Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 46
'46 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAJDIÐ + Þuríður Guðna- dóttir fæddist í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 19.4. 1936. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13.7. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingigerður Guð- jónsdóttir frá Brekkum í Hvol- hreppi, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984, og Guðni Markússon, bóndi og trésmiður frá Kirkjulækjar- koti í Fljótshlíð, f. 23.7. 1893, d. 4.3. 1973. Þau eignuðust níu börn og var Þuríður næstyngst. Systkini hennar eru: Guðni, Magnús, Markús Grétar, Guð- rún, Guðbjörg Jóm'na, búsett í Flórída, Oddný Sigríður, Mar- grét og Guðný og eru þau öll á Iífí. í febrúar 1973 giftist Þuríður Páli Hjartarsyni, tæknifræð- ingi, f. 11.12. 1938. Foreldrar hans eru Sigríður Pálsdóttir, f. .. -j 17.12. 1909, og Hjörtur Jón Sig- urðsson, f. 1.6. 1910. Synir þeirra eru: 1) Guðni Ingi, f. 27.8. 1973, verkfræðingur. í sambúð með Thelmu Magnús- dóttur, f. 15.1. 1975. Dóttir þeirra er Aníta Hlín, f. 14.5. 1996. 2) Sigurður Brynjar, f. 21.9. 1974. Nemi í Tækniskóla Islands, í sambúð með Rakel Hrund Ágústsdóttur, f. 1.9. 1974. Sonur þeirra er Sindri Páll, f. 28.12.1995. Þuríður átti fyrir tvö börn: 1) Hinn 13. júlí sl. hringdi Palli, stjúpfaðir minn, í mig og tilkynnti mér þau sorglegu tíðindi að móðir mín væri látin. Eg átti erfitt með að sætta mig við þær staðreyndir sem hann var að segja mér með sinni einstöku ró eins og honum er einum lagið. Því síðast er ég frétti af henni var á mánudagskvöldið. Þá hafði hún farið til tannlæknis af spítalan- um fyrr um daginn og talið að mein- ið væri á undanhaldi og sennilega ætti hún að fara í aðgerð á þriðju- daginn. Lífsgleðin ljómaði af henni þennan dag. Þetta fannst manni allt svo jákvætt því nú var einhver von en sú von stóð ekki lengi. Kannski ' ér maður eigingjarn að vonast eftir að hún lifði, það eru æðri máttar- völd sem ráða ferðinni hér í þessum heimi og ef til vill var þetta besta lausnin fyrir hana því nú er hún laus við þennan hræðilega sjúkdóm. Að þurfa að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm er alveg nóg, en að missa málið, lyktarskynið og seinna geta ekki borðað er alveg skelfilegt enda varð það henni mjög þungbært. Mamma var sérstaklega lífsglöð kona sem hafði mikið gam- an af því að ræða við sína nánustu og sínar vinkonur sem hún átti margar. Hún hafði mjög gaman af því að halda veislur og borða góðan ^jnat með sínum vinum. Hafði mikla 'hæfileika til að elda og baka hina ljúffengustu rétti sem í raun voru ekki nema á færi hinna færustu bakara- og matreiðslumanna og eru hennar fyrrum veislugestir mér ör- ygglega sammála. Þegar ég var 10 ára gamall og systir mín, Vigdís Sjöfn, 4 ára kynntist hún Palla sín- um sem varð henni allt og reyndist okkur Vigdísi alveg einstaklega vel í alla staði og tók okkur sem sínum eigin bömum og gerir enn. Árið 1973 eignuðust þau sitt fyrsta bam, Guðna Inga, og ári seinna Sigurð Ojjjrynjar og var þá oft ansi mikið að gera hjá mömmu með okkur fjóra ærslabelgina. Mamma var alveg frábær handverkskona, það var al- veg sama hvað húh var að fást við, allt varð að hinum fegurstu hlutum sem hún snerti. Hún föndraði allskyns hluti úr ýmsum efnum, ■jgníðaði húsgögn, prjónaði og saum- aði flestöll fötin á okkur systkinin sem voru eins og keypt úr búð. Eg Björgvin Ingvar Ormarsson, f. 4.8. 