Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 4
4 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 10/10 -16/10
►VISITALA neysluverðs
miðað við verðlag í október-
byijun var 193,3 stig og
hækkaði um 0,8% frá fyrra
mánuði. Síðustu tólf mánuði
hefur vi'sitala neysluverðs
hækkað um 5,3%. Undan-
farna mánuði hefur vísitala
neysluverðs hækkað um 2%,
sem jafngildir 8,3% verð-
bólgu á ári.
► 1.120 breytingar voru
gerðar á trúfélagaskráningu
landsmanna fyrstu níu mán-
uði ársins. Algengasta breyt-
ingin var úrsögn úr þjóð-
kirkjunni, en samkvæmt
upplýsingum frá Hagstofu
Islands skráðu 609 sig úr
þjóðkirkjunni á timabilinu.
►NÝ tíu þúsund fermetra
bygging verslunarmiðstöðv-
arinnar Kringlunnar var
opnuð á fimmtudag. Með
byggingunni er búið að
tengja saman Kringluna,
Borgarkringluna og Borgar-
leikhúsið og er húsnæðið alls
um 62.000 fermetrar að
stærð eftir breytingu.
►VÍSINDAMENN fundu sig-
ketil í Fimmvörðuhálsi, sem
liggur á milli Mýrdalsjökuls
og Eyjafjallajökuls. Talið er
líklegast að jarðhiti hafi
myndast á svæðinu við um-
brotin í Kötlu í sumar og er
umbrotasvæðið því stærra
en talið var í fyrstu.
►BERKLATILFELLI hcr-
lendis eru um 15 á ári og þar
af hefur sfðustu árin um
þriðjungur tilfella verið
meðal þeirra sem nýfluttir
eru til landsins. Þorsteinn
Blöndal yfirlæknir á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur
segir að tilfelli af lyfþolnum
berklum muni berast til Is-
lands en hann telur ólíklegt
að þeir nái að breiðast út.
Kvennaráðstefnan
tókst vel
RÁÐSTEFNUNNI Konur og lýðræði
við árþúsundamót lauk á síðasta sunnu-
dag. Hillary Rodham Clinton forsetafrú
Bandaríkjanna stýrði bæði pall-
borðsumræðum á ráðstefnunni og flutti
ræðu. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
formaður framkvæmdanefndar ráð-
stefnunnar var ánægð með hvernig til
tókst. Þegar hefur tekist að afla styrkja
frá fjölda fyrirtækja og stofnana til
verkefna sem vinna á að fram að næstu
ráðstefnu sem halda á í Vilnius í Lit-
háen eftir 18 mánuði.
Áhrif álvers
á Austurlandi kynnt
SKÝRSLA um mat á umhverfísáhrifum
álvers á Reyðarfirði var kynnt í vikunni.
í henni er komist að þeirri niðurstöðu
að íbúum á Mið-Austurlandi fjölgi um
600-900 manns ef 120 þúsund tonna ál-
ver verði byggt í Reyðarfirði. Talið er
að mengun af völdum álversins muni
hafa áhrif á viðkvæman gróður í næsta
nágrenni þess og því er gert ráð fyrir að
gróðurfar við álverið breytist á þann
hátt að viðkvæmari gróður hörfi fyrir
þolnari gróðri. Þá sýna rannsóknir að
útblástur flúors og brennisteinstvíildis
frá 120 þúsund tonna álveri verði fyrir
neðan viðmiðurnargildi um áhrif á fólk.
Herinn rænir
völdum í Pakistan
PERVEZ Musharraf, yfirmaður herafla
Pakistans, vék lýðræðislega kjörinni
ríkisstjórn landsins frá á þriðjudag;, eft-
ir að forsætj^ráð-
herrann, Ifáwáz
Sharif, hafðí rék-
ið hann úr emb-
ætti. Valdátaka
hersins fór fram
án ofbeldisverka,
en Sharif, auk
nokkurra ann-
arra ráðherra,
var hnepptur í
stofufangelsi.
