Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 E 23 «
GUÐ
AUGLÝSIR
Tvíburaborgabréf
Skilti með ýmsum orðsendingum frá Guði
tóku að birtast í Tvíburaborgunum í júní.
Gauti Sigþórsson gat ekki á sér setið að
grafast fyrir um hver stæði á bak við þessa
sérkennilegu auglýsingaherferð.
AÐ BAR nýlega til að þar
sem ég sat í leigubíl sem ók
norður aðra stærstu hrað-
brautina í Minneapolis, birtust mér
skilaboð frá Guði. Fyrst hélt ég að
mér hefði missýnst auglýsinga-
skiltið sem stóð við hraðbrautina.
Með hvítum stöfum á svörtum bak-
grunni var ritað: „Haldið áfram að
leggja nafn mitt við hégóma og ég
mun lengja umferðarteppurnar. -
Guð.“
Mín fyrstu viðbrögð voru að
muldra „hvur andskotinn!“ og
spyrja bílstjórann hvort hann hefði
séð skiltið. Sem betur fer talaði
maðurinn ensku. Já, já, þau eru út
um allt, kvað hann. Skilti með ýms-
um orðsendingum frá Guði tóku að
birtast í Tvíburaborgunum í júní,
en hann hafði enga hugmynd um
það hverjir stæðu fyrir þessu.
Á leiðinni heim sá ég annað
skilti. „Mun vegurinn sem þú ert á
leiða þig heim til mín? - Guð.“ Eft-
ir það var forvitni mín vakin, og ég
varð að kynna mér þessa auglýs-
ingaherferð nánar. Hverjir hafa
efni á því að eyða þúsundum doll-
ara til þess að leggja skaparanum
orð í munn?
Skýringin er, samkvæmt New
York Times, að einhver Flórídabúi
sem krefst nafnleyndar greiddi
Smith auglýsingastofunni í Fort
Lauderdale 150.000 dollara (tæpar
11 milljónir króna) til að hanna
auglýsingaherferð sem bæði yrði
andlega vekjandi og hentaði tíunda
áratugnum, án þess að vera bundin
tilteknum söfnuðum eða guðfræði.
Útkoman var safn hnyttinna frasa
sem færu John Wayne, Marlon
Brando, og Clint Eastwood ágæt-
lega.
Guð faðir er nú orðinn Guðfaðir-
inn. Hann talar nú eins og aðalper-
sóna í kvikmynd þar sem stuttorð-
ar hetjur eiga alltaf síðasta orðið.
Don Corleone sagði: „Við gerum
honum tilboð sem hann getur ekki
hafnað.“ Guð segir: „Hvaða hluta
„Eigi skalt þú ...“ skildir þú ekki?“
Vegaauglýsingamar frá Guði
byggja á táknum sem eni amerísk-
um almenningi mjög kær. Annars
vegar er Drottinn, sá sem hafður
var með í ráðum þegar púrítanarn-
ir á Mayflower höfðu í hyggju að
stofna ríki Guðs á jörð í nýja heim-
inum. Enn í dag getur enginn
stjórnmálamaður risið til hárra
metorða í Bandaríkjunum öðruvísi
en að sýna skýrt og greinilega að
hann eða hún ræki trú sína. Hins
vegar er hinn sjálfstæði, sterki ein-
staklingur, hin þögla hetja sem
berst gegn óréttlæti með takmark-
aðri virðingu íyrir samfélagi og
lögum. Þegar þessi tvö sagnaminni
eru leidd saman með frösum eins
og „Þetta með „Elska skaltu ná-
unga þinn“ - mér var alvara" verð-
ur útkoman nokkurs konar „Don
Drottinn“.
Þessi Guð hefur fengið góðar
viðtökur um öll Bandaríkin. Eftir
að skiltin birtust fyrst síðasta
haust í Flórída voru þau gerð að
herferð á landsvísu. Samtökin Out-
door Advertising Association of
America tóku hugmyndina upp á
sína arma og fengu meðlimi sína,
aðallega fyrirtæki sem gera út aug-
lýsingaskilti, til þess að setja upp
skilaboðin að ofan ókeypis. Skiltin
hafa nú birst á u.þ.b. 10.000 stöðum
um allt land.
Þrátt fyrir góðar móttökur
minnir þessi herferð helst á lækna-
brandarann „aðgerðin gekk vel, en
sjúklingurinn dó“. Þessi fámálugi
en áberandi Guð er hálfslappur.
Það er eitthvað veiklulegt við hót-
anir eins og „Hefurðu lesið met-
sölubókina mína? (Það verður próf-
að úr henni)“ eða „Og þér finnst
vera heitt hérna?“ „Don Drottinn"
er sniðugur og orðheppinn, en það
ætti að vera ljóst að þegar skapar-
inn þarf að fá lánaðar raddir og
frasa frá Eastwood, Brando og kol-
legum þeirra þá er eitthvað að. Það
er kaldhæðnislegt að guðhræddur
auðkýfíngur í Flórída skuli þannig
staðfesta það sem vitað vai' á 19.
öld, að heimsmynd og samfélag nú-
tímans eru afhelguð. Guð er ekki
lengur neitt merkilegra tákn en
vörumerkin á öllum hinum auglýs-
ingunum meðfram hraðbrautinni.
Smith auglýsingastofan hefur með
þessu móti tekið að sér hlutverk
sem Nietzsche úthlutaði vitfirringi,
að ganga um torgið með kyndil um
hábjartan daginn og æpa til fólks-
ins að Guð væri dauður því að við
hefðum sjálf drepið hann.