1962, blikksmiða- meistari og nemi í Tækniskóla íslands, kvæntur Sigríði Matthildi Guðjohn- sen, f. 19.6. 1965, snyrtifræðingi. Dætur þeirra eru Sandra Dögg, f. 21.12. 1992, og Þuríður Björg, f. 15.12. 1997. Sigríð- ur átti fyrir soninn Ásgeir Árnór Stef- ánsson, f. 3.10. 1986. Björgvin átti fyrir þá Ágúst Sigurð, f. 16.1. 1979, og Sigþór, f. 18.1. 1981. 2) Vigdís Sjöfn Olafsdóttir, f. 12.9. 1968, viðskiptafræðingur, gift Tómasi Ottó Hanssyni, f. 27.3. 1965, hagfræðingi. Dóttir þeirra er Tinna Þuríður, f. 3.4. 1999. Þuríður lauk barnaskóla- prófi, auk þess sem hún sótti fjöldann allan af námskeiðum í tengslum við ýmsar hannyrðir, s.s. sauma-, pijóna-, postulíns- málningar- og trésmíðanám- skeið svo fátt eitt sé nefnt. Þuríður gegndi ýmsum störf- um m.a. við verslun, hár- greiðslu og saumaskap en lengst af sem leiðbeinandi á handavinnustofu á elliheimilinu Seljahlíð. Ýmis félagsmál lét hún til sín taka, m.a. í kvenfé- lagi Seljasóknar og sat í stjórn þess um tíma. Utför Þuríðar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. man sérstaklega eftir einni peysu sem ég bað hana að prjóna fyrir mig þegar ég var 14 ára, ég að stundaði skíði og mig langaði í skíðapeysu eins og frægur skíðakappi átti. Hún bað mig um að teikna hana fyrir sig og það leið ekki langur tími þar til ég var kominn í peysuna. Hún kláraði hana á mettíma eins og allt sem hún gerði. Þessa peysu notaði ég í mörg ár á skíðum og var hreyk- inn af. Mamma var næstyngst af níu systkinum og er hún sú fyrsta sem fellur frá úr þeirra hópi. Öll eru þau handlagin og dugnaðarfólk enda ekki langt að sækja það frá afa og ömmu. Elsku mamma mín, með þessum fátæklegu orðum vildi ég minnast þín á prenti en allar hinar minning- amar geymi ég í huga mínum um ókomna framtíð og munu bama- bömin þín fá að njóta þeirra um góða ömmu. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þér yfir móðuna miklu þegar manni finnst tíminn ekki vera kominn því nú ætti stundin fyrir þig og Palla að vera rétt að byrja og sjá bamabömin ykkar vaxa úr grasi. En eins og afi og amma kenndu okkur munum við öll hittast aftur í Guðs ríki. Elsku Palli, megi góður Guð styrkja þig og okkur systkinin, tengdaböm og bamaböm í þessari miklu sorg. Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stund- imar sem við áttum saman og þau góðu ráð sem þú gafst mér og allt sem þú gerðir fyrir mig, mína eigin- konu og bömin mín. Megir þú hvíla í friði í faðmi Guðs. Þinn sonur, Björgvin. í dag kveðjum við Þuríði Guðna- dóttur, tengdamóður mína. Fyrir aðeins sex vikum skírðum við Vigdís dóttur okkar Þuríði að öðra nafni. I mínum huga kom aldrei neitt annað til greina enda mun fæðing hennar ávallt tengjast minningu nöfnu hennar. Við skím Tinnu Þuríðar komu glögglega fram þær andlegu þrengingar sem Þuríður tengda- móðir mín þurfti að þola með veik- indum sínum. Það var eins og þá þegar væri kominn fram söknuður vegna uppvaxtarára Tinnu Þuríðar litlu og mun það ávallt vera erfið MINNINGAR minning. Það er þó huggun að þær nöfnur gátu eytt saman stuttum tíma og að fæðing Tinnu Þuríðar gerði það að verkum að Vigdís