Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 1
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST1999 BLAÐ E
Nýi tölvu- og viðskiptaháskólinn
Húsakynni útibús Nýja tölvu- og viðskiptaháskólans að Hlíðasmára 9 í Kópavogi.
S
Utibú stofnað í Kópavogi
AJVINNUAUGLÝSINGAR
Framkvæm dastjóri
Iðntæknistofnunar
AUGLYST er laus til umsóknar staða framkvæmdastjóra
Iðntæknistofnunar. Framkvæmdastjórinn er staðgengill
forstjóra og annast meðal annai's umsjón tímabundinna, af-
markaðra verkefna. Umsækjandi þarf að hafa háskóla-
menntun á sviði rekstrar eða verkfræði.
Starfsmaður í
golfvöruverslun
ÓSKAÐ er eftir manni til starfa í golfvöruverslun og sagt
æskilegt að viðkomandi hafi haldgóða þekkingu á íþrótta-
greininni og sé vanur afgreiðslu.
Fangavörður á
Kvíabryggju
FANGELSISMÁLASTOFNUN ríkisins auglýsir eftir
starfsmönnum við fangelsið Kvíabryggju, annars vegar í
framtíðarstarf fangavarðar og hins vegar til afleysinga í
vaktavinnu frá hausti. Sjö manns starfa á Kvíabryggju auk
forstöðumanns. Leitað er að einstaklingum á aldrinum 20-
40 ára sem lokið hafa grunnskólaprófí og tveggja ára við-
bótamámi eða hafa hlotið menntun eða starfsþjálfun sem
meta má að jöfnu.
Kjötiðnaðarmaður
hjá Goða
KJÖTUMBOÐIÐ Goði hf. vill ráða kjötiðnaðarmenn eða
menn vana kjötskurði nú þegar. Fyrirtækið getur einnig
bætt við nemum á samning og vantar líka starfsfólk í pökk-
un og almenn vinnslustörf.
___________RAÐAUGLÝSINGAR
Flutningur á hættu-
legum farmi
VINNUEFTIRLIT ríkisins auglýsir námskeið fyrir þá sem
annast sendingar og flutning á hættulegum varningi. Sam-
kvæmt reglugerð á að pakka slíkum varningi í viðurkennd-
ar umbúðir, merkja þær og útbúa tiltekin flutningsskjöl
sem eiga að fylgja varningnum alla leið. Námskeiðið verður
í Reykjavík.
Fasteign á
Reyðarfirði
LÖGMENN Austurlandi ehf. auglýsa til sölu 955 fermetra
fasteign að Búðareyri 15 á Reyðarfirði og er um iðnaðar-
og þjónustuhúsnæði að ræða. Neðri hæð er nú nýtt sem
trésmíðaverkstæði.
Tónlistarskóli
Arbæjar
TÓNLISTARSKÓLI Árbæjar, sem áður hét Nýi Músík-
skólinn; tekur nú til starfa í nýju húsnæði í Fylkishöll,
gegnt Arbæjarlaug og hefst kennsla 13. september. í vetur
verður meðal annars starfrækt söngleikjadeild við skólann.
Heimasíðan er: www.centrum.is/stefstei7tonlistarskoliarb.
___________SMÁAUGLÝSINGAPj
Hjálpræðissamkoma
HJÁLPRÆÐISHERINN minnir á samkomu kl. 20.00,
kapteinn Miriam talar. Hallelújakórinn syngur.
NÝI tölvu- og viðskiptaháskólinn, NTV, í Reykjavík hefur
opnað útibú að Hlíðasmára í Kópavogi og hefst starfsemin
1. september, að því er segir í fréttatilkynningu. Kennslu-
rými NTV eykst mjög með þessari viðbót og með henni
geta skólar NTV auk þess mætt þörf fyrirtækja fyrir sér-
hæfð námskeið á ýmsum sviðum.
Skólar NTV leggja metnað í að bjóða nemendum góða
aðstöðu og áhersla er lögð á heimilislegt umhverfi. Tölvur,
skjávarpar og annar kennslubúnaður eru af fullkomnustu
gerð og innréttingar samkvæmt ströngustu kröfum.