Sjálfur bíð ég spenntur eftir
sjónvarpsauglýsingunum.
Meðan guð auglýsir í Ameríku
eru aðrir sem þakka guði fyrir
að vera ekki Ameríkanar.
Bylting
7
Fjölnota byggingaplatan
sem allir hafa beðið eftir!
VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf.
VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin,
höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi.
VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn.
VIR0C byggingaplatan er platan sem
verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint.
Staðalstærð: 1200x3000x12 mm.
Aðrar þykktir: 8,10,16,19,22,25, 32 & 37 mm.
Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm
Vlroc utanhússklæðning
PP
&CO
Leltlð upplýslnga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 í 568 6100
s M Á A U G L V S I N G A
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
=077», Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma
Kapteinn Miriam talar. Hallelúja
kórinn syngur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 20.00.
Biblíuskólanemendur taka þátt i
samkomunni.
Allir hjartanlega velkomnir.
Mán: Marita-samkoma kl. 20.00.
Fös: Unglingasamkoma kl. 20.30.
Lau: Bænastund kl. 20.30.
www.gospel.is
Klettu^v
Kristit samlilig
Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði.
Sunnudagur 29. ágúst kl. 20
Almenn samkoma.
Predikun: Jón Þór Eyjólfsson.
Allir velkomnir. Heimasíða:
www.islandia.is/~kletturinn
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnudagsferðir 29. ágúst:
Kl. 10.30 Skorradalur, berja-
og sveppaferð.
Skógarganga með Ágústi Árna-
syni skógarverði i samvinnu við
Skógræktarfélag fslands. Tilvalin
fjölskylduferð. Verð 1.900 kr frítt
f. börn m. fullorðnum.
Kl. 10.30 Síldarmannagötur.
Gömul þjóðleið úr Hvalfjarðar-
botni í Skorradal. Áætluð heim-
koma kl. 18.30. Um 5-6 klst.
ganga. Verð 1.900 kr.
Brottför frá BSÍ, austanmeg-
in, og Mörkinni 6.
Sjá textavarp bls. 619.
Héðinsgötu 2, s. 533 1777.
Sunnudagskvöld kl. 17.00
Hilmar Kristinsson.
Trúðu á Guð.
Þriðjudagskvöld kl. 20.00
Bibliuskóii.
Föstudagskvöld kl. 21.00
Gen-X-kvöld fyrir unga fólkið.
Trúboð í miðbænum frá Grófinni
1 kl. 23.30-4.00.
Allir velkomnir.
Vertu frjáls. Kfktu í Frelsið.
fOO
KFUM & KFUK
1 8 9 9 - 1 599
Aðalstöðvar við Holtaveg
Samkoma sunnudagskvöld
klukkan átta.
Samkoman verður í umsjá Sam-
bands íslenskra kristniboðsfé-
laga. Hjónunum Kjellrúnu og
Skúla Svavarssyni kristniboðum,
sem nýlega komu til landsins eft-
ir nokkurra ára dvöl í Kenýju,
verður fagnað. Allir velkomnir.
OBAHÁ’Í
OPIÐ HÚS
Sunnudagskvöld kl. 20:30
Kynning á
bahá’í trú
Kaffi og veitingar
Álfabakkd 12, 2. hœð
sími 567 0344
www.bahai.is
íslenska
Kristskirkjan
Samkoma kl. 20. Mikil lof-
gjörð, fyrirbænir og vitnis-
burðir um það hvers virði trúin
á Jesú er.
Heimasíða: http://www.mmedia.is/
kristskirkjan.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkoma kl. 20.00.
Predikun: Högni Valsson.
Allir veikomnir.
TILKYNNINGAR
Frá Sálar-
rannsóknar-
félagi íslands
ATH! Höfum opnað aftur
eftir sumarleyfi. Miðlarnir og
huglæknarnir Bjarni Kristjáns-
son, Guðrún Hjörleifsdóttir, Haf-
steinn Guðbjörnsson, Kristín
Karlsdóttir, Lára Halla Snæfells,
María Sigurðardóttir, Þórunn
Maggý Guðmundsdóttir og Skúli
Lórentzson starfa hjá félaginu og
bjóða upp á einkatíma.
Friðbjörg Óskarsdóttir leiðir og
heldur utan um bæna- og þróun-
arhópa.
Uppiýsingar, bókanir og tekið á
móti fyrirbænum i sima 551 8130
frá kl. 9-15 alla virka daga. Eftir
það eru veittar upplýsingar og
hægt er að skilja eftir skilaboð á
símsvara félagsins.
SRFÍ.
DULSPEKI
Miðlun — spámíðlun
Lifsins sýn úr fortíð í nútíð og
framtíð? Tímapantanir hafnar að
nýju í síma 561 6282. (Ath.
breytt símanúmer). Geirlaug.
KENNSLA
LITIR LJÓSSINS"/námskeið
3. — 4. sept.
• Áhrif lita.
• Hugleiðslur.
• Skapandi
myndsýnir.
• Málun.
Upplýsingar og
skráning hjá Helgu, s. 551 7177.
Brian Tracv :0:
lW ERNATIONAL
Brian Tracy námskeiðið
PHOENIX leiðin
til árangurs
20. klst. námskeið
7.-16. sept.,
21. -30. sept.,
4. -15. okt.,
19.-28. okt.,
2.-11. nóv.,
16.-25. nóv.
5. 899 4023/
577 9904.
Jóna B. Sætran
í samstarfi við Inn-
sýn.
hugborg@islandia.
www.islandia.is/~hugborg