Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 49 FRÉTTIR 140.000 kr. lágmarks- laun ekki óraunhæf VERKALÝÐSFÉLAG Norðfírð- inga lýsir yfir miklum vonbrigðum með að að ekki skuli takast að skipa íslensku verkafólki í eina órofa heild fyrir næstu kjarasamninga og hefur samþykkt ályktun þess efnis. þar segir m.a.: „Aðalfundurinn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með nýframkomn- ar hugmyndir VMSÍ um breytingu á viðræðuáastlun, en sagan sýnir okkur að verkafólk hefur einatt staðið andspænis því að semja fyrstir allra um kjör sín við atvinnu- rekendavaldið og aðrir sem meira mega sín komið á eftir og skriðið upp eftir bakinu á þeim sem lægstu launin hafa. Aðalfundur Verkalýðsfélags Norðfirðinga ályktar einnig, að norðfirskt verkafólk væntir mikils af komandi kjarasamningum og er tilbúið að leggja mikið á sig til að miklum árangri verði náð, ekki síst í ljósi þess mikla launaskriðs sem verið hefur undanfarið, launahækk- ana til þiýstihópa og sjálftökuliðs embættismanna ríkis og sveitarfé- laga, og stjómenda stórfyrirtækja. Einnig vill fundurinn benda á óþol- andi launamun á milli landsbyggð- arinnar og höfuðborgarsvæðisins, sem berlega hefur komið fram í ný- legri könnun eins stærsta stéttarfé- lags og landssambands á landinu, og lýsir þar allri ábyrgð á hendur atvinnurekendum. Aðalfundur Verkalýðsfélags Norðfirðinga samþykkir að 140.000 kr. lágmarkslaun á mánuði sé alls ekki óraunhæf krafa um hækkun lægstu launa á samningstímanum, ef tekið er mið af sjálfteknum kaup- hækkunum æðstu embættismanna þjóðarinnar, stjómenda sveitarfé- laga og stórfyrirtækja." -------------- Karlanefnd Jafnréttisráðs Fagnar ráð- gjot í forsjar- og umgengnis- málum KARLANEFND Jafnréttisráðs fagnar því að Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tímabundna tilraun hjá emb- ætti sýslumannsins í Reykjavík með ráðgjöf í forsjár- og umgengnismál- um fyrir foreldra sem standa í skilnaði eða sambúðarslitum. „Að mati karlanefndar hefur skortur á slíkri ráðgjöf leitt af sér margar erfiðar forsjárdeilur, þar sem niðurstaðan hefur oft orðið sú að brotið hefur verið á umgengnis- rétti forsjárlausra foreldra og er þá oftast um feður að ræða. Tilraun sú sem dómsmálaráðherra hyggst nú beita sér fyrir mun vonandi leiða til þess að ráðgjöf af þessu tagi verði gerð að reglu við skilnað eða sam- búðarslit foreldra. Slík ráðstöfun yrði til heilla fyrir alla aðila, ekki síst börnin,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu frá karlanefndinni. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uáuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 -*- ----- alfB LV*0V€U3IB HOR€fi T. s GINS€NG fRRWL€iTT flp ms EÐAL 6INSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegns Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraða. LYFTU ÞÉR UPP MEÐ SLÖKKVILIDIREYKJAVÍKUR 0PIÐ HÚS, í DAG, SUNNUDAGINN 17. 0KTÚBER KL. 14.00 TIL 17.00 í SKÚGARHLÍÐ Nýr 32 metra hár körfubíll frá Bronto Skylift Nýr gámabíll Allir bílar og búnaður til sýnis Slökkviliðsmenn veita upplýsingar um forvarnir Neyðarbíllinn verður á staðnum Léttar veitingar Þorir þú upp með körfubílnum? VERIÐ VELK0MIN SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.