Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 30

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Innan fyrirtækis- ins hefur safnast mikil þekking og forsvarsmenn þess hafa hug á að koma henni á framfæri, til sjós og lands, erlendis sem hér heima. verði að eiga við um hvíldaraðstöðu sjómannanna. „Mér er sagt að það kosti 3-600 þúsund að missa sjómann úr sjóferð vegna veikinda," segir hann og leggur áherslu á að góð hvíld sé ein af undirstöðum góðrar heilsu. „Það hlýtur að vera mikið í húfi fyrir útgerðaiTnenn að búa skip- in góðum rúmdýnum. Það er mikill sparnaður að fjárfesta í góðum dýn- um og góðri hvíld fyrir starfsmenn sína.“ Þekking og reynsla „Þrátt íyrir aukið vægi innflutn- ings í starfsemi fyrirtækisins skiptir sérvinnslan og þróunarstarfið alltaf jafnmiklu máli,“ segir Guðmundur. Og ekki skortir starfsfólkið eldmóð eða hugmyndaauðgi. A kaffístofu fyrirtækisins sitja t.d. sölustjórinn og starfsmaður. stórrar stofnunar í borginni í hrókasamræðum og hanna saman púða fyrir veikt fólk svo að það eigi auðveldara með að lesa og vinna í höndunum þrátt fyrir að vera rúmfast. „Við getum sérsniðið svamp af öll- um stærðum og gerðum. Fjöldi fólks er með bakvandamál og við viljum leysa þau. Stundum þurfum við að breyta dýnu fyrir fólk tvisvar eða þrisvar en aðalatriðið er að fólk fái lausn sinna mála. Við framleiðum allar mögulegar gerðir af dýnum og púðum fyrir sjúkrastofnanh-, sessur í hjólastóla, púða og pullur fyrir sjúkraþjálfara og fyrir leikskóla," segir Guðmundur og er þá fátt eitt upp talið. „Innan fyrirtækisins hefur safnast mjög mikil reynsla og þekking,“ segir hann stoltur af starfsfólki fyrirtækis- ins, sem margt hvert hefur haldið tryggð við fyrirtækið í áratugi. Fjölbreytt starf- semi í 50 ár Pétur Snæland var stofnað árið 1949. Fyrstu tvö árin snerist rekst- urinn um útgerð vörubíla og jarð- vinnslutækja en upp úr 1951 var far- ið að framleiða latex-svamp með sér- leyfi sænska fyrh-tækisins Forserum AB. Var Pétur Snæland einn af þeim iyrstu í Evrópu til að framleiða latex-svamp. Á seinni hluta sjöunda áratugarins vai'ð hann þó að hætta að framleiða svampinn þar sem hrá- efni hans hækkaði gífurlega vegna stríðsástands í Austurlöndum fjær. I staðinn var farið að framleiða svo- nefndan urethan-svamp. Halldór Jónsson stofnaði fyrir- tækið Halldór Jónsson hf. árið 1955. Á fyrstu árum fyrirtækisins var starfsemin fólgin í innflutningi á fatnaði og framleiðslu á hársnyrti- vörum. Á árinu 1961 hóf hann inn- flutning á svampi fyrir íslenskan húsgagnaiðnað frá danska fyrirtæk- inu Lystager, og er nafn Lystadúns þangað sótt. Starfsemi Lystadúns hefur ekki verið áfallalaus. Fyrir rúmum 10 ár- um brann húsnæði þess í Dugguvogi og var upp úr því ákveðið að flytja starfsemina í Skútuvoginn þai’ sem það er nú til húsa í sama húsnæði og Halldór Jónsson ehf. Samstarf fyrir- tækjanna Lystadúns-Snælands ehf. og Halldórs Jónssonar ehf. er náið enda eru sömu eigendurnir að þeim báðum. Matsalur starfsfólks er t.d. sameiginlegur og uppákomur á borð við árshátíðir heldur starfsfólkið saman. Einn af eigendum fyrirtækjanna er Agna Jónsson, ekkja Halldórs sem stofnaði Haildór Jónsson ehf. „Hún er orðin 84 ára og kemur hing- að 3-4 sinnum í viku til að hitta fólkið sitt. Hún nýtur mikillar virðingar meðal starfsfólksins," segir Guð- mundur og heyra má að komur hennar efla starfsandann innan fyr- irtækisins og gera lífið skemmti- legra. dýnur með sérstakri mýkt þar sem axlirnar liggja. Þá segir hann að rúmbotnarnir gefi betur eftir á axla- svæðinu en annars staðar m.a. til að vel fari um fólk með breiðar herðar „Latexdýnm-nar eru einstaklega fjaðrandi og latex er eitt allra besta hráefni í dýnur sem völ er á. Lysta- dún-Snæland vona fyrstir til að selja þessa tegund af dýnum hér á Is- landi.