Morgunblaðið - 17.10.1999, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Tillögur framkvæmdastiórnar ESB um nýja lotu aðildarviðræðna
Ovíst hvort
tímamörk
muni standast
Tillögum framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins um að sex nýjum ríkjum
verði boðið að hefja viðræður um aðild
að ESB hefur verið fagnað af ráða-
mönnum viðkomandi ríkja. Aætlanir gera
ráð fyrir að stækkunarferlinu verði
að mestu lokið árið 2006 en ekki er víst
-----------——■—7-------------
að svo geti orðið. Ovissa ríkir um hvort
meðal aðildarríkjanna náist samstaða
um nauðsynlegar breytingar á stofnana-
kerfí ESB vegna stækkunarinnar. Oli
Jón Jónsson kynnti sér málið.
ÓTT framkvæmdastjórmn
hafi nú formlega mælt með
því að viðræður um aðild
sex nýrra ríkja að ESB
skuli hafnar, hefur hún tekið fram
að viðræður muni ekki geta hafíst
nema að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. Endanleg ákvörðun um að-
ildarviðræður verður tekin á fundi
leiðtogaráðs ESB sem haldinn verð-
ur í Helsinki í desember.
Fari svo að tillögur framkvæmda-
stjórnarinnar verði samþykktar,
geta alls 13 ríki gert sér vonir um að
verða tekin inn í Evrópusambandið
á næstu ánim. Þau eru mjög mis-
jafnlega langt á veg komin með að
uppfylla skilyrði aðildar en þó er
stefnt að því að samningum við ríki í
„fyrri lotu“ aðildarviðræðnanna
verði lokið árið 2002. þá þarf að
leggja nýja aðildarsamninga fyrir til
staðfestingar í öllum aðildarlöndun-
um, í samræmi við stjórnskipunar-
lög í hveiju ríki, sem í reyndinni
þýðir að þjóðþing allra landanna
verða að leggja blessun sína yfir þá.
Ekki er ólíklegt að þetta ferli geti
tekið á annað ár og má búast við því
að ríkjunum verði formlega veitt að-
ild að ESB í byrjun árs 2004, gangi
allt að óskum. Ríkin sem tilheyra
„seinni lotu“ aðildarviðræðnanna
geta hins vegar ekki treyst því að fá
aðild íyrr en síðar, ef til vill ekki fyrr
en árið 2006, og Tyrkland að líkind-
um enn síðar.
Sum lönd fá „hraðferð"
Framkvæmdastjómin lagði á mið-
vikudag fram tillögur um að hafnar
verði aðildarviðræður við 6 ríki
Austur-Evrópu, auk Möltu. Þær
gera ráð fyrir að löndin muni geta
öðlast aðild að ESB á mismunandi
tíma, allt eftir því hversu vel þeim
gengur að mæta þeim skilyrðum
sem sett eru fyrir inngöngu. Emb-
ættismaður á vegum framkvæmda-
stjórnarinnar sagði í vikunni að
þetta gæti þýtt að Möltu og Lett-
landi yrði veitt aðild á sama tíma og
þeim 6 löndum sem tilheyra fyrri
lotu aðildarviðræðnanna. Að mati
utanríkisráðherra Lettlands, Indulis
Berzins, eru færri hindranir í vegi
fyrir aðild landsins en ýmissa ann-
arra umsóknarríkja og er haft eftir
honum að hann geri sér vonir um að
Lettar fái fulla aðild árið 2005.
Vaclav Havel, forseti Tékklands,.
hefur aftur á móti lýst áhyggjum af
því sem fram kemur í tillögum fram-
kvæmdastjórnarinnar varðandi
stöðu Tékka. í tillögunum kemur
fram gagnrýni á Tékka fyrir seina-
gang í því að uppfylla skilyrði aðild-
ar og að landið hafí dregist aftur úr
öðrum umsóknarríkjum að þessu
leyti. Að auki hefur Evrópusam-
bandið nú lýst þungum áhyggjum
vegna vandamála í sambúð Tékka
og Sígauna, sem hefur leitt til þess
að í einum bæ landsins hefur múr
verið reistur til að aðskilja íbúðar-
hverfí hópanna. Havel segist óttast
að sumir Tékkar átti sig ekki á því
hve gagnrýni framkvæmdastjómar-
innar sé alvarleg og að tékkneskir
stjórnmálamenn verði að sannfær-
ast um að aðild að ESB þjóni hags-
munum íbúa landsins.
