einhvern trassaskap að sími og
heimilisfang Rauða krossins skuli
ævinlega koma upp sem dæmi um
hvernig eigi að bera sig að við leit-
ina, finnist umbeðnar upplýsingar
ekki í skránni. Á þessu er hins
vegar sú skýring að Landssíminn
vildi taka dæmi, sem jafnframt
vekti athygli á góðu málefni. Þar
varð Rauði krossinn fyrir valinu.
Það er hins vegar rétt að þegar
Rauði krossinn flutti var heimilis-
fanginu í þessari sýnissíðu ekki
breytt strax þótt það væri að sjálf-
sögðu leiðrétt í skránni sjálfri,
sem er uppfærð daglega og inni-
heldur ævinlega nýjustu breyting-
ar á símanúmerum og heimilis-
föngum.
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN,
forstöðumaður upplýsinga-
pg kynningarmála Landssíma
íslands við Austurvöll.
Kristín Óskarsdóttir
(Kiddý)
hánsnyptimeistani
Agætu viðskiptavinir.
Ég hef hafið störf á Hársnyrtistofunni Salon
París að Skúlagötu 40 (Barónsstígsmegin) og vil
ég bjóða gamla sem nýja viðskiptavini velkomna.
■hláus
KvyrtistoliakA Sa\ ov\ IParís
Tímapantanir í síma 561 7840
Vísindastyrkir
Atlantshafsbandalagsins
(Nato Science Fellowships)
Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja
vísindamenn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísinda-
stofnanir í aðildarríkjum bandalagsins.
Ennfremur er lagt fé af mörkum til að styrkja vísindamenn frá sam-
starfsríkjum (Cooperation Partner Countries) í Mið- og Austur
Evrópu til stuttrar dvalar við rannsóknarstofnun á íslandi eða
íslenska vísindamenn til stuttrar dvalar á rannsóknarstofnun í Mið-
og Austur Evrópu. Samkvæmt nýrri vísindastefnu NATO skal nú
u.þ.b. 75% af því fé sem til ráðstöfunar er hverju sinni fara í samstarf
við Mið- og Austur Evrópu.
Rannsóknastofnunum, sem þetta varðar, er bent á að hafa samband
við Rannsóknarráð (slands.
Ráðstöfunarféð 1999 er um 4 MKr.
Umsóknum um styrki skal komiðtil Rannsóknarráðs íslands, Lauga-
vegi 13, 101 Reykjavík í síðasta lagi 1. maí 1999.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu
Rannsóknarráðs (slands — http://www.rannis.is. Einnig er hægt að
fá umsóknareyðublöð á skrifstofu Rannsóknarráðs (slands, Lauga-
vegi 13. Afgreiðslutími þar er kl. 9—12 og kl. 13—17.
RANNÍS
______________SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 49
Sölusýning
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hótel, Reykjavík,
í dag, sunnudaginn 18. apríl
frá kl. 13-19
HOTEIy
REYKJAVIK
NÝ SENDING
RAÐGREIOSLUR
Njóttu lífsins og fljúgðu á stórtónleika Kristjáns Jóhannssonar með
fjölskyldu og Karlakór Akureyrar - Geysi.
Kristján Jóhannsson stórtenór hefur upp raust sína hér á landi
í lok apríl og byrjun maí með Karlakór Akureyrar - Geysi og með
bræðmm sínum, þeim Svavari og Jóhanni Má. Skelltu þér til
Akureyrar eða Egilsstaða með aðstoð íslandsflugs sem býður
frábærar pakkaferðir (flug & tónleikar) til Akureyrar og
Egilsstaða í tilefni tónleikanna. Einnig koma fram systursynir
bræðranna, þeir Örn Viðar og Stefán Birgissynir.
Kristján og félagar syngja í (þróttaskemmunni á Akureyri
(30. aprd kl. 20:00 og 1. maf kl. 16:00) og í íþróttamiðstöðinni
á Egilsstöðum (2. maí kl. 16:00).
Forsala aðgöngumiða, upplýsingar
og bókanir í síma 570 8090.
www.islandsflug.is
Upplýsingar og bókanir í síma 570 8090
ISLANDSFLUG
gorír flBÍrum fært að fíjúga
GOTT FÓU * SlA