“ „Eitt er að sofa,“ segir Guðmund- ur og sýnir hvernig rúmbotnarnir virka, „en annað er að hvfiast. Áður voru það eingöngu aldrað fólk og sjúklingar sem keyptu þessa rúm- botna. Nú kaupir ungt fólk þá ekki síður. Fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir því hversu mikilvægt er að eiga gott rúm.“ Sjálfur segist hann gjarnan hvfla sig eftir erilsam- an vinnudag með því að leggja sig í rúmið sitt og hækka það til fótanna. „Við það slaknar á þreyttum hryggvöðvum og vökvaþrýstingur jafnast. Þá líður úr manni þreytan." . „Við leggjum höfuðáherslu á fag- mennsku, vöruþróun og þekkingu," segir Guðmundur og undirstrikar áhuga starfsfólks fyrirtækisins á við- fangsefni sínu, að þjóna viðskiptavin- um sínum og þróa nýjar og betri vör- ur sem stuðla að bættri heilsu þeirra. „Við hættum ekki fyrr en við- skiptavinurinn hefur fundið lausn sinna mála.“ Samstarf við erlenda dýnuframleiðendur Lystadún-Snæland hefur boðið starfsfólki fyi-irtækja að koma og hlusta á fyrirlestur um dýnur og rúm og að fá síðan sérstaka leiðsögn iðju- þjálfa og annarra sérfræðinga við að velja sér réttu dýnuna. Einnig hafa sjúkraþjálfarar og baksérfræðingar verið í samstarfi við fyrirtækið; haft hönd í bagga með vöruþróun sem og leiðbeint fólki við dýnukaup. „Við erum í samstarfi við stærsta dýnuframleiðanda í Evrópu, Rect- icel. Þeir starfrækja stóra rannsókn- ar- og þróunarstöð þar sem 115 manns starfa. Þar af vinna 12 manns eingöngu við það að þróa og prófa rúmdýnur. Rannsóknar- og þróunar- stöðin er rekin sem sjálfstætt fyrir- tæki. Bæði opinberar stofnanir og keppinautar Recticel eru viðskipta- menn stöðvarinnar. Dýnur eru próf- aðar eftir öllum stöðlum sem til eru svo sem ISO, Möbel Fakta og fleir- um. Recticel er þekkt fyrir þróunar- starf sitt og þeir hafa mikla reynslu m.a. af samvinnu við sjúkrastofnanir. Lystadún-Snæland er þekkt fyrir sérlausnir sínar og þekkingu og þess vegna fórum við út í þetta samstarf. Við erum að þróa dýnur í fiskiskipin í samvinnu við sjómenn og Recticel. Við leggjum til hugvitið og njótum reynslu þeirra,“ segir Guðmundur. Hann minnir á að margir sjómenn standi 6 tíma vaktir í 4-6 vikur sam- fleytt og þurfi að fá góða hvfld. Sjálf- sagt þyki að fjárfesta í dýrum tækja- búnaði í skipin, að ekki sé talað um hvað skipin sjálf kosta, og það sama Eftir Moríu Hrönn Gunnorsdóttur STARFSEMI fyrirtækisins hefur breyst á síðustu 2-3 árum úr því að vera fram- leiðslufyrirtæki í að vera markaðssinnað framleiðslu- og þjón- ustufyrirtæki,“ segir Guðmundur um Lystadún-Snæland en fyrirtækið á hálfrar aldar afinæli nú í ár. Er þá miðað við stofnun annars „forvera" fyrirtækisins, Pétur Snæland. Lystadún-Snæland er líklega þekktast fyrir framleiðslu svamps, gerð svampdýna, svamphúsgagna og ýmissar vöru úr svampi. Fyrirtækið varð til haustið 1991 þegar Lystadún og Pétur Snæland voru sameinuð með það að markmiði „að snúa bök- um saman í baráttunni við mjög breyttar markaðsaðstæður", eins og Guðmundur orðar það. Þá höfðu fyr- irtækin tvö verið keppinautar í áraraðir en jafnframt samherjar enda hafði Lystadún lengi verið stærsti svampkaupandi hjá Pétri Snæland hf. Hafði markaðurinn breyst mjög eftir að Island gekk í EFTA og tollar og vörugjöld af inn- fluttum húsgögnum afnumdir, með þeim afleiðingum að iðngreinarnar húsgagnasmíði og húsgagnabólstrun lögðust nánast af. Þá sem nú voru bólstrarar og húsgagnaframleiðend- ur dyggir viðskiptavinir fyrirtækis- ins. „Samvinna þeirra og Lystadúns- Snælands er órjúfanlegur þáttur í