Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 10

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 10
10 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTU KJARASAMNINGAR NYRRA SAMTAKA ATVINNULÍFSINS ERU FRAMUNDAN Eftir samfellt hagvaxtarskeiö síöustu ára sem hefur skilaö sér í hærri kaupmætti hér á landi aö meöaltali en áöur hefur þekkst eru nú blikur á lofti í efnahagsmál- unum, ekki síst vegna þess aö veröbólgu- draugurinn hefur látió á sér kræla á nýjan leik. Finnur Geirsson, formaöur Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali viö Hjálmar Jónsson aö þaó séu sameiginlegir hags- munir launafólks og atvinnulífs að vel takist til um þá kjarasamninga sem framundan eru, svo árangri síöustu ára veröi ekki kastað á glæ. STOFNFUNDUR Sam- taka atvinnulífsins var haldinn um miðjan síð- asta mánuð og þar með hefur langstærstur hluti vinnuveitenda sameinast á einum vettvangi í fyrsta sinn. Finnur Geirsson, formaður sam- takanna, segir að merkur áfangi hafi náðst með stofnun þeirra. Þar með hafi Vinnuveitendasam- band Islands og Vinnumálasam- bandið sameinast í einum sam- tökum, auk fleiri aðila sem áður hafi staðið utan samtaka vinnu- veitenda á vinnumarkaði, svo sem eins og fjármálafyrirtækja. Jafnframt hafi skipulagi nýju samtakanna verið breytt til sam- ræmis við þarfir nútímans. Finnur segir að það sem vinn- ist með sameiningunni sé hag- ræðing og nýtt skipulag hafi það meðal annars í för með sér að komið sé í veg fyrir tvíverknað, þar sem aðildarsamtökin hafi mörg hver verið að vinna að sömu málefnum hvert í sínu horni. „Til þess að ná fram eins miklu hagræði og kostur er þá er ætlunin að koma öllum þessum samtökum undir sama þak. Það er unnið að því að finna hentugt húsnæði fyrir öll aðildarfélögin," sagði Finnur. Á ÁTTA MISMUNANDI STÖÐUM Aðildarfélögin sem um er að ræða eru Samtök iðnaðarins, Landssamband íslenskra útvegs- manna, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fiskvinnslu- stöðva, Samtök fjármálafyrir- tækja, Samtök ferðaþjónustunn- ar og Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði. Finnur sagði að nú væru samtökin og aðildar- félög þeirra á átta mismunandi stöðum í borginni. Engin niður- staða lægi fyrir í húsnæðismál- unum ennþá, en þau mál myndu vonandi skýrast fljótlega. Mjög mikilvægt væri að það gerðist sem fyrst til að kostir sameining- ar VSÍ og VMS og annarra skipulagsbreytinga nýttust sem best og heildarsamtökin gætu orðið eins öflug og stefnt væri að. Þegar fulltrúar allra þessara fyrirtækja úr ólíkum atvinnu- greinum töluðu einni röddu væri það miklu áhrifaríkara en ef þeir kæmu fram hverjir fyrir sig og þar af leiðandi ættu þeir auð- veldara með að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Finnur sagði að verkaskipt- ingin milli aðildarféláganna ann- ars vegar og svo heildarsamtak- anna hins vegar væri ennþá í mótun, en á sameiginlegu borði yrðu málaflokkar eins og efna- hagsmál, menntamál, umhverfis- mál og erlend samskipti, auk kjaramálanna að sjálfsögðu. Megnið af öllum fyrirtækjum í landinu tilheyrðu einhverju að- ildarfélaganna og heildarsam- tökin næðu því til stærsta hluta almenna vinnumarkaðarins. „Búast má við að erlendu sam- skiptin verði stöðugt umfangs- meiri, enda kemur meirihluti þeirra reglna sem varða starfs- umhverfi fyrirtækja frá ESB. Samtök atvinnulífsins eru með skrifstofu í Brussel og með þátt- töku í starfsemi evrópskra at- vinnurekenda höfum við tæki- færi til þess að hafa áhrif á mót- un þessara reglna." ÁKVEÐIN TÍMAMÓT Finnur sagði aðspurður að með sameiningu Vinnuveitenda- sambands Islands og Vinnu- málasambandsins í Samtökum atvinnulífsins hefðu orðið ákveð- in tímamót í íslensku atvinnulífi og skipulagningu þess. Tilurð samtakanna væri tímanna tákn og segði sína sögu um að sú hólfaskipting sem verið hefði við lýði í atvinnulífinu væri að hverfa. Eflaust yrðu áfram til blokkir í viðskiptalífinu. Menn mundu sameinast um ólíka hluti, en þessi klassíska hólfaskipting íslensks atvinnulífs, sem hefði verið pólitískt lituð, heyrði sög- unni til. „Þetta er einfaldlega afleiðing þeirra skipulagsbreytinga sem hafa verið að gerast í hagkerfi okkar; frelsi á fjármagnsmark- aði, tilkoma hlutafjármarkaðar og almennt séð meira frelsi á öll- um sviðum hefur stuðlað að því að þessir múrar hafa hrunið,“ sagði Finnur. Hann sagði að sér fyndist samtökin fara vel af stað og að þau hefðu meðbyr. Samtökin væru litin jákvæðum augum og menn hefðu væntingar um að sameiningin yrði til góðs, ekki bara fyrir fyrirtækin sem slík, heldur þjóðfélagið í heild. „Það er tvímælalaust beint samhengi á milli bætts starfsumhverfis fyrirtækja og betri lífskjara,“ sagði Finnur. 