Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 11
Morgunblaðið/Golli
Hagvöxtur hér á landi hefur verið 22-23% frá árinu 1995, en kaupmáttur ráöstöfunar-
tekna hefur aukist meira en það eða um 28-29% á sama tímabili.
ríkt hefði stærstan hluta þessa
áratugar.
„Við þurfum að ná samkomu-
lagi um launahækkanir sem taka
mið af þeirri verðmætasköpun
sem við sjáum fyrir okkur að
geti orðið,“ segir hann aðspurður
um hvað þurfi að gera til að
varðveita þann árangur sem
náðst hafi. „Menn hafa rætt um
að við þurfum að ná mjúkri lend-
ingu í efnahagslífinu og ég held
það sé ágætis samlíking fyrir
það sem við er að fást. Við höfum
kannski verið að fljúga heldur
hátt og þurfum að ná áttum,“
sagði hann ennfremur.
Finnur sagði að fram hefðu
komið hugmyndir um að það
gæti verið erfitt að gera kjara-
samninga til langs tíma vegna
þeirrar óvissu sem nú ríkti. „í
komandi kjarasamningum eru
það markmiðin um þróun efna-
hags- og kjaramálanna sem eru
aðalatriðið og mér finnst það já-
kvætt að viðsemjendur okkar
hafa síðustu vikurnar greinilega
ýtt úr vör málefnalegri umræðu
um viðfangsefnin og eru að velta
fyrir sér raunhæfum lausnum.
Nú er verið að leggja drög að
viðræðum og þá þurfum við að
meta hvernig einstakar tillögur
falli að því markmiði að varð-
veita kaupmáttinn eins og
frekast er unnt.“
ÓHEPPILEG ÞRÓUN
Hann bætti því við aðspurður
að hann skildi fyllilega sjónar-
mið forsvarsmanna innan verka-
lýðshreyfingarinnar, sem hefðu
lýst yfir ánægju með árangurinn
af síðustu kjarasamngum, en
væru ósáttir við þá þróun sem
átt hefði sér stað í kjölfarið og
speglaðist meðal annars í því að
laun opinberra starfsmanna
hefðu hækkað meira en annarra.
Þetta hefði verið óheppileg þró-
un. I öðrum löndum væru víðast
hvar, eftir því sem hann vissi
best, samningar gerðir við opin-
bera starfsmenn í takt við það
sem gerðist á almennum vinnu-
markaði. Kauphækkanir opin-
berra starfsmanna settu ekki
tóninn um það sem í boði væri,
eins og krafa hefði komið fram
um nú. Fyrirtæki gætu ekki
hækkað skatta eða aukið lántök-
ur í þeim mæli sem ríki og sveit-
arfélög virtust geta gert til þess
að fjármagna rekstur sinn. Því
gætu launahækkanir til opin-
77 Hættumerkin birtast
til dæmis í vaxandi
veröbólgu og viö-
skiptahallanum sem
er uggvænlegur.íí
berra starfsmanna aldrei verið
viðmið fyrir almenna vinnu-
markaðinn. Launahækkanir í at-
vinnulífinu yrðu að taka mið af
þeirri verðmætasköpun sem þar
færi fram. Annað kallaði á koll-
steypu.
„Þá værum við bara kominn í
þetta gamla far verðbólgu og
gengisfellinga. Sami vítahringur-
inn aftur sem við höfum blessun-
arlega komist út úr. Það er alveg
fyrirsjáanlegt að slíkur víta-
hringur myndi hitta launafólk
verst fyrir,“ sagði Finnur.
Hann sagði að það væri mikill
og vaxandi skilningur á mikil-
vægi þess að varðveita stöðug-
leikann vegna hagsmuna launa-
fólks og efnahagslífsins. Enginn
vildi hverfa til þess ástands sem
ríkt hefði á verðbólguárunum og
skuldsetning íslenskra heimila
gerði það að verkum að afleið-
ingarnar yrðu skelfilegar léti
verðbólgan á sér kræla á nýjan
leik. Með óraunhæfum kjara-
samningum yrðu það ekki bara
launin sem hækkuðu heldur
einnig skuldirnar og þá hyrfi
ávinningurinn strax og meira til.
Launahækkanir umfram verð-
mætasköpun í þjóðfélaginu
væru ekki annað en ávísun á
verðlagshækkanir og síðan
gengissig og þar með værum við
komnir inn í vítahring sem allir
vildu forðast.
ALMENNT HLYNNTIR VINNU-
STAÐASAMNINGUM
Aðspurður um þá gagnrýni
sem komið hefði fram á ákvæði
síðustu kjarasamninga um
vinnustaðasamninga þess efnis
að atvinnurekendur hefðu lítinn
áhuga á að hrinda þeim í fram-
kvæmd, segir Finnur að hann
telji að vinnuveitendur séu al-
mennt hlynntir fyrirtækjasamn-
ingum. Það sé að ýmsu leyti eðli-
legt að samningar fari sem mest
fram á þeim vettvangi þar sem
menn séu sér best meðvitandi
um það hvað fyrirtækin geti gert
fyrir starfsmenn sína.