gat átt meiri tíma með móður sinni síð- ustu mánuðina. Eyddu þær stöll- urnar þrjár saman mörgum degin- um síðustu vikurnar. Þetta var þó oft erfitt og fann ég gjarna hve þungt veikindin og harðneskja sjúk- dómsins lagðist á þær mæðgur. í skímargjöf fékk Tinna Þuríður litla bænabók sem ég var að glugga í eitthvert kvöldið. Þá staðnæmdist ég við kunnuglega bæn sem ég var sérstaklega hrifinn af. Þá bæn sagði Vigdís mér að tengdamóðir mín hafi haft sérstakt dálæti á enda sé ég nú að sú bæn er til á postulíni á heimili tengdaforeldra minna. Þessi bæn er einstaklega falleg og viðeigandi og bið ég Guð að veita fjölskyldu Þuríðar og okkur öllum æðraleysi á þessari stundu en bænin er svona: Guð gef mér æðruleysi til að sætta migvið það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Fyrir níu árum kynntist ég Vig- dísi í Háskóla íslands. Til að byrja með héldum við meira til heima hjá mér en í Grófarselinu. Því tók það lengri tíma fyrir mig að kynnast tengdafjölskyldu minni en ella. FJjótt varð mér þó Ijóst að móðir Vigdísar var einstök kona. Fyrir ut- an dugnað þá fannst mér einkenna hana öðru fremur friður og góð- mennska. Einhveijum gæti þótt þetta nokkuð almennur eiginleiki sem á við vel flesta menn. Eg held þó að þessi eiginleiki hafi hvergi kristallast betur en í fasi tengda- móður minnar og ég hef alloft velt þessu fyrir mér. Ég hef velt því fyr- ir mér af hverju líður íslendingum svo vel á Islandi og af hveiju finnur aðkomufólk eins og faðir minn til góðmennsku og friðsældar í þessu landi. Fyrir mér er svarið fólgið í persónu tengdamóður minnar. Tengsl mín við Þuríði mótuðust einnig af því að stuttu eftir að við Vigdís kyntumst fluttist ég til Bandaríkjanna og stuttu síðar kom Vigdís einnig. Aðskilnaður Vigdísar við móður sína var nokkuð erfiður enda voru þær einstaklega nánar. Það má segja að ég hafi alltaf haft samviskubit þess vegna. Þrátt fyrir það var það ávallt í eðli Þuríðar að taka minn málstað þegar Vigdís þurfti að kvarta yfir tengdasyninum (sem reyndar var ákaflega sjaldan). I hvert sinn sem við komum heim til Islands meðan á dvölinni erlendis stóð máttum við búast við logandi friðarkerti á tröppunum í Grófarseli og heimabökuðu brauði, þrátt fyrir að vélamar frá New Ýork lendi langt fyrir fótaferðartíma flestra annarra. Þessi tilhneiging til þess að efla samheldni og sýna góðvilja er eiginleiki Þuríðar sem ég get aldrei gleymt og vona að mér takist að miðla til nöfnu hennar. Einstaklingar eins og tengda- móðir mín fá ekki friðarverðlaun eða aðrar formlegar viðurkenning- ar. Þrátt fyrir það er ég er sann- færður um að ef það er eitt afl sem heldur siðmenntuðum þjóðum sam- an þá er það breytni fólks eins og Þuríðar. í Bókinni um veginn stend- ur „góð orð afla mönnum hylli, góð breytni hefur enn meiri áhrif*. Ég trúi því og vona að Þuríður fái þau laun sem líf hennar og fas verð- skuldar, í hvaða formi sem það kann að vera. Þrátt fyrir að sorg Vigdísar vegna dauða móður sinnar nísti í gegnum merg og bein þá er það huggun harmi gegn að ef það fyrir- finnst meira réttlæti og betri heim- ur en sá sem við lifum í þá mun Þuríður uppskera ríkulega. Tómas Ottó Hansson. Hún elsku Dídí tengdamamma mín er dáin. Sorgin er erfið en ég veit að hennar þjáningum er lokið. Eftir stendur mikill