Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 1
236. TBL. 87. ÁRG.
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Öflugur jarðskjálfti skek-
ur suðurhluta Kaliforníu
Ekkert manntjón þar sem upp-
tökin voru á strjálbýlu svæði
Los Angeles, Strasbourg. AFP, AP, Reuters.
ÖFLUGUR jarðskjálfti, sem mældist að minnsta kosti 7 stig á
Richters-kvarða, reið yfir suðurhluta Kaliforníu á laugardagsmorg-
un, eða laust fyrir klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Talið var að
tugir manna hefðu slasast, en ekki var vitað til þess í eftirmiðdaginn
á laugardag að nokkur hefði látið lífið eða hlotið alvarleg meiðsl.
Upptök skjálftans voru í Mojave-
eyðimörkinni, um 50 km frá bænum
Joshua Tree, en svæðið er afar
strjálbýlt. Ekki höfðu borist fregnir
af umtalsverðum skemmdum á
svæðinu, en útvarpsstöð í Joshua
Tree skýrði frá því að hlutir hefðu
fallið úr hillum og að vatnsleiðslur
hefðu sprungið. Ein kona slasaðist
er hún varð undir fataskáp. Vakt-
maður á gistiheimili í bænum sagði í
samtali við AP-fréttastofuna að raf-
magn hefði farið af, en að engin
merki væru um skemmdir. Sagði
hann að gestir gistiheimilisins væru
heilir á húfi. Þeir hefðu allir vaknað
og að útlendingar í hópnum hefðu
orðið nokkuð skelkaðir. „Par frá
Bretlandi spurði mig hvort þetta
væri eðlilegt," sagði vaktmaðurinn.
Hús riðuðu í Los Angeles
I Los Angeles, sem er í yfir 160
km fjarlægð, riðuðu hús og rafmagn
fór af hluta borgarinnar. Að sögn
lögreglu var ekki vitað til þess að al-
varleg slys eða skemmdir hefðu
orðið. Jarðskjálftinn fannst alla leið
frá Las Vegas í Nevada til Tucson í
Arizona og inn í Mexíkó.
Vitni lýstu jarðskjálftanum sem
ölduhreyfingu, frekar en snöggum
rykk, en talið er að hann hafi staðið
yfir í að minnsta kosti 45 sekúndur.
„Hann var frekar öflugur og stóð
lengi yfir,“ hafði AP eftir hrað-
brautalögreglumanni í San Bemar-
dino-sýslu, skammt frá upptökum
skjálftans.
Að sögn lögreglunnar í San Bem-
ardino fóra 20 vagnar af 40 í lest frá
Amtrak-fyrirtækinu út af brautar-
teinum í Mojave-eyðimörkinni við
skjálftann. Björgunarsveit var send
á vettvang en enginn reyndist slas-
aður. Óhappið átti sér stað nálægt
bænum Ludlow, nokkra km norður
af upptökunum.
Sá fyrsti í nýrri hrinu
Jarðskjálftafræðingar telja
skjálftann þann fyrsta stóra í nýrri
hrinu, en minni skjálftar urðu á
fóstudag og nokkrir eftirskjálftar
hafa riðið yfir. Fyrstu fréttir bentu
til þess að jarðskjálftinn hefði verið 7
stig á Richters-kvarða, en banda-
rískir jarðskjálftafræðingar nefndu
tölur allt að 7,3. Franska jarð-
skjálftafræðistofnunin í Strasbourg
taldi að skjálftinn hefði verið 7,6 stig.
Kalifomía liggur á miklu jarð-
skjálftasvæði og í janúar 1994 létust
72 er jarðskjálfti, sem mældist 6,7
stig, reið yfir Northridge, skammt
norðan Los Angeles. Skjálfti, sem
mældist 7,3 stig, skók ríkið árið
1992 með þeim afleiðingum að einn
maður lést og hafa tugþúsundir eft-
irskjálfta fylgt í kjölfar hans.
OREGON IDAHO
KYRRAHAF
200 km
„Eins og úti
á rúmsjó“
HAFLIÐI Kristinsson og Stein-
unn Þorvaldsdóttir kona hans,
sem búa í Pasadena í norður-
hluta Los Angeles, vöknuðu er
jarðskjáiftinn reið yfir. „Við urð-
um heldur betur vör við skjálft-
ann. Það var eins og rúmið væri
úti á rúmsjó og það var mjög sér-
kennilegt,11 sagði Hafiiði í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagði að
húsgögn hefðu ekki færst úr
stað, en að hlutir í hillum, gard-
ínur og aðrir lausamunir hefðu
verið á fleygiferð. „Annars tók-
um við þessu nú rólega því það
er slökkvistöð hérna hinum meg-
in við götuna og þegar slökkvilið-
ið hreyfði sig ekki var ég ekkert
að æsa mig.“
Reuters
Unglingar vaða í vatnsflaumi á bílastæði við verslunarmiðstöð í bæn-
um Homestead í Flórída í gær.
