Morgunblaðið - 17.10.1999, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sírni 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
MINNINGAR
INGIBJORG SOFFIA
PÁLSDÓTTIR
HJALTALÍN
+ Ingibjörg Soffía
Pálsdóttir
Hjaltalín frá Brokey
fæddist á Böðvars-
hólum í Vesturhópi í
V estur-Húnavatns-
sýslu 20. ágúst 1918.
Hún lést 25. septem-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Stykkis-
hólmskirkju 2. októ-
ber.
Það eru nú liðin nærri
sjötíu ár síðan við Ingi-
björg útskrifuðumst úr
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur - Ingi-
marsskólanum.
Eftir lokapróf úr 3. bekk fórum við
skólasystkinin hvort í sína áttina.
Undirrituð fór heim í átthagana aust-
ur á land, nokkrir í framhaldsnám, en
þær frænkur, Ingibjörg og Jóhanna,
á vit ævintýranna vestur í Breiða-
fjai'ðareyjar, sem mér fannst afar
spennandi.
Það voru því stopular fréttir sem
ég fékk af þeim, þó að þær hefðu
gifst hvor sínum bróðurnum á heimili
því er þær réðu sig á og bjuggu fé-
lagsbúi alla tíð. Festu þær svo djúpar
rætur að þær dvöldu þar til hinstu
stundar. Oft var mig búið að dreyma
um að heimsækja þær og jafnframt
upplifa dýrð þessa landshluta. En
auðvitað rann það út í sandinn eins
og mörg önnur góð áform. Við verð-
um því að láta okkur nægja að hittast
á einhverri góðri stjörnu er yfir lýk-
ur.
Við lát Ingibjargar rifjast upp ótal
atvik frá skólaárunum. Hún var ákaf-
lega hláturmild og sá oftast spaugi-
legu hliðarnar á öllum málum. Mig
langar að minnast eins atviks er lýsir
henni mæta vel.
I fyrsta bekk sátu þær saman Ingi-
björg og Ásdís Sveinsdóttir, nágrann-
ar úr vesturbænum, báðar mein-
fyndnar og sérstaklega
skemmtilegar. Það var í
enskutíma hjá Ai’na
Guðnasyni, ógleyman-
legum kennara. Það var
ekki hægt annað en
læra hjá honum, og það
vel, honum fannst næst-
um dauðasynd ef ekki
var tekið eftii’.
Hann hafði þann sið
að ganga um skólastof-
una og endurtaka oft
sömu setninguna og
orðin svo enginn yrði
nú útundan og talaði þá
hátt og skýrt. Allt í einu
snarstansar hann hjá þeim stöllum
og það dimmdi yffr svip hans. Þær
höfðu þá verið í barnaskap sínum að
spila á spil í rólegheitum. Það varð
dauðaþögn í bekknum í nokkrar sek-
úndur. Asdís glotti háðslega en Ingi-
björg brosti sínu breiðasta brosi með
öllu andlitinu og sindraði á gullnu
lokkana hennar. Það var eins og
dregið hefði verið frá sólinni, hann
mildaðist allur á svip við þessi við-
brögð, ekkert orð sagt, og hélt svo
áfram að kenna eins og ekkert væri
sjálfsagðara. Hann var líka góður
maður þó strangur væri.
Þetta bros hafði sýnilega góð áhrif
þótt okkur hinum nemendunum fynd-
ist þær sleppa heldur létt út úr þessu.
Þessar stúlkur voru ágætir nemend-
m- eins og flestir er voru í þessum
skóla. Þar voru frábærir kennarar
sem kenndu áratugum saman og
stóðu af sér allt dægurþras.
Margt fleira væri hægt að nefna er
gerðist þai’ en of langt yrði upp að
telja. Um leið og ég þakka Ingi-
björgu, og þeim báðum frænkum, fyr-
ir þriggja vetra samfylgd sendi ég öll-
um þeirra aðstandendum mínar bestu
samúðarkveðjur og óska þeim allra
heilla.
Þorbjörg Einarsdóttir
Hóli, Stöðvarfirði.
RÓSA
BJÖRNSDÓTTIR
+ Rósa Bjömsdóttir fæddist á
Felli í Breiðdal 21. júní 1922.