Herinn lýsti yfír
neyðarástandi á fimmtudagskvöld og
kvaðst hafa numið stjómarskrána úr
gildi og leyst upp þingið. Orðrómur hef-
ur verið á kreiki um að sett verði her-
lög, en alger óvissa ríkir um þróun
mála. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis er-
lend ríki hafa mótmælt valdaráni hers-
ins og krefjast þess að lýðræðislegri
stjórn verði aftur komið á í landinu.
Bandaríkjaþing hafn-
ar banni við kjarn-
orkutilraunum
ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings
hafnaði á miðvikudag alþjóðlegum
samningi um bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn. Er þetta fyrsti afvopn-
unarsamningurinn sem öldungadeildin
fellir, en repúblikanar, undir forystu
Jesse Helms, formanns utanríkisdeildar
þingsins, voru honum mótfallnir. Ráða-
menn í Evrópu hafa lýát yfir miklum
áhyggjum vegna niðurstöðu öldunga-
deildarinnar, og óttast að hún kunni að
grafa undan tilraunum til að stemma
stigu við útbreiðslu kjarnavopna í heim-
inum. Kínverjar og Indverjar hafa lýst
því yfir að þeir styðji samninginn enn,
og að þeir muni beita sér fyrir því að
hann verði staðfestur sem fyrst á þing-
um landanna.
►Rússar héldu uppi harðri
sókn í Tsjetsjníu í vikunni.
Hafa her Tsjetsjníusljórnar
og hópar skæruliða, víða
þurft að hörfa, og níssneskt,
herlið nálgást nú höfuðborg-
ina Grosní.
►Sex milljarðasti jarðarbú-
inn kom í heiminn í byrjun
vikunnar, samkvæmt út-
reikningum Mannfjöklasiofn-
unar Sameinuðu þjóðanna.
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri SÞ, vár viðstaddur
táknræna athöfn á fæðingar-
deildinni í Sarajevó, þar sem
fyrsta barnið sem fæddist
eftir miðnætti á þriðjudag
var heiðrað.
►Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, stokkaði
upp í ríkisstjórn sinni á
mánudag. Var Peter Mand-
elson skipaður í embætti
Norður-Irlandsmálaráð-
herra í stað Mo Mowlam, að-
eins tíu mánuðum eftir að
hann hrökklaðist úr embætti
viðskiptaráðherra vegna
fjármálahneykslis. Mowlam
mun nú taka við embætti
samhæfingarráðherra ríkis-
stjórnar Verkamannaflokks-
ins.
►Starfsmaður á vegum Sam-
einuðu þjóðanna á Austur-
Tímor fullyrti á miðvikudag
að engar sannanir hefðu
fundist fyrir því að vígasveit-
ir hefðu framið fjöldamorð á
óbreyttum borgurum á
eynni, þrátt fyrir sögusagnir
um hroðaleg grimmdarverk.
Sagði hann að friðargæslulið
SÞ hefði þegar verið búið að
finna ummerkin, ef slíkt
hefði átt sér stað.
FRETTIR
Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðifélags Islands
Svínarækt-
arfélag Is-
lands verð-
launað
MATVÆLA- og_ næringarfræðifé-
lag íslands (MNÍ) stóð í gær fyrir
árlegum matvæladegi í sjöunda
skipti. Efni matvæladagsins var
offita, en Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin telur að offita verði eitt
helsta heilbrigðisvandamál næstu
aldar og fara Islendingar ekki var-
hluta af þeim offitufaraldri sem nú
herjar á hinn vestræna heim. I sam-
starfi við Samtök iðnaðarins var
veitt viðurkenning fyrir lofsvert
framtak á matvælasviði sem kallast
„fjöregg MNÍ“.
Svínaræktarfélag Islands hlaut
að þessu sinni fjöreggið fyrir þró-
unar- og rannsóknarmál félagsins
sém miða að kynbótum íslenska
svínastofnsins. Að sögn Kristins
Gylfa Jónssonar, formanns félags-
ins, sem fyrir hönd þess veitti
verðlaununum móttöku eru mark-
mið féiagsins m.a. að standa vörð
um hagsmuni svínabænda og
Morgunblaðið/Ásdís
Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, tekur við
fjöregginu úr höndum Sveins Hannesarsonar, meðlims dómnefndar.
framleiðslu og sölu svínakjöts hér
á landi sem og að framleiða svína-
kjöt með hagkvæmum hætti fram-
leiðendum sem neytendum í hag.
