Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 50
€0 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI í dag á stórafmæli sr. Baldur Vilhelms- son, prófastur í Vatnsfirði við Isa- fjarðardjúp. Hann vígðist þangað ungur guðfræðingur og þar hefur hann þjónað af dyggð í full 43 ár með merka og trausta konu sér við hlið, frú Ólafíu Salvarsdóttur frá Reykjarfirði í 'Vatnsfjarðarsveit. Svo víðlent er presta- kallið að messuferð þeirra hjóna að Unaðsdal liggur um 200 kílómetra landveg. Þau sr. Baldur og frú Ólaiía hafa setið vildarbrauðið með reisn, alið upp myndarlegan barnahóp og meðal annars stundað sauðfjárbúskap og æðarrækt, auk skólastjórnar, kennslu og hótelreksturs í Reykjanesi. Sr. Baldur er einstakur maður í veröldinni. Um hann gildir vissu- lega hið fornkveðna að sjón er sögu ríkari og alls ekki unnt í stuttri blaðagrein að lýsa til nokk- urrar hlítar skörpum gáfum hans, frumlegri útsýn og kostulegum töktum er glæða nýju inntaki hin hversdagslegustu viðfangsefni eins og tilaðmynda morgunleikfimi, kaffidrykkju, skemmtiatriði undir borðum, göngulag, svipbrigði og tilsvör. Að ógleymdum uppnefnum á kollegum („þessi með skeggið og códexinn", „matvælafræðingur- inn“, „Lorenz O’Lorenz") og þeim plagsið hans að nefna ekki nöfn manna heldur símanúmer („Hef- urðu nokkuð heyrt í áttatíu-og-tveimur-ell- efu nýlega?“) Ég hefi farið víða um heim en ekki kynnst neinum manni líkum sr. Baldri; aldrei, hvergi nokkurs staðar, aldrei nokkurn tíma. Og nú er þessi mikli origínal, ljúfi kollega og vin sjötugur í dag; hann, sem stundum er eins og allir borðnaut- ar Lísu í Undralandi og kunningjar hafi hitzt í einum og sama manninum: hvíta kanínan sem alltaf hafði hratt á hæli; hér- inn sem bauð meira te án þess það væri farið að skenkja neitt te; hattarinn sem leit á tilveruna sem einn óslitinn matmálstíma; svefn- músin sem rumskaði aðeins annað veifið og síðast en ekki síst kött- urinn sem ýmist kom eða hvarf. Sr. Baldur er af ágætu fólki á Hofsósi, hefur hlotið gott uppeldi og kann vel að fagna gestum. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann er sestur við hvítdúkaðan borð- sendann í Vatnsfirði, frú Ólafía hefur borið ríkulega á borð, pró- fastur ljómandi af fríðleika og góðum gáfum, ræðinn og skemmtilegur. Kannski er hann búinn að taka af sér armbandsúr- ið og leggja það á borðið svo engu skeiki. Og ekki vantar ánægju- samleg umræðuefnin. Hér er menntaður höfðingi sem setur á uppbyggilegar borðræður, glaður, fróður og víðsýnn. Glæsilegur fulltrúi tímans áður en við fund- um upp þjóðfélagið sem stjórnað er með skrifstofu í hverju horni og hver þumbaraleg höndin er uppi á móti annarri. Enda minnist hann þess er iðandi mannlíf og gróskufullt blómstraði við Djúp, embættisreisur voru farnar sjó- leiðis og tún slegin með orfi og ljá. Öðrum stundum er sem pró- fastur finni hjá sér ómótstæðilega hvöt til þess að brjóta upp um- ræðuefnið með afar nýstárlegum hætti eða hvíla sig á því og fer þá allt í einu af miklu fjöri, en alveg óforvarandis, að beygja sagnorð í miðju samtali, svo í persónum, tölum og tíðum sem í háttum og myndum. Ég hafði einhverju sinni orð á því við hann að ég botnaði ekkert í einhverju sem ég tiltók; kvaðst ekki vita hver firn hefðu valdið slíku. Þá segir sr. Baldur: „Já, góði! Valda, veld, olli, hefi valdið, valdandi. Þótt hann ylli!