Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Wolfgang Wagner
Wolfgang Wagner í Perlunni við komu sína til landsins 1993.
Wolfganff Wagner, leikstjóri og stjórnandi
Wagnerhátíðarínnar í Bayreuth, verður
áttræður 30. ágúst. Af því tilefni fjallar
Selma Guðmundsdóttir um starf hans og
feríl og segir frá tengslum hans við ísland
og framlagi til íslensks menningarlífs.
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, formaður Richard Wagner-félagsins
á Islandi, færir Wolfgang Wagner gjöf félagsins í Bayreuth 1. ágúst sl.
WOLFGANG Wagner
fæddist í Bayreuth árið
1919. Richard Wagner
var afi hans í föðurætt,
en langafi hans var Franz Liszt,
faðir Cosimu, seinni konu Richards
Wagner. Wolfgang var þriðji í röð
fjögurra bama Siegfrieds Wagner
og hinnar ensku eiginkonu hans,
Winifred. Elstur var Wieland,
fæddur 1917, þá Friedelind en
yngst var Verena.
Þegar Wolfgang var að alast upp
í Villa Wahnfried í Bayreuth var
forsjá hátíðarinnar í höndum Sieg-
frieds föður hans, en Cosima, ekkja
Wagners, sem stjómað hafði hátíð-
inni frá láti tónskáldsins árið 1883,
lét stjórnartaumana í hendur syni
sínum árið 1908.
Þegar Siegfried lést um aldur
fram árið 1930 tók hin unga en-
skættaða eiginkona hans, Winifred,
við stjórninni. Hún fékk leik- og
hljómsveitarstjórann mikilvirka,
Heinz Tietjen, aðalstjómanda
Berlínarópemnnar, til liðs við sig
sem aðalleikstjóra og listrænan ráð-
gjafa. Leikmyndahönnuðurinn Emil
Preetorius var fenginn til að annast
og endurnýja leiktjöld og leiksviðs-
búnað. Winifred var samt sjálf
sterkur og sjálfstæður stjórnandi.
Hún fékk m.a. hina frægu hljóm-
sveitarstjóra Toscanini og Furtwán-
gler til að vinna undir sama þaki og
á sama tíma við hátíðina. Henni
tókst jafnframt að koma ýmsum
breytingum til leiðar, þrátt fyrir
harða andstöðu hinna íhaldssamari
Wagnersinna, og þurfti hún alla tíð
að búa við stöðuga gagnrýni og van-
trú ýmissa meðlima Wagnerfjöl-
skyldunnar sem töldu sig vita og
kunna meira um rekstur hússins.
Það ástand hefur fylgt stjóm hátíð-
arinnar til dagsins í dag. Svartur
blettur á Winifred er aftur á móti
hin mikla aðdáun hennar á og vin-
fengi við Adolf Hitler.
I lok síðari heimsstyrjaldarinnar
var allt óvíst um framhald hátíðar-
innar í Bayreuth. Wolfgang hafði
strax að loknu menntaskólanámi og
afplánun stuttrar herskyldu ákveðið
að helga leikhúsinu líf sitt og hóf
störf við Bayreuthhátíðina sumarið
1940. Jafnframt komst hann að við
Ríkisóperuna í Berlín. Fmmraun
Wolfgangs sem leikstjóra í Berlín
var uppfærsla hans á ópem Sig-
frieds föður síns, „Bmder Lustig“, í
tilefni 75 ára afmælis Siegfrieds
1944. Eldri bróðirinn, Wieland, sem
frá fæðingu hafði verið litið á sem
sjálfsagðan arftaka hátíðarinnar,
sýndi leikhúsinu lítinn áhuga á
yngri áram, nema helst í tengslum
við leikmyndagerð, en hann hafði
mikinn áhuga á málaralist og var
nokkur ár við nám á því sviði. Árið
1940 tók Wieland þó alfarið stefn-
una á leikhúsið og var menntun
hans lögð í hendur hins þekkta leik-
húsmanns, Kurt Overhoffs. Leiða
má getum að því að Wieland hafi
allt í einu áttað sig á því að hann
væri að missa af lestinni sem arftaki
Bayreuth, ekki síst í ljósi þess
hversu afgerandi stefnu Wolfgang
tók. Frumraun Wielands sem leik-
stjóra var uppsetning Walkiire árið
1943 í Numberg og gerði hann þar
einnig leikmynd.
Samkomulag varð um það að
Winifred afsalaði sér erfðaréttinum
til reksturs leikhússins og fæli hann
þeim bræðmm sameiginlega frá ár-
inu 1951, er hátíðin fór af stað á ný.
Héldu þeir saman um stjómvölinn
allt þar til Wieland lést árið 1966.