Kennslutölvur skólanna beggja eru alls 120, þær tengjast
um háhraðanet sem stýrt er með IBM AS/400 tölvu. Hver
nemandi hefur eigin PC-tölvu til umráða.
Boðið er upp á námskeið í kerfisfræði og forritun, þjálf-
un vegna sölu- og skrifstofustarfa, margvísleg grafísk nám-
skeið og tölvunám þar sem farið er yfir helstu forrit og
notkunarmöguleika tölvunnar.
Skólar NTV hafa verið útnefndir sem prófmiðstöð fyrir
Silvan Prometric, þar sem sérfræðingar geta fengið ýmsar
prófgráður, einnig fyrir Skýrslutæknifélag fslands sem
veitir nemendum alþjóðlega viðurkenningu á tölvuþekk-
ingu.
Ráðstefna um nettölvur nútímans
Akveðið
afturhvarf
að verða
NÚTÍMA samskipti ehf. og Opin kerfi hf. gengust
nýlega fyrir ráðstefnu um nettölvur nútímans í Iðnó
við Tjörnina. Á ráðstefnunni voru flutt erindi, fyrir-
tæki kynntu reynslu sína af vinnu við nettölvukerfi
og starfsmenn Nútíma samskipta og Opinna kerfa
fjölluðu um tækninýjungar á þessu sviði. Nútíma
samskipti hafa umboð fyrir Capio nettölvulausnir frá
hollenska fyrirtækinu Boundless Technologies en
fulltrúi frá því var einn þeirra sem fluttu erindi á ráð-
stefnunni.
Hermann Valsson, framkvæmda-
stjóri Nútíma samskipta, segir að
um þrjú ár séu liðin síðan nettölvan
kom tO sögunnar en hún sverji sig í
ætt við netkerfi sem tíðkuðust í fyr-
irtækjunum fyrfr daga einmenn-
ingstölvunnar. Munurinn sé þó sá
að gömlu nettölvukerfin hafi haft
svokallaðar „dauðar“ útstöðvar, þ.e.
einungis skjá og lyklaborð, en net-
tölvur nútímans hafi fullkomnari
útstöðvar og noti Windows um-
hverfi.
Stjórmm og yfirsýn
erfiðari
„Fyrir um 25 árum voru hannað-
ar stórar móðurtölvur sem þjónuðu
hver sínu fyrirtæki. Útstöðvarnar
11 11 —~mww— 8 P iii if I i§§{ ;i I
11 II ii
11» «■ 1 ij
1 , ftft fti IL
wSst.'
Frá ráðstefnu Nútíma samskipta og Opinna kerfa um nettölvur.
höfðu hvorki örgjörva né minni og
gátu því ekki keyrt hugbúnað á eig-
in spýtur. Kringum 1982 fór svo ein-
menningstölvan, eins og við þekkj-
um hana nú, að ryðja sér tO rúms og
varð síðan allsráðandi. Skömmu síð-
ar var farið að nettengja einmenn-
ingstölvur og það hafði í för með sér
að gömlu nettölvumar hurfu úr sög-
unni. Ókosturinn sem þessi breyt-
ing hefur haft í fór með sér er sá að
stjórnun og yfirsýn er mun erfiðari
en í gamla kerfinu.
Notandinn getur átt við ýmislegt
í sinni tölvu og skemmt uppsetning-
una, andstætt því sem gerðist þegar
ein móðurtölva stýrði öllum hug-
búnaði og aðeins fáir höfðu aðgang
að henni. Þetta hefur þýtt mjög
aukinn rekstrarkostnað á einmenn-
ingstölvuneti miðað við nettölvu-
lausnir. Það hefur verið reiknað út
að unnt er að lækka rekstrarkostn-
að við tölvukerfi fyrirtækja um allt
að 57% með því að taka upp net-
tölvukerfi í stað einmenningstölvu-
nets.“
Hermann segir að um eitt ár sé
liðið síðan íyrirtæki fóru að hverfa
aftur til nettölvulausna en Nútíma
samskipti hafa flutt inn slíkar lausn-
ir um tveggja ára skeið. Samstarf
fyrirtækisins við Opin kerfi felst í
því að Opin kerfi selja netþjóna tO
nota með netlausnum frá Boundless
Technologies og fyrirtækin standa
þar að auki sameiginlega að mark-
aðsmálum.