Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 23 Dáðlítill draugagangur KVIKMYNPIR Háskúlabfó, Bfúhöllin THE HAUNTING ★★ Leiksljóri Jan De Bont. Höfundur handrits David Self byggft á skáld- sögu Shirley Jackson. Kvikmynda- tökusljóri Karl Walter Lidenlaub. Tónskáld Jerry Goldsmith. Aðalleik- endur Liam Neeson, Catherine Zeta- Jones, Owen Wilson, Lili Taylor, Bruce Dern, Virginia Madsen. 112 mín. Bandarísk. DreamWorks 1999. ÓNEITANLEGA var það pín- legt fyrir DreamWorks, íyrirtæki galdrakarlanna Spielberg, Katzen- berg og Geffen, er The Blair Witch Project, hræódýr smáhrollur með gjörsamlega óþekktum mannskap í hverju rúmi, gaf þessari fokdýru mynd langt nef, er þær voru frum- sýndar í sumar. The Haunting er byggð á sígildri draugasögu Shirley Jackson, leikstjórinn á að baki nokkrar af mest sóttu mynd- um kvikmyndasögunnar, aðalkari- leikarinn einn sá eftirsóttasti og kvenstjarnan sú heitasta í dag. Engu að síður fékk dvergmyndin margfalt betri dóma og aðsókn. Ástæðan er augljós. Hrollvekjur verða að geta skelft mann til að standa undir nafni. Svo einfalt er það. Jan De Bont hefur greinilega lagt traust sitt á fokdýrar brellur og ekki skort skotsilfrið. Myndin er einnig vel tekin og tökustaðimir ekki af verri endanum, m.a. ein- hver hábreskur herragarður sem nýtist tökustjóranum, Karl Walter Lidenlaub, í ystu æsar að utan sem innan. Jerry Goldsmith er höfund- ur einnar bestu, ef ekki bestu tón- listar í hrollvekjusögunni, í hinni magnþrungnu The Omen, (‘76). Val hans ber vott um fagmennsku, en því miður er Goldsmith víðs fjarri sínu besta að þessu sinni. Þau Li- am Neeson og Catherine Zeta-Jo- nes standa sig hvorki vel né illa, Lili Taylor kemst aldrei í takt við myndina, eða öllu frekar álappa- legt hlutverkið. Einhver Owen Wil- son, sem lítur út einsog mislukkuð klónun af Bill Pullman (það var þá maðurinn til að klóna!) er vita dáð- laus. Aðalgalli The Haunting er þó handritið og óskiljanlegt að það er byggt á The Haunting Of Hill Hou- se, sömu gæðasögu Shirley Jackson og samnefnd mynd Ro- berts Wise fyrir röskum þrem ára- tugum - sem stendur manni enn fyrir hugskotssjónum á svefnlaus- um skammdegisnóttum... I öðni lagi virkjar mynd De Bonts aldrei taugakerfíð, andstætt við hrollinn hans Wise, sem spilaði á óttann sem við berum flest í brjósti okkar þegar kemur að myrkvuðum híbýl- um með maiTandi hurðum. Ógn- inni sem við tengjum nóttinni og hinu illa. Brellurnar hans eru lftið meira en augnakonfekt. Söguþráðurinn, í stuttu máli, er á þá leið að sálfræðingur (Liam Neeson) fær þrjá einstaklinga (á fölskum forsendum) til að dveljast á auðum og afskekktum herragarði sem hefur orð á sér fyrir reimleika. Ætlunin er að kanna viðbrögð hópsins gagnvart hinu óþekkta. Ýmsu hefur verið breytt en engu til bóta. Neeson gerir það sem hann getur í afkáralegu hlutverki, Zeta-Jones fer mikinn í hlutverki listamannsins Theo, sem nú er orð- in tvíkynhneigð. Kyntröllið afgreið- ir það léttilega. Sú breyting er samnefnari fyrir aðrar. Óþörf. Frammistaða annarra er döpur. Bruce Dern er misnotaður í örhlut- verki og Zeta-Jones verður að vanda betur hlutverkavalið, annars er hætt við að hún endi feril sinn á svipuðum nótum og Virginia Mad- sen, sem var eitt uppteknasta kyn- táknið fyrir aðeins fáeinum árum. Hér rétt bregður henni fyrir í smá- hlutverki í upphafi. Sæbjörn Valdimarsson t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ingvars J. Helgasonar forstjóra. Innilegar þakkir til starfsfólks deildar A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sigríður Guðmundsdóttir Helgi Ingvarsson Sigríður Gylfadóttir Guðmundur Agúst Ingvarsson Júlíus Vífill Ingvarsson Júlía Guðrún Ingvarsdóttir Aslaug Helga Ingvarsdóttir Guðrún Ingvarsdóttir Elísabet Ingvarsdóttir Ingvar Ingvarsson Guðríður Stefánsdóttir Svanhildur Blöndal Markús Möller Jóhann Guðjónsson Gunnar Hauksson Helga Hrönn Þorleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Skrifstofu- og tölvimám É g li a f ð i unnið við vaktavinn u í fimm ár oglangaði að breyta til. Ég fór i skrifstofu- og tölvunám hjá NTV og var námið rnjög markvisst og skemmtilegt. Út á þetta nám fékk ég skrifstofustarf hjá Vélorku. Ég er injög ánægð með vinnuna og liugsa oft með hlýliug til skólaii5. Giiðiiv Ólcidóttir Skiifstofustnlko - Tölvubókhald - Verslunarreikningnr - Sölutækni og þjónnsta - Mannleg samskipti - Bókhald - Almennt um tölvur - Windows - Word - Excel - Power Point - Internetið frá A-0 - Starfsþjálfun Ttlvalið námskeið fyrir fólk á leiðinni út á vinnumarkaðinn eða þá sem vilja styrkja stöðu sína með aukinni menntun. Námið er 192 klst. Kennt er alla virka daga frá 8.00- 12.00 Næsta námskeið byrjar 25. október. Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn $---------------------------------------------------------- Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is 100 sæti tii London frá 13. helgarferð frð 24. Heimsferðir kynna nú einstök tilboð til heims- borgarinnnar London í nóvember og fyrstu 100 farþegarnir sem bóka geta tryggt sér hreint ótrúlegt verð, flugsæti frá aðeins 13.890 krónum. Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í list- um og menningarlífi og hjá Heimsferðum get- ur þú valið um gott úrval hótela, frá 2 - 4 stjörnu og að sjálfsögðu nýtur þú góðrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Charing Cross 13.890 Verð kr. Flugsæti með flugvallarsköttum, l.nóv., S.nóv., 15.nóv. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. 24.990 Verð kr. Flug og gisting á Grand Plaza hótel- inu t London með morgunmat. Fylgstu með á FM 95.7 og þú getur unnið sæti til London. Flugvallarskattar innifaldir. Gildir 11. og 18.nóvember. Flug alla fimmtudaga og mánudaga í nóvember HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.