Morgunblaðið - 04.06.1999, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 04.06.1999, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 63 i FRÉTTIR Hópferð á síðustu Parísar- flugsýninguna á þessari öld 43. ALÞJÓÐAFLUGSÝNINGIN í París verður haldin um miðjan júnímánuð og er hún jafnframt síðasta alþjóðaflugsýningin sem haldin verður þar í borg á þessari öld. í tilefni af aldamótunum mun miklu verða til Ijaldað á flugsýn- ingunni og búist er við óvenju glæsilegri sýningu. Tæplega 1.900 fyrirtæki frá 46 löndum kynna framleiðslu sína, þar af 230 flugvélar af öllum stærðum og gerðum. Flugvélar leika listir á lofti í 3-4 klukku- stundir á hveijum degi. Sýningar- svæðið skiptist í tvennt, annars vegar 177.000 fm útisvæði og hins vegar 96.000 fermetra innisvæði. Reiknað er með að rúmlega 300.000 gestir frá 147 löndum sæki flugsýninguna að þessu sinni. Dagana 17.-21. júní efnir Fyrsta flugs félagið, sem er félag áhugamanna um flugmál, til sér- stakrar hópferðar til Parísar í til- efni af alþjóðaflugsýningunni. Fé- lagið hefur tvisvar sinnum áður gengist fyrir flugsýningarferðum til Parísar en alls eru ferðir fé- lagsins á flugsýningar beggja vegna Atlantshafsins orðnar átta talsins. Flogið verður frá Keflavík til Parísar fímmtudagsmorguninn 17. júní og þá um kvöldið hyggst hópurinn fagna þjóðhátíðardegi Islendinga eins og vera ber. Dag- 230 FLUGVÉLAR munu sýna listir á alþjóðaflugsýningunni í París en búið er að skipuleggja hópferð fyrir íslendinga á sýninguna en hún verður sú síðasta á þessari öld. inn eftír verður síðan boðið upp á sérsniðna skoðunarferð um París þar sem íslenskur leiðsögumaður mun upplýsa farþega um helstu byggingar og sögufrægustu staði borgarinnar. Laugardeginum og sunnudeginum verður varið á flugsýningunni sem haldin er á þeim fræga Le Bourget flugvelli en þar Ienti einmitt Charles Lind- berg eftír hið sögufræga sólóflug sitt yfír N-Atlantshafið árið 1927. Á vellinum er m.a. elsta og jafh- framt óyenjulegasta flugminjasafn í heimi. í eigu safnsins eru um 300 flugvélar, þar af eru 180 til sýnis og er fyrsta Concorde-flugvélin þar á meðal. Mánudaginn 21. júm', rétt eftir hádegi, verður flogið frá París til Keflavíkur. Nánari upplýsingar og ná- kvæma prentaða ferðadagskrá er unnt að fá hjá Fyrsta flugs félag- inu alla vikudaga frá kl. 9 til kl 22. Seyðisfjarð- ardagar í Ráðhúsi Reykjavíkur SEYÐISFJARÐARDAGAR verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur 4.-14. júní n.k. Seyðisfjarðarbær verður kynntur í máli og myndum, og einnig verða sýndir handverks- munir frá bænum. Á Seyðisfirði eru mörg af merkari húsum landsins og ófá frá miðri síðustu öld. Fjölda húsanna hefur verið haldið vel við. Að sýningunni standa Reykjavík- urborg og Seyðisfjarðarkaupstaður ásamt Fjölmennt og Islandsvefnum sem sjá um framkvæmd sýningar- innar. Hugmyndin er að Reykjavík, sem höfuðborg allra landsmanna, kynni staði á landsbyggðinni og stuðli að sem bestum samskiptum milli þéttbýlis og dreifbýlis. Með sýningunni er ætlunin að FRÁ Seyðisfirði. Meistaraprófsfyrir- lestur um fjarvið- hald í fiskiskipum MAGNÚS Oddsson flytur fyrirlestur um meistaraprófsverkefni við verk- fræðideild Háskóla íslands, í stofu 158, VR II, Hjarðarhaga 2-6, fóstu- daginn 4. júní kl. 13. Ritgerðin fjallai- um fjarviðhald í fiskiskipum og aðlögunarhæfar grein- ingaraðferðir með tauganeti. Fjarvið- hald er aðferð til að fylgjast með við- haldsþörf búnaðar án þess að þurfa að vera í nálægð við hann. I verkefninu er gerð greining á því hvaða tækja- búnaður sé nauðsynlegur til að koma á slíku kerfi fyrir smábáta. Kerfið á bæði að stuðla að auknu öryggi sjófar- enda og minnkun viðhaldskostnaðar. Með því að fylgjast grannt með ástandi vélbúnaðar má greina bilun í tæka tíð áður en hann veldur frekari skemmdum eða skapai’ hættuástand. I verkefninu er meðal annars tek- inn til athugunar gi-einingarþáttur fjarviðhalds og skoðaðar aðlögunar- hæfai’ aðferðir sem greint geta mikið magn gagna á sjálfvirkan hátt. Niður- stöður verkefnisins