Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 39

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 39v SIGURLAUG DAVÍÐSDÓTTIR + Hólmfríður Sig- urlaug Davíðs- dóttir, verkakona og húsmóðir, fæddist á Hvammstanga 31. október 1906 og ólst þar upp til ferming- araldurs. Hún and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík hinn 12. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voni Davíð Guð- mundsson og Þórdfs Hansdóttir, en þau voi-u í hópi þeirra frumbýlinga, sem fyrstir settust að á tanga og mynduðu þar. Systkini hennar voru: Hall- dór, Sigurbjörn, Náttfríður, Guðmundur, Stefán, Þorbjörg og Soffía, en þau eru öll látin. Sigurlaug fluttist til Siglu- Ijarðar skömmu upp úr 1920 og vann þar við síldarsöltun og fleiri störf allt til ársins 1963. Hvamms- byggðina Hinn 12. desem- ber 1926 giftist Sig- urlaug Jóni Þor- kelssyni, skipstjóra, síðar verksljóra og síldarmatsmanni. Jón var fæddur á Húnsstöðum í Fljót- um 10. mars 1896 en andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 11. mars 1978. Foreldrar hans voni Anna Sigríður Jónsdóttir og Þor- kell Sigurðsson kennd við nýbýli þeirra Landamót á Siglufirði Dætur þeirra Jóns og Sigur laugar voi-u: Anna Sigríður sem er látin, Sigurdís Alda Halldóra, Þórdís og Helen. Niðj ar þeirra eru fjölmargir. Sigurlaug verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudag 18. október, og hefst athöfnin klukkan 15. Látin er í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavík tengdamóðir mín, Sigur- laug Davíðsdóttir. Sigurlaug ólst upp á heimili foreldra sinna á Hvammstanga fram yfír fenningar- aldur, en þá tók hún þá örlagaríku ákvörðun að fara í síldina á Siglu- firði. Þangað fór hún í fylgd með Halldóri bróður sínum, sem síðar varð umsvifamikill athafnamaður og síldarsaltandi og kenndur við hús sitt á Siglufirði, Frón. Sigurlaug var, þó ung væri að ár- um, harðdugleg og varð fljótlega eftirsótt til vinnu í síldinni vegna handhraða og dugnaðar við söltun- ina. Hún hvarf þó fyrstu árin heim til Hvammstanga á haustin, en 12. desember 1926 giftist hún Jóni Þor- kelssyni, skipstjóra frá Landamót- um, og hófu þau búskap hér á Siglu- firði. Foreldrar Sigurlaugar og systk- inin Náttfríður, Guðmundur og Soffía fetuðu á þessum árum einnig slóðina til Siglufjarðar. Davíð náði þó ekki að festa hér rætur og flutt- ist því eftir nokkur ár aftur til Hvammstanga, en Þórdís dvaldist hér áfram í skjóli barna sinna, lengst af þeirra Guðmundar og Sig- urlaugar. Sama ár og þau Jón og Sigurlaug giftu sig fæddist elsta dóttir þeirra, sem hlaut nafn móður Jóns, Anna Sigríður, og síðan hver dóttirin af annarri, Aida, Halldóra, Þórdís og Helen. Sigurlaug sló þó hvergi slöku við síldarvinnuna þó börnun- um fjölgaði og sem dæmi má nefna að daginn áður en hún ól Halldóru, sem nú er konan mín, stóð hún og saltaði sfld niður á plani eins og ekkert væri sjálfsagðai-a. Dæturnar tóku svo, strax og þær uxu úr grasi, til við að hjálpa móður sinni og síðar að starfa við hlið hennar. Afleiðing- ar af stritinu tóku þó að gera vart við sig og eftir að yngsta dóttirin fæddist átti Sigurlaug við veikindi að stríða og bauðst þá Jóhann Þor- kelsson, héraðslæknir á Akureyri, bróðir Jóns, til að annst um stúlk- una ásamt konu sinni, Agnetu, en þau voru þá barnlaus, þai- til Sigur- laug hefði jafnað sig af veikindun- um. Síðai’ sóttu