Tyrkir fagna
Tyrkir hafa fagnað þeirri ákvörð-
un framkvæmdastjórnarinnar að
leggja til að Tyrkland verði viður-
kennt sem tilvonandi aðildarríki.
Samkvæmt yfirlýsingu frá tyrk-
neska utanríkisráðuneytinu markar
tillagan upphaf nýs tímabils í sam-
skiptum Tyi-klands og ESB. Utan-
ríkisráðherra Tyrklands, Ismail
Cem, sagði á miðvikudag að ef land-
ið verði viðurkennt sem tilvonandi
aðildarríki muni nauðsynlegum um-
bótum til að búa landið undir aðild
verða hraðað. Dagblöð í Tyrklandi
hafa einnig lýst yfir mikilli ánægju
með tillögu framkvæmdastjómar-
innar og bjartsýni á að áralöngum
tilraunum Tyrkja til að fá aðild að
ESB verði senn lokið. Tyrkir sóttu
fyrst um aðild að ESB, sem þá hét
Efnahagsbandalag Evrópu, árið
1963.
Fyrir aðeins tveimur árum hafn-
aði Evrópusambandið óskum Tyrkja
um að hefja aðildarviðræður vegna
bágrar stöðu mannréttinda í landinu
og andmæla Grikkja, sem hafa í ára-
tugi deilt við Tyrki út af Kýpur.
Sambúð ríkjanna hefur batnað upp
á síðkastið í kjölfar samvinnu vegna
jarðskjálftanna sem urðu fyrr á
þessu ári í löndunum tveimur.
Grikkir hafa sagt að þrátt fyrir að
Kýpur-deilan sé enn óleyst séu þeir
nú reiðubúnir að styðja ákvörðun
um að Tyrklandi verði, að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum, formlega
bætt í hóp tilvonandi aðildarríkja.
Grikkir vilja að Tyrkir leggi sitt af
mörkum til að minnka spennu á
Kýpur og beiti sér fyrir því að hafn-
ar verði formlegar viðræður um frið
og sameiningu eyjunnar.
Verða að uppfylla „Kaup-
man naliafnar-skil yrðin “
Ákvörðun um hvort Tyrkland
verði formlega viðurkennt sem
væntanlegt aðildarríki og hvort að-
ildarviðræður hefjist við ríkin sex,
verður tekin á fundi leiðtogaráðs
ESB í Helsinki í desember á þessu
ári. Leiðtogaráðið er skipað stjórn-
arleiðtogum aðildarríkjanna og tek-
ur ákvörðun um hvort formlegar að-
ildarviðræður geti hafíst. Starfs-
hættir og ákvarðanir leiðtogaráðs-
ins, sem er æðsta valdastofnun
STÆKKUN EVRÓPUSAMBANDSINS
Seinni lota aðildarviðræðna
- i
Rikjaráðst. > Staðfestlngarferii
w • l 1 i i ; ^ Kosningan Þýskal., Bretl., Frakkl., Svíþj. I I
1 2000 ' 2001 ' ' 2002 '
sáttmáli
| Kosningan Nýframkv.- i
i Evrópuþingið stjómESB?
2002 1 2003 ' 2004 ' 2005 1 2006
AP
Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og Giinter Verheugen, sem hefur yfirumsjón með málefn-
um tengdum stækkun ESB, við kynningu tillagna framkvæmdastjórnarinnar.
skapi ekki miðað nægilega í átt til
markaðsbúskapar.
Samkvæmt mati framkvæmda-
stjórnarinnar hefur bestur árangur í
því að aðlaga löggjöf landanna að
Evrópulöggjöf náðst í Ungverja-
landi, Lettlandi og Búlgaríu. Engu
að síður er tekið fram að Lettar og
Slóvakar verði að sjá til þess að
framkvæmd nýlegrar löggjafar og
dómstólakerfið í heild verði bætt.
Bent er á alvarlega veikleika landa
eins og Póllands og Tékklands hvað
varðar framkvæmd Evrópulöggjaf-
ar og að Rúmenía sé einnig mjög
aftarlega að þessu leyti.
Nýtt Maastricht?
