Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 36

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 36
36 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Heimur versnandi fer,“ segir máltækið og að ýmsu leyti hittir það naglann á höfuðið. Ýmsir hafa bent á að þess háttar öfl séu í gangi á jörðinni að innan fárra áratuga verði vart aftur snúið og jörðin verði þánaumast byggileg. I lok síðasta árs hóf 31 íslenskt sveitarfélag þátttöku í samstarfsverkefni umhverfís- ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um svokallaða „Staðardagskrá 21“. Guðmundur Guðjónsson kannaði hver tilurð þessa er og hvað menn telja að gerist næst. Morgunblaðið/RAX Sjálfbær nýting auðlinda felur m.a. í sér virðingu og nærgætni við náttúruna. Myndin er af Snæfellsjökli, tákni Snæfellsbæjar. SNÆFELLSBÆR RÍÐUR Á VAÐIÐ GUÐLAUGUR Bergmann í Snæ- fellsbæ er verkefnisstjóri átaksins um Staðardagskrá 21 í Snæfellsbæ og hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri seinna vænna að tekið væri til hendinni? því tíminn gerðist mjög naumur. „Það sem þarf að gera er að skapa alveg nýjan lífsstíl og það þarf að vera alger sátt um það. Sem aldrei fyrr er þörf á því að menn séu og vinni samstiga að góðu málefni." Guðlaugur vitnaði síðan í bók eftir Paul Hawken rít- höfund, umhverfisverndarsinna og viðskiptajöfur í Kalifomíu, sem væntanlegur er til Islands næsta vor á vegum Umhverfisvemdar- samtaka Islands, „The Ecology of Commerce", með undirtitilinn „A Declaration of Sustainability", og sagði að: „Endanlegt markmið við- skipta væri ekki, eða ætti ekki að vera, einfaldlega að græða pen- inga. Viðskipti eru heldur ekki kerfi sem býr til og selur hluti. Fyrirheit viðskipta er að auka al- menn þægindi mannkynsins með þjónustu, skapandi uppfinningum '«g siðfræðilegri heimspeki. Að þéna peninga peninganna vegna er gersamlega þýðingarlaust og ófull- nægjandi eltingarleikur í hinum margslungna og hnignandi heimi sém við búum í. Við stöndum á jafnvægislausum og ógnvekjandi krossgötum í hinum iðnvædda þeimi.“ Guðlaugur Bergmann Kristinn Jónasson Samstarfsverkefni 31 sveitarfélags, Sambands ís lenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytis um „Staðardagskrá 21“ Þetta segir Hawken og er hverju orði sannara. Við hjónin höfum tekið þátt í að koma á fót svona sjálfbæru samfélagi undir Jökli síðustu árin, en eftir þennan lestur fór ég í hálfgert þunglyndi og sagði við Guðrúnu konu mína hvort við ættum ekki bara að gef- ast upp á þessu öllu saman og steypa okkur út í hrunadansinn. Þetta er hvort eð er von- laust mál. En hún svaraði af stóískri ró að við skyldum halda haus og það er rétt, það liggja möguleik- ar í þessu fyrirbæri, „Staðardagskrá 21“ og ómetanlegt er að geta gengið fram með góðu fordæmi þegar um heilt sveit- arfélag er að ræða. Ég fæ því ekki með orðum lýst hversu mikilvægt mér finnst að bæjar- stjómin skuli taka þessa ákvörðun, því eftir höfðinu dansa limirnir. Um það var einmitt mikið deilt á ráðstefnu sem um- rædd sveitarfélög héldu í Rúgbrauðs- gerðinni í vor og um tíma var ég einn á móti öllum með þá skoðun að breytingin yrði að koma að ofan. Aðrir vora á því að breytingin yrði að koma frá grasrótinni, en mér varð það til happs að þarna var ís- lenskur ráðgjafi og sérfræðingur í þessum málum sem lengi hefur búið í Svíþjóð. Hann tók til máls og sagði að fyrir áratug hefði hann fallist á grasrótarkenninguna, en í dag væri ljóst að líklegra til árang- urs væri að koma breytingunum á ofan frá,“ segir Guðlaugur. Hrunadansinn í bók Pauls Hawken, sem Guð- laugur vitnaði í, eru nefnd dæmi um hrunadansinn sem Guðlaugur kallar svo. Lítum á dæmi. - Á hverjum degi taka bændur okkar (Norður-Ameríka) 20 billjón fleiri gallon (3,785 1 í galloni) af vatni úr jörðinni en rigningin skilar til baka. Ogalala Aquifer, á sem renn- ur neðanjarðar undir Sléttunum miklu í Bandaríkjunum