Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 37
SKOÐUN
FYRIR stuttu voru
vextir hækkaðir hér-
lendis og það í fjórða
skipti á þessu ári. Þess-
ar aðgerðir sýna að
Seðlabankinn hefur nú
fengið meira svigrúm
en áður til þess að við-
halda fóstu gengi og
stöðugu verðlagi, sem
eiga að teljast markmið
íslenskrar peninga-
málastefnu. En oln-
bogarými er ekki það
sama og sjálfstæði.
Öfugt við það sem ger-
ist í flestum vestrænum
ríkjum er Seðlabanki
íslands enn undir
beinni stjóm stjórnmálamanna, sem
geta tekið í tauminn hvenær sem er.
Þetta skapar þá áhættu að lang-
tímahagsmunir verði látnir víkja
fyrh- skammtímasjónarmiðum og
gengisfellingu. Ef Seðlabankanum
yrðu veitt ákveðin markmið og frelsi
til þess að fylgja þeim eftir mundi
tvennt vinnast. Stöðugleiki yrði
greyptur inn í stofnanir og lög
landsins og flöktir ekki eftir kosn-
ingaúrslitum. í öðru lagi myndi
sjálfstæði auka trúverðugleika í
peningamálum, lækka vaxtastig í
landinu og þar með bæta lífskjör.
Núverandi uppsveifla, og svo niður-
sveifla ef að líkum lætur, er að
mörgu leyti prófraun fyrir krónuna í
nýju umhverfi þar sem fjármagns-
straumar eru frjálsir. I raun hafa Is-
lendingar aðeins tvo kosti. Hinn
íyrri að hafa trúverðugan gjaldmiðil
sem lýtur sjálfstæðri peningamála-
stjóm og verður ekki gengisfelling-
um að bráð. Hinn seinni er að ganga
í myntbandalag Evrópu og láta
sjálfstæðan seðlabanka í Frankfurt
tryggja traustan gjaldmiðil fyrir
þjóðina.
Stjórnmálamenn og seðlabankar
I flestum vestrænum ríkjum hef-
ur það gefið besta raun fyrir verð-
stöðugleika að seðla-
bankir séu sjálfstæðir.
Sem dæmi má nefna að
Bill Clinton ræður
engu um vaxtahækk-
anir í Bandaríkjunum,
fremur en leiðtogar
Evrópu munu ráða
peningastefnu á Evr-
ópska myntsvæðinu. A
Islandi hins vegar
ræðst peningamála-
stefna enn af duttlung-
um stjómmála þar sem
lagaumgjörð Seðla-
bankans er enn svipuð
og hún var á tímum
verðbólgu og fjár-
magnshafta. Stjóm-
málamenn era aðeins kosnir til
skamms tíma í senn og gerðir þeirra
mótast af því. Aðgerðir til þess að
viðhalda stöðugleika, vaxtahækkan-
ir og samdráttur í útlánum, geta
verið mjög sársaukafullar. Þær geta
lýst sér í fjölgun gjaldþrota og
auknu atvinnuleysi, en bera aðeins
ávöxt eftir nokkum tíma. Þess
vegna gætu stjómmálamenn skirrst
við að beita nauðsynlegum aðgerð-
um, a.m.k. þegar líður að kosning-
um. Hins vegar, með því að gera
Seðlabankann sjálfstæðan er þess-
ari hættu bægt frá. Þá geta orðið
sviptingar á sviði stjómmála,
mannaskipti, eða stjómarskipti, án
þess að nokkur þurfi að óttast efna-
hagslegar kollsteypur.
Mikilvægi
trúverðugleika
Smáar þjóðir þurfa yfirleitt að
þola hærri vexti sem gjald fyrir það
að hafa sína eigin mynt, og sérstak-
lega ef þær era þekktar af gengis-
fellingum. Vextir era til dæmis
hærri í Kanada en í Bandaríkjunum
jafnvel þótt efnahagslíf þessara
ríkja sé nátengt því Kanadadalur
hefur ótrúverðugt verðmæti. Þess
vegna eru hærri vextir nauðsynlegir
til þess að launa fólki fyrir að eiga
Umbætur á íslenskum
fjármagnsmarkaði eru
aðeins hálfkaraðar,
.j
segir Asgeir Jónsson.