Ljóst var að hátíðin yrði að segja
skilið við fortíðina með afgerandi
hætti og sanna á ný tilverurétt sinn
í nýjum og breyttum heimi. Bræð-
urnir settu sjálfir upp ópemsýning-
arnar í Bayreuth og komu fram með
nýjan stíl í óperuuppfærslum, sem
oft hefur verið talað um sem „Nýja-
Bayreuth" (Neu-Bayreuth) eða
„Verkstæðið Bayreuth" (Werkstatt
Bayreuth). Þessi orð vísa til þess að
í Bayreuth skuli fara fram stöðug
endumýjun á túlkun verka Ric-
hards Wagner. Gjörbreyting varð á
stfl uppsetninga, allt óþarfa prjál
var látið hverfa fyrir einföldum
táknrænum skírskotunum þar sem
lýsing og litir urðu veigameiri þætt-
ir en áður þekktist og djúpsálar-
fræðileg túlkun verkanna var í fyr-
irrúmi.
I upphafi var það einkum Wi-
eland sem leikstýrði og markaði
listræna stefnu, en rekstrarábyrgð-
in og fjármálin féllu meir á herðar
Wolfgangs. Wieland útskýrði
stefnubreytinguna í grein sem
nefndist „Á að friða Wagner?" Þar
segir m.a. að bæði tæknilegar fram-
farir (t.d. í lýsingu), breyttar fagur-
fræðflegar forsendur (t.d. í mynd-
list) og ný hugmyndafræði hljóti og
eigi á hverjum tíma að setja mark
sitt á óperauppfærslur Wagners.
Verk Wagners væra sérlega vel til
þess fallin að gangast undir endur-
mat nýrra kynslóða. Grannhug-
myndir verkanna væra í fullu gildi á
öllum tímum vegna sammannlegrar
skírskotunar sinnar. Tilgangurinn
með uppfærslum á verkum
Wagners ætti því alls ekki að vera
sá að rýna í og fylgja í smáatriðum
forskrift Wagners heldur að þjóna
eiginlegum upprana verkanna með
ferskri og nýrri túlkun hverju sinni.
Hverja einustu sýningu bæri að líta
á sem tilraun á leið að óþekktu tak-
marki.
Wolfgang Wagner við
stjórnvölinn í Bayreuth
Þessar hugmyndir bræðranna,
hversu nýstárlegar sem þær kunna
að hafa virst, vora síður en svo and-
stæðar hugmyndum afa þeirra.
Margt í verkum og skrifum Ric-
hards Wagner gaf einmitt tilefni til
róttækni í túlkun verka hans. Sjálf-
ur hafði hann verið mjög róttækur á
ýmsum sviðum, jafnt listrænum
sem stjómmálalegum, og skilaboð
hans vora eitt sinn: „Kinder, schafft
Neues!“ (Börnin góð, gerið eitthvað
nýtt!) Hér má einnig nefna að í óp-
eram Wagners kemur fram, bæði í
texta og ekki síður í tónlistinni,
skilningur eða innsæi hans gagn-
vart djúpsálarfræði, sem þá var alls
ekki til orðin sem fræðigrein, en
kom síðar fram með kenningum
Siegmunds Freud og lærisveina
hans. Eftir Freud var alls ekki
hægt að líta fram hjá þessari hlið
verka Wagners. Það kom þó fyrst í
hlut sonarsona hans með nýjum að-
ferðum að túlka og leggja áherslu á
þessar mikilvægu kenningar, sem
höfðu gjörbreytt hugsunarhætti
manna á 20. öldinni. I „Bréfi til vina
minna“ hafði Wagner mælt með því
að sviðið yrði ratt af öllu öðra en því
allra nauðsynlegasta. Segja má að
þeir bræður hafi tekið afa sinn á
orðinu með Neu-Bayreuth-stílnum.
Frá árinu 1966 hefur Wolfgang
Wagner haldið einn um stjórnar-
taumana í Bayreuth, nú síðustu árin
með dyggri aðstoð Gudranar konu
sinnar. Hátíðin blómstrar í dag sem
aldrei fyrr. I stjórnartíð hans koma
nú einnig utanaðkomandi leikstjór-
ar að hátíðinni, en áður voru það
nær eingöngu meðlimir Wagnerfjöl-
skyldunnar og Tietjen sem leik-
stýrðu. Val Wolfgangs á leikstjórum
hefur verið mjög farsælt. Oft hefur
hann tekið töluverða áhættu og
sætt gagnrýni fyrir val sitt, ekki síst
er hann réð hinn unga lítt reynda
Frakka Patrice Chéreau ásamt
hljómsveitarstjóranum Pierre Bou-
lez tfl að setja upp 100 ára afmælis-
sýningu Niflungahringsins árið
1976. Útkoman varð þó ein mesta
snilldarappsetning leikhússögunn-
ar, sem síðan hefur verið sjónvarp-
að út um allan heim, þótt hún mætti
andstöðu í upphafi. Aðrir þekktir
leikstjórar sem hafa unnið í Ba-
yreuth í tíð Wolfgangs eru m.a.
August Everding, Götz Friedrich,
Harry Kupfer, Jean-Pierre Ponn-
elle, Peter Hall, Werner Herzog og
Heiner Mtiller.
Af hljómsveitarstjóram sem hafa
unnið í Bayreuth frá 1951 má nefna
Wilhelm Furtwángler, Herbert von
Karajan, Hans Knappertbusch,
Karl Böhm, Pierre Boulez, Horst