15% KAUPMÁTTARAUKNING Á SAMNINGSTÍMABILINU Kjarasamningar stórs hluta launafólks eru lausir snemma á næsta ári. Spurður um viðhorfín almennt í kjaramálum sagði Finnur að ágætt væri í því sam- bandi að líta til baka og fara yfir þann árangur sem náðst hefði frá því kjarasamningar voru síð- ast gerðir á fyrstu mánuðum ársins 1997. Þá hefði verið samið um nokkuð miklar launa- hækkanir, töluvert meiri en áð- ur hefði gerst og mun meiri en almennt hefði gerst erlendis. Samningarnir hefðu þýtt um það bil 15% launahækkun á þessu þriggja ára samnings- tímabili og með launaskriði sem hefði numið að meðaltali um 2% á ári, eftir því sem næst yrði komist, væri almenn launa- hækkun á samningstímabilinu 21-22% þegar upp væri staðið. Kaupmáttur hefði samkvæmt þessu aukist um 15% á þessu tímabili, en kaupmáttur hefði aldrei áður aukist eins mikið á svo skömmum tíma. „Það er vert að hafa þetta í huga nú þegar hættumerki eru í augsýn, sem geta ógnað þeim ár- angri sem náðst hefur. Hættu- merkin birtast til dæmis í vax- andi verðbólgu og viðskiptahall- anum sem er uggvænlegur. Hann verður væntanlega nálægt 30 milljörðum króna á árinu og það segir ákveðna sögu. Það seg- ir þá sögu að við sem þjóð erum að eyða um efni fram. Eg held að það sé hollt að hafa þessa stað- reynd í huga þegar við enim að sigla inn í næsta samningatíma- bil og byrja að takast á um kaup og kjör á nýjan leik. Það liggur til dæmis íyrir að það muni draga verulega úr hagvexti sam- kvæmt spám. Hann verði ekki á bilinu 5-6% eins og undanfarin þrjú ár heldur verði u.þ.b. helmingi minni. Spurningin er, þegar við göngum til samninga, hvort málið snúist ekki um það fyrst og fremst að varðveita þann kaupmátt sem þó hefur náðst, í það minnsta þegar litið er á næsta ár, sem er óneitan- lega töluverðri óvissu háð,“ sagði Finnur. Hann sagði að þeir sæju þess einnig merki að hagnaður fyrir- tækja í framleiðslugreinum, bæði í sjávarútvegi og iðnaði, færi minnkandi. Utlit væri fyrir að hagnaður þeirra yrði minni í ár en á síðasta ári. Þessar stað- reyndir mótuðu það umhverfi sem samningarnir hlytu að taka mið af. Framleiðslugreinarnar væru undirstaðan og það segði sig sjálft að þegar hallaði undan fæti þar væri illt í efni. Þessi fyrirtæki hefðu takmörkuð tæki- færi til þess að velta kostnaðar- hækkunum út í verðlagið og auðvitað væri gengisstöðugleik- inn í hættu undir þessum kring- Finnur Geirsson formaður Samtaka atvinnulífsins umstæðum. Góð afkoma fyrir- tækja í ýmsum greinum, eins og til dæmis í verslun og bankavið- skiptum, gæfi þannig ekki rétta heildarmynd af ástandinu, og ekki væri hægt að leggja hana til grundvallar í kjarasamning- um. Þvert á móti væri ekki ólík- legt að góð afkoma í þessum greinum endurspeglaði það þensluástand sem ríkt hefði í þjóðfélaginu. SAMEIGINLEGT HAGSMUNAMÁL „Það hlýtur að vera sameigin- legt hagsmunamál atvinnurek- enda og starfsfólks þeirra að búa svo um hnúta að þessi mikli ávinningur sem náðst hefur haldi sér. Það hlýtur að verða sameig- inlegt verkefni okkar að fínna leið sem tryggi hér stöðugt verð- lag áfram og stöðugt gengi. Und- anfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um að þetta er ein mikil- vægasta forsendan fyrir hag- vexti, góðu gengi íyrirtækja og góðri afkomu fólks,“ sagði Finn- ur. Hann benti jafnframt á að hagvaxtarskeiðið síðustu árin væri ólíkt fyrri uppgangstímum í íslensku efnahagslífi að því leyti að ekki væri hægt að rekja það beint til aukinna aflabragða eða hærra fiskverðs. Það væru ýmsir aðrir þættir sem spiluðu þar inni í. Þar á meðal áreiðan- lega skipulagsbreytingar í ís- lensku efnahagslífi og á fjár- magnsmarkaði, en einnig sá verð- og gengisstöðugleiki sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.