þau hjónin mjög fast á að fá að ættleiða barnið og varð það Sigurlaugu erfið ákvörðun, en þó að lokum að ráði. Jón Þorkelsson, sem oft var kall- aður Jón Landi, var ákaflega lífs- glaður og skemmtilegur maður og gerði sér ekki rellu út af smámun- um, en Sigurlaug aftur á móti al- vörugefnari og hugaði að velferð heimilisins. Hún var mikil hann- yrðakona og saumaði fatnað á dæt- urnar og fyrir aðra til að drýgja tekjurnar, sem oft voru knappar. Hið létta lundai’far Jóns og um- hyggja Sigurlaugai’ leiddi til þess að oft var mjög gestkvæmt á heimili þeirra og þá búið við þrengsli, sem erfitt er að gera sér í hugarlund í dag. Eitt sinn vai’ það að Sigurlaug sá fram á að ekki myndi hægt bjóða öllum upp á uppbúið rúm og að ein- hverjir gestanna myndu þurfa að sofa á gólfinu. Hún hafði orð á því við Jón að hún vildi ekki gera upp á milli þeirra og ákveða hverjir það yrðu. „Hafðu engar áhyggjur af því, Lauga mín,“ sagði Jón þá. „Við lát- um þá bara spila um það.“ Og það varð úr að spilað var um það á hverju kvöldi hvaða gestir skyldu sofa á gólfinu. En Jón lét þess ekki getið fyrr en löngu seinna að sá kunningi hans, sem hann helst vildi að hefði sem hægasta hvílu, var þaulvanur spilamaður og svaf á uppbúnum dívan þær nætur sem hann gisti hjá þeim, meðan hinir urðu að gera sér gólfið að góðu. Jón og Sigurlaug fluttust til Reykjavíkur snemma á sjötta ára- tugnum, en komu norður á hverju sumri til að vinna í sfldinni, meðan hún enn veiddist fyrir Norðurlandi, en segja má að því hafi lokið 1964. Þá bjuggu þau á Ráðhústorginu hjá okkur Höddu og strákarnir okkar nutu góðs af samskiptunum við móðurforeldrana. Þegar svo barna- börnin uxu fleiri úr grasi áttu þau víst athvarf hjá afa og ömmu og Jón Daði, sonur Þórdísar, varð afa sín- um sérlega kær, enda ólst hann upp með annan fótinn heima hjá Jóni og Sigurlaugu á Miklubrautinni. Afkomendur þeirra Jóns og Sig- urlaugar eru stór hópur og mann- vænlegur, sem of langt yrði að telja hér og dætur þeirra lifa foreldra sína nema Anna Sigríður, sem dó ár- ið 1979, langt um aldur fram og varð öllum harmdauði er hana þekktu. Sigurlaug og Jón eyddu bæði síð- ustu æviárunum á Hrafnistu þótt ekki væru þau þar samtímis og kunna aðstandendur starfsfólki þar bestu þakkir fyrir umhyggju þá og aðhlynningu sem þau nutu þar. Segja má að störf Sigurlaugar í sfldinni hafi spannað alian skalann, í meira en 40 ár, frá því að standa á kafi í slorinu við síldarkassana og mega sig ekki þaðan hræra og hvorki neyta matar né di’ykkjar fyrr en allri söltun var lokið og þar til að vinnan færðist í manneskju- legra horf, slógrennur við kassana og matar- og kaffitímar teknir eins og hjá öðru fólki. Þessar breyting- ar gengu ekki baráttulaust fyrir sig og Sigurlaug tók heilshugar undir kröfur verkafólks um betri kjör og mannsæmandi aðbúnað. Hún var einkar glögg á samfélagið þótt aldur færðist yfir og skipaði sér ætíð í raðir hinna róttæku í stjórnmálum. Jón Þorkelsson andaðist á Hrafn- istu árið 1985 og nú er Sigurlaug dáin líka. Enginn veit hvort eitthvað tekur við eftir þennan áfanga, en sé það eitthvað má búast við að þar sé þröng á þingi og þá er ég viss um að Jón tekur á móti Laugu sinni með spilin í hendinni og tryggir þeim hægan beð. Hvar sem það kann að verða. Hannes Baldvinsson. Látin er í hárri elli amma okkar, Sigurlaug Davíðsdóttir, eftir erfiðan en farsælan