Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 25 Á ÞESSU hausti er þess minnst um allan heim að 150 ár eru liðin frá dauða pólska píanóleikarans og tónskáldsins Fryderyks Chop- in. I kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30, verður Chopin-vaka í Saln- um í Tónlistarhúsi Kópavogs, en dánardagur tónskáldsins var 17. október. Nokkrir pólskættaðir tónlistarmenn, búsettir hér á landi, koma fram auk annarra góðra gesta. Á tónleikunum gefst áheyrend- um kostur á að kynnast tónskáld- inu Chopin í nýju Ijósi. Á efnisskrá eru m.a. sjaldheyrð verk og auk þess les Jónas Ingimundarson úr bók Árna Kristjánssonar píanó- leikara, „Um Fryderyk Chopin“, en bókin kom út um síðustu jól. Inngangsorð flytur Stanislaw J. Bartoszek, en hann er formaður Munurinn á fínnskum og íslensk- um bók- menntum FINNSKT kvöld verður á Súfistanum - bókakaffi, versl- un Máls og menningar, Laugavegi 18, á þriðjudags- kvöld, kl. 20. Þar mun hinn finnski ritfjöl- listahópur The Fabulous Four and A Blondie skýra í tali og tónum frá því helsta sem er á döfinni í finnskri ritlist og fjalla gaumgæfilega um muninn á finnskum og íslenskum bók- menntum. Dagskráin fer fram á finnsku, sænsku, ensku og ís- lensku. Einnig les Guðrún Sigurðar- dóttir úr þýðingu sinni á skáld- sögunni Ári hérans eftir finnska rithöfundinn Aarto Pa- asilina. skepnu sína; það er kannski hrein óskammfeilni að það skuli hvarfla að manni að hann hafi ekki annað viðmið en sjálfan sig. Það er mikil ánægja fólgin í því að eiga góðan hund. Auðvelt yrði að safna saman ótal mörgum hundasögum og gefa út á bók. Hætta er þó á, að slíkar sögur verði ærið þreytandi, nema þær séu sagðar af þeim mun meiri list. Hins vegar er án efa unnt að draga saman mikinn fróðleik um hunda í búskap íslendinga og gera því efni makleg skil. Gæti það orð- ið verðugt samstarfsverkefni hundaræktenda og sagnfræðinga. Bók sú, sem hér er til umfjöll- unar, virðist einkum tekin saman fyrir þá, sem sinna ræktun ís- lenzka hundakynsins og getur sjálfsagt orðið þeim til mikilla nota. Unnendur hunda kunna einnig að finna ýmislegt forvitni- legt. Ekki er þó ástæða til þess að draga fjöður yfir, að margt hefði mátt betur fara við útgáfu þessa. Bæði er það, að bókin er ekki jafnefnismikil og ætla má við fyrstu sýn og í annan stað ristir frásögn ekki djúpt og er sjaldnast skemmtileg aflestrar. Prófarka- lestur er í molum og hvorki er far- ið rétt með nafn Arnórs kerling- arnefs né Martins Behaims. Það má þó satt reynast, að sumt í bók- inni kunni að valda því, að menn átti sig á ýmsu í fari íslenzka hundsins; sem alls ekki má fara forgörðum, svo að ræktunarstefn- an verði markvissari en áður. Þá er hér haldið til haga hundsnöfn- um og heitum á litum, sem gaman er að. Af myndum í bókinni er það að segja, að þær eru býsna misjafnar og litgreining er nokkuð ójöfn; hins vegar bera þær allar ótvírætt með sér, að íslenzki fjárhundurinn er hin mesta vildarskepna. Ágúst H. Bjarnason LISTIR 150 ára ártíð Chopin Chopin-vaka í Salnum Vináttufélags íslendinga og Pólverja. Þá leika þau Karolina Styczen og Jacek Tosik-Warszawi- ak sónötu í g-moll fyrir selló og píanó. Karolina Styczen er pólskur selló- leikari, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur hlotið fjölda viðurkenninga í heimalandi sínu. Hún er sérstakur gestur á Chopinvöku í Salnum. Það er hins vegar Jacek Tosik-Warszawiak, sem ber hita og þunga af tónlistarflutningi kvöldsins, en auk hans og Styczen koma fram söngkonan Alina Dubik og hljóðfæraleikararnir Szymon Kuran á fiðlu, Zbigniew Dubik á fiðlu, Guðmundur Krist- mundsson á víólu og Dean Ferrell á kontra- bassa, en auk þess mun Kveldúlfskórinn frá Fryderyk Chopin Borgarnesi undir stjórn Ewu Tosik-Warszawiak, flytja eitt verk. Tónlistargáfur Chopin komu snemma í ljós og fimm ára gamall fór hann að spila á píanó undir handleiðslu móður sinnar. Seinna stundaði hann nám við Tónlistar- skólann í Varsjá og var aðalkenn- ari hans þar Josef Elsner, skóla- stjóri skólans. Elsner var ekki lærður píanóleikari og var Chopin að mestu sjálfmenntaður í píanó- leik undir eftirliti Elsners. Chopin fór snemma að semja tónlist fyrir píanó og var lítil pólónesa, samin 1817, er hann var sjö ára, hans fyrsta verk. Á fyrri hluta tónleikanna verður flutt Sónata í g-moll, op. 65 fyrir selló og píanó, Inngangur og polonesa í C-dúr, op. 4, Píanó- konsert í e-moll, op. 11 og Preludi- um í c-moll, op. 28 nr. 20. Á seinni hluta tónleikanna verða flutt Sönglög op. 74, Fjórir masúrkar op. 17 og Ballada nr. 3 í As-dúr op. 47. Það er Vináttufélag íslendinga og Pólverja sem stendur að vök- unni í samvinnu við Tíbrá - tón- leikaröð á vegum Kópavogs. Chopinvaka er hluti af áskriftar- röð 3 í Salnum, en röðin er styrkt af BYKO. VISA er sérstakur styrktaraðili Chopinvöku. Með öflugu dreifingakerfi komum við sendingunni til skila hratt og örugglega. POSTURIN N - með kveðjti'!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.