“ Þar með var það útrætt mál. Þótt einkennilegt megi heita um mann sem unað hefur í sama brauði á fimmta áratug á sr. Bald- ur ekki allténd auðvelt með að sitja lengi kyrr á sama stað. A ferðalögum er þannig einhver óeirð í honum og verður til þess að hann er sífellt að skima út um glugga og dyr, skipta um sæti, ganga um gólf, skreppa fram, hlaupa út undir bert loft. Að ógleymdum símhringingunum. Talsíminn er hans hálfa líf. Hann þarf stöðugt að hringja upp þenn- an eða hinn, er auk heldur búinn að koma sér upp farsíma, hefur sagnaranda hvaðanæva af landinu og veit upp á hár um markverð tíðindi, ekki síst af prestastétt- inni. En sr. Baldur er aldrei smár. Kannski er það þess vegna sem þessi fróðleikur dettur furðu fljótt úr honum aftur. í símtölum er sr. Baldur alltaf kátur, uppörvandi, vongóður og huggandi. Honum er einkar lagið að setja sér hlutina fyrir sjónir í heilsusamlegri fjarlægð þar sem húmorinn leikur undir, leikandi léttur, græskulaus og hlýr, og greinir umsvifalaust hismið frá kjarnanum svo að jafnvel á erfið- ustu úrlausnarefnum birtist nýr og óvæntur flötur, bjartsýnn og sigurviss. Það mun meðal annars vera þetta sem guðfræðin á við þegar hún talar um að horfa á mann og heim frá sjónarhóli ei- lífðarinnar, „sub specie aetern- itatis". Búseta sr. Baldurs á Vatns- fjarðarstað í nær hálfa öld, víðs fjarri bæði kunningjum og kolleg- um, hefur gert það að verkum að hann er mikill og eindreginn not- andi talsímans. Þessar upphring- ingar hans um land allt eru að sama skapi fjölmargar sem þær eru flestar stuttar. Og tak- markast náttúrlega ávallt af GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval faUegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK fréttatímum útvarpsins og komu póstbílsins. Eftir að símsvararnir komu til sögunnar var sr. Baldur undrafljótur að tileinka sér kosti þeirra og það með sínum eigin, persónulega hætti. Þegar flestir skilja eftir á þess konar tæki myrka orðsendingu í símskeyta- stíl, skilaboð sem dögum oftar skjóta manni hálfpartinn skelk í bringu af því þau fela í sér ein- hverja óskilgreinda vá og tvísýnu svo að hjarta viðtakandans tekur að slá hraðar og hann flýtir sér, titrandi fingrum, að hringja upp í nagandi óvissu þetta tiltekna númer, gefur sr. Baldur sér að sínu leyti góðan tíma til þess að segja fram erindi sitt, sem oftar en ekki er alls ekkert erindi, ellegar þá svo fullkomlega al- menns eðlis að maður veit sam- stundis að það er ekkert að óttast, kvíðir engu og slakar á og andar léttar og líður vel, enda ekki nema góðs eins að vænta frá sr. Baldri í Vatnsfirði. Hann er sálusorgari af Guðs náð. Þegar við höfum verið að heiman um lengri tíma hefur símsvarinn okkar fyllst af smelln- um og góðlátlegum tilkynningum úr þessu viðbrigðafagra presta- kalli við Djúp. Fyrst kemur það Herrans ár og mánaðardagurinn, þá nákvæm tímasetning en svo fylgja lýsingar á veðurfari, sjó- lagi, æðarvarpi, grassprettu og heyskaparhorfum, jafnvel brot úr kvæðum góðskálda, ásamt með skorinorðri úttekt á þeirri opin- berun sem prófastur hefur þá stundina hlotið af mannlífinu yfir- leitt; og þetta hefur vakið hjá okk- ur hlýja og vonglaða tilfinningu fyrir tímanum og eilífðinni, eflt með okkur innri ró og vissu um að allt sé, eins og skrifað stendur, harla gott þegar öllu er á botninn hvolft en um leið nauðsyn þess að láta ekki heiminn fordjarfa sig, á hverju sem veltur. Við liggur að sr. Baldur sé þeg- ar orðinn hálfgerð þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Éru sagðar af honum gamansögur sem margar eru dagsannar en þó sumar hverj- ar flökkusagnir sem snúið er upp á hann. Kímnigáfa hans sjálfs, spaugsemi, leikaraskapur og ærsl hafa ýtt undir þetta. Hann er sannkallaður gleðigjafi. Þegar Ólafur biskup kirkjuvitjaði á Vestfjörðum á hallandi sumri 1993 var sr. Baldur prófastur í för með honum svo sem venja er til. Þegar prófastur ávarpaði sóknar- nefndarfólk eða kirkjugesti brást aldrei að áheyrendur fóru að kíma og jafnvel kjökurhlæja. Samt var engin auðheyrileg fyndni í orðum hans, að minnsta kosti eigi ávallt. En viðstaddir bjuggust við gam- anyrðum og sniðugheitum og hlógu því fyrirfram. Mig grunar að