Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 18

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 18
18 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlist Kurt Rosen- winkel á Múlanum ANNAÐ djasskvöld Múlatíma- bilsins í Sölvasal Sólon Islandus verður í dag, sunnudag, kl. 17. Hilmai- Jensson og félagar munu leika tónlist eftir kollega Hilmars, Kurt Rosenwinkel. Með Hilmari spila Jóel Pálsson á tenórsaxófón, Pórður Högnason á kontrabassa og Matthías Hemstock á tromm- ur. Ennfremur taka þeir félagar nokkra standarda. Hilmar Jensson lauk burtfar- arprófi frá tónlistarskóla FIH og síðar BM-prófi frá Berklee College of Music í Boston. Hann hlaut heiðursstyrk SPRON 1996 og listamanna- laun 1998. Hann er kennari við tónlistarskóla FIH. Kurt Rosenwinkel er sagður í hópi bestu djassgítarleikara yngri kynslóðarinnar. Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs í borginni árið 2000 Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem liggja frammi í Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur og á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send þaðan ef óskað er. Umsóknir skulu berast til Signýjar Pálsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Umsóknir skal senda í síðasta lagi 19. nóvember. Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta ekki afgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Uppiýsingaþjónusta Ráðhússins í síma 563 2000 alla virka daga milli kl. 10 og 12. ekstrardeild ðiB er nám í: Vörustjúrnun n á m t i I ðbótar við íðnrekstrarfræði (eða sambærilegt n á m)og lýkur með B.Sc. gráðu í ámið hefst í janúar 2000. óBamarkaðsíræði co Tveggja anna nám til viðbótar við íðnrekstrarfræði (eða sambærilegt nám) og lýkur með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði. Námið hefst í janúar 2000. Deildarstjóri r e k s t r a r d e i I d a r og námsráðgjafi skólans veita nánari upplýsingar í síma 577 1400. U m s ó k n a r f r e s t u r er til 29. október. Tækniskóli íslands er fagháskóli á tækni- og r e k s t r a r s v i ð i. Námsaðstaða e r góð o g tækja- og tölvukostur er í sífelldri endurnýjun. Tækniskóli Islands Háskóli a t v i n n u I í I s i n s tækniskóli Islands Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 577-1400, fax 577-1401, www.ti.is Einar Jóhannesson og Islenska tríóið í Kammermilsíkklúbbnum Morgunblaðið/Þorkell Einar Jóhannesson og íslenska tríóið; Nína Margrét Grímsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Að ganga í endur- nýjun lífdaga TRÍÓ eftir meistarana Wolfgang Amadeus Mozart, Johannes Bra- hms og Ludwig van Beethoven eru á efnisskrá tónleikanna. Islenska tríóið, sem er einungis ársgamalt, er skipað þeim Sigurbirni Bern- harðssyni, sem leikur jöfnum hönd- um á fiðlu og lágfiðlu, Sigurði Bjarka Gunnarssyni á knéfiðlu og Nínu Margréti Grímsdóttur á pí- anó. Einar Jóhannesson klarínettu- leikari kemur nú í fyrsta sinn fram með tríóinu. „Það er eins og að taka sér yngri hjákonu eða elskhuga, maður örvast allur og gengur í endurnýj- un lífdaga,“ segir Einar og hlær þegar hann er spurður hvernig honum líki að spila með „krökkun- um“. „Égá í rauninni ekki að vera að spila núna, því ég er eiginlega búinn að spila mig í þrot - gleymdi að taka mér sumarfrí. En þetta er alveg eins og vítamínsprauta," heldur hann áfram. Listamenn verða að viðhalda barninu í sér „Það er alveg gífurlega mikil- vægt fyrir okkur að fá tækifæri til að vinna með manni eins og Einari, sem er einn af frábærustu tónlist- armönnum þjóðarinnar, í