Morgunblaðið - 18.04.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 18.04.1999, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Hvað er brýnast á ári aldraðra? Þar sem mannréttindi vega minnst og fátæktin er mest í veröldinni búa aldr- aðir við hörmuleg kjör. Það er brýnasta verkefni fjölþjóðasamfélagsins á ári aldraðra, segir Stefán Friðbjarnarson, að rétta hlut þessa fólks. PAÐ hefur heldur betur teygzt úr meðalævi mannsins gegnum tíðina. Þegar sögur hefj- ast af fólki var hún um eða innan við 20 ár. Talið er að meðalævi Islendinga hafi verið undir 30 ár- um á þjóðveldisöld (930 til 1262). Ævilíkur íslenzks sveinbarns, sem fæðist nú, í lok 20. aldar, er á hinn bóginn 77 ár og ævilíkur meybams 80 ár. Það er ekki að undra þótt fjölgi mjög í sveit eldri borgara. Hvað veldur þess- ari þróun? Jón Bjömsson segir m.a. í ágætri grein um öldr- un (Sveitarstjórnar- mál, 4. tbl. 1995): „Þegar við fjöllum um ellina verðum við að muna að hún er menningarfyrirbæri. Það þýðir að menn- ingin fremur en nátt- úran hefur skapað hana. Elli er sjaldgæf í hinni svokölluðu villtu náttúru; hún er sérréttindi efnaðra þjóða og húsdýranna sem það fólk heldur. Það er menningin og tæknin sem hafa gert mönnum kleift að lengja líf sitt. Til eru fræðimenn, sem taka verður alvarlega, sem halda því fram að von bráðar verði fólk undir áttræðu alls ekki álitið gamalt.“ Meðalævi íslendinga er ára- tugum lengri í lok 20. aldar en á morgni hennar. Ástæðan er ótví- rætt meiri hagsæld og betri að- búð, hvers konar, sem rekja má til vaxandi menntunar og þekk- ingar. Það má hins vegar ekki gleyma því, þegar fjallað er um þessi efni, að sú kynslóð, sem nú er skilgreind sem „eldri borgar- ar“, byggði upp þetta þjóðfélag menntunar og velferðar, er við státum af í dag. Hún hefur lagt margfalt meira til samfélagsins en hún hefur þegið af því. Menning þjóða er mæld á margs konar mælikvarða. Meðal annars þann á hvem veg samfé- lagið býr að hinum öldruðu, sem skilað hafa því heilli starfsævi. Margt hefur vel tekizt í íslenzku samfélagi í þeim efnum, sem ástæða er til að meta og þakka. Þó skortir enn talsvert á að „kerfið" hafi samlagað sig breyttri aldursskiptingu þjóðar- innar, vaxandi íbúahlutfalli eldra fólks. Skortur á hjúkrarými fyrir öldrunarsjúklinga er, svo dæmi sé tekið, svartur blettur á þjóðfé- lagi okkar. Það stenzt heldur ekki réttlátt mat að meðhöndla ávexti aldraðs fólks af sparnaði þess (lífeyrissjóðum) skattalega á annan og harkalegri hátt en öðruvísi fengnar fjármagnstekj- ur. Það verður og að teljast rétt- lát krafa að grunnlífeyrir al- mannatrygginga fylgi almennri launaþróun. Stjómvöld hafa þeg- ar tekið lofsverð skref til að rétta úr þessum misfellum, en betur má svo vel sé. Framkvæði að stefnumótun í málum aldraðra er, lögum sam- kvæmt, hjá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Sama ráðuneyti axlar yfirstjóm heil- brigðisþjónustunnar, sem taka verður mið af vaxandi íbúahlut- falli aldraðs fólks, ekki sízt há- aldraðs fólks. Sveitarfélögin gegna og lykilhlutverki í málefn- um aldraðra, einkum í þéttbýli: rekstur