söknuður en jafnframt mikið þakklæti. Hún Dídí var einstaklega kraft- mikil, hjálpsöm og dugleg kona sem hafði alltaf eitthvað á prjónunum. Tóks henni fljótlega að vekja áhuga minn á ýmiskonar föndri auk þess sem hún saumaði eða prjónaði föt á dóttur mína. Á sumrin var gott að koma í sum- arhöllina í Fljótshlíðinni og njóta samvista með henni og tengdapabba. Minnist ég sérstak- lega morgunverðarhlaðborðsins hennar þar sem uppistaðan vora nýbakaðar hveitiskonsur ásamt ýmsu meðlæti. Margs er að minnast sem erfitt er að koma orðum að en allar þær dýrmætu stundir sem hún gaf mér og minni fjölskyldu lifa áfram. Pó að kali heitur hver hylji dali, jökul ber. Steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld Rósa.) Þín tendgadóttir, Thelma Magnúsdóttir. Elsku Dídí mín. Nú ert þú búin að fá lausnina frá öllum þínum þrautum, horfin yfir móðuna miklu og komin þangað sem engin veikindi era til og ég er viss um að foreldrar okkar og hann Gísli minn hafa tekið á móti þér með útbreiddann faðminn. Það er sárt að þurfa að sjá á eftir þér og það tæpum fimm mánuðum á eftir láti míns ástkæra eiginmanns. Hver tilgangur Guðs er með þessu vitum við ekki. Ykkur hefur sjálf- sagt verið ætlað annað og meira í ríki Guðs. Það hrannast upp minningamar á langri ævi og eins og nærri má geta var oft glatt á hjalla í stórum systk- inahópi í sveitinni, en nú er svo komið að stórt skarð hefur verið höggvið í okkar stóra hóp. Að þú skulir hafa verið tekin frá okkur fyrst, næstyngst af okkur níu systkinunum aðeins 63 ára, sem ekki er hár aldur í dag, þú sem áttir svo margt eftir að gera, hafðir svo gaman af að búa eitthvað til, prjóna eða hekla á litlu bamabömin og þú varst ekki einu sinni búin með gall- ann á hana litlu nöfnu þína, sem þú varst að hekla fram á síðasta dag. En við ráðum svo ósköp litlu í þessu lífi. Það er eins og það er, enginn ræður sínum næturstað. Það sem mér er efst í huga núna er þakklæti til þín, þakklæti fyrir að hafa átt þig fyrir systur og þakklæti fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman, þú varst ekki bara systir mín, þú varst líka mín besta vinkona. Það kom varla fyrir sá dagur að við töluðum ekki saman í síma, þangað til hinn illvígi sjúk- dómur kom f veg fyrir það með sinni grimmd fyrir um fjóram mán- uðum að þú misstir málið. Ég vil þakka þér elsku Dídí mín hvað þú og Palli voru mér og mínum góð sl. vetur í okkar erfiðleikum, þegar Gísli háði sitt dauðastríð. Þá varst þú sjálf orðin helsjúk, en þér fannst þú verða að rétta mér hjálp- arhönd, gera eitthvað fyrir mig og t.d. þegar þú bauðst mér og börnun- um mínum í mat, þegar við voram upp á spítala, en þú naust að sjálf- sögðu hjálpsemi þíns góða eigin- manns, sem af sinni snilld eldaði sinn góða fiskrétt. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Grófarselið á ykkar fal- lega heimili og njóta gestrisni ykkar hjóna og ekki síst til að fylgjast með hvað þú varst búin að fóndra, alltaf sá maður eitthvað nýtt og fylltist ég venjulega löngun til að reyna gera eins. En það var sama hvað þú gerðir, allt gerðir þú af þinni frá- bæru smekkvísi, hvort sem það var að leggja á borð eða eitthvað annað, það lék allt í höndunum á þér. