Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ CRTU ORPINN LEIÞUR Á RIGNINGU OG SNJÓ? HVERNIG V/ERI AÐ FÁ SÉR HÚS Á SPÁNI! mmm Sögða gömlu vikingarnir, þegar þeir sjósettu báta sína og sigldu til hvítu strandanna og grænu pálmatrjánna á Spáni. Ef þið viljið einnig búa við hvítar strandir Costa Blanca bjóðum við ykkur velkominn til að sjá fullt af áhugaverðum tilboðum okkar. Ibúðir frá 5.000.000 ptas., og raðhús frá 8.900.000 ptas. Þið getið einnig séð okkur á heimasíðunni: www.viking-homes.com VIKIHG HEIMILI & GOLF, sem var stofnað 1986, býður viðskiptavinum sínum ávallt góða þjónustu: *fría lögfræðiaðstoð við kaup á fasteign *endursöluþjónustu *leigu á íbúðunum. Verið itelkomin í heimsókn á skrifstofuna okkar í Villamartin (10 km suður af Torrei/ieja) eða hafið samband i/ið okkur í síma 868 0S04 og fyrir bœkling í síma +34 96 6764060, fax +34 96 6765206 eða e-mail viking-homes@visual.es ‘5£—~f Fasieignasalan IJakki —Jsr---------------------- imtimni K SOð Fasteignasalan Bakki, s. 482 4000 EITT GLÆSILEGASTA HÚSIÐ Á SUÐURLANDI! Steypt. Byggt 1983. Einbýlishús. Herb: 8 + 2 stofur. Stærð 365,3 fm. Stærö bílskúrs 42 fm. Nr. (1019). Eitt glæsilegasta hús Suðurlands er nú til sölu. Arkitekt hússins er Vilhjálmur Hjálmarsson. Hér hefur verið vandað til verks í hvívetna. Fallegur vel ræktaður garður. Á besta stað á Selfossi. Frábær eign. Uppl. um verð og áhv. lán á skrifstofu. STÓRKOSTLEGT VIÐ- SKIPTATÆKIFÆRI! Timbur. Byggt 1987. Bílskúr 1993. Einbýlishús. Herb: 4 + stofa. Stærð 141,8 fm. Stærð bílsk. 56,3 fm. Nr. (9408). Fráb. einb. á Stokkseyri. Hér hefur ekkert verið til sparað að gera eignina vist- lega og glæsil. í bílsk. er nú rekið matvælafyrir- tækið Flatbakan sem framleiðir El-Sombrero pizzur o.fl. og getur þaö fylgt með í kaupunum. Fyrirtækið hefur traust viðskiptasambönd og vaxtamöguleikar eru miklir. Þetta er tækfæri fyrir samhenta fjölskyldu sem vill byggja upp á Ijúfum stað við sjóinn. Uppl. um verð og áhv. lán á skrifstofu. TÆKIFÆRI SEM MARGUR HEFUR BEÐIÐ EFTIR! Timbur. Byggt 1928. Einbýlishús. Herb: 3 + stofa. Stærð 138,9 fm. Geymsla 40,2 fm. Nr. (9302). Yndislegt hús á Eyrarbakka með sál! Hér hafa búið miklir andans menn þ.á.m. Ragnar í Smára. Tilvalið sem fyrstu kaup eða sem sumar- bústaður. Nú er tækifæri til að breyta um lífstíl og búa í friði og ró á Bakkanum. Uppl. um verð og áhv. lán á skrifstofu. ÚTI VIÐ SVALAN SÆINN! Steypt. Byggt 1994. Einbýlishús. Herb: 3 + stofa. Stærð 100 fm. Stærð bílsk. 36 fm. Nr. (9406). Þetta fallega hús er vel staðsett á Stokkseyri og er nánast fullbúið en þó er rúm fyrir þínar hugmyndir! Stór ræktaður garður. Hér er sannarlega hægt að gera góö kaup og láta sér svo bara líða vel í fersku sjávarloftinu! Uppl. um verð og áhv. lán á skrifstofu. rf Árni Valdimarsson, löggiltur fasteignasali. Fasteignasalan Bakki er frísk og framsækin fasteignasala og þetta er lítið sýnishom úr söluskrá okkar. Allir sem kaupa fasteign hjá okkur fá heimsókn í nýja húsið og við færum ykkur sunnlenskt handverk og 3ja mánaða áskrift að Sunnlenska fréttablaðinu í innflutningsgjöf. FJÖLDI EIGNA UM ALLT SUÐURLAND. Sendum söluskrá með myndum í pósti. Lítið á heimasíðu okkar: http://www.isholf.is/bakki Tölvur og tækni á Netinu vl>mbl.is LISTIR „Þeir sera hafa vænst eftir einhverju öðru og meira en rútínulegri hollí- vúddafgreiðslu verða fyrir vonbrigðum,“ segir meðal annars í dómnum. Tyrkja- ránið II KVIKMYJVPIR Háskólabfó BARÁTTAN UM BÖRNIN - SPLIT irk Leikstjóri og handritshöfundur: Can- an Gerede. Kvikmyndatökustjóri: Peter Steuger. Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson. Aðalleikendur: Mahir Glinsirey, Bennu Gerede, Baltasar Kormákur, Halldóra Björnsdóttir, Seda Cetio, Melis Sen. Tyrk- nesk/frönsk/íslensk. Isl. kvikmynda- samsteypan í samvinnu við Alfa Film, Artcam International og Scarabee Film Producties 1999. EITT ljótasta níðingsverk í ís- landssögunni er Tyrkjaránið 1627, er Serkir rændu og drápu nokkur hundruð Islendinga. Er þó jafnan kennt við þessa útkjálkaþjóð í Evr- ópu og hinum vestræna heimi - þótt hún hafi þar hvergi komið nærri og við gáfum henni lífseigan hraksmán- arstimpil: hundtyrki. Hinsvegar er ósvikinn Tyrki ein aðalpersónan í harmleiknum sem myndin Baráttan um börnin er byggð á. Önnur er til allrar ógæfu íslensk kona og móðir stúlknanna tveggja, sem í sakleysi sínu eru smánaðar, gerðar að peðum í atskák þeirra sem eiga að vernda þær. Mál Sophiu Hansen var og er átakanleg sorgarsaga, persónuleg svívirða og aukinheldur tilfinninga- mál allrar íslensku þjóðarinnar sem hefur fylgst grannt með hvernig tyrkneskt réttarkerfi og íslamskir ofstækismenn hafa niðurlægt þessa konu í áraraðir. Það er búið að troða á tilfinningum Sophiu og engin lausn í sjónmáli. Við höfum líka orðið vitni að einurð hennar og óbilandi trú á að réttlætið muni sigra að lokum í mannfjandsamlegu umhverfi þar sem miðaldamyrkur ríkir í huga stórs hluta þjóðfélagsins. Mannrétt- indabrot eru daglegt brauð, karl- remba og kvenfyrirlitning ráða ríkj- um meðal allah-hrópandi heittrúar- manna. Því er þessi formáli að efni Barátt- unnar um börnin snertir okkur meira en aðrar myndir. Því er best að taka það strax fram að ekki er annað að sjá en fyrir höfundum hafi vakað það eitt að gera aðsóknarafþr- eyingu í anda Not Without My Daughter, (‘91), bandarískri mynd sem byggð var á svipaðri harmsögu. Leikstjóranum og handritshöfundin- um, Canan Gerede, tekst það ekki frekar en að koma með þarft og meitlað innlegg í umræðuna um „réttlætið“ í landi sínu. Það glittir í þjóðfélagsádeilu, á trúmál frekar en stjórnarfar, en hún er grunn og ósannfærandi. Þeir sem hafa vænst eftir einhverju öðru og meira en rútínulegri hollívúddafgreiðslu verða fyrir vonbrigðum. Aðalpersónurnar eru Sól (Bennu Gerede), íslensk kona sem á tvær telpur með Halil (Mahir Gúnsirey), tyrkneskum manni sínum. Frúin virðist allt í öllu, rekur verslun í Reykjavík, hans hlutverk óljóst. Hún kynnist Friðriki (Kormákur Baltasar), skilur við Halil, fær for- ræði yfir börnunum. Engu síður ákveður hún að maki sinn fyrrver- andi taki þau með sér í frí til Tyrk- lands. Halil heitir á spámann sinn, að þau gerist hans liðsmenn ef honum takist að ná þeim frá „heiðingjanum“ og sest upp með þær í sínu heima- landi. Sól heldur