Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Pólitískri endurhæf- ingu Mandel- sons lokið P* 7BAKSVIÐ m’7_______ Skipan Peters Mandelsons í embætti Norð- ----y----------------■------------------ ur-Irlandsmálaráðherra bresku stjórnar- innar í stað Mo Mowlam hefur mælst ágæt- ----------7 .——■——————------------------ lega fyrir. Ovíst er að vísu hvaða áhrif þessi mannaskipti munu hafa á friðarumleitanir í héraðinu en að sögn Davíðs Loga Sig- urðssonar er ekki ólíklegt að innan tíðar dragi til tíðinda í þeim efnum. SKIPAN Peters Mandelsons sem ráðherra Norður-ír- landsmála í bresku stjóm- inni hefur mælst nokkuð vel fyrir meðal stjórnmálamanna og fréttaskýrenda á N-írlandi. Þótt Mo Mowlam þyki af flestum hafa staðið sig afar vel, og að sannarlega hafi þokast í friðarátt í héraðinu í ráðherratíð hennar, er það jafn- framt mat manna að kominn hafi verið tími til að skipta um karl í brúnni. Hvort Mandelson muni ganga betur en Mowlam að höggva á þann hnút, sem staðið hefur frið- arsamkomulaginu á N-írlandi fyrir þrifum, er auðvitað óvíst en hins vegar er ekki alveg útilokað að til tíðinda dragi strax í þessari viku. Eiginlega ætti engum að koma á óvart að Mandelson taki nú við af Mowlam. Ljóst var fyrir nokkru að Mowlam væri ekki sætt lengur í embættinu vegna samskiptaörðug- leika milli hennar og forystumanna stærsta flokks sambandssinna á N- írlandi (UUP) og David Trimble, leiðtogi UUP, hafði reyndar farið fram á afsögn hennar þegar í sum- ar. Sambandssinnar hafa allt frá fyrstu stundu grunað Mowlam um að vera halla undir málstað lýðveld- issinna, sem vilja rjúfa tengsl N-ír- lands við Bretland og sameinast Ir- landi, og vendipunkturinn varð síð- sumars þegar Mowlam úrskurðaði að vopnahlé Irska lýðveldishersins (IRA) stæði óhaggað, jafnvel þótt fyrir lægi að samtökin hefðu staðið að röð ódæðisverka, auk vopna- smygls frá Bandaríkjunum. Síðan þá hefur aðeins verið tímaspursmál hvenær Blair stokkaði spilin. Nafn Mandelsons kom upp í um- ræðunni um hugsanlegan eftirmann Mowlam strax í sumar og reyndar var það David Trimble sem stakk upg á Mandelson sem heppilegum N-Irlandsmálaráðherra. Sagði Trimble að þar færi maður með næga pólíska vigt til að valda emb- ættinu, og ýjaði þar vitaskuld að því að honum þætti Mowlam óhæf til að gegna því. A þeim tímapunkti var hins vegar ekki nægilega langt um liðið síðan Mandelson neyddist til að segja af sér embætti iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, en það gerði hann í des- ember á síðasta ári, og þetta var aukinheldur fyrir þann vendipunkt, sem áður var lýst. Ekki mátti held- ur láta svo líta út sem sambands- sinnar gætu einfaldlega pantað nýj- an ráðherra þegar þeim mislíkaði við þann gamla. Tíu mánaða útlegð lokið Endurkoma Mandelsons þykir tíðindum sæta fyrir margra hluta sakir, m.a. vegna þess að Mandel- son er afar umdeildur stjómmála- maður. Það efast hins vegar enginn um að hann er þungavigtarmaður í breska Verkamannaflokknum, þó að hann hafi um tíu mánaða skeið verið í eins konar útlegð úr framlínu Mveg magnaðar Uiailandsferðir Innkaupaferðirnar í hámarki - okkar verð í lágmarki - þú gerir vart betri kaup en í Thailandsferð. Odýrara en Evrópa/Kanarí - ■I slmi 562 0400 WM 5 ferðir uppseldar frá 2. sept. til 3. nóv. 1999 Nýtt tilboð: Thailandsvinafélagið Undur Thailands - 24. nóv. 14 d. kr. 89.900 Jólaferð -18 d. 12.-29. des. kr. 139.900. Gleðileg jól í sumri og sól! Utnefnd í alþ.jóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL ERLENT Reuters Deilur um afvopnun Irska lýðveldishersins (IRA) hafa staðið friðarsamkomulaginu á Norður-Irlandi fyrir þrifum. IRA hefur reynst afar tregt til að verða við kröfum sambandssinna um að hefja afvopnun. AP Peter Mandclson, ráðherra N-Irlandsmála bresku ríkisstjórnarinnar, með forvera sinum í starfi, Mo Mowlam. stjómmálanna, og skipan hans í embætti N-írlandsmálaráðherra er ekki síst til marks um að Blair hyggist áfram setja í forgang að reyna að finna lausn á deilum stríð- andi fylkinga á N-írlandi. Sú ákvörðun Blairs að skipa mann, sem bæði er einkavinur forsætisráðherr- ans og einn helsti ráðgjafi, er stað- festing á því. Það er sem sé af sem áður var að litið sé á ráðuneyti N-Irlandsmála sem síðustu endastöð afdankaðra stjómmálamanna. Reyndar er hið gagnstæða uppi á teningnum í þessu tilfelli því það er mál manna að nú þegar Blair hefur ákveðið að Mandelson hafi gert nægilega