hjúkranar- og dvalar- heimila og sambýla, rekstur fé- lagsmiðstöðva, félagsleg heima- þjónusta o.s.frv. Sveitarfélögum ber, í stuttu máli sagt, að stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má og jafnframt að tryggja nauðsyn- lega stofnanaþjónustu sé hennar þörf. Sum sveitarfélög sinna jsessu hlutverki allvel, önnur miður, enda aðstaða þeirra mis- jöfn. Félög aldraðra vinna og gott starf í þágu eldri borgara, eink- um á höfuðborgarsvæðinu, bæði í hagsmunagæzlu og skipulagn- ingu félagsstarfs. Margs konar félagasamtök önnur koma einnig við sögu. Þjóðkirkjan og söfnuðir hennar leggja og vaxandi áherzlu á starf með öldruðum og í þágu aldraðra. Þessi þáttur kirkju- og safnaðarstarfs hefur mjög mikið gildi. Aldraðir hafa, sem aðrir, mikið að sækja í sókn- arkirkju sína. Það skiptir einnig máli að kirkjan taki þátt í félags- starfi aldraðra og rækti sam- band við aldna einstaklinga. Sameinuðu þjóðimar tileink- uðu árið 1999 baráttu fyrir betri aðbúð aldraðra í heiminum. ís- lenzk stjórnvöld hafa þegar sýnt nokkra viðleitni í þá vem. Það er vel. Það er hins vegar brýnasta verkefni fjölþjóðasamfélagsins á ári aldraðra að bæta hag og rétta hlut aldraðs fólks þar sem fá- tækt er mest og mannréttindi minnst í heiminum. Hjálpar- stofnun þjóðkirkjunnar og Carit- as (hjálparsamtök kaþólskra) em góðir og traustir farvegir fyrir hjálp frá einstaklingum, fé- lagasamtökum og fyrirtækjum við aldraða í sárri neyð víða um veröld. Á ári aldraðra er og öllum hollt að huga að fornum vegvísi. (5. Mós. 5.16): „Heiðra föður þinn og móður þína, eins og Drottinn Guð þinn hefur boðið þér, svo þú verðir langlífur og svo að þér vegni vel í því landi, sem Drottinn guð þinn hefur gefið þér.“ Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið. VELMKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir aðstoð VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Til vingjarnlegu fjöl- skyldunnar sem aðstoðaði mig við að draga bílinn minn úr snjóskafli við Ei- ríksstaði 13. apríl sl. Kær- ar þakkir. Island er mjög spennandi land og íbúai'nir gott fólk.“ Holgeir, Cologne, Þýskalandi. Nýr þjóðsöngur? HVAÐ segja menn um þá hugmynd að fá nýjan þjóð- söng í byrjun nýrrar ald- ar? Það er orðið langt síð- an þeirri hugmynd hefur skotið upp, en að því hlýt- ur að koma fyrr eða síðar að sálmur Matthíasar verði endanlega færður inn í kirkjur landsins þar sem hann á heima og við fáum nýjan þjóðsöng sem hæfir við upphaf lands- leikja í íþróttum og önnm- ámóta ómerkileg tækifæri. Ég verð að segja eins og er að ég hef aldrei fundið fyr- ir hrifningu þegar þjóð- söngurinn okkar er leikinn á íþróttaleikvangi. Við verðum að eiga þjóðsöng sem getur fengið hjörtu landsmanna til að slá í takt. Reynum nú að koma okkur út úr öllum miðalda- móral og fagna nýrri öld eins og vera ber. Sigurþór Júníusson. Umfjöllun uni skotíþróttir ÉG er óhemjuþreyttur á íþróttasíðum Morgun- blaðsins. Allar skotíþróttir eru sniðgengnar í blaðinu. Það er tilviljun ef kemur smáfrétt um þessa íþrótt en sagt frá öllum öðrum íþróttum. Þykir mér hart ef ekki er hægt að skrifa