Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 /----------------------------- Pitt og Norton í • Bardagaklúbbnum Pitt og Norton í hlutverkum sínum í mynd Finchers. Nafnlausa kynslóðin Regnvot stræti David Fincher hlaut sitt kvik- myndalega uppeldi við gerð aug- lýsinga og tónlistarmyndbanda og þótti ansi lunkinn á sínu sviði. AHann gerði m.a. auglýsingar fyrir Tveir ágætir saman: Pitt og Norton. Nike og rokkmyndbönd fyrii- The Rolling Stones áður en framleið- andinn og leikstjórinn Walter Hill fékk hann til þess að leikstýra fyrir sig þriðju „Alien“- myndinni. Fincher gerði ágæta framhaldsmynd þótt ekki væri hún betri en myndir Ridley Scotts og James Camerons sem komu á undan henni. Stíliseringin benti mjög sterklega til uppruna Finchers í auglýsingunum og komu þau áhrif jafnvel enn betur í ljós í næstu mynd hans, fjöldamorðingjatryllinum „Seven“ eða Höfuðsyndunum sjö. Þar lék Brad Pitt einnig fyrir Fincher ásamt Morgan Freeman (er hann besti kvikmyndaleikari samtímans?) og reyndist tryllirinn firnagóður, myrkur og drungalegur og gersamlega miskunnarlaus. Tryllir- inn gekk skrefi lengra en aðrir svipaðir hvað útlistun á skelfilegum morðum varðaði auk þess sem endalokin voru ekki beint samkvæmt Hollywood-línunni. Næsta mynd Finchers, Leikurinn eða „The Game“, með Michael Douglas var svipað drungalegur og myrkur sálfræðilegur tryllir hlaðinn ofsóknarkennd og samsærislegu and- •^rúmslofti. I henni reyndist endirinn að vísu vera algerlega samkvæmt Hollywood-línunni og skemmdi talsvert fyrir annars ágætri mynd. Þeir sem séð hafa þessar fyrri myndir leikstjórans vita hverju þeir geta átt von á í „Fight Club“, dimmum og regnvotum strætum, varla nokkrum sólargeisla og sögu sem bæði er vægðarlaus og spennandi. „Ég held ekki að nokkur annar af okkar kynslóð hefði getað gert þessa mynd,“ hefur Premiere eftir Edward Norton. „Fincher er eini leikstjórinn sem þekkir alla þætti kvik- myndagerðarinnar frá hinu smæsta til hins stærsta. Ég held að hann ...“ „... taki við af St- anley Kubrick", bætir Brad Pitt við. „Fræðingarnir hafa eflaust einhverja aðra skoðun á því ^en þetta er það sem ég held.“ „Fight Club“ er aðeins sjötta bíómyndin sem Edward Norton leikur í en hann er einn af efnilegri kvikmyndaleikurum Bandaríkj- anna af sinni kynslóð. Hann vakti strax mikla athygli með sinni fyrstu mynd þegar hann lék fanga grunaðan um morð á móti lögfræð- ingnum Richard Gere í lagatryllin- um „Primal Fear“. Norton var út- nefndur til Oskarsins fyrir bestan leik í aukahlutverki og þremur ár- um síðar hlaut hann útnefningu til Óskarsins fyrir aðalhlutverkið í „American History X“, annars heldur misheppnaðri mynd um arf- gengi kynþáttafordóma. Norton hefur leikið fyrir ýmsa höfðingja kvikmyndanna á stuttum ferli og nægir að nefna þar á meðal Milos Forman og Woody Allen. Brad Pitt hefur átt á brattann að sækja að undanförnu þótt ekki hafi það veruleg áhrif á kaupkröf- ur hans; hann fær ekki undir 20 milljónum dollara fyrir mynd þessa dagana. Hann hætti námi í Missouri-háskóla og hélt til kvik- myndaborgarinnar Los Angeles og hreppti lítið hlutverk sem hann gjörnýtti í svolítið geggjaðri mynd sem hét Thelma og Louise. Síðan þá hefur hann orðið eitt af kyn- táknunum í Hollywood. Tvær síð- ustu myndir hans eru Sjö ár í Tí- bet, sem var alltof löng og hrein- lega leiðinleg, og „Meet Joe Black“, sem þjáðist nokkuð af því sama. Hvorugri myndinni vegnaði vel í miðasölunni, sem er eini gildi mælikvarðinn á gæðum mynda í Hollywood, og því er sagt að hann þurfi á mynd sem hlýtur góða að- sókn að halda til þess að lappa upp á ferilinn. „Miðað við hvað við borgum honum fyrir að vera í þess- ari mynd,“ er haft eftir Éincher, „þarf hann alls ekki á neinni aðsóknar- mynd að halda.