sameindirnar í heilafrumum sr. Baldurs hafi rað- ast upp með öðrum og á einhvern veg kostameiri hætti en gerist og gengur hjá fólki. Innri maður pró- fasts er einatt sem fullskipuð hljómsveit allra hugsanlegra blæ- brigða, með bumbum, málmgjöll- um og öllu saman. Eldsnögg og óvænt tilsvör hans, oft vel til þess fallin að vekja gott skap með við- mælandanum, þykja mér renna stoðum undir þessa skoðun. Minn- ið er einkar trútt og prentað mál hefur hann á hraðbergi, hvort heldur er Njáls saga ellegar göm- ul lestrarbók handa börnum þeirrar íslandssögu sem einu sinni var. Eitt vetrarkvöld var sýndur í sjónvarpi umræðuþáttur um trúmál. Morguninn eftir hringi ég upp sr. Baldur og segi: „Ansi fannst mér nú fulltrúar þjóðkirkjunnar daufir í dálkinn. Eg er hræddur um ég hefði látið það eitthvað heita ef ég hefði ver- ið meðal þátttakenda." Þá segir sr. Baldur: „Ja, sannleikurinn er sá, elskan, að það rennur hægt í þeim blóðið mörgum fyrir sunnan. Þeir sitja á kontór og eru löngu hættir að anda en segja bara: Litla gula hænan fann fræ. Svo bíður maður í viku og þá loksins stynja þeir upp: Það var hveitifræ." Sannleikurinn er sá að sr. Bald- ur er, eins og margir fyndnir menn, gáfumaður og vel lesinn. Hann er ræðumaður góður og gagnorður og prýðilega sýnt um útfararræður, einkar næmur ' á gott og fagurt íslenskt mál og hef- ur jafnvel gaman af að fyrna rit- mál sitt, þegar honum finnst slíkt við hæfi, svo sem sjá má af vönd- uðum prófastsskýrslum hans í Ár- bók kirkjunnar sem margir, bæði lærðir og leikir, láta aldrei fram hjá sér fara. Ymsir hafa látið sér til hugar koma, og sumir ekki lítils metnir, að skrá á bók endurminningar sr. Baldurs og vonandi verður það gert, þótt af því hafi því miður ekki orðið enn, enda telja aðrir, og ef til vill með réttu, að tjáning- arform hans sé umfram allt hið stutta, fleyga tilsvar náðaraugna- bliksins sem nýtur sín best á rétt- um stað og stund - en er þá líka skínandi snilldin sjálf. A mörgum, löngum vetrum í Vatnsfirði hefur sr. Baldur komið sér upp þeirri hollu venju að leggja sig stundarkorn daglega og hlýða um leið á upplestur frægs prófessors í bókmenntum af seg- ulbandsspólum og er þá efnið jafnan einhver Islendingasagn- anna. Bókamaður er sr. Baldur líka mikill og lætur Héraðsbókasafnið á Isafirði viðstöðulaust senda sér bækur í pappakassa með Djúp- bátnum Fagranesinu allan ársins hring. Oft lýkst hann upp með hrifningu sína af einhverri nýrri bók sem hann hefur verið að enda við að lesa. Þó ekki í löngu máli. Fyrir nokkrum árum skrifaði ís- lenskur listfræðingur heimilda- skáldsögu um sveitadreng norðan úr Eyjafirði sem falsaði peninga- seðil. Þessa bók las sr. Baldur sér til ánægju. Lauk hann miklu lofs- orði á ritleikni höfundar og efnis- tök en bætti svo við: „Annars kann ég ekki við að bækur byrji suður í Chile. Bækur eiga að byrja á því að bærinn altsvo stendur undir fjall- inu!“ Við höfum víst verið farin að halda og vona að sr. Baldur og frú Ólafía myndu verða eilíf undir fjöll- unum við sjóinn og fylgja Vatns- fjarðarstað allt til dómsdags en eins og hann sjálfur minnti eitt sinn langorðan ræðumann á að „tíminn líður altsvo líka á Vest- fjörðum, góði!“ - þá nálgast nú óð- um verkalok þessara sæmdarhjóna á því forna og sögufræga höfuðbóli. Þá verður mikið skarð fyrir skildi. Með þakklæti sendum við hér í Holti innilegar afmæliskveðjur og biðjum góðan Guð að blessa pró- fastshjónin í Vatnsfirði, ástvini þeirra og sóknarbörn. Gunnar Björnsson. o oo (D < A Q < / Faxafeni 8 UTSHLR Kjama útsala á fatnaði fyrir alla aldursnópa Opið: mán-fimlO-18 Fö 10-19 lau 10-18 Su 12-17 BALDUR VILHELMSSON UTSALA - UTSALA - UTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös 7 hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.