Morgunblaðið - 17.10.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 35
Aðstæður voru frumstæðar í Ólafsfirði á þeim árum er Magiiús byijaði að róa þaðan laust fyrir 1920.
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. en
Magnús var einn af eigendum þess
fyrirtækis og hafði verið fyrsti
framkvæmdastjóri þess. Fleiri út-
gerðarmenn komu í kjölfarið og á
tiltölulega stuttu tímabili var floti
Ólafsfirðinga endurnýjaður.
Á þessum árum sköpuðust líka
ný viðhorf hjá Magnúsi varðandi
atvinnureksturinn í landi. Hann
lagði á ráðin um að breyta þurrk-
húsi sínu í hraðfrystihús og auka
þar með umsvif sín enn frekar.
Hann byggði við þurrkhúsið og um
miðjan júlí 1962 tók hraðfrystihús-
ið til starfa. Var fyrirtæki hans þá
orðið það stærsta í Ólafsfirði og
jafnframt eitt stærsta sjávarút-
vegsfyrirtæki í einkaeign á Norð-
urlandi.
Þegar leið á sjöunda áratuginn
fjarlægðist síldin landið meira og
meira. Sfldveiðiflotinn þurfti því að
sækja lengra en áður. Þeir útgerð-
armenn sem halda vildu veiðunum
áfram urðu að kaupa stærri skip.
Magnús var einn þeirra sem það
gerðu. Hann samdi við Slippstöðina
á Akm-eyri um smíði 346 tonna
skips. Það hlaut nafnið Sigurbjörg
ÓF 1 og var hún stærsta skipið sem
þá hafði verið smíðað hér á landi.
Eftir hrun síldveiðanna árið
1968 varð útgerðarmönnum það
fljótlega ljóst að landsmenn
myndu byggja afkomu sína á
þorskveiðum á næstu árum. Á
sarha tíma var að koma fram ný
gerð togara, skuttogarar. Þeir
þóttu marka mikið framfaraspor
og á skömmum tíma skapaðist
mikill áhugi meðal útgerðarmanna
að kaupa slík skip.
Ólafsfirðingar eignuðust sinn
fyrsta skuttogara árið 1973. Það
var Ólafur Bekkur ÓF 2 sem Út-
gerðarfélag Óláfsfjarðar hf. lét
smíða í Japan. Hraðfrystihús
Magnúsar Gamalíelssonar var
einn af stærstu hluthöfunum í
þessu fyrirtæki. í maí 1979 lauk í
Slippstöðinni á Akureyri smíði
þriðja skuttogarans sem Ólafsfirð-
ingar ejgnuðust. Það var Sigur-
björg ÓF 1, 499 lesta skip og
stærsta fiskiskipið sem byggt
hafði verið hér á landi. Kaupand-
inn var Magnús Gamalíelsson hf.
Þetta var fimmta Akureyrarskipið
sem Magnús eignaðist. Líklega
eru þeir fáir, ef nokkrir, íslenskir
útgerðarmenn sem sýnt hafa inn-
lendri skipasmíð jafnmikið traust
og velvilja og Magnús Gamalíels-
son gerði. Þegar hér var komið
sögu var Magnús orðinn áttræður
og búinn að stofna hlutafélag um
reksturinn fyrir sjö árum. Vegna
aldurs voru tveir yngri synir hans
farnir að láta starfsemi fyrirtækis-
ins sífellt meira til sín taka, þeir
Svavar Berg og Sigurgeir.
Magnús Gamalíelsson var
vinnusamur maður. Hann gekk
snemma til starfa á hverjum degi
og átti atvinnureksturinn hug hans
allan. Ófáar voru ferðirnar niður á
bryggju og alltaf var opið fyrir
bátabylgjuna í útvarpinu. Hann
var vel meðalmaður á hæð, grann-
vaxinn og svipmikill og einn af
þeim sem eftir var tekið. Hann
þótti skapmaður en jafnframt
kunni hann að stjóma skapi sínu.
Hann var kröfuharður en að sama
skapi hreinskiptinn og rausnarleg-
ur. Hann lét sig margt annað
varða en útgerð og fiskvinnslu.
Hann var formaður Fiskifélags-
deildarinnar í Ólafsfirði 1936-1938
og 1943-1951. Um áratugaskeið
átti Magnús sætý í ýmsum nefnd-
um á vegum Ólafsfjarðarbæjar
fyrir sjálfstæðismenn.
Langmikilvægust fyrir byggðar-
lagið vora störf hans í hafnamefnd
en hann var lengi foiinaður hennar.
Hafnargerð hófst í Ólafsfirði árið
1943 og reyndist gerð hennar bæði
61410314 og dýrari en ráð var fyrir
gert. Mæddi framvinda málsins
mikið á Magnúsi og Ásgrími Hart-
mannssyni bæjarstjóra. Einnig má
hér geta starfa hans í rafveitunefnd
þegar Garðsá var virkjuð og á ár-
unum 1946-1950 var hann varamað-
ur í bæjarstjóm og sat þá fjöl-
marga fundi. Þá átti Magnús sæti í
stjórnum stofnana í bænum og fé-
laga, var t.d. í stjórn Sparisjóðs
Ólafsfjarðar á áranum 1958-1974
og formaður stjómar 1961-1974.