sýna að með að- lögunai’hæfum aðferðum er hægt að þjálfa tauganet til bilanagreiningai’ út frá einföldum forsendum. Jafnframt er tæknilega hægt að koma slíku kerfi á. , I umsjónamefnd eru Magnús Þór Jónsson, prófessor í verkfræðideild sem er formaður nefndarinnar,_ Guð- mundur R. Jónsson prófessor, Ólafúr P. Pálsson fræðimaður og Sigurður Brynjólfsson prófessor. Öllum er heimill aðgangur. Lífsstíll ‘99 Vel heppnuð heimilissýning* TÆPLEGA fjórtán þúsund manns sóttu heimilissýninguna Lífsstíll ‘99 sem haldin var í Laugardalshöllinni um helgina. Sýningin vakti mikla athygli og voru bæði sýnendur og sýningargestir ánægðir með hvem- ig til tókst, segir í fréttatilkynningu frá Lífsstíl. Einnig segir: „Tímaritið Hús og híbýli sigraði í borðskreytinga- keppni fjölmiðla sem haldin var á sýningunni. Aðrir keppendur vom tímaritin Lífsstíll, Gestgjafinn og Húsfreyjan og útvarpsstöðvarnar FM 95,7 og Bylgjan. Sýningarbás Félags íslenskra gullsmiða var val- inn fallegasti básinn á sýningunni. Aðgöngumiðar að Lífsstfll ‘99 giltu einnig sem happdrættismiðar og hefur verið dregið úr seldum miðum. Helga Georgsdóttir, Hrafnakletti 5 í Borgarnesi, datt í lukkupottinn og vann ferð til Lundúna með Heims- ferðum. Auk þess vom dregnir út sex miðar á söngleikinn Rent sem sýndur er í Loftkastalanum. Þeir komu á aðgöngumiða nr. 0713, 4975, 0169,2436 og 1387.“ Nu Skin styrkir Umhyggju AMY Dimond, yfírmaður markaðsmála Nu Skin Enter- prises í Evrópu, afhenti Dögg Pálsdóttur, formanni Um- hyggju - félags Iangveikra barna, 750.000 króna styrk frá fyrirtækinu á þriðjudag. Til- efnið var að sama dag hóf Nu Skin formlega starfsemi á Is- landi. DÖGG Pálsdóttir veitir styrkn- um viðtöku. kynna margt af því sem áhugavert er að sjá og skoða á Seyðisfirði. Heiti sýningarinnar er dregið af fossum sem em í fjallshlíðum við Seyðisfjörð. Hægt verður að kaupa myndir af Seyðisfirði á sýningunni. Á meðan á sýningu stendur verð- ur einnig sýning á íslandsvefnum, slóðin er www.iww.is. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Mikið úrval af skóm frá Sumargrín ITR á skólavöllum UNDANFARIN ár hafa leiktækja- vagnar ÍTR verið á ferðinni um skólavelli í Reykjavík. Börn hafa getað komið og leikið sér í leik- tækjunum, fengið andlitsmálningu eða farið í leiki. í dag, föstudaginn 4. júní, er fyrsti sumargrínsdagur sumarsins. Skemmtivagninn verður þá stadd- ur við Laugarnesskóla frá kl. 9.30-15 og við Árnesskóla verður Leikbrúðuvagn ÍTR frá kl. 9.30-15. Dagskráin í júní er eftirfarandi: Sumargrín I/Skemmtivagninn: 4. júní Ártúnsskóli, 7. júní Granda- skóli, 8.-9. júní Vesturbæjarskóli, 10.—11. júní Ölduselsskóli, 14. júní Ingólfstorg, 17. júní Hljómskála- garðurinn, 21. júní Álftamýrar- skóli, 22.-23. júní Seljaskóli, 24.-25. júní Hlíðaskóli, 28. júní Langholtsskóli og 29.-30. júní Ár- sel. Sumargrín II/Leikbrúðuvagn- inn: 4. júní Laugarnesskóli, 7. júní Engjaskóli, 8.-9. júní Austurbæjar- skóli, 10.-11. júní Foldaskóli, 14. júní Ársel, 17. júní Hallargarður, 21. júní Breiðagerðisskóli, 22.-23. júní Breiðholtsskóli, 24.-25. júní Ingólfstorg, 28. júní Hvassaleitis- skóli og 29.-30. júní Selásskóli. Öllum þeim sem glöddu mig með heimsókn- um, blómum, gjöfum, skeytum, söng og hljóð- færaleik á 80 ára afmœli mínu 24. maí sl., færi ég mínar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Sigmar Hróbjartsson, Brautarási 10. Teg. GEAR sandali Stærðir 28-38 Litur: Svartir Verð kr. 1.995 Verð kr. 3.995 Teg. N0095 Stærðir 21-27 Litur: Hvítir m/grænu Með Ijósum í sóla. ATH. svipuð tegund til í 26-35 Teg. C0077 Stærðir 27-35 Litur: Svartir með Faders Ijósum í sóla Verð kr. 3.995 Verð kr. 3.995 Teg.1008 Stærðir 26-35 Litur: Hvítir m/bláu og hvítir m/fjólubláu ATH. I_A Gear eru breiðir og því hentugir fyrir innlegg. Domus Medica við Snorrabraut, Rvík. Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Kringlan, Kringlunni 8-12, Rvík. Sími 568 9212 5% staðgreiösluafsléttur. Póstsendum samdægurs. % f' í.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.