eitthvað um þessa íþrótt. Sigurfinnur Jónsson. Sala stríðsleikfanga ÞAÐ voru sendir á öll heimili í landinu bæklingar frá virtri leikfangabúð hér í bænum. Heil síða í þessum bæklingi er um stríðstól, hríðskotabyssur, vélbyssur og hersett með töskum, hnífum, áttavitum og hjálmum. Allt eru þetta leikfóng fyrir börnin. Sam- tímis og við erum að horfa á þetta skelfilega stríð í Jú- góslavíu er verið að senda þetta inn á íslensk heimili til að hvetja foreldra til að kaupa þetta handa börnum sínum. Maður er gráti nær því þama er verið að hvetja börnin til að leika sér með stríðsleikfong og um leið horfa bömin á þetta í fréttunum. Finnst mér þetta mjög ósmekk- legt. Hvet ég foreldra og aðra forráðamenn bama til að henda þessum bæklingi. Kolbrún Inga Sæmundsddttir. Dýrahald Kettlingar fást gefins HÁLFLOÐNIR, 8 vikna, kassavanir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 588 7436. Tapað/fundið Loðskinnshúfa týndist í Kópavogi Eigandi loðskinnshúfu úr kanadísku refaskinni (ljós- drapplit með Ijósbrúnum kolli) varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu á bílaplani fyrfr framan Fé- lag garðyrkjumanna í Kópavogi fimmtudaginn 15. apríl síðastliðinn, þeg- ar hann var um það bil að að stíga út úr bíl sínum að ógnar vindhviða feykti af honum húfunni sem hvarf síðan sjónum eigandans. Þrátt fyrir leit tókst ekki að finna húfuna. Ef ske kynni að einhver rækist á þennan höfuðbúnað á þessum slóðum væri eig- andi húfunnar þakklátur ef viðkomandi vildi skila henni til lögreglunnar í Kópavogi. Kg7 21. Hgl+ - Kh8 22. Hxg8+ - Kxg8 23. De8+ - Rf8 24. Hgl+ - Kh8 25. Umsjón Margeir Bxe5+ °S svartm- Safst Pétursson upp þvi mátið blasir við. STAÐAN kom upp á meist- aramóti Sánkti Pétursborgar í Rússlandi sem nú stendur yf- ir. Solovjov (2.445) hafði hvítt og átti leik gegn Birjukov (2.405) 19. Bxf7+! - Kxf7 20. Dh5+ - HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu * Ast er... að segja honum ekki alltaf hvað hann á að gera og hvað ekki TW Reg. LhS. Pk. OB — I rQtns >OM>vod (cl '995 Los Atgeea Tiirc« SyediMie NEI, Olsen, O eins og Oxygenkarbónat, L eins og Latexpdlýgensýrox- in, S eins og Spetaxlato- nexklyríð, E eins og Epoxydamdníakpdlyet- hyl, N eins og Nyhemd- glóbínrófumarat. Víkverji skrifar... SALA hlutabréfa í Baugi, eig- anda Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, til almennings hefst á morgun, mánudag. Kunningi Vík- verja í viðskiptaheiminum sagði gárungana í bransanum hafa talað um það, þegar gengi hlutabréfanna var tilkynnt, að skemmtilegt hefði verið að selja þau á genginu 10,11 eða jafnvel 11,11 - sbr. tvo keppi- nautanna á matvörumarkaðnum - en svo hefðu bréfin auðvitað verið verðlögð við hæfi. Þau verða nefni- lega seld á „gamla, góða Hagkaups- verðinu", eins og sagði í grein um málið í Morgunblaðinu á fimmtu- daginn - á genginu 9,95. X X x A AHUGAMENN um íþróttir, sem greiða allir afnotagjald af Rík- isútvarpinu eins og aðrir lands- menn, fá ekki nógu mikið fýrir sinn snúð, að mati Víkverja. Nýleg dæmi um skort á þjónustu RÚV eru leikir knattspymulandsliðsins í Andorra og Ukraínu. Sýn