Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 34
34 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
Sigurbjörg ÓF.
Anna EA 12 bíður löndunar í Siglufirði.
:v X : 1
tr. i
Magnús Gamalíelsson
útgerðarmaður frá Olafsfirði
Um þessar mundir eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Magnús-
ar Gamalíelssonar útgerðarmanns í Ólafsfírði. Hann var um langt
skeið helsti athafnamaður þar í bænum og lét til sín taka á ýms-
um sviðum, mest þó í sjávarútvegsmálum. Friðrik G. Olgeirsson
segir að þótt hann fæddist með tvær hendur tómar, hafi honum
tekist á 85 ára langri ævi að byggja upp fyrirtæki sem var í hópi
stærstu sjávarútvegsfyrirtækja á Norðurlandi þegar best lét.
Hjónin Guðfinna Pálsdóttir og Magnús Gamalíelsson.
MAGNÚS Gamalíelsson
fæddist að Hraunum í
Fljótum 7. október 1899.
Foreldrar hans voru Gamalíel
Friðfinnsson smiður og Helga Sig-
urlaug Grímsdóttir. Þau bjuggu
fyrst í Fljótum en fluttust árið
1900 til Siglufjarðar. Þar skildi
leiðir ári seinna; Gamalíel fór til
Ameríku en Helga í vinnumennsku
inn í Fljót.
Árið 1907 giftist Helga Sigur-
laug Kristni Jónssyni frá Ólafs-
firði. Þau bjuggu fyrst í Fljótum
en fluttust árið 1915 til Ólafsfjarð-
ar. Magnús fór með þeim og var
hann þá að verða 16 ára gamall.
Þangað kom hann með ýmis áform
um framtíðina. Hann hafði litla
reynslu af sjósókn, hafði farið í
einn róður um fermingaraldur frá
Haganesvík og þá strax lent í
hrakningum. Samt var hugurinn
bundinn sjónum og þar taldi hann
mestu möguleikana vera fyrir sig.
Þorpið í Ólafsfirði var lítið þegar
Magnús kom þangað í fyrsta sinn.
Það var kallað Ólafsfjarðarhorn
eða bara Hom og þar bjuggu 289
manns. Það hafði byrjað að mynd-
ast árið 1883 og allir íbúarnir feng-
ust við að veiða fisk eða verka fisk.
Höfn var engin, aðeins flotbryggj-
ur sem settar voru fram á vorin.
Útgerð var því bundin við litla báta
sem auðvelt var að setja á land.
Þetta var landnemaþorp og margir
fyrstu landnemamir enn á lífi.
Árið 1917 fékk Magnús skiprúm
hjá Þorvaldi Sigurðssyni sem þá
var meðal helstu sjósóknara í Ólafs-
fjarðarhomi og formaður á vélbátn-
um Garðari. Magnús reri alls fimm
vertíðir með Þorvaldi og taldi hann
vem sína með honum hafa verið á
við besta skóla í sjómennsku.
Árið 1922 varð Magnús formað-
ur á vélbátnum Göngu-Hrólfi.
Hann var um átta lesta súðbyrð-
ingur og mest var fiskað með fær-
um ogá línu.
Árið 1928 hóf Magnús sína eigin
útgerð með því að hann keypti átta
tonna bát sem hét Barði. Meðeig-
andi hans var Gunnar Guðlaugs-
son frá Akureyri.
Vegna hafnleysunnar í Ólafsfírði
var þar. aðeins sumarútgerð, á
vetmm var útgerð engin og at-
vinnulíf því að mestu í dvala. Minni
bátamir vora settir á land heima
en þeir stærstu naustaðir á Akur-
eyri. Haustið 1928 tóku þeir Magn-
ús Gamalíelsson og Guðmundur
Guðmundsson upp á því að gera út
frá Siglufirði til þess að lengja ver-
tíðina en þar var góð höfn. Heppn-
aðist þessi tilraun svo vel að ýmsir
fleiri tóku þetta upp um tíma.
Árið 1930 eignaðist Magnús vél-
bátinn Einar Þveræing EA 537.
Hann var tólf tonn og smíðaður úr
eik og fum það ár á Akureyri.
Sama ár var í fyrsta sinn gerð sú
tilraun að senda stærstu bátana
suður á land á vertíð frá janúar til
aprílloka í stað þess að hafa þá
verkefnislausa. Varð það upp frá
því mjög algengt allt til ársins
1966 og fylgdi margt verkafólk
með suður í atvinnuleit. Magnús
gerði sér grein fyrir því hve skað-
legt þetta var fyrir vöxt Ólafsfjarð-
ar og þess vegna barðist hann öt-
ullega fyrir gerð hafnar í bænum.
Hann var með Einar Þveræing til
ársins 1933. Þá fór hann í land og
sinnti upp frá því stjórnunarstörf-
um. Árið 1937 keypti Magnús mun
stærra skip, Önnu EA 12. Hún var
28 tonn og gerð út á línu, færi og
sfld. Átti hann þá orðið tvö skip.