Fellibylurinn Irene gengur yfír Flórída
Að minnsta kosti
fimm látnir
Miami. AFP, AP, Reuters.
AÐ MINNSTA kosti fimm manns
létu lífið í Flórída er fellibylurinn
Irene gekk yfir ríkið aðfaranótt
laugardags. Miðja fellibylsins þok-
aðist norður yfir Palm Beach á laug-
ardagsmorgun, og hefur Bill Clinton
Bandaríkjaforseti lýst yfir neyðará-
standi.
Skýrt var frá því að fimm manns
hefðu beðið bana er rafmagnslína
slitnaði af völdum óveðursins í
Broward-sýslu í Flórída. Ekki var
Ijóst um hádegisbil á laugardag hve
mikið tjón hefði orðið af völdum
fellibylsins, en miklar rigningar,
sem fóra á undan honum, höfðu
valdið talsverðum flóðum á föstu-
dag. Víða var rafmagnslaust í
Flórída af þessum sökum. A mestu
þéttbýlissvæðum ríkisins varð að-
eins vart mikils vinds og regns.
Fjórir drukknuðu á Bahama-eyj-
um og að minnsta kosti fimm létust
á Kúbu, er fellibylurinn gekk yfir
Karíbahafið á föstudag. Búist var
við að Irene stefndi út á Atlantshaf
aðfaranótt sunnudags, en varað var
við því að mikið regn og tilheyrandi
flóð gætu orðið í Suður- og Norður-
Karólínu.
ESB hyggst samræma
innflytj endastefnu
Tampere. AP, Reuters.
LEIÐTOGAR aðildaa-ríkja Evrópu-
sambandsins ákváðu í gær að gefa
sér eitt ár til að komast að sam-
komulagi um sameiginlega stefnu í
dómsmálum og málum innflytjenda
og flóttamanna, auk þess sem stefnt
er að því að samræma aðgerðir í
baráttunni gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi. Fundi leiðtoganna 15 í
Tampere í Finnlandi, sem boðaður
var sérstaklega til að ræða þennan
málaflokk, lauk í gær.
Glæpamenn hafa í auknum mæli
notfært sér að landamæri era opin
milli ríkja ESB til að stunda skipu-
lagt smygl á fólki, og er hinni sam-
eiginlegu innflytjendastefnu ætlað að
stemfna stigu við þvi. Hún fæli einnig
í sér að reglur um meðferð mála
flóttamanna og skilyrði fyrir því að
þeim sé veitt hæh yrðu samræmdar.
Meðal annars er stefnt að því að
finna leiðir til að koma í veg fýrir að
flóttamenn, sem neitað er um hæh í
einu aðildariTki, faii þá beint til ann-
ars ESB-ríkis og sæki um hæli.
Ákvörðun öldungadeildar
Bandaríkjaþings hörmuð
Þá komust leiðtogarnir að sam-
komulagi um að stefnt skyldi að
samræmingu aðgerða til að berjast
gegn eitmiyijasmygli, hryðjuverk-
um og skipulagðri glæpastarfsemi,
sem teygii- sig í æ ríkari mæli á milli
landa. Lagt var til að Evrópulög-
reglan, Europol, yrði styrkt í þessu
skyni.
I drögum að yfirlýsingu fundarins
kemur fram að leiðtogar aðildarríkj-
anna harmi þá ákvörðun öldunga-
deildar Bandaríkjaþings að staðfesta
ekki alþjóðlegan samning um bann
við kjamorkutilraunum. Lýst er yfir
áhyggjum af því að öldungadeildin
hafi þannig sent röng skilaboð til
þeirra landa sem hafa verið að reyna
að koma sér upp kjamavopnum.
Leiðtogarnir samþykktu einnig að
stöðva frekari mannúðaraðstoð til
Pakistans og letja fyrirttcki til að
fjárfesta í landinu, hafi herstjórnin
ekki lagt fram áætlun um endur-
reisn lýðræðis fyi-ir 15. nóvember.
Hvfld á
nýrri öld
ÍÍÍÉ
ÍSLENSKU HESTANNA