„Ef til vill er skýringin á því
hve fáir fyrirtækjasamningar
hafa verið gerðir sú, að þetta
tímabil hefur verið uppgangs-
tímabil. Það hefur verið þensla
og launaskrið og fyrirtæki hafa
hugsanlega ekki séð sér hag í
því að brydda upp á fyrirtækja-
samningi þegar þannig árar, en
samningurinn á jú að geta skil-
að ávinningi fyrir báða aðila.
Þetta er líka spurning um að
finna þessum samningum heppi-
legan farveg. Fyrirtæki leggja
mikið upp úr því að fyrirkomu-
lagið geti verið sem einfaldast
og að því verðum við að vinna
betur. Almennt séð þurfum við
að fara í auknum mæli inn á þá
braut í þessum kjaramálum að
einfalda og auka sveigjanleika
og búa svo um hnúta að kjara-
samningar séu ekki að gera fyr-
irtækjum erfitt fyrir að koma á
meiri hagræðingu," sagði Finn-
ur.
Hann segir að ýmiss konar af-
kastahvetjandi launakerfi og
kerfi sem fela í sér kauprétt á
hlutabréfum séu mjög jákvæð
þar sem hægt sé að koma þeim
við. Þau verði þó að byggja á
frjálsum samningum milli við-
komandi fyrirtækis og starfs-
manna þess. Hann á frekar von á
því að slíkir samningar eigi eftir
að ryðja sér enn frekar til rúms
heldur en hitt, en undir það ýti
tilkoma hlutabréfamarkaðarins.
„Eg held reyndar að hlutabréfa-
markaðurinn og vaxandi þátt-
taka almennings í honum hafi
leitt til aukins almenns skilnings
á því að fyrirtækin þurfi að hafa
skilyrði til þess að vaxa og
dafna,“ sagði Finnur.
AUKNAR UPPLÝSINGAR EYÐA
TORTRYGGNI
Hann bætti því við að vegna
hlutabréfamarkaðarins hefði að-
hald aukist að stjórnum og
stjórnendum fyrirtækja. Upplýs-
ingaflæðið væri miklu betra en
það var. „Við vitum miklu meira
um afkomu fyrirtækja, jafnvel í
smáatriðum, og þetta held ég að
hljóti að eyða til dæmis tor-
tryggni launafólks, sem áreiðan-
lega var til staðar hér á árum áð-
ur,“ sagði Finnur.
Hann ítrekaði mikilvægi þess
að menn næðu áttum í kjara-
samningunum sem framundan
væru og settu ekki efnahagslífið
á hliðina með óraunhæfum kröf-
um. Það hefði gerst í uppsveifl-
unni 1986-87 með þeim afleiðing-
um að það væri fyrst nú á síðustu
árum sem við hefðum aftur náð
þeim kaupmætti sem þá hefði
verið. Eftir góðærið undanfarið
stæði launafólk mun betur en áð-
ur. Til marks um það hefði kaup-
máttur vaxið að meðaltali um
nærfellt 30% frá árinu 1995, sem
væri verulega umfram hagvöxt á
sama tímabili, og sambærilegar
hækkanir væri hvergi að finna í
iðnríkjunum á sama tímabili.
„Ef litið er á tímabilið
1995-2000 þá munu laun hafa
hækkað um 17% meira á Islandi
en í OECD-löndunum og 19%
meira en í löndum ESB. Það er
óraunhæft að ætla að þetta geti
gengið til lengdar. Þess má geta
að aðilar vinnumarkaðarins í
Noregi hafa komið sér saman
um að draga úr launahækkunum
niður í það sem tíðkast hjá við-
skiptalöndum þeirra, en í Noregi
hafa verið allmiklar launahækk-
anir undanfarin ár, þótt ekki
hafi þær verið jafnmiklar og
hér.“
Finnur sagði að þrátt fyrir allt
væri hann bjartsýnn á að hægt
yrði að ná skynsamlegum kjara-
samningum, sem gætu stuðlað
að því að varðveita þann árangur
sem náðst hefði. Hins vegar væri
það ekki eitt út af fyrir sig nóg,
því einnig væri lykilatriði að rík-
isstjómin næði að skila a.m.k.
þeim afgangi á fjárlögum sem að
væri stefnt nú. Hann hefði viljað
sjá meiri fjárlagaafgang, en engu
að síður fælist góð viðleitni í
þeirri niðurstöðu fjárlagafrum-
varpsins sem lagt hefði verið
fram. Það vekti þá trú að full al-
vara byggi að baki fyrirætlunum
stjórnvalda um að stemma stigu
við þenslunni. Einnig væri nauð-
synlegt að gæta aðhalds í pen-
ingamálum, en hvort tveggja rík-
isfjármálin og peningamálin
væru þau tæki sem stjórnvöld
hefðu á sínu valdi og væru mót-
andi um framvindu efnahagsmál-
anna.
„Vonandi verður hægt með
sameiginlegu átaki allra hlutað-
eigandi að varðveita og bæta
þann efnahagslega árangur sem
Islendingar hafa verið að ná á
undanförnum árum.“