Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 25 Gucci leitar fjárfesting- artækifæra Reuters. ÍTALSKA Gucci tískuhúsið leitar nú fjárfestingartækifæra á lúx- usvörumarkaðnum, innan og utan Italíu, að sögn stjórnarformanns- ins Domenico De Sole. Guccj vann áfangasigur þegar tískuhúsinu tókst að minnka eign- arhlut keppinautarins LVMH í tískuhúsinu verulega og fá Gucci nafnið í vörumerki fyrirtækisins. Nú hefur Gucci rúma þrjá millj- arða dollara til umráða og hefur áhuga á að bæta við sig litlum og stórum lúxusvörumerkjum. Verður YSL merkið eign Gucci? Gucci hefur á prjónunum að kaupa Sanofi snyrtivörumerkið en í því felst m.a. Yves Saint Laurent merkið. Pessi áform verða lögð fyr- ir stjóm fyrirtækisins í júlí nk. og á yfirtökunni að ljúka innan árs, að sögn De Sole. Stjórn tískuhússins mun ekki einblína á að ná yfirburðastöðu á lúxusvörmarkaðnum en leggur áherslu á að fyrirtækið sé sveigjan- legt og fúst til samvinnu. De Sole gerir lítið úr þeim sögu- sögnum að Gucci hyggist yfirtaka Versace eða Calvin Klein vöru- merkin og segir vandlegar áætlan- ir nauðsynlegar áður en samruni eða yfirtaka á sér stað. ----------------- CBS eykur hlut sinn á net- markaðnum Reuters. BANDARÍSKA fjölmiðlafyrirtæk- ið CBS Corp. sem rekur sjónvarps- stöð undir sama nafni hefur til- kynnt um kaup á 35% hlut í netfyr- irtækinu Banyan Systems Inc. Banyan rekur upplýsingavefsíð- una Switchboard með skrá yfir 117 milljón bandarísk fyrirtæki, auk vegakorta og upplýsinga. I tilkynningu frá CBS segir að ákvörðunin um kaupin hafi verið samþykkt og einnig að Switchbo- ard fái auglýsingar hjá CBS að verðmæti 135 milljónir dollara i skiptum fyrir hlutabréfm. Auk þess felst í samningnum að CBS fái 5% hlut í Switchboard í viðbót og heimildir til að fjárfesta meira í Banyan. „Þessi samningur við Banyan er enn eitt skrefið að því markmiði okkar að veita neytendum raun- verulega þjónustu á vefnum,“ segir Mel Karmazin, forstjóri CBS. CBS hefur nú þegar fjárfest fyrir 500 milljónir dollara á netmarkaðnum en fyrir á það hluta í íþrótta- og viðskiptavefsíðum. BRÚÐARGJAFIR í MIKLU ÚRVALI BRÚÐARLISTAR Ingólfsstrœti 5 VIÐSKIPTI_______________________ Panasonic til samstarfs við Universal Music Group Los Angeles. Reuters. PANASONIC raftækjaframleið- andinn og tónlistarfyrtrtækið Uni- versal Musie Group hafa komið á fót 30 milljóna dollara sameignar- fyrirtæki til að framleiða stafræn DVD háskerpumyndbönd og hljómdiska á ungan en blómlegan markað nýrrar margmiðlunar- tækni. Nýja fyrirtækið mun sameina tæknihæfni Panasonic Disc Services Corp. (PDSC) og mark- aðsáhrif Music & Video Distri- bution dreifingardeildar Universal fyrirtækisins að því er forstjóri PDSC, Bob Pfannkuch, sagði í yf- irlýsingu. Hörð samkeppni i hljóðritunum Panasonic er dótturfyrirtæki japanska raftækjarisans Matsus- hita Electric Industrial Corp., en Universal Music er deild í kanad- íska skemmtiiðnaðarfyrirtækinu Seagram Co. Ltd. Matsushita Electric á minnihluta í Universal kvikmyndaverinu. IBM og Sony hafa ákveðið að samræma stafræna tækni sína og láta hana hljóðritunarfyrirtækjum í té. Sony hefur einnig samið við Microsoft um flutning tónlistarefn- is með Windows Media hugbúnaði að fyrirmynd RealNetworks. Tæpur helmingur starfsmanna stafrænnar tónlistardeildar AT&T, þar á meðal stofnendurnir Lany Miller og Howie Singer, eru gengnir til liðs við Reciprocal Inc, annan keppinaut í stafræna geiran- um. Jarðvegsþjöppur Óverðtryggð ríkisbréf ríkissióðs RBoo-ioio/KO Flokkur: 1. fl. 1995 Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa óverðtiyggð ríkisbréf í framangreindum flokki með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluverði. Lágmarksfjárhæð útboðsins er 3oo milljónir króna að söluvirði en heildarfjárhæð útboðsins er áætlað um 1.000 milljónir króna að söluvirði. Sölutilboð þurfa að hafa borist Lánasýslu rikisins fyrirki. ii:ooföstudaginn4- júni. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. Utgáfudagur: september 1995 Gjalddagi: 10. október 21000 Lánstími: núi,35ár LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is nppKaup Uppkaup óverðtiyggára ríldsbréfa ríkissjóás meá tilbo á sfyrirkomulagi 4. júní 1999

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.