Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 41

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 41
4 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________________________ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 4L Klusturkirkjan er samsett af stíltegundum eins og svo margar byggingar í Mont-Saint-Michel. Mont saint Michael - miðaldaperlan sem dregur til sín um þrjár milljónir ferðamanna á hveiju ári. Morgunblaðið/IM Klausturgarðurinn hvílir á tindi klettsins við klaustrið sem byggt var í upphafi 13. aldar. og innsveitir. Allt frá því að ferða- maðurinn er kominn inn fyrir íyrstu virkisdyrnar (þær eru þrennar alls) neðst við varnarmúrinn, lýkst upp fyrir honum heimur miðalda. Frá örófí alda hafa íbúar litla þorpsins lífiiært sig á ferðamönnum, rekið gistihús, krár og búðir. Þótt varning- . urinn sé breyttur í dag og ferða-* mennirnir fleirí og nútímalegri, hvíl- ir hinn forni andi enn yfir staðnum. Ótal smástígir, þröng sund, brýr og tengigötur upp í klaustrið eða yfir á vamarmúrana gera staðinn að eins konar völundarhúsi sem kallar stöðugt á ný hughrif. Hér er sagan við hvert fótmál; hinn langi menningartími munkanna af Benediktsreglu gegnum miðaldir, fleygaður af veraldlegum átökum líkt og 100 ára stríðinu á 15. öld, og inn í nýja tíma Endurreisnar á 16. öld og allt að Frönsku stjórnarbylt- ingunni á ofanverðri 18. öld sem end- aði munkalíf í Mont-Saint-Michel. Ríkið eignaðist klaustrið í hinu nýja lýðveldi Frakklands og staðnum vaA. breytt í fangelsi 1792 (hafði reyndar verið fangelsi að hluta til á tímum Lúðvíks 11. á 15. öld). Mont-Saint- Michel var ríkisfangelsi allt til ársins 1863 og hýsti að jafnaði um 600 fanga. Staðurinn féll í gleymsku og hrörnun um tima en undir aldamót hófst umfangsmikil viðgerðar- og viðhaldsvinna sem bjargaði Mont- Saint-Michel frá glötun. Á 20. öld hefur staðurinn verið ferðamanna- staður sem heillar fólk frá öllum heimsins hornum. Árið 1969 sneri lítið samféla^F munka af Benediktsreglu aftur til Mont-Saint-Michel. Nú hafast um sjö munkar við í gamla klaustrinu. Þannig viðhelst goðsögnin um Mont-Saint-Michel sem sköpuð var í anda Opinberunar Jóhannesar um hina nýju Jerúsalem. Höfundur er rithöfundur. C á hæðum en ekki hlið við hlið. Hinn langi byggingartími klaustursins svo og þrotlaus viðhaldsvinna síðari tíma hafa skilað stór- merkilegri samansetningu af öllum hugs- anlegum bygg- ingarformum sem engu að síður mynda undurfagra og samstæða heild. Forðist há- annatíma Hellulögð gata þakin búðum og veitingastöðum á báða bóga hlykkjast upp brattann að klaustrinu. stefnum gegnum miðaldir ásamt við- gerðum og endurbótum fram á okkar tíma. Klaustrið og kh-kjan með öllum útidúrum, hvelfingum, herbergjum, göngum og endalausum ranghölum, sölum og viðbyggingum, bænahúsum, íbúðarbyggingum og kapellum er verkfræðilegt afrek og byggingarlegt viðundur. Byggingarnar hvíla á 80 metra há- um kletti en ekki á jafnsléttu sem kallaði á nýjar og áður óþekktar byggingaraðferðir. Þannig eru grafhvelfingar kirkjunnar byggðar á gömlu kirkjunni svo og sem þær mynda krans undir kirkjunni. Vist- arverur