Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 B 19
SKRATTINN
SKEMMTIR
• •
OMMU SINNI
í allri umræðunni um hið dreifða eignar-
hald á bönkunum er Ellert B. Schram hætt-
ur að botna upp eða niður í hinu pólitíska
rími, þar sem jafnaðarmenn segja að jöfn-
uðurinn sé óframkvæmanlegur og foringi
frjálshyggjuflokksins segir þjóðina ekki
hafa efni á óheftum markaðslögmálum.
E:
g verð að játa að
ég hef ruglast í
I hinu pólitíska rími
að undanförnu. Það sem
snýr upp snýr niður. Og
öfugt. I allri umræðunni
um hið dreifða eignarhald á hluta-
bréfunum í bönkunum hafa jafnaðar-
menn fundið það út að jöfnuðurinn
sé óframkvæmanlegur. Á sama tíma
kemst foringi frjálshyggjuflokksins
að þeirri niðurstöðu að þjóðin hafi
ekki efni á óheftum markaðslögmál-
um í hlutabréfaviðskiptum og boðar
lög til að takmarka eignarhald. í
framhaldinu boðar hann síðan þá
skoðun sína að selja eigi 51% hlut
ríkissjóðs í einu lagi! Bíddu, bíddu
segja heilasellurnar í mér. Þetta
minnir mig á þjálfarann sem öskraði
á mig, þar sem ég stóð einn: Dreifðu
úr þér maður!
Nú er ég nota bene sammála bæði
Davíð og Morgunblaðinu um hætt-
una sem stafar af sölu ríkisins á sam-
eign þjóðarinnar í stórbönkum og
stórfyrirtækjum, ef sú sala leiðú til
þess að þessi verðmæti safnist á
fárra manna hendur. Alveg eins og
ég hef verið þeirrar skoðunar að það
stangist á við þjóðarhagsmuni og
réttlæti að ríkið gefi frá sér
fiskikvótann og örfá fyrirtæki í sjáv-
arútvegi raki til sín þeim þjóðarauði.
I raun og veru er ríkið að gefa frá
sér stórkostleg verðmæti þegar í ljós
kemur að sala ríkishlutabréfanna í
Fjárfestingarbankanum var nánast á
útsölu, enda er gróði Kaupþings
ómældur við það eitt að kaupa og
selja. Og allar líkur benda til að
kaupendurnir fjórir sem kalla sig
Orca hf. verði heldur ekki á
flæðiskeri staddir með sinn hlut.
Eg er satt að segja orðinn svo
ruglaður í minni pólitík, að ég spyr
eins og Steingrímur J. Sigfússon og
rauðir grænir: Hvers vegna í ósköp-
unum liggur svona mikið á að selja
hlut ríkisins í bönkunum og Lands-
símanum, ef okkur er ekki sama
hverjir kaupa og okkur stendur ekki
á sama hvernig eignarhaldið dreif-
ist? Ef markaðurinn á ekki að fá að
ráða?
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Ei
sem ráða yfir sjónvarps-
og útvarpsstöðvum og
helftinni af þeim blöðum
sem hér eru gefin út. Og
athyglisverðir eru þeir
silkihanskar sem notaðir
eru á þessum sömu fjölmiðlum þegar
þeir stóratburðir gerast í okkar litla
þjóðfélagi að sami rassinn er undir
eigendum banka, kvóta, verslana og
fjölmiðla. Með þessum orðum er ekki
verið að kasta rýrð á þá einstaklinga
sem hér eiga hlut að máli, Jón As-
geir með Bónusveldið, Þorstein með
Samherja, Eyjólf með Dag og DV
eða Jón Olafsson með Stöð tvö og
Bylgjuna. Þeir hafa allir komist í
álnir með dugnaði og útsjónarsemi
og í krafti þeirra möguleika sem
markaðurinn og lögin leyfa.
N‘
p
JL o
etta er hins vegar spurning
lum siðferði og völd og jöfnuð
og það er vel að jafn áhrifa-
mikill maður og sjálfur forsætisráð-
heiTa skuli hafa vaknað til vitundar
um að hér sé um að ræða þróun, sem
geti reynst ísiensku þjóðfélagi
hættuleg.
Það sem hann er raunverulega að
segja er að markaðurinn getur
reynst lýðræðinu skeinuhættur,
vegna þess að nú til dags eru það
ekki atkvæðin sem ráða lýðræðinu,
heldur peningarnir. En þá spyr mað-
ur sjálfan sig: Af hverju opnuðust
ekki augu Davíðs og annarra góðra
sjálfstæðismanna fyrr? Þegar kvót-
inn var gefinn? Þegar Burðarás
teygir út anga kolkrabbans um allt
viðskiptalífið? Þegar kennitölunum
var safnað til þess eins að gera gys
að eignarhaldsdreifingunni?