þessum verkum, sem eru í rauninni mjög erfið. Hann hefur auðvitað reynslu sem við höfum ekki,“ segir Nína Margrét. Einar segir reynsluna y Mörkinni 3, sími 588 0640 Casa@islandia.is Einar Jóhannesson klarínettuleikari og ís- lenska tríóið leika á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins í Bú- staðakirkju í kvöld. Margrét Sveinbjörns- dóttir hitti tónlistar- mennina á æfíngu og forvitnaðist um sam- starfið og efnisskrána. vissulega hjálpa en hættan geti einnig verið sú að menn spili þessi verk það oft að þeir hætti að sjá ferskar og nýjar hliðar á þeim. „Og auðvitað verða listamenn alltaf að viðhalda barninu í sér - annars er voðinn vís,“ segir Einar. Félagarnir í Islenska tríóinu eru allir við nám og störf í Bandaríkj- unum, Nína Margrét í Connect- icut, Sigurbjörn í Chicago og Sig- urður Bjarki í New York. Sigur- björn segir að hefðu þau verið í öðruvísi samsettum kammerhóp hefði það getað verið þeim til trafala að vera búsett svo fjarri hverju öðru. „Það er hins vegar al- veg hægt í píanótríói, því þar má segja að sé fullkomið jafnvægi milli sóló- og kammermúsíkspils. Þetta eru þrjár sjálfstæðar raddir, svo við þurfum ekki að vera alveg gift hvert öðru eins og í strengja- kvartett," útskýrir hann. Síðastlið- ið ár hafa þau komið fram saman við ýmis tækifæri og leikið á tón- leikum og tónlistarhátíðum, ekki síst norrænum, víða í Bandaríkj- unum og Kanada. I desember nk. munu þau leika á nokkrum tónleik- um þar vestra, og Einar með þeim, sömu efnisskrá og á tónleikunum í Bústaðakirkju. Fyrst á efnisskránni er Tríó fyr- ir klarínettu, lágfiðlu og píanó í Es- dúr K 498 eftir Mozart, stundum kallað Kegelstatt-tríóið. Þá kemur Tríó fyrir klarínettu, knéfiðlu og píanó í a-moll op. 114 eftir Brahms og eftir hlé er röðin komin að Erki- hertogatríóinu svokallaða, Tríói íyrir fiðlu, knéfiðlu og píanó í B- dúr op. 97 eftir Beethoven. „Fyrri hluti tónleikanna litast sterklega af klarínettinu,“ segir Einar, „þetta eru hvort tveggja verk skrifuð fyrir ákveðna menn, sem voru klarínettusnillingar þeirra tíma. Annars vegar var það vinur Mozarts, sem hét Anton Sta- dler, og hins vegar Richard Muhlfeld, sem Brahms skrifaði fyrir. Mozart-tríóið er oft kallað billjardtríóið eða Kegelstatt-tríó, en Mozart ku hafa samið mörg verka sinna þegar hann var að spila billjard. Brahms-tríóið er greinilega verk mjög þroskaðs manns og það er kannski viss for- tíðarþrá í því, en samt er það mjög ólíkt kammertónlist þessa tíma. Það var í raun mjög stutt skref frá Brahms yfir í Schönberg og Ma- hler.“ Alger andstæða ytri aðstæðna Nína Margrét bendir á að verk Mozarts og Brahms séu bæði sam- in fáum árum fyrir andlát tón- skáldanna og því megi segja að þau séu þroskuð verk. Erkihertogatríó- ið semur Beethoven þegar farið er að síga á seinni hluta ferilsins. „Hann var orðinn alveg heyrnar- laus, kominn í algera einangrun og sjálfsmatið mjög lágt. Mannleg reisn hans hafði ekki verið lægri. Svo skrifar hann nokkur verk á þessu tímabili sem eru alger and- stæða þessara ytri aðstæðna," seg- ir Sigurbjörn. Nína Margrét kveðst að síðustu vilja taka fram að það sé mjög mik- ilvægt fyrir Islenska tríóið og ann- að ungt tónlistarfólk í svipuðum sporum að fá tækifæri til að koma fram í tónleikaröð sem hefur fest sig jafnrækilega í sessi og röð Kammermúsíkklúbbsins, sem hef- ur byggt upp stóran og tryggan skara áheyrenda að kammertón- list. Tónleikarnir í Bústaðakirkju hefjast kl. 20.30. í kvöld, sunnu- dagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.