Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 31 LISTIR Formstúdíur úr pappa og bókverk í GALLERÍI Ingólfsstræti 8 opnar í dag sýning á verkum þriggja lista- kvenna. I verkum þeirra Svövu Björnsdóttur, Svövu Þórhallsdóttur og Rúnu Þorkelsdóttur kennir tölu- verðrar fjölbreytni, en Rúna sýnir blómum skrýdd pappírsþrykk, Svava Björnsdóttir skúlptúra úr pappamassa og postulínsvasa eftir ömmu sína, Svövu Þórhallsdóttur, sem nú er látin. Fortíðin íþyngir ekki pappanum Verk Svövu eru öll ný af nálinni, þó að eitt þeirra sé skírskotun í eldri verk. Um er að ræða formstúdíur sem unnar eru án allra viðbótarefna, s.s. litarefna. En Svava hefur oft unnið með sterka liti og segir hún sumarið vera ástæðu þess að verkin eru hvít. „Ég vildi hafa þetta bjart og skemmtilegt. Þegar birtan er svona sterk eru andstæðurnar í hvíta litnum svo skarpar. Þetta á ekki hvað síst við vegna þessarar miklu litadýrðar í salnum við hlið- ina.“ „Mér fannst gaman að hverfa svona til upphafsins," segir Svava, en hún hefur unnið með pappír frá 1983 og var efniviðurinn á fyrstu sýningu hennar einnig hvítur pappír. „Ég rakst á þetta efni þegar ég var í skóla. Ég kunni strax vel við það og hreifst af þessu létta, sögulausa efni. Það er engin hefð á bak við pappann ANNAR postulinsvasa Svövu Þórhallsdóttur. og því engin saga sem íþyngir verk- unum með fortíðinni." Verkin eru mótuð í gifsformum og segir Svava því í raun um hefð- bundna höggmyndalist að ræða. „Þetta er í rauninni ekkert írábrugð- ið því sem Einar Jónsson gerði, nema hann steypti sín verk í gifs.“ Á sýningunni er Svava einnig með verk ömmu sinnar, Svövu Þórhalls- dóttur. „Ég ólst upp við að amma mín sæti öllum stundum og málaði postu- lín og ég er viss um að það hefur haft áhrif á að ég fór út á þessa braut,“ segir Svava og bætir við að aldamótin hafi þó líka nokkuð með þessa ákvörðun að gera. „Þá vill maður líta svolítið til baka og skoða upprunann og mér fannst kjörið tækifæri að vera með þessa vasa á þessari sýningu, Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson SVAVA Björnsdóttir með eitt verka sinna. sem er kannski í eina skiptið sem ég fæ tækifæri til þess.“ Svava Þórhallsdóttir nam postulínsmálun í Kaupmannahöfn fyrst Islendinga og starfaði við þá list- grein í hartnær hálfa öld. „Vasamir eru málaðir upp úr 1960, þegar við amma átt- um okkar nánustu samverustundir.“ Blómlegar bókasíður á veggjunum BLÓMLEGT bókverk Rúnu Þorkelsdóttur. Rúna Þorkels- dóttir, sem einnig á verk á sýningunni, er búsett í Hollandi. Hún rekur þar bókagallerí ásamt tveimur öðrum listamönnum og selja þau eigin verk. Verk hennar á sýningunni er bók sem hún kallar „Paper ílowers" og hafa veggir gall- erísins verið veggfóðraðir með síðum bókarinnar. „Ég kalla þetta bókverk og gef út í litlu upplagi, 100 eintök, sem ég prenta sjálf,“ segir Rúna. Hún hefur þó einnig boðið öðrum listamönnum að taka þátt í gerð bók- arinnar og eru því ekki allar síðum- ar hennar verk. „Hún er þannig upp- byggð að ég teikna beint á pappírs- plötur og prenta síðan í offsetvél- inni.“ Rúna þekur því næst veggi sal- arins með síðum bókarinnar, ramm- ar inn pppírsplöturnai' og hengir of- an á blaðsíðurnar. Bókin fullgerð og innbundin liggur einnig frammi á sýningunni, en með því er ferlið frá prentplötu til bókar kynnt. Sýningunni lýkur 8. ágúst. Þriðja tón- leikahelgin í Skálholti VERK eftir tónskáldin Snorra Sig- fús Birgisson, Svein Lúðvík Björnsson og Hans-Henrik Nordström verða frumflutt á Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina. Dagskráin hefst kl. 14 á laugar- dag í Skálholtsskóla með erindi sr. Sigurðar Sigurðarsonar vígslubisk- ups um Skálholt í sögu og tíma. Kl. 15 hefjast tónleikar í Skál- holtskirkju, þar sem flutt verða kammerverk eftir Snorra Sigfús Birgisson,m.a. verður frumflutt verk hans, Fegurð veraldar mun hverfa, við samnefnt ljóð Hall- gríms Péturssonar. Flytjendur eru: Óskar Ingólfsson, klarinett, Nora Kornblueh, selló, Þórann Ósk Marinósdóttir, víóla, Herdís Jóns- dóttir, víóla, Hávarður Tryggva- son, kontrabassi, og Steef van Oosterhout, slagverk. Einsöngvari á tónleikunum er Hildigunnur Rúnarsdóttir sópran og stjómandi er Snorri Sigfús Birgisson. Kl. 17 á laugardag flytja Kol- beinn Bjamason flautuleikari og Guðrún Öskarsdóttir semballeikari verk fyrir flautu og sembal frá ýmsum heimshornum. Meðal ann- ars verða frumflutt verk eftir Svein Lúðvík Björnsson og danska tón- skáldið Hans-Henrik Nordström. Ennfremur verða flutt verk eftir Doina Rotara, Leif Þórarinsson og Toshi Ichiyanagi. Á sunnudag kl. 15 endurtaka þau Kolbeinn og Guðrún dagskrá sína frá laugardegi og kl. 16.40 hefst tónlistarstund í Skálholtskirkju. Þá verður endurflutt verk Snorra Sig- fúsar Birgissonar, Fegurð veraldar mun hverfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.