Við höfum frelsi en
ekki öryggi.
innstæður í kanadískum bönkum
fremur en bandarískum.
Peningamálahagfræði á það sam-
eiginlegt með guðfræði að trúin
skiptir öllu. Peningaseðlar era að-
eins pappírar og hafa ekkert verð-
gildi nema sú trú fylgi þeim að aðrir
muni taka þá gilda. Islensk pening-
málastefna felst í því að tryggja
verðmæti íslenskra peninga hér inn-
anlands með því að halda verðbólgu
í skefjum, en jafnframt að tryggja
fast verðgildi krónunnar miðað við
vegið meðaltal erlendra gjaldmiðla.
Þetta kallast fastgengisstefna sem
stjómvöld hafa fylgt frá árinu 1989,
ef undan eru skildar tvær gengisfell-
ingar árið 1992 og 1993. Seðlabank-
inn er síðan skuldbundinn til þess að
kaupa og selja krónur fyrir erlendan
gjaldeyri á þessu fasta gengi. Gjald-
eyrisforði Seðlabankans er hins veg-
ar takmarkaður. Ef landsmenn fara
að efast um gengi krónunnar munu
þeir sækjast eftir erlendum gjald-
eyri og selja krónur. Seðlabankinn
getur aðeins staðist slíkt áhlaup í
skamman tíma og gæti aðeins
bragðist við með vaxtahækkunum
eða gengisfellingu. Háir vextir verð-
launa þá sem eiga krónur í banka
eða verðbréfum, og letja kaup á er-
lendum myntum með lægri arðsemi.
Hér er því ákveðið lögmál. Arðsemi
bætir upp áhættu og því minni trú-
verðugleiki, þeim mun hærri vextir.
Tap á trúverðugleika getur gerst
mjög hratt, en oftast fylgir einhver
aðdragandi þar sem efasemdir safn-
ast upp hægt og bítandi, jafnframt
því sem vextir þokast upp. Sum lönd
erlendis hafa orðið að verja ótrú-
verðugt gengi með gífurlegum
vaxtahækkunum sem oft hafa hlaup-
ið á tugum prósenta. En ef ríki láta
undan og fella gengið lækka vextir
fyrst í stað, en afleiðingin er oftast
varanlegt tap á trúverðugleika sem
lýsir sér í miklum vaxtamun við út-
lönd til lengri tíma.
Trúverðugleiki krónunnar
Trúverðugleiki skiptir meira máli
fyrir íslendinga nú en áður, því frá
árinu 1995 hafa fjármagnsflutningar
við útlönd verið frjálsir. Fyrir þann
tíma var fólk hindrað í því að kaupa
gjaldeyri í stóram stíl og þess vegna
var ekki þörf á vaxtahækkunum til
þess að verja gengið. Nú er hins
vegar annað uppi á teningnum og þá
má spyija hvort ástæða sé til þess
að vantreysta núverandi fastgengi?
Því er erfitt að svara. En sé litið til
sögunnar vakna gransemdir. Á síð-
ustu áram og áratugum hefur geng-
ið oftsinnis verið fellt. I raun má
segja að sú regla hafi gilt hérlendis
að niðursveiflum er mætt með geng-
isfellingu. Islensk stjómvöld geta
ekki hrist af sér söguna, enda era
margir af sömu mönnum enn við
stjóm sem felldu gengið hér áður.
Núverandi uppsveifla mun ekki
vara endalaust. Líklega mun hægja
á íslensku efnahagslífi á næsta ári.
