Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 55 BREF TIL BLAÐSINS Ertu með Kvef - og það um sumar? Kirsuberjailmur fyrir Menthoiatum Fæst í Lyfju, apótekum og helsfu verslunum Póstsendum samdægurs NQKIA Taufóður betra viðkomu, einangrar Breiðir Stamur sóli Verð frá kr. 3.995, stærðir 21-50 Þekktu finnsku gæða gúmmístígvélin fré Nokia eru handgerð úr 18 mismunandi hlutum Flugvöllurinn og gömlu húsin í Skerjafirði Frá Ingvari Hallgrímssyni: HINN 10. júlí rakst ég á smápistil hér í blaðinu frá Snorra Bjarnasyni þar sem hann óskar eftir gömlum myndum „frá Skerjafirði, eins og hann var fyrir stríð, áður en flugvöll- urinn kom“. Snorri, sem er gamall Skerfirðingur, er að skrifa bók, þar sem hann fjallar m.a. um gömlu byggðina í Skerjafirði eins og hún var fyrir daga flugvallarins. Nú orðið er fæstum Reykvíking- um kunnugt, að fyrir tíma flugvall- arins var blómleg byggð í Skerja- firði þar sem nú er vesturbraut flugvallarins. Öll þau hús, sem voru fyrir flugvallargerðinni, voru rifin til grunna árið 1941 að kröfu breska hersins, sennilega nálægt þremur tugum húsa, flest þeirra endurreist á Teigunum (t.d. við Hrísateig) og fólkið flutt þangað nauðungarflutn- ingi. Er þetta niðurrif húsanna og nauðungarflutningar íbúanna al- gjört einsdæmi í sögu Reykjavíkur. Gerð flugvallarins dró fleiri dilka á eftir sér. Stórfellt rask var unnið í vesturhlíðum Öskjuhlíðar sem enn má sjá. Sprengdar voru djúpar gjár við bensíngeymana, sem þar voru reistir, til þess að varna því að flug- vélabensín í-ynni niður á flugvöllinn, ef geymarnir yrðu fyrir loftárás. Jarðvegurinn vestan Öskjuhlíðar var mjög leirkenndur og víða vatnssósa og talinn ótiyggur. Var því ráðist í það að fá tryggari undirburð undir flugvöllinn og varð rauðamöl fyrir valinu. Hana var helst á fá í Rauðhól- um. Voru því Rauðhólar tættir í sund- ur, malaðir mélinu smærra, og ekið undir flugvöllinn. Nú eru ekki eftir nema örfáir smáhólar, ekki svipur hjá sjón. Við allt þetta verk vann fjöldi Is- lendinga á árunum 1941-1942. Munu þetta vera ein hin mestu náttúrspjöll, sem unnin hafa verið á íslandi á okkar dögum. Á að setja klafa á forsetaembættið? Frá Eggerti E. Laxdal: FYRIR nokkru voru laun æðstu manna þjóðarinnar birt í fjölmiðlum. Þar kom fram að forseti íslands hef- ur ekki nema 600.000 kr. í laun á mánuði. Þetta eru smámunir einir fyrir þjóðhöfðingja og ekki sæmandi. Tvær til þrjár milljónir væru nærri lagi og það skattfrjálsar. Mig minnir að ég hafi lesið ein- hvers staðar að forseti íslands megi ekki hafa með höndum neins konar atvinnurekstur eða afla sér tekna umfram forsetalaunin. Þetta er ekk- ert annað en sjálfræðissvipting og mannréttindabrot. Það kostar offjár að fara í forsetaframboð og það er hart ef auðmönnum einum gefst kostur á því. Forsetaframbjóðendur koma stórskuldugh- út úr þeim slag og óvíst hvort þeir geti nokkurn tíma greitt skuldh sínar. Fólk með meðal- laun hefur enga möguleika til þess að ná árangri í forsetakjöri vegna kostnaðar, þótt það hafi góða mögu- leika til starfsins. Eftirlaun forseta þurfa einnig að vera rífleg. Forsetinn þarf að hafa rétt til þess að segja meiningu sína, þótt hún stangist á við skoðanir ríkisvaldsins eða ráðherra. Hafi hann það ekki er um skerðingu málfrelsis að ræða og það nær engri átt að múlbinda forset- ann og setja á hann slíkt ok: Forset- inn á ekki að vera eins konar strengjabrúða eins eða neins, heldur frjáls til orðs og verka, eins og stjóm- arskáin býður öllum þegnum þjóðar- innar upp á, bæði háum og lágum. Virðingarfyllst EGGERT E. LAXDAL, Fmmskógum 6, Hveragerði. Reim til