munkanna voru sömuleiðis byggðar lóðréttar en ekki láréttar, Ferðamanna- straumurinn er svo öflugur til Mont-Saint- Michel, að viss- ara er að skipu- leggja heimsókn sína með nokk- urri aðgát. Best er að skoða stað- inn að vetrarlagi þegar fæstir ferðamenn eru á staðn- um. Yfir sumartímann er klausturs- kletturinn iðandi af ferðamönnum frá morgni til kvölds. Þá er nánast ólíft innan borgarmúranna, sérstak- lega þegar líður á daginn. Við erum heppin, komum að afloknum páskum og fjöldi ferðamanna viðráðanlegur svo auðvelt er að njóta heimsóknar- innar. Ein, þröng gata leiðir okkur upp brattann og að klaustrinu en þá tek- ur við heimur trúar og tilbeiðslu, bænahús, klausturgarður, móttöku- og borðsalir, vinnuherbergi, bæna- hús og klaustur frá ýmsum tímum auk sjálfrar kirkjunnar sem trónir efst með svimandi útsýni yfir flóann MONT-SAINT-MICHAEL Helgidóm- ur, virki og S Mont-Saint-Michel, klettur heilags Mikjáls, á landamærum Normandí og Bretagne-héraðs í Frakklandi hefur verið í aldanna rás allt í senn; klaustur, kirkja, virki, samfélag og þorp. Ingólfur Mar- geirsson sótti staðinn heim og lýsir honum sem menningarlegri og andlegri upplifun þar sem saga miðalda og endurreisnar sé saman komin á einum bletti. KVÖLDHÚMIÐ leggur gullna slikju yfir flóann. Upp úr gylltu mistrinu stígur klaustrið lflrt og í goðsögn; Fjall Heilags Mikjáls, Mont-Saint-Michel, tímalaust og magnþrungið. Adagamalt klaustrið stendur á fjalli eins og nafnið ber með sér, eða öllu heldur á tröllauknum kletti í hafinu sem mjótt engi tengir við ströndina. Lítið þorp kúrir við rætur klaustursins, umlukt breiðum varnargarði. Við virðum þetta ein- staka fyrirbæri í menningarsögu Evrópu fyrir okkur úr fjarlægð. Mont-Saint-Michel endurspeglar miðaldir og samfélagsuppbyggingu kristinna manna á Vesturlöndum: Efst trónir kirkjan með hárri og mjórri spíru og boðar hið andlega yf- irvald en neðar hvílir hið jarðneska samfélag þorpsins umgirt varnar- görðum hins veraldlega heivalds. Dauðagildrur í ótrúlegum sjávarföllum Mont-Saint-Michel er vinsælasti ferðamannastaður Frakklands fyrir utan París. Tæpar þrjár milljónir ferðamanna heimsækja staðinn ár- lega. Ekki að undra. Hér er saga mið- alda samankomin á einum bletti og staðurinn sjálfui- og einstakt um- hverfi hans upplifun - í senn menn- ingarleg, söguleg og trúai'leg - sem lengi dvelur í vitund ferðamannsins. Mont-Saint-Miehel stendur við samnefndan flóa inn af Ermarsundi, á mörkum Normandí og Bretagne í Frakklandi. Flóinn myndar eins kon- ar öngstræti í kverkinni milli Norm- andí og Bretagne, sem gerir það að verkum að mikið magn leðju og skelja hefur safnast upp við strendurnar gegnum tíðina og myndað víðfemar aurbreiður (25 þúsund hektarar eða 50 þúsund knattspymuvellir!) sem sjórinn hylur á flóðum en berar þegar fjarar á ný. Hér er munurinn á flóði og fjöru einna mestur í heiminum. Tvisvar á sólarhring hækkar og lækkar yfirborð sjávar um 15 metra. Aðeins Fundy-flóinn í Kanada sýnir rneiri breytingu á sjávarhæð við flóð og fjöru. Mont-Saint-Michel stendur í miðri aurbreiðunni í fjöru en nær um- luktur sjó á flóði. Skýringin