Viðskiptahalli landsins er umtals-
verður eða 33 milljarðar á síðasta
ári og þess vegna er ekki aðeins
nauðsynlegt að halda peningum inni
í landinu, heldur verður að tryggja
umtalsvert innstreymi af fjármagni
til þess að standa straum af þessum
halla. Þetta hefur gengið eftir, m.a.
vegna þenslu í útlánum, en erlendar
lántökur einkaaðila vora 69 milljarð-
ar nettó á síðasta ári. Þær hafa knú-
ið hagkerfið áfram og fjármagnað
kaup á innflutningi. Neikvæður við-
skiptajöfnuður er hins vegar þungur
baggi til lengdar og dregur úr trú-
verðugleika gengisins. Þess vegna
era það engin undur að nú þegar á
þessu ári hafa fjórar vaxtahækkanir
átt sér stað, en vextir era nú um 6%
hærri hérlendis en gerist erlendis
og þessi munur er sífellt að aukast.
Og hvert prósentustig rýrir kaup-'
mátt almennings sem er skuldum
vafinn.
Hins vegar um leið og þenslan
hjaðnar og fólk dregur úr lántökum
fer fjármagn að leita út úr landinu
sem afborganir og vaxtagreiðslur.
Undir þeim kringumstæðum gæti
verið nauðsynlegt að hækka vexti
enn frekar þótt hagkerfið sé í niður-
sveiflu til þess að halda fjármagni
inni í landinu. Allt veltur þetta á trú-
verðugleika gengisins og hversu
þrálátur viðskiptahallinn mun verða.
En besta leiðin til þess að auka tiú.
almennings á krónuna er að strika
yfir söguna og afhenta peninga-
stjómunina til sjálfstæðs seðla-
banka sem mun ekki fella gengið
nema í fulla hnefana.
Góðærið endar og fortíðin byrjar
Á þeim sex áram sem era liðin frá
síðustu gengisfellingu hafa orðið
miklar efnahagslegar umbætur og
því er freistandi að trúa því að geng-
isfellingar séu hluti af fortíð en ekki
nútíð. Gengisfelling nú myndi vera
eins og köld vatnsgusa framan í ís-
lenskan fjármálamarkað og eyða
öllu því trausti sem krónan hefur
mögulega náð að byggja upp. Afleið-
ingin verður sú að gjaldið sem ís-~
lendingar greiða fyrir að hafa sinn
eigin gjaldmiðil mun stóram hækka,
því munur á vaxtastigi hérlendis og
erlendis mun aukast í langan tíma
þar á eftir. Þess vegna er svo mikil-
vægt að staðið sé fast á markmiðum
um verðstöðugleika og fastgengi í
gegnum hríð atvinnuleysis og gjald-
þrota ef því er að skipta.
Eins og nú er ástatt era umbætur
á íslenskum fjármagnsmarkaði að-
eins hálfkaraðar. Við höfum frelsi en
ekki öryggi. íslendingar þurfa að
reisa stofnanaumhverfi sem tryggir
traust á krónunni og lækkar vexti til
frambúðar. Ef þetta er ekki gert, er
mikil hætta á því að landsmenn sitji
uppi með veikan gjaldmiðil og háa
vexti sem hindra framfarir í landinu.
Ef vér komum okkur í slíka sjálf-
heldu er eina björgunarfestin sú að
ganga í myntbandalag Evrópu og
þannig eignast traustan og öruggan
gjaldmiðil.
Höfundur er í hagfræðinámi í
Ban daríkjun u m.
HVERS VEGNA ÞURFUM VIÐ
SJÁLFSTÆÐAN SEÐLABANKA?
Ásgeir Jónsson
Tölvuskóli Reykjavíkur býður upp á markvisst 50 stunda
námskeið í forritunarmálinu C++. Námskeiðið er sniðið fyrir þá
sem hafa grunnþekkingu á Windows stýrikerfinu og viija ná tökum
á undirstöðuatriðum tölvuforritunar. Námsgögn eru öll á íslensku
Grunnatriði forritunar
Inngangur að C+ +
Breytur, gagnatög, virkjar
Framvinda í forriti
Fylki, einvíð og fjölvíð
Textameðhöndlun
Föll
Bendlar
Klasar og uppbygging þeirra
Tölvuskóli
Reykjavíkur
Borgartúni 28, sími 561 6699
www.toivuskoli.is
toivuskoli @toivuskoli.is
mmm
Námskeidid inniheldur m.a