Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tvöfaldur ólympíu- meistari í Reykja- víkurmaraþon EINN mesti mara- þonhlaupari heims á áttunda og ní- unda áratugnum, Þjdðverjinn Walde- mar Cierpinski, hefur boðað komu sína í Reykjavíkur- maraþon sem fram fer eftir röskar fjórar vikur. „Það er fengur að fá þennan frækna kapp- hlaupara hingað,“ segir Ágúst Þor- steinsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavikurmaraþons. Cierpinski varð öllum á óvart ólympíumeistari í mara- þonhlaupi í Montreal árið 1976 og endurtók svo ieikinn á Moskvuleikunum fjórum árum seinna. Sigurinn í Montreal hefur bandaríski hlaupagarpurinn og lögfræðingurinn Frank Shorter hins vegar reynt að fá ógildan á grundvelli þess að í Ijós kom, er skjalasöfn austur- þýsku leyniþjónustunnar voru opnuð eftir fall Berlínarmúrs- ins, að Cierpinski var í hópi íþróttamanna sem austur-þýsk íþróttayfirvöld létu kerfisbundið neyta hormóna- lyfja til að bæta af- reksgetu sína. Ekki með- vitaður Cierpinski hefur borið því við að hafa ekki verið meðvitaður um lyfjanotkunina og verði fórnarlamb . íþróttakerfisins og Cierpmski flokksmaskínu austur-þýska kommúnista- flokksins sem neytti allra bragða til að búa til afreks- menn í íþróttum og notaði þá til að varpa dýrðarljóma á hina kommúnistísku þjóðfé- lagsgerð. Þá hefur Cierpinski og skýrt frá því að hann hefði, eins og títt var um austur-þýska íþróttamenn, verið neyddur til að njósna um félaga sína fyrir öryggislögregluna Stasi og skrifa skýrslur um þá. Án þess hefði hann ekki fengið að keppa á alþjóðavettvangi. Mörg þjónustufyrirtæki huga að greiðslu reikninga á Netinu Islenska útvarpsfélag- ið stefnir á næsta vor ÍSLENSKA útvarpsfélagið stefnir að því að næsta vor verði hægt að greiða áskrift að sjónvarpstöðvun- um á Netinu, að sögn Hilmars Sig- urðssonar markaðsstjóra. „Það er stefnt að því að hægt verði að ger- ast áskrifandi, breyta áskriftar- pakka og greiða fyrir, allt á Netinu. Þetta mun að sjálfsögðu bæta þjón- ustu okkar mikið og minnka álag á kerfið hjá okkur.“ Hilmar segir að unnið sé að því að þróa öryggismál í þessu samþandi. „Við stefnum að því að áskrifendur fái leyninúmer sem þeir noti þegar þeir fara inn á vefinn hjá okkur til að sinna sínum málum. Nú erum við að vinna í því að setja upp svokall- aða eldveggi þannig að áskrifendur komist ekki inn í sjálft áskriftar- kerfið þó að þeir komist að því.“ Hjá Ríkisútvarpinu er verið að skoða þessi mál en engin tímasetn- ing er komin á hvenær verði hægt að greiða afnotagjöld á netinu. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, for- stjóra markaðsmála, býður nýtt innheimtukerfi Ríkisútvarpsins upp á þennan möguleika en að ýmsu þurfi að huga eins og öryggismál- um. „Þetta er óplægður akur sem þarf að skoða. En ef við sjáum að við getum bætt þjónustuna með því að bjóða upp á þennan möguleika þá munum við nýta okkur hann. Það eru vitaskuld ekki allir hópar sem nota sér Netið, eldri borgarar nota það lítið en þegar á allt er litið eru Islendingar meðal þeirra þjóða sem nota Netið mest.“ Orkuveitan að fá nýtt innheimtukerfí Að sögn Guðjóns Magnússonar upplýsingastjóra Orkuveitu Reykja- víkur er verið að skipta um inn- heimtukerfi hjá Orkuveitunni og verður mögulegt í nýju kerfí að bjóða upp á greiðslu reikninga á Netinu auk írekari þjónustu. „Pappírslaus viðskipti eiga eftir að verða almenn í framtíðinni og al- mennt má segja að verið sé að opna kerfið fyrir notendur. í framtíðinni munu viðskiptavinir t.d. geta skoðað yfirlit um orkuneyslu sína o.s.frv." Tveir á slysadeild ÖKUMENN tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á Eyja- fjarðarbraut vestri um miðjan dag í gær. Tildrög slyssins voru þau að bíl sem ekið var í átt til Akur- eyrar var lagt út í kant þar sem ökumaður hugðist ræða við öku- mann annarrar bifreiðar sem einnig hafði verið lagt út í kant nokkru utar. Aðvífandi bifreið sem einnig var ekið í norðurátt lentí þá aftan á bflnum. Ökumenn beggja voru fluttir á slysadeild, en annar kvartaði um eymsl í hálsi og baki og hinn í bijóstí. Eignatjón varð mikið og önn- ur bifreiðin var dregin af slys- stað með kranabíl. Omega und- irbýr send- ingar til yfír 70 landa KRISTILEGA sjónvarpsstöðin Omega er að undirbúa víðtækar út- sendingar á dagskrá stöðvarinnar til 73 landa. Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri segir að verið sé að ganga frá samningum við eigendur gervihnattakerfa og gerir hann ráð fyrir að útsending á efni Omega geti hafist seint á árinu. Eiríkur segir að ætlunin sé með þessu að senda dagskrá Omega til allra Evrópulanda, Rússlands, landa í Norður-Afríku og Miðausturlönd- um. Sent verður á stafrænu formi sem hann segir að tryggi sambæri- leg gæði í öllum löndunum. Efni Omega er bæði erlent og íslenskt, viðtöl, ýmsir þættir og útsendingar frá guðsþjónustum og samkomum og segir Eiríkur menn geta valið um þýðingartexta á fimm tungumálum. Fjármagnað með auglýsingum Ráðgert er að fjármagna verkefnið með styrkjum og síðan auglýsingum og kveðst Eiríkur sannfærður um að auglýsingatekjur muni geta staðið undir kostnaði að miklu leyti. Hann segir lítið um kristilegt efni sent svo víða á þennan hátt og segir forráða- menn gervihnattakerfa hafa tekið hugmyndinni vel. Stefnt er að því að Ijúka samningum i mánaðarlok og að undirbúningur geti þá hafist af krafti. Segir hann útsendingar hugsanlega geta hafist seint á árinu og byrjað verði samtímis í öllum löndunum. heimilisbankinn Morgunblaðið/Golli Gallup kannar fylgi stj órnmálailokka Fylgi Samfylkingar minnkar um þriðjung í FYRSTU könnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokka eftir kosningar kemur fram að Sjálfstæðisflokkur myndi nú fá 45% fylgi sem er nærri 5 prósentustigum meira en í kosn- ingunum. Samfylkingin fengi rúm- lega 18% sem er nærri 8 prósentu- stigum minna en í kosningunum eða nærri þriðjungi minna fylgi. Framsóknarflokkur fengi 17% fylgi sem er rúmu einu prósenti minna en raunin varð í kosningun- um, Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi rúmlega 14% sem er um 5% prósentustigum meira fylgi en í kosningunum og Frjálslyndi flokkurinn fengi tæplega 3% fylgi sem er rúmu einu prósentustigi minna en í kosningunum. Þá kemur fram að næstum því tveir af hverjum www.bi.is Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn ®BÚNAÐARBANKINN Trausíur banki þremur styðja ríkisstjórnina, 70% meðal karla og 62% meðal kvenna. Minnstur stuðningur er meðal fólks á aldrinum 35-44 ára eða tæplega 56% en mestur er hann hjá fólki á aldrinum 18-34 ára eða 74%. Úrtakið var 1.124 menn á aldrin- um 18-75 ára af öllu landinu og var spurt símleiðis dagana 29. júní til 15. júlí. Svarhlutfall var 70%. Nýjar ís- lenskar kartöflur í Nöatúni NÝJAR íslenskar kartöflur eru væntanlegar í Nóatúns- búðimar um hádegisbilið í dag. Matthías Sigurðsson framkvæmdastjóri segir nýjar kartöflur hafa komið ívið fyrr á markað síðasta sumar. Nýtt hvítkál er einnig væntanlegt í dag. Verðið á nýju kartöflunum er 249 kr. kg. Matthías segir nýju kartöflurnar nokkuð stórar og fallegar en þær voru teknar upp í gær og ættu að vera komnar í allar Nóatúns- búðirnar um hádegi. Þær eru frá Birtingaholti í Hreppum. Hann telur framboð á nýjum íslenskum kartöflum munu verða samfellt héðan í frá. Nýttdeili- skipulag fyrir Lauga- veg 53b SKIPULAGS- og umferðarnefnd hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 53b en þar hafa íbúar í bakhúsi mótmælt nýbygg- ingunni sem rísa á við Laugaveg. Nýja tillagan verður sett í fjögurra vikna kynningu að fengnu sam- þykki borgarráðs. Deiliskipulagstillagan var sam- þykkt með fjórum samhljóða at- kvæðum en Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sat hjá. Samþykkt var að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag á reitnum með þeirri breytingu að á lóðinni númer 53b við Laugaveg verði umferðarkvöð í þágu Lauga- vegar 55. Nýtt deiliskipulag Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds- sonar, forstöðumanns borgar- skipulags, er þarna verið að aug- lýsa nýtt deiliskipulag, þar sem gert er ráð fyrir að nýja húsið við Laugaveg verði reist eins og það er hannað. Hljóti tillagan endanlegt sam- þykki borgaryfirvalda að lokinni kynningu er líklegast að húsið verði reist í þeirri mynd sem ná- grannarnir hafa mótmælt og ítrek- að kært framkvæmdina til úr- skurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.