að þrengja Göngutjald eða hjólatjald Vandað, tvöfalt og vatnshelt 2 manna, aðeins 2 kg. Tilboð kr. 6.900, Mjög vandaðir gönguskór. Frontera 5, Gore-Tex, kr. 7.900, áður 11.900 verð áður kr. 9.900. Leður gönguskór. Authentic 6, Gore-Tex, kr. 11.900, áður 18.300 Gönguskór verð frá kr. 2.900. GÖNGUSTAFIR margar gerðir, verð frá kr. 1.300 stk. SALOMON GONGUSKOR Endurskin MttUM SALOMON UTIVISTARFA TNAÐUR Vandaður útivistarfatnaður frá SCANDA, VANDER, LOADSTONE og fleirum. Fleece peysur, nærföt, sokkar, hanskar, legghlífar og fleira. svampdýna, verð frá kr. 690 Vindsæng, verð frá kr. 1.440 Dýna, sjálfuppblásin verð frá kr. 6.200 Pumpur, verð frá kr. 690 Buslulaugar og útileiktæki Bakpokar, stórir og smáir Buslulaug, 120 x 180 sm, kr. 4.500 Dagpokar verð frá kr. 990 Buslulaug, 120 x 240 sm, mynd, kr.7.800 Mittistöskur frá kr. 490 Róla einföld, nú kr. 4.900, Vandaðir 65 I pokar frá kr. 4.900 áður kr. 6.900. Róla á mynd, kr. 10.400, Vandaðir 75 I pokar frá kr. 5.400. • kr.13.900. Hlíf á bakpoka kr. 900 Svefnpokar, margar gerðir Verð frá kr. 3.200 -10°C verð kr. 4.800, áður 6.900, -20°C verð kr. 5.900, áður 9.200. Ármúla 40 Símar 553 5320, 568 8860 stærsta sportvöruverslun landslns E^erslunin tmwksB Ljósmynd/Helgi S. Haraldsson FRA niðurrifi gömlu húsanna í Skerjafirði í ágúst 1941. Næst er Reykjavíkurvegur nr. 6 (Dagsbrún), síðan nr. 8 og 10. A númer 6 bjuggu m.a. þeir bræður Snorri og Bessi Bjarnasynir. í tilefni af pistli Snorra Bjarna- sonar, sem nefndur er í upphafi, og þeirrar umræðu sem verið hefur um flugvöllinn fórum við tveir gamlir Skerfirðingar, undirritaður og Helgi S. Haraldsson, sem á nokkrar mynd- ir af gömlu húsunum, að kanna þær heimildir sem fyndust í bókum um niðurrif húsanna og flutning íbú- anna, en þær aðgerðir eru einar þær stófelldustu er unnar voru á vegum breska hersins í Reykjavík á stríðs- árunum. Rýndum við í hina miklu „Sögu Reykjavíkur" 1940-90 eftir Eggert Þ. Bernharðsson, „Reykjavík - Sögu- stað við Sund“ eftir Pál Líndal, „Heimsstyrjaldarárin á íslandi 1939^15“ eftir Tómas Þ. Tómasson og ,Árin sem aldrei gleymast" eftir Gunnar M. Magnússon. Við urðum þess vísari, að í bókum þessum er nær ekkert minnst á þær hremmingar Skerfirðinga sem hér hafa verið ræddar, og engar myndir. Tæpast er hægt að segja, að þetta niðurrif stórs hluta af heilu borgar- hverfi í Reykjavík og flutningi fólks- ins úr því fái nokkra umfjöllun sem heitið geti. Virðist sem mál þetta sé hulið ein- hverri leynd, þótt ýmsar skjallegar heimildir munu vera fyrir hendi bæði í vörslu skjalasafns Reykjavíkur, Stjómarráðsins og sjálfsagt víðar. Einnig virðist frekar lítið vikið að þeim atþurðum, sem fylgdu í kjölfar- ið, þ.e. umrótinu í Öskjuhlíð og flug- vallargerðinni. Þess ber þó að geta, að í æviminningum sínum „Ofan jarðai- og neðan“ segir Theódór Friðriksson skemmtilega frá Breta- vinnunni á Reykjavíkurflugvelli. Ekki má þessi hluti úr hernáms- sögunni falla í gleymsku og viljum við Helgi biðja gamla Skerflrðinga - sem og reyndar aðra - að koma myndum, sem þeir kynnu að eiga af gömlu húsunum í Skerjafirði, til Snorra svo að hann geti birt þær í bókinni sinni, sími hans er 4524581. Endanlega eiga svo öll gögn um þetta heima á Skjalasafni Reykjavík- ur. Ingvar Hallgrímsson, Espigerði 12, Reykjavík. FERÐAVORUR Bu-5u% afsláttur 2 manna tjald í felulitum nú kr. 1.950, áður 3.900. 2 manna kúlutjald nú kr. 2.400, áður 3.900. 5 manna ristjald tvöfalt tilboð kr. 12.900, áður 18.900. Þarftu að skipta um bremsu- klossa? 15% verðlækkun TOYOTA IgMiTHfl T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.