Morgunblaðið - 22.06.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 B 5
FRJALSIÞROTTIR
Pan O’Brien
hættir við
Vala náði sínu
besta í Gautaborg
HEIMSMETHAFINN í tugþraut,
BandaiTkjamaðurinn Dan O’Brien,
tekur ekki þátt í bandaríska meist-
aramótinu í frjálsíþróttum um mán-
aðamótin eins og til stóð. Hann seg-
ist kenna sér meins í vinstra hné og
geti af þeim sökum ekki tekið þátt í
tugþrautarkeppninni eins og til
stóð. Þar af leiðandi minnka líkum-
ar á að hann keppi á heimsmeist-
aramótinu í Sevilla í ágústlok, þar
sem þrír efstu í hverri grein á
bandaríska meistaramótinu vinna
sér inn þátttökurétt á heimsmeist-
aramótinu. O’Brien segist þó lifa í
þeirri von að Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandið bjóði sér til mótsins á
þeim forsendum að hann sé heims-
methafi. Heimsmethöfum hafi stað-
ið það til boða síðast og því ætti það
ekki að vera raunin nú? spyr
O’Brien.
DAN O’Brien
Fær París
HM 2003?
NÚ þykja miklar líkur á að
París verði valin til að
halda Heimsmeistaramótið
í frjálsum íþróttum árið
2003. Þetta er skoðun
manna eftir að í ljós kom
að aðalkeppinauturinn,
London, mun ekki hafa
leikvanginn kláran á rétt-
um tíma án um 6 milljarða
styrks frá breska ríkinu.
Búist er við að Alþjóða-
frjálsíþróttasambandið
(IAAF) taki ákvörðun í
málinu i' nóvember.
■ YAGO Lanie/a, langstökkvari frá
Spáni og silfurverðlaunahafí á
heimsmeistaramótinu innanhúss í
Japan í vetur, bætti spænska metið í
langstökki utandyra í þrígang í
sömu keppninni í Guadalajara um
helgina.
■ LAMELA stökk lengst 8,49 metra
í fimmtu tilraun, en fyrr hafði hann
stökkið 8,38 metra í fyrstu umferð
og 8,46 metra í fjófiðu tilraun.
■ LENGSTA stökk Lamela, 8,49
metrar, er besti árangur sem Evr-
ópubúi hefur náð í 12 ár. Um leið
bætti hann 19 ára gamalt landsmet
Spánar um 26 sentímetra. Það átti
Antonio Gorgos. Heimsmetið á
Bandaríkjamaðurinn Mike Powell,
8,95 metra. Það var sett á heims-
meistaramótinu sem fram fór í
Tókýó síðla sumars 1991.
O’Brien hefur lítið keppt síð-
ustu ár. Heimsmet hans er 8.891
stig en það setti hann 1992. Hann
er núverandi ólympíumeistari, en
hefur aðeins einu sinni keppt síð-
an á leikunum - á Frðarleikunum í
fyrrasumar. O’Brien keppti t.d.
ekki á síðasta heimsmeistaramóti
sem fram fór 1997. Þá kenndi
hann um ýmiskonar álagsmeiðsl-
um.
VALA Flosadóttir, stangar-
stökkvari úr IR, náði sínum
besta árangri utanhúss á árinu
er hún sigraði í stangarstökki
á ungmennamóti í Gautaborg
um liðna helgi. Vala stökk 4,15
metra og vann með talsverðum
yfirburðum því önnur varð Sví-
inn Charlotte Karlsson, stökk
3,55 metra. Fram til þessa
móts var besti árangur Völu á
árinu 4,10 metrar en þá hæð
stökk hún á móti í Prag fyrir
viku.
Magnús Aron Hallgrímsson,
HSK, sigraði í kringlukasti í 22
ára flokki á sama móti, kastaði
54,67, sem er nokkuð frá hans
besta. Eigi að síður var hann
hálfum fjórða metra á undan
næsta manni. Stefán R. Jóns-
son, úr Breiðablik, var einnig á
meðal keppenda í kringlukast-
inu en kastaði aðeins 40,56
metra. Þá hljóp Ólafur Sveinn
Traustason, FH, með í 200
metra hlaupi. Hann rak lestina
í sinum riðli í 22 ára flokki á
23,51 sekúndu og komst ekki í
úrslit.
Síminn er stoltur af að styrkja efstu deild íslandsmótsins
í knattspyrnu í meistaraflokki kvenna sem í ár mun heita
Landssímadeild kvenna.
Styðjum við bakið á kvennaknattspymu, mætum á völlinn
og hvetjum okkar lið!
6.UMFERÐ
21. JÚNÍ Breiðablik - Valur 20:00
22. júní ÍA - Grindavík 20:00
22. júní Fjölnir - ÍBV 20:00
22. júní KR - Stjarnan 20:00
I LANDS SIMADEILD
KVENNA
www.simi.is