Fjórði áratugurinn var erfiður
íyrir sjávarútveginn í landinu. Á
stríðsámnum, 1939-1945, safnaðist
flestum útgerðum fé en þá var end-
urnýjun skipastólsins samt nánast
engin vegna þess að ófriðurinn tor-
veldaði samskipti þjóða. Þegar
stríðinu lauk fóm því margir út-
gerðarmenn að huga að endurnýj-
un báta sinna. í þeim hópi var
Magnús Gamalíelsson. Hann seldi
báða báta sína en lét þess í stað
smíða fyrir sig nýtt skip á Akur-
eyri. Það var sjósett árið 1946 og
skírt Einar Þveræingur ÓF 1.
Hann var 64 tonn. Meðeigandi
Magnúsar var Ásgeir Frímannsson
en seinna keypti Magnús hlut
hans. Á þessum ámm, 1947-1956,
var Magnús líka framkvæmda-
stjóri og stærsti hluthafinn í Hauk-
um hf., sem átti og gerði út Hauk 1.
ÓF 5, sem var 102 tonn. Bæði voru
þessi skip hefðbundnir vertíðarbát-
ar, útbúin til línuveiða, færaveiða
og sfldveiða, og um líkt leyti og þau
komust í gagnið voru Norðlending-
ar að þreifa fyrir sér með togveið-
ar. Árið 1950 voru þær bannaðar
innan fjögurra mílna landhelgi og
kom það í veg fyrir umtalsverðar
togveiðar frá Ólafsfirði og flestum
öðrum stöðum fyrir norðan allt
fram til loka sjöunda áratugarins.
Á sjötta áratugnum var langvar-
andi aflatregða á gmnnmiðum fyr-
ir norðan og því átti bátaútgerð
víða í vök að verjast vegna tap-
reksturs. Sfldveiðar bmgðust að
miklu leyti líka og af þessum sök-
um ríkti stöðnun í útgerð Norð-
lendinga fram um 1960 og atvinna
var víða mjög stopul. Á þessu tíma-
bili reyndu bæði Magnús Gamalí-
elsson og ýmsir fleiri útgerðar-
menn í Ólafsfirði að fá keyptan tog-
ara til bæjarins. Sú viðleitni bar
lengi engan árangur en svo fór þó
að lokum árið 1955 að ýmsir aðilar í
Ólafsfirði, á Sauðárkróki og Húsa-
vík stofnuðu hlutafélagið Norð-
lending sem gerði út togarann
Norðlending ÓF 4 í fímm ár. Þetta
var 660 tonna nýsköpunartogari.
Magnús var einn stærsti hluthaf-
inn í Ólafsfjarðardeild félagsins.
Magnús hóf fiskverkun um líkt
leyti og hann byrjaði útgerð sína.
Á þeim ámm verkuðu Ólafsfirð-
ingar mestan hluta afla síns í salt
en einnig töluvert í skreið. Fiskur-
inn var ýmist sólþurrkaður eða
seldur blautverkaður. Árið 1950
fékk Magnús lóð nyrst í Ólafsfirði
til að reisa þar svokallað þurrkhús
sem tók til starfa árið 1955. Þar
fór verkun og þurrkun saltfisksins
fram undir einu þaki og voru slík
hús þá ný af nálinni hér á landi. Á
sama tíma hóf Magnús rekstur
saltfiskverkunar í Keflavík í félagi
með Halldóri Kristinssyni, hálf-
bróður sínum. Fyrirtækið hét
Þristur sf. og starfaði í fimm ár.
Árið 1935 stofnuðu nokkrir út-
gerðarmenn í Ólafsfirði Síldarsölt-
unarfélagið og var Magnús þar í
forustusveit og framkvæmdastjóri
félagsins frá stofnun þess til ársins
1941. Sex árum seinna stofnaði
hann söltunarstöðina Jökul hf. og
var fyrirtækið starfrækt allan
þann tíma sem síldarsöltun var
stunduð í Ólafsfirði.
Laust fyrir 1960 komu fram ný
sjónarmið meðal útgerðarmanna.
Þá ýttu þeir um stund áformum
um togarakaup til hliðar en töldu
þess í stað hagkvæmustu leiðina til
að auka atvinnu í bænum vera þá
að kaupa 100-200 tonna togbáta.
Magnús mddi leiðina. í janúar
1960 kom frá Noregi 94 tonna stál-
skip, Guðbjörg ÓF 3, sem hann
hafði látið smíða þar fyrir sig.
Sama ár stofnaði hann ásamt þeim
Sigurði Baldvinssyni og Sigvalda
Þorleifssyni hlutafélagið Þrist. Til-
gangur félagsins var sá að kaupa
og gera út skipið Ólaf Bekk sem þá
var verið að ljúka við að smíða í
Noregi. Ólafur var 155 tonna stál-
skip. Þriðja stálskipið sem keypt
var til Ólafsfjarðar árið 1960 var
Sæþór ÓF 5, systurskip Ólafs
Bekks. Þar átti Magnús enn hlut
að máli. Eigandi skipsins var