í næstu viku verður birt á vegum
framkvæmdastjórnarinnar skýrsla
þriggja „vísra manna“ sem unnin
hefur verið undir stjórn Jean-Luc
Dehaene, fyrrum forsætisráðherra
Belgíu. í henni er að fínna tillögur
um hvemig unnt sé að aðlaga stofn-
anir Evrópusambandsins að þeim
breytingum sem eru fylgjandi
stækkun þess. Vitað er að í skýrsl-
unni er lagt til að þeim málaflokkum
verði fjölgað þar sem veginn meiri-
hluti í ráðherraráðinu nægir til að
taka ákvörðun. Einnig má búast við
að þar sé að finna tillögur um lausn-
ir á öðrum viðkvæmum vandamál-
um, eins og vægi atkvæða einstakra
aðildarríkja í ráðherraráðinu og
stöðu Evrópuþingsins.
Samkvæmt ákvörðun leiðtoga-
ráðsins á ríkjaráðstefnu um endur-
skoðun sáttmálans að vera lokið fyr-
ir árslok árið 2000 og þá tekur við
staðfestingarferli sem háð er þeim
reglum sem stjórnarskrár mæla fyi';
ir um í hverju aðildarríki fyrir sig. I
fréttatilkynningu framkvæmda-
stjórnarinnar frá því á miðvikudag
kemm' fram að endurbótum á stofn-
anakerfi ESB verði að vera lokið á
árinu 2002 svo unnt sé að taka
ákvörðun um að bjóða nýjum ríkjum
aðild á því ári.
Það er þó ljóst að deilur um
breytingar á grunnsáttmálanum
gætu komið í veg/yrir að þessi tíma-
mörk standist. í því sambandi er
rétt að benda á að á árinu 2002 eru
þingkosningar í þremur stærstu
ríkjum Evrópusambandsins, þ.e.
Frakklandi, Þýskalandi og Bret-
landi, auk Svíþjóðar. Telja má full-
víst að málið verði pólitískt deiluefni
í kosningabaráttu í þessum löndum.
Ekki er heldur útilokað að í kjölfar
kosninganna muni fylgja atburðarás
sem veki upp minningar um eftirmál
Maastricht-sáttmálans í upphafi
þessa áratugar.
ESB, fara eftir leikreglum hefð-
bundinnar milliríkjasamvinnu og
þar af leiðandi getur eitt ríki komið í
veg fyrir að tillögur framkvæmda-
stjórnarinnar verði samþykktar.
í fréttatilkynningu sem gefin var
út á vegum framkvæmdastjórnar-
innar á miðvikudag kemur fram að
öll ríkin þurfi að uppfylla hin
svokölluðu „Kaupmannahafnar-
skilyrði" til að aðildarviðræður geti
hafist. Þessi skilyrði voru sam-
þykkt á fundi leiðtogaráðsins í
Kaupmannahöfn árið 1993 og gera
kröfu um að tilvonandi aðildarríki
búi við lýðræði, mannréttindi og
virkt markaðshagkerfí, auk þess að
vera í stakk búin að taka á sig þær
kvaðir og skyldur sem eru samfara
aðild og er að finna í grunnsáttmál-
um og afleiddri löggjöf ESB. Sér-
staklega er nefnt að Rúmenía og
Búlgaría þurfi að gera ákveðnar
ráðstafanir áður en viðræður við
þessi lönd geti hafist. í Búlgaríu sé
nauðsynlegt að loka kjarnorkuver-
inu í Kozloduy og Rúmenar þurfi að
bæta aðbúnað á heimilum fyrir
munaðarlaus börn. Bæði löndin
þurfa ennfremur að hraða umbót-
um í efnahagsmálum.
Framkvæmdastjórnin telur að öll
umsóknarlöndin, sér í lagi Slóvakía,
hafi náð umtalsverðum árangii í að
styrkja stoðir lýðræðis og mannrétt-
inda en að víða sé enn langt í land.
Bent er á að öll löndin þurfi að halda
áfram umbótum á réttarkerfum sín-
um og að barátta gegn spillingu og
fyrir bættum kjörum minnihluta-
hópa í samfélaginu þurfí að halda
áfram. Tekið er fram að litlar fram-
farir hafi átt sér stað í Tyrklandi
hvað snertir manm’éttindi og stöðu
minnihlutahópa.
Að mati framkvæmdastjórnarinn-
ar búa aðeins tvö af löndunum við
virkt markaðshagkerfi, Kýpur og
Malta. Af ríkjum Austur-Evrópu
komast Ungverjaland og Tékkland
næst því að uppfylla þetta skilyrði.
Fram kemur í tilkynningunni að
Búlgaría sé á réttri leið hvað þetta
varðar en að í Rúmeníu hafi að sama
ESBríkin
Ríki í„fyrri lotu“
Ríki í „seinni lotu“
RUSSLAND