Utan Ólafsfjarðar tók Magnús
líka þátt í félagsmálastarfsemi
enda varð hann þekktastur ólafs-
firskra athafnamanna. Hann átti
sæti á þingum Sambands fiskifé-
lagsdeilda Norðlendingafjórðungs
1933-1973, þar af í stjórn sam-
bandsins 1965-1973 og formaður
síðustu fjögur árin. Hann sat á
Fiskiþingi 1942-1973. Hann var
lengi stjórnarformaður Vélbáta-
tryggingar Eyjafjarðar og í stjórn
Útvegsmannafélags Norðurlands
1963-1965. Þá átti hann sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
til Alþingis. Meðan Magnús sat á
Fiskiþingum fór allur sá tími sem
hann mátti missa frá þingstörfum í
það að heimsækja stofnanir í
stjórnkerfinu sem gátu haft áhrif á
framvindu framfaramála Ólafs-
fjarðar. Var hann þá að tala máli
hafnargerðar, raíveitu og ýmissa
atvinnufy-irtækja. Fékk hann
þann dóm að hann hafi „flutt mál
sitt af slíkum sannfæringarkrafti,
að mönnum hlaut að skiljast hin
bi-ýna nauðsyn". Einnig þurfti
hann oft að sinna málum eigin út-
gerðar og heimsækja vini og kunn-
ingja. Þvi var ávallt í mörg horn að
líta í Reykjavíkurferðunum sem
urðu margar með árunum. I einni
slíkri laust fyrir miðja öldina fór
Magnús að hitta Svein Guðmunds-
son forstjóra vélsmiðjunnar Héð-
ins. Hann hafði fengið reikning frá
fyrirtækinu vegna viðgerðar á vél
Einars Þveræings sem honum
þótti ansi hár. Voru þeir forstjór-
inn og Magnús málkunnugir.
Fundur þeirra í Héðni lýsir þeim
báðum vel, karakter þeirra og
lyndiseinkennum:
„Sæll Magnús minn,“ sagði
Sveinn og bauð útvegsmanninum
sæti á skrifstofu sinni. Það var
þungt í Ólafsfirðingnum en hann
tók kveðju forstjórans samt vel og
settist í sófann. Sjálfur settist
Sveinn með krosslagða fætur í stól
á móti Magnúsi. Síðan tóku þeir tal
saman og ræddu landsins gagn og
nauðsynjar í langan tíma. Hvorag-
ur braut ísinn með því að minnast á
reikninginn sem þó var tilefni fund-
arins. Efth- um klukkustund kvödd-
ust þeir með virktum og um leið og
Magnús gekk út af skrifstofunni
sagði Sveinn: „Við leysum svo mál-
ið með reikninginn, Magnús minn.“
Magnús var gerður að heiðurs-
félaga Vélbátatryggingar Eyja-
fjarðar árið 1973 og árið 1969 var
hann sæmdur riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu. Árið 1977
var hann kjörinn heiðursborgari
Ólafsfjarðar og árið 1981 var hann
sæmdur stórriddarakrossi.
Sama ár og Magnús hóf útgerð-
arferil sinn kvæntist hann Guð-
finnu Pálsdóttur frá Ulugastöðum í
Fljótum. Þau eignuðust fimm
börn: Helgu, Ásdísi, Gunnar,
Svavar Berg og Sigurgeir. Guð-
finna var mikil sómakona og heim-
ili þeirra hjóna á Bjargi þekkt fyr-
ir smekkvísi og rausnarskap.
Magnús Gamalíelsson lést 3. janú-
ar 1985. Á starfsæfi hans höfðu
orðið ótrúlega miklar breytingar í
Ólafsfirði og hafði hann lagt þar
mikið af mörkum, líklega manna
mest mundu margir segja. Bærinn
hafði stækkað mikið og íbúarnir
vora orðnir um 1.200. Ólafsfjörður
var ekki lengur lítið fiskveiðiþorp
heldur einn öflugasti útgerðarbær
landsins.
Höfundur er sagnfræðingur.
Fást íbyggingavöruverslunum um land allt
Stflhrein
og vönduð hreinlætistæki
Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera.
Innbyggt frárennsli auðveldar þrif.
Tvívirkur skolhnappur, hægt er
að velja um 3ja eða 6 lítra skol.
Ifö - Sænsk gæðavara
^íiiiOmCfc
TCÍÍGI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
VESTUR Á
SKAGAGRUNN
Um 1930 komu oft vorhlaup
en svo voru miklar fiskigöngur á
grunnmið kallaðar. Það gerðist í
síðasta sinn vorið 1932 og stóð
stutt, aðeins í um tvær vikur. Þá
fór Magnús í róður sem lengi
var í minnum hafður. Vanalega
hafði hann þann háttinn á að
hann færði sig á nýjar veiði-
stöðvar þegar hann fékk minna
en aðrir, jafnvel á staði sem
hann þekkti ekki af eigin raun.