í tvær mislukkaðar ferðir til Tyrklands, ásamt Friðriki, að heimta dætur sínar, en rekur sig á ókleifan vegg framandi þjóðfélags. Myndin er ekki hlutlaus, gerir lítið úr konunni, sem er jafnvel látin reyna að tæla Halil til fylgilags þeg- ar fokið er í flest skjól. Er gerð óá- byrg, lítilsigld persóna. Halil á hinn bóginn nýtur nokkurrar samúðar. Stóri gallinn er samt persónusköp- unin í heild. Hún er með tölu yfir- borðskennda, stúlkubörnin meðtalin, sagan og meðferð hennar minnir í grunnhyggni sinni meira á rútínu- legt sjónvarpsefni en kvikmynda- gerð. Talið er á tyrknesku og ensku, sem er öllum leikurunum greinilega framandi og skaðar heildaráhrifin. Á hinn bóginn komast leikararnir Ger- ede, Gúnsirey og Baltasar Kormák- ur, þolanlega frá sínu í mynd sem veldur frekar vonbrigðum hvernig sem á hana er litið og er furðu létt- væg fundin, hvaða forsendur sem maður gefur sér. Þetta fólk snertir mann ekki. OPID HUS Blikahólar 6 3|a herb. með bílskúr Til sýnis og sölu falleg 80 fm útsýnisíbúð á 2. hæð ásamt 26 fm góðum bílskúr. Parket á gólfum, íbúðin getur verið laus strax. Verð 8,7 m. Áhv. 1,6 m. byggsj. Garðar og Sólveig taka vel á móti ykkur í dag, sunnudag, milli kl. 15 og 18. Brynjólfur Jónsson fasteignasala, sími 511 1555, gsm 898 9791. Síðumúli 10 Sími 588 9999 Fax 568 2422 odal@odal.is OPIÐ í DAG Mn.1.1 KL. 13 OG 15 Þórarinn Jónsson hdl., lögg. fastcignas. OPIÐ HUS Hlaðbrekka 10, Tvíbýli. Faiiegt u.þ.b. 220 fm. einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 30 fm. bílskúr. Á efri hæð er 130 fm. íbúð með 4 svefn- herbergjum en á neðri hæð er ca. 60 fm aukaíbúð með sérinngangi auk ca. 30 fm. óskráðs rýmis. Gott og vei skipulagt hús. Verð 16,3 m. Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 17.00. Verið velkomin. UT AÐ BORÐA ÁHÓTELBORG Allir sem láta eign sína (sölu hjá okkur í október fá sérstaklega góð kjör auk þess sem þeir fara út að borða á Hótel Borg á okkar kostnað. MIKIL SALA, VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. HAFÐU SAMBAND. www.odal.is - allar eignir á netinu Kaldasel. Reisulegt 233 fm. hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. 4-5 svefnherberai, stofa, borðstofa og sjónvarpsnol. Góð suðurverönd m/heitum þotti, tvennar svalir og stór gróin lóð. Mikið útsýnj og góð staösetning innst í botnlanga. Áhv. 4,9 m. Verð18,3m. Brekkusel Vandað og sérstaklega vel viðhaldið 250 fm. endaraðhus, tvær hæðir og ris, ásamt 23 fm. í góðu þríbýli. Mósaíkparket á stofum, parket á herbergjum og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Hús í góðu ástandi m.a. nýtt þak. og nýir gluggar. Laus strax. Verð 9,8 m. Barónsstígur. Reglulegasnyrtileg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð a 1. hæð í góðu fjölbýli. 2 svefnherbergi og stofa. Parket á stofu og herbergjum, flisar á baði. Mjög vel umgengin eign. Verð 6,9 m. Vesturgata. Glæsileg 83 fm. rishæð í góðu steinhúsi (fjórbýli). 2 svefnherb. og stofa, rúmgott eldhús og glæsilegt baðherbergi. Merbau parket á stofu og baðherbergi flísalagt. Feiknamikið útsýni. Áhv. 3,6 m. Verð 8,4 m. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.