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ég kveð þig með trega elsku systir mín og með þeirri vissu að við munum hittast síðar. Þín er sárt saknað af öllum sem þig þekktu og áttu þig að, ekki síst af eiginmanni þínum og bömum,sem hafa misst mest. Bið ég góðan Guð að gefa ÞURÍÐUR > GUÐNADÓTTIR þeim styrk og blessun í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning þín. Hafðu þökk fyrir allt. Þín systir, Margrét. Elsku systir mín, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért horfin úr okkar systkinahóp. Þetta er fyrsta skarðið í hóp okk- ar og við munum sakna þín sárt og sár er missir þíns manns, barna og bamabama. Þú skapaðir þeim svo fallegt heimili, alltaf varstu að smíða eitthvað fallegt og föndra til að fegra heimilið og sumarbústað- inn. Það verður sárt að koma að blett- inum okkar núna sem liggja hlið við hlið. Ég á eftir að sakna þín sárt að sjá þig ekki þar. Ég gleymi því aldrei hvað þú og Palli vorað mér góð þegar ég átti um sárt að binda. Mín trú er sú að Guð muni launa þér núna því þú ert í faðmi hans, þú varst búin að gefa honum líf þitt. Já, þú varst búin að heyja harða bar- áttu. I þrjú ár varstu búin að ganga með þennan sjúkdóm, þú sýndir svo mikinn dugnað, gafst ekki upp við að sitja með þína fallegu handa- vinnu og hekla fallegar flíkur á yngsta barnabamið, svona mætti lengi upp telja. Ég ætla að láta þessi kveðjuorð nægja, því þetta eru bara kveðjuorð um stuttan tíma því öll eigum við eftir að sameinast á ný á himni þar sem engin sorg né grátur er. Að endingu vil ég þakka þér, elsku systir mín, allar góðu stundimar sem við áttum saman og mun ég geyma þær í hjarta mínu. Ég fel þig í hendur Drottins, þar líður þér vel laus við sjúkdóminn. Elsku Palli, böm og bamabörn, megi Guð styrkja ykkur á þessari miklu sorgarstund. Ég kveð þig elsku systir mín með sáram söknuði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Oddný Guðnadóttir. Elsku Dídí mín! Það er erfitt til þess að hugsa að þú skulir vera farin frá okkur. Nú ert þú búin að fá lausn frá veikind- um þínum sem vora þér svo erfið, sérstaklega þegar þú misstir rödd- ina. Það var erfitt fyrir konu eins og þig að missa röddina, eiga erfitt með að tjá sig við stóran vinahóp og yndislega fjölskyldu. Fimm ár era ekki langur tími en samt yndislegur tími sem ég fékk að eiga með þér. Við áttum vel saman og urðum fljótt góðar vinkonur. Við sátum oft og spjölluðum um daginn og veginn. Við töluðum oft um vin- konur okkar. Þú sagðir mér hvað þú og þínar vinkonur brölluðu saman og ég sagði þér frá mínum, allt var þetta svo líkt þó svo að 40 ár væra á milli okkar. Þú varst svo ung í anda, húmorinn, sprellið og hláturinn. Báðar voram við litlar í okkur, gátum ekki verið einar heima á nóttunni. Nokkrum sinnum þegar Palli fór í viðskiptaferðir til útlanda komum við Siggi og Sindri Páll og vorum hjá þér á meðan, það var yndislegur tími. Við sátum uppi í herbergi fram á rauða nótt og föndraðum og hvað þú hlakkaðir til að vakna á morgnana til að fá Sindra Pál uppí til þín. Áramótin þótti okkur alltaf svo sorgleg, alltaf komstu og tókst utan um mig þegar áramótin gengu í garð og við táruðumst báðar tvær. Það var margt sem við gerðum saman, manstu ein jólin ætluðum við að vera hagsýnar og búa til jóla- kortin sem mistókust. Við rifum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.