En auk þess að kynbæta ís-
lenska svínastofninn með regluleg-
um innflutningi á erfðaefni fyrir
svín þannig að framleiðsla svína-
kjöts standist kröfur neytenda um
hollar og góðar afurðir. Kristinn
sagði svínabændur þakkláta viður-
kenningunni. En neysla svínakjöts
hefur fjórfaldast síðastliðna tvo
áratugi og að sögn Kristins, bendir
allt til að hún muni halda áfram að
aukast og væru verðlaunin því
hvatning til að efla starfsgreinina
enn fremur.
Um 70 starfsmenn vantar á leikskóla borgarinnar
Deildir lokaðar til skiptis
ENN vantar um 70 til 80 starfs-
menn á leikskóla Reykjavíkurborg-
ar, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar
um lausar stöður, að sögn Bergs
Felixsonar framkvæmdastjóra
Leikskóla Reykjavíkurborgar.
„Ástandið í mannaráðningum hefur
aldrei fyn- verið jafn slæmt og nú í
haust,“ sagði hann.
Á mörgum leikskólum hefur verið
gripið til þess ráðs að loka til dæmis
einni deild hálfan dag í viku þannig
að lokanir komi sem jafnast niður á
bömum og foreldrum. Meðan
marga starfsmenn vantar verður
slíkt fyrirkomulag við lýði hjá
nokki-um leikskólanna. Bergur sagði
að ástandið væri hvað verst í jaðar-
hverfum, þ.e. í vesturbæ og Grafar-
vogi, en ekki eins slæmt í öðrum
hverfum. „Það má ekkert bregða út-
af og ef starfsmenn veikjast er eina
ráðið að senda börnin heim,“ sagði
hann. „Verst þykir okkur að við höf-
um orðið að svíkja suma foreldra
sem búið var að lofa vist fyrir börnin
nú í haust því við höfum ekki þorað
að fylla skólana alveg.“
Sagði hann að þrátt fyrir viðbót-
arfjárveitingu til leikskólanna til
ýmissa sérverkefna, sem gefi mögu-
leika á aukavinnu, hafi ekki tekist
að fá fólk til starfa. „Fáir sækja um
og á þessum árstíma dreymir okkur
ekki um að fá nýja leikskólakenn-
ara,“ sagði hann.
ISLENSK
'SKÓLAORÐÁBÖK
Omissandi
í námi og starfi
Ensk-íslensk skólaorðabók
er korrn'n út í nýrri útgáfu
hjá Máli og menningu.
Handhæg bók og
nauðsynlegt hjálpartæki
í námi, leik og starfi.
Mál og mennlngl
malogmenning.isip|l
1
Gangstétt-
ir nýttar
sem bíla-
stæði
ALÞJÓÐLEGUR dagur hvíta
stafsins var á föstudag og vakti
Blindrafélagið þá máls á einu
aðalvandamáli þess að ferðast
um með hjálp hvíta stafsins en
það eru kyrrstæðir bflar á
gangstéttum.
Bflarnir geta valdið hættu
Bflarnir geti valdið hættu og
losna þurfi við þá af gangstétt-
um til að blindir og sjónskertir
komist óhindraðir ferða sinna í
umferðinni.
Það fellur í hlut stöðumæla-
varða að sekta þá sem leggja
bflum sínum ólöglega. Að sögn
lögreglunnar í Reykjavík skipt-
ir lögreglan sér ekki af bflum
sem lagt er á gagnstéttum,
nema þeim sé Iagt þannig að
hætta skapist fyrir gangandi
vegfarendur. En þá eru bflarnir
fjarlægðir með tilheyrandi
skýrslutöku og sekt.
Lögreglu kunnugt
um vandann
Lögreglan segir sér þó vera
kunnugt um þann vanda sem
þetta geti skapað blindum og
segir þetta eiga sérstaklega
við í miðbæ borgarinnar og
Þingholtunum þar sem
þrengsli séu oft mikil og fólk
Ieggi frekiega.