Hún lést á Landakoti 13. ágúst
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Óháðu kirkjunni 26.
ágúst.
Dagur líður, fagur, fríður,
flýgur tíðin í aldaskaut.
Daggeislar hníga, stjömumar stíga
stillt nú og milt upp á himinbraut.
Streymir niður náð og friður,
nú er búin öll dagsins þraut.
(V. Briem.)
Hinn 13. ágúst sl. andaðist
móðursystir mín, Rósa Björnsdóttir,
eða Rósa frænka eins og hún var
alltaf kölluð í minni fjölskyldu.
Skammt var stórra högga á milli því
9. ágúst hafði móðir mín kvatt. Mig
langar til að þakka þér, elsku Rósa,
fyrir alla þína hlýju og elskulegheit í
minn garð. Mér þótti vænt um þig og
ég veit að þér þótti vænt um mig. Þú
varst fastur punktur í mínu lífi og nú
er tómlegt að koma í bæinn og engin
Rósa frænka til að heimsækja. Eg
hugga mig þó við að nú líður þér vel.
Þú ert komin til allra þinna sem á
undan eru farnir í dýrð himnaríkis.
Eyðist dagur, fríður, fagur,
fagur dagur þó aftur rís:
EUífðardagur ununarfagur,
eilíf skín sólin í Paradís.
Ó, hve fegri og yndislegri
unun mun sú, er þar er vís.
(V. Briem.)
LEGSTEINAR t Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrvti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1
sírni 5871960, fax 5871986
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Aðstoðum við skrif minningarrgreina
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
Guð geymi þig, elsku frænka.
Minningin lifir.
Þín
Ester Guðlaug.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Björn
Sturla Böðvarsson afhjúpar minnisvarðann.
Helgi Hallgrímsson fylgist með.
Loksins bundið slitlag
á allan Siglufjarðarveg
Skagafirði. Morgunblaðið.
LOGNIÐ var sannanlega að
flýta sér, eins og mætur maður
sagði fyrir mörgum árum, þeg-
ar framámenn Vegagerðarinnar
ásamt nokkrum af þingmönnum
Norðurlands vestra og sveitar-
stjórnarmenn á Siglufirði, komu
saman nyrst í Höfðahólum norð-
an Hofsóss á föstudag, en þar
var afhjúpaður stuðlabergs-
drangur með koparskildi, til að
minnast þess að nú í september
sl. var lokið lagningu varanlegs
slitlags á veginn til Siglufjarð-
ar.
Helgi Hallgrímsson vegamála-
stjóri bauð viðstadda velkomna
til þessarar athafnar og rakti í
stuttu máli sögu vegagerðar til
Siglufjarðar, sem lengstum hefur
verið mjög erfið, enda ekki um
auðveldustu fjallvegi eða snjó-
léttustu héruð að fara, þegar
landleið var valin til sfldarbæjar-
ins nyrst á Tröllaskaga.
Drap Helgi á vegagerðina um
Siglufjarðarskarð, síðar um AI-
menninga og göngin í gegnum
Stráka, og nú siðast þann áfanga
að leggja varanlegt slitlag á
þessa leið. Fram kom í máli
Helga að fyrsti hluti slitlagsins
hefði verið lagður árið 1983, og
siðan haldið áfram og jafnaði
þetta sig upp á, að lagðir hefðu
verið um það bil sex kflómetrar á
ári, og í tilefni þess að nú væri
verkinu Iokið hefði verið ákveðið
að reisa minnisvarða.
Bað hann síðan samgöngu-
málaráðherra, Sturlu Böðvars-
son, að afhjúpa minnisvarðann,
en að því loknu héldu ráðherra,
þingmenn og aðrir gestir áleiðis
til Siglufjarðar þar sem þeir sátu
boð heimamanna í tilefni dagsins.
Vann ferð til Parísar
VINNINGSHAFI í Brie-leik Rás-
ar 2 og Osta- og smjörsölunnar
sf. er Guðrún Halla Gunnarsdótt-
ir en hún fékk ferð fyrir tvo til
Parísar með gistingu. Á mynd-
inni talið frá vinstri: Árni Þor-
valdur Jónsson, Erla María, Hall-
ur Orn, Guðrún Halla Gunnars-
dóttir, Ólafur Magnússon og
fremst er Iðunn Svala.