á hinum öflugu sjávaríollum er m.a. sú, að hin eiginlega strönd flóans liggur mun ut- ar, líkt og bakki sem marar í sjávar- borði. Á flóði streymir sjórinn yfir bakk- ann og hinn mikli munur á sjávar- hæð flóðs og fjöru gerir það að verk- um að sjórinn streymir með tröll- vöxnum hætti yfir leðjuflatneskjuna og hylur víðfemt en grunnt svæði. Þannig getur flóð við Mont-Saint- Michel hulið allt að 25 kílómetra langa aurfjöru. Flóð koma mjög hratt ... „eins og hestur á stökki,“ segir gamalt franskt orðatiltæki í héraðinu og vissara fyrir menn að hætta sér alls ekki út á aurbreiðurn- ar á fjöru. Vísindalegar mælingar sýna að hraði flóðsins er 62 metrar á mínútu eða um einn meter á sek- úndu! Sjávarföllin valda miklum straumköstum og víða leynast kvik- syndi í leðjunni. Sannkallaðar dauða- gildrur. Stöðugt berst mikið magn af skeljasandi og auri með flóði og nú er svo komið að sjórinn nær aðeins að umlykja klausturklettinn Mont-Saint- Michel á háflóði. Miklar ráðagerðir eru nú uppi um að reyna að dæla burt einhverju af aumum sem er enginn hægðarleikur þar sem stöðugt bætist í safnið, eða um 300 þúsund kúbík- metrar af leðju á ári. Borgin helga stígur af himni niður Klaustrið í Mont-Saint-Michel á sér um 1200 ára sögu og sameinar flesta þætti í byggingarlist, menn- ingarsögu og félagslegri þróun mið- alda í Evrópu. Enginn veit með vissu hvenær fyrst var byggt guðshús á klettinum en fyrsta kirkjan sem helguð var Heilögum Mikjáli - Saint Michel - var byggð í upphafi áttundu aldai' f. Kr. Sagan segir að árið 708 hafi heilag- ur Mikjáll birst St. Aubert, erkibisk- upnum af Avranches, þrisvar sinnum í draumi. Hugsanlegt er kirkjan sem erkibiskupinn lét reisa á klettinum hafi verið lítið guðshús í klaustri. Rík- ai'ðui' fyrsti, hertogi af Nonnandí, rak út munkana á tíundu öld, einkum af hemaðarlegum ástæðum og fól munkum af Benediktsreglu árið 966 að byggja nýja kirkju og klaustur helgað Heilögum Mikjáli. Munkarnir byggðu klaustur og kfrkju sem byggir á miðaldatúlkun á Opinberan Jóhannesar: Líkt og fiski- mennirnir við Genesaretvatn sem lögðu niðui' veiðarfærin, héldu munk- arnir í vesturátt, yfir þöglar sléttur Normandí uns þeir komu að flóanum viðsjárverða og byggðu hugsýn sína á klettinum sem helgaður hafði verið Heilögum Mikjáli. Hugljómun munkanna af Bene- diktsreglu var hvorki meira né minna en hin nýja Jerúsalem Opinberanar- bókai'innar; stigin niður af himni til að fagna hinum útvöldu til eilífðar. Þessi hugljómun fangai' ferðamann- inn enn í dag er hann nálgast Mont- Saint-Michel. Ósjálfrátt fara setning- ar Opinberanarbókarinnar í gegnum hugann: „Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.“ Þetta var hin dulspekilega hug- myndafræði og hugsýn miðalda- munkanna sem liggur að baki hinum ævintýrlegu byggingum á klettinum; risavaxið klaustur og mikil kirkja, nánast dómkh'kja með tilheyrandi grafhvelfingum, skipi, kór og háu hvolfþaki. Kirkjubyggingin hófst á 11. öld og var upphaflega í rómönskum stíl en síðar var byggt við hana í got- neskum stíl, svo og öðrum byggingai'- 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.