“ Og síðar segir hann: „Það besta við Brad Pitt er að maður veit aldrei hvar maður hefur hann. Hann er óút- reiknanlegur. Kannski gerir hann hluti á hvíta tjald- inu sem falla fólki ekki í geð; kannski gerir hann hluti sem fólki finnst að eigi einstaklega vel við hann. En hann á aldrei eftir að verða einn af þess- um náungum sem þú gengur að sem sjálfsögðum hlut. Hann á aldrei eftir að segja, hvað vill fólk sjá mig gera?“ Höfundur bókarinnar „Fight Cluc“ heitir Chuck Palahniuk. Hann er 37 ára gamall og skrifaði bókina á þremur mánuðum eins og áður sagði eftir að hafa sótt rithöfundanámskeið og notaði sex vini sína sem persón- ur í sögunni. Síðan þá hefur hann hætt að starfa sem bifvélavirki og snúið sér að skrifum eingöngu. Önnur saga eftir hann heitir „Survivor" og hefur 20th Century Fox hana til skoðunar og sú þriðja og nýjasta kemur út á næstunni. Lesendur spyrja hann oft að því hvort til séu bar- dagaklúbbar eins og hann lýsir í sögunni en hann segist ekki vita um neina, allt sé þetta skáldskapur. Þó hefur hann heyrt orðróm um slíka starfsemi í New Jersey og London. „Ef þörfin væri ekki fyrir hendi, myndi fólk ekki gera þetta,“ er haft eftir honum. „Og fremur vildi ég að það berði hvert á öðru en að það gengi inn á næsta MaeDonalds-stað með afsagaða haglabyssu í höndunum." Óútreiknanlegur; Brad Pitt Bardagaklúbburinn eða „Fight Club“ er saga um unga menn sem standa fyrir ólöglegum hnefaleikum í kjöllurum vínveitingahúsa. Hún er byggð á fyrstu skáldsögu bifvélavirkjans Chuck Palahniuk. Hann skrifaði söguna á þremur mánuðum og vakti athygli leikstjórans Finchers sem þekktur er fyrir myndirnar „Seven“ og „The Game“. Aðalper- sónur „Fight Club“ eru tvær. Norton leikur mann sem lokið hef- ur háskólanámi og er í góðri vinnu en finnur sig engan veginn í tilver- unni. Pitt leikur stjórnleysingja sem hann hittir og saman stofna þeir bardagaklúbbinn er leiðir brátt til samfélagslegs óróa og í kringum hann safnast fylgjenda- hópur, sem snoðklippir sig og kall- ar sig Geimapana. David Fincher er athyglisverður bandarískur leikstjóri sem sendir frá sér nýja mynd á ár- inu er heitir Bardagaklúbburinn eða „Fight Club“ og er með Brad Pitt og Edward Norton í aðalhlutverkum. Arnaldur Indriðason skoð- aði hvers slags mynd er um að ræða. Bókin er mjög myrk samtíma- lýsing og uppfull af setningum eins og; þetta er þitt líf og þú færist nær dauða þínum með hverri klukkustundinni. Eða; við erum > miðbörnin í sögu tuttugustu aldar, alin upp á sjónvarpi og fengin til þess að trúa því að einn daginn verðum við milljónamæringar og kvikmyndastjörnur og rokkstjörn- ur en það gerist aldrei. Og; undir og bakvið og innan í öllu því sem ég tók sem sjálfsögðum hlut hefur vaxið einhver hryllingur. „Það var svo margt sem sögumaður bókar- innar sagði sem ég hafði hugsað með sjálfum mér en aldrei sagt neinum,“ hefur bandaríska kvik- , myndatímaritið Premiere eftir y leikstjóranum Fincher. „Karlmenn í dag vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér. Það eru hvergi neinar leiðbeiningar um hvernig lifa beri lífinu. Á ég að gráta? Á ég að brjóta eitthvað?" „Það er ákveðinn uppreisnar- andi í myndinni sem endurspeglar viðhorf minnar kynslóðar," segir Norton af sama tilefni, en hann stendur á þrítugu. „Við erum köll- uð nafnlausa kynslóðin eða X kyn- slóðin og því fylgir neikvæði. Það er ekki aðeins að við finnum fyrir tilgangsleysi heldur erum við upp- full af efahyggju. Við finnum kald- hæðnina og örvæntinguna og jafn- ^vel lamandi áhrifin sem liggja að baki upplýsinga- og tækniþjóðfé- laginu. Við erum miklu mun upp- lýstari og miklu fyrr en foreldrar okkar nokkurntímann voru.“ Brad Pitt, sem er 35 ára, tekur í sama streng. „Ég ólst upp við allar þessar stofnanir, skóla og kirkju- starf og klúbba margs konar, en fann mig aldrei í þeirri tilveru og skildi ekki þá sem fögnuðu samfé- laginu eins og það er.“ Helena Bonham Carter og Edward Norton í „Fight CIub“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.