og er mesta ferskvatnsá á jörðinni, mun þurrkast upp innan þrjátíu til fjörutíu ára miðað við núverandi vatnsnotkun. Á heimsvísu tapast 25 billjón tonn af gróðurmold á hverju ári sem er álíka magn og á öllum hveitiökrum Ástralíu." Þannig mætti lengi halda áfram, listinh er langur og kemur inn á fjölmörg svið og Hawken segir að valkostir aðila í viðskiptaheiminum séu aðeins tveir, annar er að helga sig endurreisnar- og uppbygging- arstarfi, hinn er að stíga skrefið til fulls og steypa samfélaginu í glöt- un. „Staðardagskrá 21“ fæddist á Rió-ráðstefnunni vorið 1992. Full- trúar 179 þjóða samþykktu þá ályktun þar að lútandi, en í henni felst að sérhvert ríki skal gera áætlun um þróun mála fram á næstu öld. Áætlunin taki til vist- fræðilegra og félagslegra þátta og hafi markmiðið um sjálfbæra þró- un að leiðarljósi. I 28. kafla ályktunarinnar er fjallað um hlutverk sveitarstjórna. Þar stendur að „sem það stjórn- vald sem næst er fólkinu gegni það þýðingarmiklu hlutverki við að mennta og hvetja almenning á leið til sjálfbærrar þróunar". Þar segir enn fremur að „á árinu 1996 ættu allar sveitarstjórnir, í samráði við íbúana á hverjum stað, að hafa komið sér upp staðardagskrá fyrir samfélagið". Námskeiðið Eins og fram kom í inngangi þessa pistils, setjast nú helstu embættismenn heils bæjarfélags á bekk og taka þátt í námskeiði sem á að undirbúa framsóknina. Nám- skeiðið byggist á Phoenix-nám- skeiðinu - leiðin til árangurs, eftir Brian Tracy, sem Fanný Jón- mundsdóttir hefur staðið fyrir síð- ustu árin. Hún heldur einmitt utan um námskeiðahaldið ásamt Stefáni Gíslasyni sem er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 fyrir landið allt og saman hafa þau Fanný og Stef- án lagað efni Phoenix-námskeið- anna að verkefninu sem nú um ræðir. Að sögn Guðlaugs Bergmanns felst hluti af námskeiðinu í því að hver einstaklingur setur sér mark- mið, sem byggð verða á staðardag- skránni og þáttum úr Phoenix- námskeiðinu, en það byggist á sál- fræði til árangurs, sjö huglægum lögmálum, að leysa hæfileika úr læðingi og orkuverið í undirmeð- vitundinni, að ná tökum á lífi sínu, að útrýma neikvæðum tilfinning- um, að losa um hemlana, að virkja áhyggjubanann, að stilla hugann inn á velgengni, að breyta sjálfs- vitundinni, að byggja upp nýjar huglægar hefðir, hugbúnað fyrir heilann, hraðnámstækni, slökun með tónlist, fimm lykilatriði í að setja sér markmið, tólf þrep til að ná markmiðum sínum, að skipu- leggja tíma sinn, að tvöfalda hæfi- leika heilans, að ýta við innri hæfi- leikum, tækni við skapandi lausn vandamála, að auka orku sína, að skilja hlekkinn sem tengir líkama og sál, að eyða streitu og spennu, að þroska persónuleika til vel- gengni, að byggja upp úrvals sam- bönd, að ala upp ofurmenni og að finna tilganginn með lífinu.“ Stilla saman strengi Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagði í samtali við Morgunblaðið að almennt væri til- hlökkun og jákvæði í hópnum að taka þátt í umræddu verkefni. „Við viljum og eigum að horfa til framtíðarinnar og náttúran á að njóta vafans. Við verðum að átta okkur á því hvert stefnir í framtíð- inni og kannski má segja að nú fari í hönd svona hálfgerð stefnumót- un. Hins vegar er ómögulegt að segja nákvæmlega til um hvað gerist næst. Við lítum á þetta námskeiðahald sem skref í áttina og með því munu strengir verða stilltir sam- an, enda skiptir nú miklu að menn sýni samstöðu gagnvart málefninu. Þetta er mikilvægt skref, það er með því verið að koma mönnum í skilning um hvað þarf að takast á við á komandi árum. Það er mikið fylgst með því sem er í gangi, þó að við í Snæfellsbæ ríðum á vaðið þá eru mörg önnur sveitar- og bæjarfélög með í verk- efninu og hinar ýmsu nefndir sem eru að störfum setja efni sitt jafn- óðum inn á vef sem Stefán Gísla- son verkefnisstjóri stjórnar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.