Nokkrum dögum fyrii' uppstign-
ingardag voru Ólafsfjarðarbát-
arnir að veiðum vestur af Töng-
unum. Þegar þeir komu í land
kom í ljós að Einar Þveræingur
var með minnstan afla. Magnús
var ekki ánægður með það og
fór að velta því fyrir sér hvert
hann ætti að sækja næst. Hann
hafði lengi verið að íhuga að róa
vestur á Skagagrunn og
snemma morguns tveimur dög-
um fyrir uppstigningardag sat
hann í eldhúsinu heima á Bjargi
með sjókortið fyrir framan sig
og mældi ýmsar sjóleiðir. Dag-
inn eftir átti að ferma Halldór
bróður hans og því hafði Magn-
ús lofað móður sinni að vera í
landi. En hann stóðst ekki mát-
ið. Það var blíðalogn og gott sjó-
veður. Á sjóinn varð hann að
fara. Magnús gerði þeim Krist-
mundi, Tryggva og Jóni viðvart
og á skömmum tíma var allt
gert klárt. Þegar Tryggvi var
búinn að hita kaffi sagði Magnús
félögum sínum að nú væri ferð-
inni heitið vestur á Skagagrunn.
Körlunum svelgdist á kaffinu.
„Vestur á Skagagrunn“, endur-
tóku þeir eftir formanni sínum.
Þeir höfðu óljósa hugmynd um
það að þangað væru 50 mílur og
vissu að svo langt hafði enginn
bátur frá Ólafsfirði sótt. „Já á
Skagagrunn", svaraði formaður-
inn hinn rólegasti.
Einar Þveræingur gekk sjö
mflur og vélstjórinn hlífði vél-
inni í engu. Þegar þeir komu
vestur var komið austan hríðar-
veður. Magnús lagði línuna eins
og formanna var siður en þegar
hann var hálfnaður ákvað hann
að leggja ekki meira. Þá var
bara að bíða í tvær klukkustund-
ir meðan sá guli var að bíta á
agnið. Magnús fór fram í lúkar
og lagði sig en sofnaði ekki. Það
eina sem hann óttaðist var að
hákarl skæri líhuna í sundur.
Þegar byrjað var að draga lín-
una á harða ganginum var allt
pikkfast. Karlinn bölvaði heitt
og innilega og hélt að hákarlinn
væri búinn að skella. Svo kom
steinninn upp úr og allt í einu
sér skipshöfnin að línan flýtur
upp. Þóttist formaðurinn þess þá
fullviss að hákarlinn hefði skellt
línuna. En áður en langt um leið
áttaði hann sig á því að það var
risaþorskur á hverjum einasta
öngli að heita mátti. Þegar þeir
félagar höfðu náð aflanum um
borð iagði Magnús bjóðin sem
ólögð voru en bjóst þó varla við
jafnmiklum afia. En allt fór á
sömu leið, ekki færri en 100
púraþorskar voru á hverjum
stokk. „Það eina sem þið getið
gert drengir“, sagði formaður,
„er að fara niður í lest og reyna
að plokka eitthvað af skilrúmun-
um upp úr henni.“ Tryggvi,
Kristmundur og Jón gerðu það
sem fyrir þá var lagt og skil-
rúmin settu þeir á dekkið og
innan stundar voru þau orðin
full af fiski. En svo mikill var
aflinn að ekki dugði að setja
hann í Iest og á dekkið. Hvað
átti að gera við þann fisk sem
ekki komst fyrir? Þeir félagar
dóu ekki ráðalausir því lúkarinn
var eftir. Fáheyrt er að sjómenn
noti vistarverur sínar fyrir afla
en nauðsyn brýtur lög. Það varð
einfaldlega að gera það að þessu
sinni og þegar loks var búið að
koma öllum afianum fyrir náði
hann upp að efri kojum!
Vanalega stóð vélstjóri land-
leiðina en svo drekkhlaðinn var
báturinn að Tryggvi treysti sér
ekki til þess og bað Magnús að
gera það að þessu sinni. Magnús
svaraði því til að sér hefði ekki
dottið annað í hug. Einar fór vel
með sig og heimleiðin gekk vel.
Þegar heim kom voru þeir búnir
að vera 44 klukkustundir í túrn-
urn og svo stóð á að fólkið var að
koma úr kirkjunni. Var það
samdóma álit manna að þetta
hafi verið mesti afli úr einum
róðri fram að því í Ólafsfirði.
Opið í dag frá kl. 13-17
Barnaskór í úrvali
Póstsendum samdægurs
Kringlunni, 1. hæð,
sími 568 9345.
Teg. 5000
Litir: Svartir og gráir
St. 23-35
Verð 4.390
Teg. 888
Litir: Rauðir m/bláu og gulu,
bláir m/rauðu og gulu
St. 23-32
Verð 3.995