starfsemi fyrirtækisins," segir Guð- mundur og bætir við að á síðustu ár- um hafi vegur húsgagnabólstrara vaxið undir styrkri forystu formanns Meistarafélags bólstara og félaga hans í stjórninni. Áðurnefndar breytingarnar voru unnar í nánu samstarfi við Iðntækni- stofnun, innan verkefnis sem þar var við lýði og hét Frumkvæði og fram- kvæmd. „Sævar Kristinsson var ráð- gjafi okkar og hann hélt í höndina á okkur á meðan breytingarnar áttu sér stað. Þessi samvinna gerði allar breytingarnar mun markvissari,“ segir Guðmundur. Kúnstin er að velja rétta svampinn Nú hefur allri svampframleiðslu verið hætt en svampurinn aftur á móti fluttur inn í stórum blokkum frá Belgíu. Ákvörðunin um að hætta að framleiða svamp var ekki auðveld, ségir Guðmundur, enda hafði fyrir- tækið framleitt svamp í tugi ára. ,Ástæðurnar fyrir því að fram- - leiðslunni var hætt eru eiginlega þrjár. Loftþrýstingur hefur áhrif á hana og vegna lægðagangs yfir land- inu er erfitt' að halda gæðum svampsins jöfnum. Kröfur Evrópu- sambandsins um brunahæfni svampsins og til umhverfisþátta t.d. í sambandi við spilliefni urðu sífellt meiri. Þar að auki er úrval svamps- ins hjá Recticel, sem við kaupum hjá, mjög fjölbreytt og það gerir okkur kleift að leggja áherslu á þróunar- starf fyrirtækisins." Aðalhráefni svamps eru jarðolía og Starfsfólk Lystadúns-Snælands í framleiðslusal fyrirtækisins. Hvfld á nýrri öld VIÐSHPri A3VINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Guðmundur Baldursson fæddist í Reykjavík árið 1959. Þar ólst hann upp, að drjúgum hluta á knattspyrnuvellinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands um tvítugt og hóf störf hjá Halldóri Jónssyni ehf. árið 1985. Hann varð fljót- lega fjármálastjóri fyrirtækisins en tók síðan við framkvæmda- stjórn Lystadúns-Snælands í nóvember árið 1996. Hann hefur tekið þátt í námskeiðum og verkefnum á borð við Útflutnings- aukning og hagvöxtur, sem Útflutningsráð sá um. Guðmundur lék knattspyrnu til fjölda ára og varð Islandsmeistari og bikar- meistari bæði með Val og Fram auk þess sem hann lék með landsliðinu. Þá var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins 1981. Eiginkona Guðmundar er Harpa Gunnarsdóttir hjá starfsmannaþjónustu SPRON og eiga þau þrjár dætur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Baldursson hallar sér á heilsulatexdýnu frammi í versl- un Lystadúns-Snælands. vatn. „Því meira vatn sem notað er því léttari verður svampurinn. Því meira herðir, sem einnig er unninn úr jarðolíu, því stífari verður hann. Gæði svampsins eru háð eðlisþyngd, eðlis- þungur svampur er endingarbetri og fjaðrar betur en léttur svampur. Síð- an eru fjölmargir stífleikar innan hveirar eðlisþyngdar,“ segir Guð- mundur og bætir við: „Svampur er gæðavara, kúnstin er að velja réttan svamp með tilliti til notkunar. Sér- fræðingar Lystadúns-Snælands eru til þess að hjálpa viðskiptavinum að velja rétta svampinn.“ Á undanförnum árum hefur áherslan verið að færast yfir á inn- flutning á svefnherbergisbúnaði allt frá rúmum og stöðluðum stærðum af rúmdýnum til kodda og sængurvera, segir hann. Á sama tíma hefur dreg- ið úr framleiðslu staðlaðrar vöru og er nú svo komið að framleiðslan hef- ur dregist saman frá því að vera um 90% af starfsemi fyrirtækisins í að vera um helmingur hennar. Nútímaþægindi Fyrstu húsgögnin voru sett fram í verslun fyrirtækisins, að Skútuvogi 11 í Reykjavík, um síðustu áramót. Þar eru auk rúma og annars búnaðar í svefnherbergi seldir rafstýrðir og handstillanlegir rúmbotnar sem hægt er að stilla hæðina á, bæði til höfuðs og fóta sem og heilsulatex-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.