yfir- bót fyrir yfirsjón sína - en Mandel- son hrökklaðist úr ráðherrastóli vegna þess að honum láðist að geta um vaxtalaust lán sem hann fékk frá umdeildum milljónamæringi - sé pólitískri endurhæfingu hans jafn- framt lokið. Sjálfur ku Mandelson horfa löngunaraugum til utanríkis- ráðherrastólsins og N-írlandsmála- ráðuneytið gæti reynst stökkpallur á leiðinni þangað. Mandelson mun hins vegar ör- ugglega hafa vit á því að einbeita sér fyrst um sinn einungis að því verkefni sem hann á nú fyrir hönd- um. Og það væri honum líka vissara því það verkefni er alls enginn hægðarleikur og ekki er útilokað að frammistaða hans í N-írlandsmála- ráðuneytinu ráði úrslitum um hvort áðumefndir framadraumar rætast. Að vísu hefur mönnum nú fram að þessu svo sem verið fyrirgefið fyrir að ná ekki árangri í þessu vanda- sama embætti en Mandelson hefur ýmislegt að sanna og þætti sjálfsagt ekki amalegt að geta stært sig af því að hafa stuðlað að friðsamlegri lausn deilnanna á N-írlandi. Vel að sér í málefnum Norður-Irlands Hið merkilega er að menn virðast almennt sammála um að fáir séu betur til þess fallnir en einmitt Mandelson að taka við af Mowlam á þessum tímapunkti. Ekki síst af því að Mowlam þótti undir það síðasta standa ráðalaus gagnvart þeim erf- iðu vandamálum sem við blöstu. Mandelson verður örugglega allt öðruvísi ráðherra en ------------------- Mowlam. Mowlam tók Verður Öðruvísi við embættinu af enska ráðherra en ^irstéttarmanninum Mowlam Patrick Mayhew, sem ___________ var ráðherra 1992-1997, ””" og þótti því sem ferskur andblær á N-Irlandi. Hún notaði tungutak fólksins á götunni, var alþýðleg og full eldmóðs, og má fullyrða að þessir kostir hennar hafi m.a. skap- að þær forsendur, sem tO þurfti, þannig að leiðtogar stríðandi fylk- ingar settust niður til viðræðna sem lauk með samningum í apríl 1998. í seinni tíð var hins vegar ekki til staðar trúnaðartraust milli Mowlam og leiðtoga sambands- sinna, og þegar til kom reyndist hún ekki búa yfir þeim taktísku, pólitísku hæfileikum sem þarf til að ná málum fram þrátt fyrir að í móti blési. Af þeim hæfileikum hefur Mandelson hins vegar ofgnótt. Þrátt fyrir að hann hafí notið nokk- urra óvinsælda innan eigin flokks, m.a. verið uppnefndur „myrkra- höfðinginn“ fyrir meint baktjalda- makk á vettvangi stjórnmálanna, er viðurkennt að hann sé góðum gáf- um gæddur og búi yfir óumdeildum stjórnunarhæfileikum. Ekki þykir það heldur ljóður á ráði Mandelsons, hvað varðar þetta tiltekna embætti á þessum tiltekna tímapunkti, að hann er einkar vel að sér í málefnum N-írlands og er það harla óvenjulegt með breska stjórn- málamenn. Alkunna er t.a.m. að margir N-írlandsmálaráðherrar íhaldsflokksins á níunda áratugnum höfðu Utinn skilning á orsökum þeirrar gjár sem skilur að kaþólska og mótmælendur. Var það síst til að auka Iíkur á sáttum. Áhugi Mandelsons á málefnum N-írlands mun eiga rætur að rekja til þess að um miðjan níunda ára- tuginn starfaði hann við sjónvarps- þáttagerð fyrir LWT og varð hann með tíð og tíma helsti sérfræðingur í málefnum N-írlands fyrir frétta- skýringaþáttinn Weekend World. Er fullyrt að Mandelson hafi æ síðan fylgst vel með málefnum N- Irlands og ekki þarf að efast um að þessi þekking á aðstæðum og skiln- ingur á rótum átakanna muni koma í góðar þarfir nú þegar hann er orð- inn ráðherra N-írlandsmála. Hveitibrauðsdagar Mandel- sons verða ekki margir Hveitibrauðsdagar Mandelsons í embætti verða nefnilega ekki ýkja margir því jafnvel er búist við að til tíðinda dragi strax í þessari viku. Nú líður senn að lokum endurskoð- unar friðarsamkomulagsins sem George Mitchell, bandaríski öld- ungadeildarmaðurinn fyrrverandi, hefur stýrt undanfarnar vikur en hann hefur leitað leiða til að finna lausn á afvopnunardeilunni svoköll- --------- uðu, sem reynst hefur svo erfið úrlausnar. Telja má líklegt að annaðhvort muni sam- _________ bandssinnar þá seint og um síðir samþykkja myndun heimastjórnar með aðild Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, gegn einhverjum ti'yggingum fyrir því að IRA byrji afvopnun strax í kjölfarið, eða þeir ítreka fyrri af- stöðu að myndun stjómarinnar komi ekki til greina nema IRA af- vopnist fyrr. Verði þetta niðurstað- an er ljóst að friðarsamkomulagið er endanlega runnið út í sandinn og óvíst hvað við tekur. Þá bíður Mandelsons að bjarga því sem bjargað verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.