á reyndar sjón- varpsréttinn á útileikjum liðsins (þökk sé RÚV) en ríkisstöðin sendi ekki einu sinni útvarpsmann til að lýsa leikjunum. Hvað með alla þá sem ekki gátu íylgst með í sjón- varpi? Annað dæmi er heimsbikar- mótið í handknattleik sem fram fór í Svíþjóð fyrir skemmstu. RÚV átti heldur ekki fulltrúa þar, og skýring- in sem Víkverji hefur heyrt er sú sama í báðum tilvikum. Sú að fyrir- tækið, eða íþróttadeild þess, hafi ekki fengið styrktaraðila í verkefn- ið! Það er orðið æ algengara að kostendur séu fengnir að hinum og þessum útvarpsþáttum og hið sama virðist orðið uppi á teningnum í sjónvarpinu. Hvernig má þetta vera? Víkverja hefur reyndar borist til eyrna að Ríkisútvarpið verði ekki með fréttamenn á Smáþjóðaleikun- um sem fram fara í Liechtenstein í sumar, en RÚV gerði þeim glæsileg skil fyrir tveimur árum, þegar leik- amir fóru fram hérlendis. Hver skyldi ástæðan vera fyrir væntan- legri fjarveru ríkisfjölmiðlanna í Li- echtenstein? Sú sama og áður er getið, skv. heimildum Víkverja. xxx KÖNNUN var gerð á því fyrir skömmu hve stór hluti þjóðar- innar borðar þorramat og hvað af kræsingunum fólki þyki best. Ákaf- lega þjóðlegt og skemmtilegt, en Víkveiji gat ekki að því gert að hann brosti út í annað þegar hann sá hvaða fyrirtæki gerði könnunina. Nefnilega PricewaterhouseCoopers ehf. XXX VIÐTAL er við Arnar Gunn- laugsson, atvinnumann í knatt- spyrnu hjá Leicester í Englandi í nýjasta hefti Mannlífs. Það er Pétur Pétursson, fyrrum atvinnumaður og Skagamaður eins og Arnar, sem tekur viðtalið og myndirnar - en Pétur er lærður ljósmyndari og starfar sem slíkur. Ámar segir m.a. í viðtalinu að hann finni lítið fyrir stuðningi heiman frá Islandi, og ekki er annað að skilja en hann eigi við stuðning fjölmiðla. Honum finnst þeir hafa of mikinn áhuga á samningamálum og öðm er snertir peninga en á fundi með enskum blaðamönnum, eftir að hann var keyptur til Leicester frá Bolton, hafi þeir aftur á móti bara talað við hann um knattspymuna „og hvað það væri gaman að vera kominn aft- ur í úrvalsdeildina". Víkverji varð satt að segja undr- andi á að lesa þetta. Ætli Amar hafi ekki fylgst með því í breskum fjölmiðlum þegar þarlendir knatt- spyrnumenn fara til erlendra fé- laga? Kemur aldrei fram þar hvað þeir fá í laun? Hvort skyldu íslensk- ir lesendur vera spenntari fyrir spurningunni: Hvað ertu með í laun? eða Hvernig líst þér á að vera kominn til Leicester City? Liggur það ekki í augum uppi að honum líst vel á að vera kominn til nýja félags- ins? Annars hefði leikmaðurinn varla farið þangað. xxx SKONDIÐ en skiljanlegt, hugs- aði kunningi Víkverja í upphafi ráðstefnu sem hann sat á vegum Landssímans hf. á dögunum, en hún var haldin bæði á Akureyri og í Reykjavík. Fyrst bað einn for- kólfanna norðan heiða alla viðstadda um að slökkva á farsímum sínum og síðan impraði Þórarinn V. Þórarins- son, stjórnarformaður fyrirtækisins, á því sama fyrir sunnan. Ekki á hverjum degi sem forráðamenn fyr- irtækis hvetja menn beinlínis til að- gerða sem draga úr tekjum þess!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.