Er það virkilega rétt að viðbrögð-
in á yfirtöku hákarlanna á rúmum
fjórðungshluta hlutabréfa í Fjárfest-
ingarbankanum séu til komin vegna
vanþóknunar á þeim einstaklingum
sem keyptu? Forsætisráðherra steig
í prédikunarstól í Hólakirkju til að
vara við mafíósum og eiturlyfjabar-
ónum og varð sú viðvörun ekki skilin
nema á einn veg. Hannes Hólm-
steinn er orðinn sjálfskipaður vernd-
ari skírlífis í íslenskri pólitík og setur
samasemmerki á milli fjárstyrkja til
flokka og spillingar í stjórnmálum.
R-listinn á að hafa þegið styrki frá
Jóni Ólafssyni og Jón þegið greiða í
staðinn.
■ú veit ég ekkert um gjafrnildi
Jóns Olafssonar, en skyldi
það þá vera í fyrsta skipti í
sögu stjórnmálaflokkanna að greiði
komi á móti greiða? Og ef með skír-
lífispostulum hinna hreinræktuðu
markaðslögmála bærast þær hug-
renningar að maðkur kunni að vera í
mysunni, hvers vegna hafa þeir þá
alla tíð hafnað þeirri sjálfsögðu kröfu
að upplýst sé opinberlega hverjir
styrki flokkana og hvaðan fé komi til
starfsemi þeirra?
En auðvitað eru þær vangaveltur
bara tímabundnar, vegna þess að
áhrifin, hlutabréfin og eignirnar
safnast á hendur sífellt færri
manna og til hvers þurfa þá slíkir
menn að greiða í kosningasjóði?
Það verða þeir sem ráða og þá
verður það frekar stjórnmálaafl-
anna að koma sér í mjúkinn hjá
burgeisum framtíðarinnar og
leggja þar inn gott orð til að fá að
þjóna þeim . í nafni markaðar og
óheftrar auðsöfnunar. Jöfnuður
þjóðfélagsþegnanna verður þá ekki
lengur á dagskrá vegna þess að
jafnaðarmenn nútímans hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu að takmörk-
un á valdi peninganna yfir sameig-
inlegum þjóðarauði sé óframkvæm-
anleg.
Svona hefur skrattanum tekist vel
að skemmta ömmu sinni.
Græna kortsins 1998!
RÍKISSTJÓRN BANDARÍKJANNA BÝÐUR 1
55.000 GRÆN KORT TIL VIÐBÓTAR í ÁR
mmmn
ERUM AÐ TAKA VIÐ UMSOKNUM NUNA
Umsóknarfrestur er að renna út!
Til að fá ÓKEYPIS
nánari upplýsingar
aendið nafn,
hcimilisfang, aldur
ag starf til:
US Lottery Registration
1015 Gayley Avenue Dept. MGD
Official Application 0ffice-DV2001
Los Angeles, California 90024
Fax 001 (818) 894-6501 sólarhr.
Email info@USLR.com
www. USLotteryRegistration. com
Kl Electrolux
Frystikistu-
tilboð
Frystikistur í
öllum stærðum
á tilboðsverði.
180-460 lítra.
Verð frá
31.990 kr.
HÚSASMIOJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Múrarar - verktakar - byggingameistarar
Margir litir
n það er fleira sem vekur sið-
. ferðisspurningar en það eitt
I hverjir eignist ísland í upp-
hafi nýrrar aldar, þegar búið er að
gefa kvótann og búið að selja eignir
ríkisins fyrir slikk. Og þegar þessar
ríkiseignir eru komnar í hendurnar á
örfáum fjársterkum aðilum, sem
fitna á fjósbitanum fyrir örlæti
frjálshyggjunnar. Morgunblaðið hef-
ur réttilega bent á að eignarhald á
fjölmiðlum sé takmarkað með lögum
víða erlendis, vegna hættunnar á
einstefnu í skoðunum. Það er eitt og
sér þessu máli óviðkomandi, nema
þá sem sönnun á því að bæði póli-
tískt og siðferðislega er bæði mögu-
legt og réttlætanlegt að setja hömlur
við óheftri eignaraðild að fyrirtækj-
um, sem reka skylda starfsemi.
En hvað segja menn um þá stað-
reynd að fjölmiðlakóngar eignist
helstu stofnanir aðrar sem og fyrir-
tæki samfélagsins, í krafti markað-
arins?
Meðal nýrra eigenda í Fjárfest-
ingarbankanum eru einstaklingar
STEININGARLIM
FLOTMÚR
ÚTIPÚSSNING
INNIPÚSSNING - RAPPLOGUN
• 5 tegundir
Margir litir - 3 tegundir
Úti og inni
LÉTTIÐ vinnuna og
MARGFALDIÐ afköstin með notkun
ELGO múrdælunnar!
tilboða!
■i steinprýöi
Stangarhyl 7 - P.O. Box 12072 - 132 Reykjavík
% _________Simi 567 2777 - Fax 567 2718