lífsferil. Sem barn af kynslóð síðustu aldamóta ólst hún upp við kröpp kjör og lifði við þröngan kost framan af ævi. Sex ára gömul var hún send í vist á næsta bæ og var eina leikfang hennar þá lítil dúkka í eldspýtú- stokki. Frá tólf ára aldri var hún á eigin vegum. Lítið var um menntun í uppvexti hennar en góðai’ gáfur og þekkingarþorsti urðu til þess að hún aflaði sér sinnar eigin, m.a. lærði hún síðar á ævinni erlend tungumál af eigin rammleik. Hún giftist tvítug lífsglöðum og aðlaðandi manni, Jóni Þorkelssyni, átti með honum fimm dætur og er afkomendahópur þeirra allnokkur. Framan af ævi bjuggu þau á Siglu- firði. Þurfti hún oft á þeim árum að sjá ein um heimilið langtímum sam- an auk þess að stunda erfiðisvinnu utan heimilis. Hún kunni þá list að gera mikið úr litlu, elskaði að hanna og sauma fót á sig og börnin og sá til þess að fjölskyldan var alltaf vel til höfð. Hún hafði gaman af hann- yrðum alla ævi. Eftir miðjan aldur fluttust þau afi til Reykjavíkur og áttu þar notalegt heimili við Miklu- braut. Amma var glæsileg og falleg kona með flauelisbláustu augu sem fyrirfinnast, naut þess að vera vel til höfð og hafði mikla reisn. Ákveðnar lífsskoðanir og viðhorf gáfu henni lit. Sem dæmi má nefna að hún byrjaði fertug að reykja og hafði síðar á ævinni orð á því að hún dauðsæi eftir því að hafa ekki byrj- að fyrr! Við þökkum ömmu fyrir allt sem hún gaf sem einstaklingur. Hún skilur eftir margai’ skemmtilegar minningar. Guðný, Sigurlaug og Anna Dís Sveinbjarnar- og Onnudætur. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinai’ til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi-einunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrái’. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfeet einnig auðveld í úrvinnslu. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, INGÓLFUR SIGURÐSSON, Kleppsvegi 6, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi fimmtu- dagsins 14. október. Sesselja Guðmundsdóttir, Margrét Ingólfsdóttir, Elín Lára Ingólfsdóttir, Sigurður Ingólfsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, dvalarheimilinu Skjóli, áður til heimilis í Hlíðarhjalla 45, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 21. október ki. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Samtök sykursjúkra. Guðmundur Antonsson, Þórunn Huld Ægisdóttir, Jóhann Bjarnarson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Birgir Sigurðsson, Jón Viðar Guðmundsson, Kristrún Jónsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÖLVI PÁLL JÓNSSON frá Stakkadal í Aðalvík, Réttarholtsvegi 67, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 19. október kl. 13.30. Laufey J. Guðmundsdóttir, Halidóra J. Sölvadóttir, Sveinbjörn Guðjónsson, Hermann T. Sölvason, Marianne Person, Margrét S. Sölvadóttir, Axel H. Sölvason, Björk Geirdal, Magnús Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAKELAR SÓLBORGAR ÁRNADÓTTUR, Fjóluhlíð 6, Hafnarfirði. Bragi Guðmundsson, Guðmundur R. Bragason, Ásta Gunnarsdóttir, Sigríður Á. Bragadóttir, Eyjólfur Guðjónsson, Þorsteinn Bragason, Malín Shirimekha, Daði Bragason, Inga Jóhannsdóttir og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU JÓELSDÓTTUR. Hrund Káradóttir, Steingrímur Steingrímsson, Amalía Þórhallsdóttir, Ásdís Káradóttir, Rúnar Þór Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.